Fleiri fréttir

Scaramucci segir öfl innan Hvíta hússins grafa undan Trump

Ekki eru allir starfsmenn Hvíta hússins að vinna að framgangi stefnumála Donalds Trump forseta. Þetta segir Anthony Scaramucci, fyrrverandi samskiptastjóri Hvíta hússins, sem var rekinn eftir tíu daga starf í síðasta mánuði.

Nægar sannanir til að sakfella Assad fyrir stríðsglæpi

Fyrrverandi saksóknari stríðsglæpamála ætlar að segja skilið við rannsóknarnefnd SÞ á borgarastríðinu í Sýrlandi vegna athafnaleysis öryggisráðsins. Hann segir nægar sannanir til að sakfella Bashar al-Assad forseta fyrir stríðsglæpi.

Merkel með öruggt forskot í könnunum

Skoðanakannanir sýna bandalag Angelu Merkel kanslara með fjórtán prósentustiga forskot á Sósíaldemókrata þegar einn og hálfur mánuður er til kosninga.

Átökin í Charlottesville: „Hatur kom til bæjarins okkar“

Tvítugur karlmaður er í haldi, grunaður um að hafa ekið á friðsama mótmælendur í Charlottesville í gær. Ríkisstjóri Virginíu skipar hvítum þjóðernissinnum og nasistum að hafa sig á brott en ekkert bólar á fordæmingu Donalds Trump forseta á hvítum öfgamönnum eða skoðunum þeirra eftir meiriháttar átök þeirra í bænum í gær.

Trump veldur titringi í Rómönsku-Ameríku

Suðurameríska fríverslunar- og tollabandalagið Mercosur hefur fordæmt Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, fyrir að segjast vera að íhuga hernaðaríhlutun í Venesúela og fullyrða að samtal og samningar séu einu leiðirnar til að efla framgang lýðræðis í Venesúela.

Elsti maður heims látinn

Elsti maður í heimi lést í gær þegar rúman mánuð vantaði upp á að hann yrði 114 ára. Israel Kristal var uppi á tímum heimsstyrjaldarinnar fyrri og síðari en auk þess lifði hann af útrýmingarbúðirnar í Auschwitz.

Umhverfisstofnunin fer yfir „pólitíska“ loftslagsskýrslu

Þrátt fyrir að stór loftslagsskýrsla þrettán bandarískra alríkisstofnana byggist á á rannsóknum sem hafa verið rækilega ritrýndar vill forstjóri Umhverfisstofnunarinnar þar að farið verði ítarlega yfir innihald hennar áður en hún birtist. Forstjórinn er þekktur fyrir að hafna vísindalegri þekkingu á loftslagsbreytingum.

Felldu mannýgan fíl á Indlandi

Leyniskytta skaut og drap fíl sem er talinn hafa drepið fimmtán manns í tveimur ríkjum í austurhluta Indlands frá því í mars.

Birta leiðbeiningar fyrir íbúa vegna kjarnorkusprengjuárásar

Meðal ráðlegginga sem fram koma í leiðbeiningum Varnarmálaráðuneytis Gvam, er að fólk ætti að búa til lista yfir staði nærri vinnustöðum þeirra og heimilum þar sem hægt væri að leita sér skjóls og koma safna neyðarbirgðum.

Trump áfram hofmóðugur gagnvart Norður-Kóreu

Hótanir sem ganga á milli Norður-Kóreu og Donalds Trump Bandaríkjaforseta stigmagnast. Nú tístir forsetinn að hernaðarlausnir séu tilbúnar ef Norður-Kóreumenn hegða sér ekki skynsamlega.

Kosningastjóri Trump rekur lögmenn sína

Sérstakur rannsakandi á afskiptum Rússa af bandarísku forsetakosningunum hefur stefnt erlendum bönkum til að afhenda gögn um fyrrverandi kosningastjóra Donalds Trump. Sá hefur nú rekið lögmennina sem hafa komið fram fyrir hans hönd í rannsókninni fram að þessu.

Fv. aðstoðarmaður Brexit-ráðherra: Brexit verður hörmung fyrir Bretland

Ímynd Íhaldsflokksins á Bretlandi hefur beðið svo mikla hnekki vegna Brexit að hann mun aldrei vinna sigur í kosningum aftur. Þetta er mat fyrrverandi starfsmannastjóra Brexit-ráðherra ríkisstjórnarinnar sem telur útgönguna úr Evrópusambandinu verða „hörmung“ fyrir Bretland,

Lest straukst við bíl sem var ekið yfir teina

Hurð skall nærri hælum þegar bíl með fjórum manneskjum um borð var ekið þvert yfir lestarteina í þann mund sem lest kom aðvífandi á miklum hraða. Lestin strauk afturenda bílsins og skemmdi en fólkið slapp ómeitt.

ESB frystir fleiri eignir Norður-Kóreumanna

Evrópusambandið fylgir tilmælum öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna vegna eldflaugatilrauna Norður-Kóreumanna. Áætlun um árás á bandarísku eyjuna Gvam á að liggja fyrir á næstu dögum. Íbúar Gvam hafa ekki áhyggjur af árás.

Árás á tölvukerfið vegna kosninganna í Kenía mistókst

Erlendir eftirlitsaðilar hafa lýst því yfir að ekki hafi verið brögð í tafli í kenísku kosningunum í vikunni. Nærri öll atkvæði höfðu verið talin í gærkvöldi og féllu rúm 54 prósent talinna atkvæða í forsetakosningunum í skaut sitjandi forseta, Uhuru Kenyatta. Alls kusu 45 prósent Raila Odinga en enginn annar fékk meira en hálft prósent atkvæða.

Vilja ferðamennina burt

Vaxandi óánægja er á meðal íbúa á Spáni með ört stækkandi ferðamannaiðnað. Íbúar Spánar, á mest sóttu áfangastöðunum eins og Barcelona, Mallorca og San Sebastián, hafa gripið til sinna ráða og gengið fylktu liði í mótmælagöngu gegn túrisma.

Sjá næstu 50 fréttir