Erlent

Viðurkenna að hafa handtekið rangan mann fyrir að ýta konu fyrir strætisvagn

Ingvar Þór Björnsson skrifar
Putney brúin í Lundúnum.
Putney brúin í Lundúnum. Vísir/AFP

Lögregluyfirvöld í Lundúnum hafa viðurkennt að hafa handtekið rangan mann í sambandi við mál sem snýr að hlaupara sem ýtti konu fyrir strætisvagn á Putney-brúnni í Lundúnum í vor.

Viðskiptamaðurinn Eric Bellquist, sem er meðal annars meðeigandi í Hutton Collins Partners, var handtekinn á fimmtudaginn á heimili sínu í Chelsea-hverfinu. Nú þykir sannað að Eric var staddur í Bandaríkjunum þegar téður atburður átti sér stað. 

Lögreglan heldur nú leit sinni áfram að hlaupagarpinum vegvonda.

Á myndbandi sem Lundúnalögreglan birti má sjá hvernig maðurinn, sem var að hlaupa eftir brúnni, ýtir konunni í átt að götunni. Skjót viðbrögð rútubílstjórans skiptu sköpum en litlu munaði að illa færi.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira