Erlent

Vilja kynja- og kynþáttakvóta í Hollywood

Samúel Karl Ólason skrifar
Leikstjórarnir sjö sögðu frá því að í gegnum tíðina þær þyrftu að leggja meira á sig til að fá tækifæri til að leikstýra.
Leikstjórarnir sjö sögðu frá því að í gegnum tíðina þær þyrftu að leggja meira á sig til að fá tækifæri til að leikstýra. Vísir/Getty
Sjö kvenkyns leikstjórar segja nauðsynlegt að setja kynja- og kynþáttakvóta í Hollywood. Það sé eina leiðin til að ná fjölbreytni í sjónvarpsþáttum og kvikmyndum. Þetta kom fram á ráðstefnu samtaka sjónvarpsgagnrýnenda í gær.

„Ég vil ekki vera ráðin vegna þess að ég er kona, en kannski þurfum við kvóta núna,“ sagði leikstjórinn Maggie Kiley.

„Ef það er nauðsynlegt þá er það nauðsynlegt,“ sagði Rachel Goldberg.

Háskólinn í Los Angeles gefur út árlega skýrslu um fjölbreytni í sjónvarps- og kvikmyndaiðnaðinum í Bandaríkjunum. Nú í ár var komist að þeirri niðurstöðu að minnihlutahópar mynda um 40 prósent af bandarísku þjóðinni. Hins vegar eru einungis tíu prósent framleiðenda sem tilheyra þeim hópum.

Sömu sögu er að segja af konum, sem mynda helming þjóðarinnar. Einungis tíu prósent framleiðenda eru konu.

Samkvæmt frétt AFP fréttaveitunnar hefur sjónvarpsstöðin FX sett af stað áætlun sem gengur út á að jafna kynjahlutföll leikstjóra. Árið 2015 leikstýrðu konur tólf prósentum af því efni sem framleitt var fyrir stöðina. Í fyrra var hlutfallið 51 prósent.

Leikstjórarnir sjö sögðu frá því að í gegnum tíðina þær þyrftu að leggja meira á sig til að fá tækifæri til að leikstýra. Meera Menon sagði kvóta nauðsynlega til þess að kvenkyns leikstjórar fengju tækifæri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×