Erlent

Fyrrum leiðtogi Ku Klux Klan ákallar Trump

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
David Duke er fyrrum leiðtogi Ku Klux Klan. Hann segir atburði dagsins marka straumhvörf fyrir landsmenn.
David Duke er fyrrum leiðtogi Ku Klux Klan. Hann segir atburði dagsins marka straumhvörf fyrir landsmenn. Samsett mynd/Vísir/getty
Fyrrum leiðtogi Ku Klux Klan, David Duke, ákallaði Donald Trump þegar hann var inntur eftir viðbrögðum við atburðum dagsins í Charlottesville.

„Þetta markar straumhvörf fyrir fólkið í landinu. Við erum harðákveðin í því að taka landið okkar til baka. Við ætlum að framfylgja loforðum Donald Trumps. Við trúum á þau og þau eru ástæðan fyrir því að við kusum Donald Trump vegna þess að hann sagði að við ætluðum að ná landinu okkar til baka og það er nákvæmlega það sem við ætlum okkur að gera,“ segir Duke í viðtali við blaðamann CNN.

Bæði CNN og fréttastofa AFP hafa staðfest að þrír eru látnir og nítján eru slasaðir eftir að átök brutust út á samkomu hvítra þjóðernissina í Charlottesville í Virginíufylki í dag. Á meðal þeirra voru voru nýnasistar og fyrrum meðlimir Ku Klux Klan. Ekið var á hóp fólks sem var saman komið til að mótmæla kynþáttahatri og hatursáróðri.

Um nítján slösuðust í árás þegar bíl var ekið á hóp sem mótmælti kynþáttahatri.Vísir/getty
Borgarstjóri Charlottesville fordæmdi athæfið og kallaði þátttakendurnar kynþáttahatara. Margir álitu kyndlana, sem þjóðernissinnarnir báru, vera vísun í Ku Klux Klan, haturssamtökin alræmdu. 

Tiltók ekki þjóðernissinna sérstaklega

Þá hefur Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fordæmt hatur og ofbeldi en hann gerði það með mjög almennum hætti án þess að tala sérstaklega um öfgaþjóðernissinna. Hann er gagnrýndur harðlega, úr öllum áttum, fyrir að tiltaka ekki þann hóp í yfirlýsingu sinni. 

Gagnrýnin var sett fram af þingmönnum Demókrataflokksins sem og samflokksmönnum Trumps. 

Þingmaður Repúblikanaflokksins, Marco Rubio, skrifaði afdráttarlaust tíst ætlað forsetanum. Í tístinu segir Rubio að það sé mikilvægt fyrir þjóðina að talað sé um atburði dagsins sem hryðjuverkaárás.


Tengdar fréttir

Hvítir þjóðernissinnar fjölmenntu í göngu

Slagorð gegn gyðingum voru á meðal þess sem hvítir þjóðernissinnar hrópuðu í fjölmennri mótmælagöngu í Virginíuríki í Bandaríkjunum í gærkvöldi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×