Erlent

Mannskæður árekstur tveggja lesta í Egyptalandi

Kjartan Kjartansson skrifar
Lestarslys eru ekki algeng en þó ekki fordæmalaus í Egyptalandi. Myndin er úr safni og tengist efni fréttarinnar ekki.
Lestarslys eru ekki algeng en þó ekki fordæmalaus í Egyptalandi. Myndin er úr safni og tengist efni fréttarinnar ekki. Vísir/EPA
Að minnsta kosti tuttugu manns eru sagðir hafa farist þegar tvær farþegalestir rákust saman í borginni Alexandríu í norðurhluta Egyptalands í dag. Tugir til viðbótar eru slasaðir.

Önnur lestin var á leiðinni frá höfuðborginni Kaíró en hin frá hafnarborginni Port Saíd við Miðjarðarhafsströnd landsins þegar þær rákust framan á hvor aðra, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC.

Ekki liggur fyrir hvað olli árekstrinum en mannskæð lestarslys eru sjaldgæf í Egyptalandi.

Tugir manna fórust þó þegar lest rakst á rútu og fleiri bifreiðar árið 2013




Fleiri fréttir

Sjá meira


×