Erlent

Tveir ungir menn særðir lífshættulega í skotárás í Malmö

Kjartan Kjartansson skrifar
Sænskir lögregluþjónar að störfum. Myndin er úr safni og tengist efni fréttarinnar ekki.
Sænskir lögregluþjónar að störfum. Myndin er úr safni og tengist efni fréttarinnar ekki. Vísir/EPA
Maður hóf skothríð í fjölmennum samkomusal í Malmö í Svíþjóð snemma í morgun. Tveir ungir menn eru sagðir lífshættulega særðir og sá þriðji var fluttur á sjúkrahús minna særður.

Sænska ríkisútvarpið SVT segir að samkomusalurinn sé við Ystad-götu í miðborg Malmö. Þar leigja um tuttugu íþróttafélög og önnur samtök húsnæði af borginni.

Lögreglan er sögð hafa átt erfitt með að átta sig á aðstæðum þegar hana bar fyrst að garði. Þá höfðu tugir manna flúið út úr salnum út á götu. Samkvæmi var í salnum en skotárásin hófst um kl. 6 í morgun að sænskum tíma.

Enginn er enn grunaður um skothríðina, að sögn SVT.

Ofbeldisverk eru sögð tíð á þessum slóðum. Fyrr á þessu ári var ungur maður skotinn þar en sá lifði af.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×