Erlent

Töluvert magn af sterum fannst á heimili Rich Piana

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Rich Piana var meðvitundarlaus þegar sjúkraliðar komu að heimili hans.
Rich Piana var meðvitundarlaus þegar sjúkraliðar komu að heimili hans. Vísir/getty

Töluvert magn af sterum fannst á heimili Rich Piana þegar hann var fluttur á sjúkrahús á dögunum. Þar er honum haldið sofandi í öndunarvél.

Lögreglan var kölluð að heimili Piana í Flórída á mánudag þar sem hann hafði misst meðvitund þegar kærasta hans Chanel var að klippa á honum hárið.

Chanel sagðist hafa reynt að grípa Piana þegar hann féll í gólfið en átti í erfiðleikum með það sökum hæðar hans og þyngdar. Samkvæmt henni hlaut Piana höfuðhögg við fallið.

Þegar sjúkraflutningamenn komu á staðinn fannst hvítt púður ásamt kreditkorti og röri á borði í húsinu og var Piana því gefið lyfið Narcan sem oft er notað við of stórum skammti, til að reyna að lífga hann við.

Chanel sagði við sjúkraflutningamennina að hann hefði átt við fíkniefnavandamál að stríða en taldi að hann væri edrú.

Í skýrslu lögreglunnar sem vefurinn TMZ hefur undir höndum segir að tuttugu flöskur af sterum hafi fundist á heimilinu. Chanel segir Rich vera opinskáan um steranotkun sína og að hann hafi notast við stera í rúm 20 ár. Hún sagði einnig að hann hafi á einhverjum tímapunkti þjáðst af of stóru hjarta en vissi ekki hvort það hefði átt þátt í nýjustu veikindum hans.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira