Handbolti

Rúnar vann Bjarka Má

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Rúnar Kárason í leik með íslenska landsliðinu, en hann á 80 leiki að baki fyrir Ísland
Rúnar Kárason í leik með íslenska landsliðinu, en hann á 80 leiki að baki fyrir Ísland vísir/epa
Rúnar Kárason hafði betur gegn Bjarka Má Elíssyni þegar lið þeirra mættust í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag.

Rúnar gerði eitt mark fyrir Hannover-Burgdorf sem sigraði Fuchse Berlin 33-27. Bjarki Már komst ekki á blað hjá Berlínarliðinu.

Guðjón Valur Sigurðsson skoraði 5 mörk í sigri Rhein-Neckar Löwen á Wetzlar.

Alexander Petersson var ekki í leikmannahópi Löwen í dag.

Leiknum lauk með 24-31 sigri Löwen, en liðið er á toppi deildarinnar, fyrir ofan Fuchse Berlin á markatölu.


Tengdar fréttir

Rúnar á leið til Danmerkur

Landsliðsmaðurinn Rúnar Kárason mun flytja sig frá Þýskalandi til Danmerkur næsta sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×