Handbolti

Kristianstads fékk skell í Frakklandi

Leikmenn Kristianstads á æfingu með íslenska landsliðinu.
Leikmenn Kristianstads á æfingu með íslenska landsliðinu. Vísir/Anton
Gunnar Steinn Jónsson, Ólafur Guðmundsson, Arnar Freyr Arnarsson og félagar í Kristianstad áttu litla möguleika gegn franska félaginu Nantes í Meistaradeild Evrópu í handbolta í dag.

Eftir að hafa verið átta mörkum undir í hálfleik lauk leiknum með níu marka tapi Kristianstad, 25-34.

Það voru ekki aðeins íslenskir leikmenn sem tóku þátt í þessum leik en dómaraparið var íslenskt, þeir Svavar Pétursson og Arnar Sigurjónsson voru á flautunni í Frakklandi í kvöld.

Þeir gátu þó ekki bjargað okkar mönnum, þrátt fyrir að liðin skiptust á mörkum til að byrja með tók Nantes frumkvæðið snemma leiks og náði góðu forskoti fyrir hálfleik þar sem liðið leiddi 19-11.

Seinni hálfleikurinn var því aðeins formsatriði fyrir heimamenn að klára en þegar mest var fór munurinn upp í tólf mörk þótt að sænska félaginu hafi tekist af og til að kroppa í forskotið.

Gunnar Steinn komst á blað með eitt mark í leiknum úr tveimur skotum en Ólafur náði í tvígang að koma boltanum í netið í fimm tilraunum.

Sænska félagið er því áfram með aðeins eitt stig að fimm leikjum loknum°en sigur franska félagsins þýðir að Nantes er komið með fimm stig í fimmta sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×