Erlent

Felldu mannýgan fíl á Indlandi

Kjartan Kjartansson skrifar
Talið er að fíllinn hafi verið 20-25 ára gamall. Myndin er úr safni og tengist efni fréttarinnar ekki.
Talið er að fíllinn hafi verið 20-25 ára gamall. Myndin er úr safni og tengist efni fréttarinnar ekki. Vísir/EPA
Fíll sem er talinn hafa banað fimmtán manns í austurhluta Indlands var felldur í gær. Leyniskytta var í hópi manna sem lagði í umfangsmikla leit að fílnum.

Shafath Ali Khan, leyniskyttan sem skaut fílinn, segist fyrst hafa skotið pílu með róandi lyfi í dýrið en það hafi lítið stoðað. Fíllinn komst undan en Khan skaut hann síðar til bana með riffli, samkvæmt frétt Reuters-fréttastofunnar.

Yfirvöld í Jharkhand-ríki telja að fíllinn hafi valdi dauða ellefu manns þar frá því í mars og skemmt nokkur hús. Einnig er talið að hann hafi drepið fjóra í nágrannaríkinu Bihar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×