Erlent

Viðurkenna að hafa handtekið rangan mann fyrir að ýta konu fyrir strætisvagn

Ingvar Þór Björnsson skrifar
Putney brúin í Lundúnum.
Putney brúin í Lundúnum. Vísir/AFP

Lögregluyfirvöld í Lundúnum hafa viðurkennt að hafa handtekið rangan mann í sambandi við mál sem snýr að hlaupara sem ýtti konu fyrir strætisvagn á Putney-brúnni í Lundúnum í vor.

Viðskiptamaðurinn Eric Bellquist, sem er meðal annars meðeigandi í Hutton Collins Partners, var handtekinn á fimmtudaginn á heimili sínu í Chelsea-hverfinu. Nú þykir sannað að Eric var staddur í Bandaríkjunum þegar téður atburður átti sér stað. 

Lögreglan heldur nú leit sinni áfram að hlaupagarpinum vegvonda.

Á myndbandi sem Lundúnalögreglan birti má sjá hvernig maðurinn, sem var að hlaupa eftir brúnni, ýtir konunni í átt að götunni. Skjót viðbrögð rútubílstjórans skiptu sköpum en litlu munaði að illa færi.
Fleiri fréttir

Sjá meira