Erlent

Vaxtarræktarkappi lést eftir misheppnað heljarstökk | Myndband

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Sifiso Lungelo Thabete er margverðlaunaður og hefur heillað áhorfendur með ,,gríðarlegri vöðvastærð."
Sifiso Lungelo Thabete er margverðlaunaður og hefur heillað áhorfendur með ,,gríðarlegri vöðvastærð." Skjáskot

Suðurafrískur vaxtarræktarkappi lét lífið af sárum sem hann hlaut eftir að hafa lent illa eftir heljarstökk um liðna helgi.

Hinn margverðlaunaði Sifiso Lungelo Thabete var að hita upp fyrir mót síðastliðinn laugardag fyrir framan margmenni þegar hann reyndi stökkið. Hann náði ekki nógu mikilli hæð, lenti á höfðinu og braut á sér hálsinn.

Starfsmenn mótsins og aðrir viðstaddir hlúðu að honum meðan beðið var eftir sjúkraflutningamönnum sem fluttu hann á sjúkrahús. Þar lést hann af sárum sínum.

Suður-afríska vaxtarræktarsamfélagið er í sárum vegna málsins og er Thabete sagður hafa átt sér bjarta framtíð í greininni. Hann er fyrrverandi heimsmeistari unglinga í undir 75 kílóa flokki og hafði „heillað áhorfendur og dómara með ótrúlegri vöðvastærð og þroska þrátt fyrir ungan aldur“ eins og það er orðað á vef Muscle Evolution.

Hér að neðan má sjá myndband af heljarstökkinu. Rétt er að taka fram að myndbandið kann að vekja óhug áhorfenda.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira