Sport

Hafþór Júlíus blæs í víkingahornið fyrir leik Vikings og Packers

Blásið í Gjallarhornið á gamla heimavelli Minnesota Vikings.
Blásið í Gjallarhornið á gamla heimavelli Minnesota Vikings. Vísir/getty
Kraftlyftingarmaðurinn Hafþór Júlíus Björnsson mun blása í víkingarhornið til að bjóða leikmenn Minnesota Vikings velkomna fyrir leik liðsins gegn Green Bay Packers í NFL-deildinni annað kvöld.

Hafþór tók á móti leikmönnum liðsins í heimsókn þeirra í sumar en hann er staddur út í Minnesota og verður viðstaddur leik liðsins gegn nágrönnunum í Green Bay Packers.

Venju samkvæmt mun einstaklingur blása í Gjallarhorn, stærðarinnar víkingarhorn, til að kalla fram leikmenn heimaliðsins en í þetta skiptið verður það Hafþór sem fær að spreyta sig.

Stutt kynningarmyndband má sjá hér fyrir neðan en Hafþór verður einnig fenginn til að stýra Skol-klappi, þeirra útfærslu af víkingaklappinu fræga.

Leikur Minnesota Vikings og Green Bay Packers verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3 annað kvöld og hefst útsending 17:00.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×