Erlent

Lest straukst við bíl sem var ekið yfir teina

Kjartan Kjartansson skrifar
Afturendi bílsins skemmdist þegar lestin straukst upp við hann.
Afturendi bílsins skemmdist þegar lestin straukst upp við hann. Skjáskot
Engu mátti muna að illa færi þegar bíl var ekið í gegnum hindrun og í veg fyrri lest í Póllandi á mánudag. Lestin strauk afturenda bílsins og skemmdi hann þegar hún þaut fram hjá.

Myndir úr öryggismyndavél sýna að bílnum var ekið í gegnum slá fyrir framan lestarteinana í Koszalin í norðurhluta Póllands.

Breska ríkisútvarpið BBC segir að fjórar manneskjur hafi verið í bílnum en þær sakaði ekki. Ekki sé ljóst hvort að bilun í bílnum hafi valdið því að hann ók í veg fyrir lestina eða hvort ökumaðurinn gerði það af ásettu ráði.

Í myndskeiði Washington Post hér fyrir neðan má sjá þegar bíllinn rétt nær yfir teinana áður en lestin þýtur hjá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×