Innlent

Tollverðir fundu 500 skammta af LSD

LSD er oft dreift á pappírsörkum.
LSD er oft dreift á pappírsörkum.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu, í samvinnu við lögregluna á Suðurnesjum og tollgæsluna, rannsakar nú innflutning á 500 skömmtum af LSD sem voru haldlagðir af tollvörðum í síðustu viku. Í tilkynningu frá lögreglu segir að nokkrar skýrslutökur hafi farið fram í þágu rannsóknarinnar en ekki er hægt að veita frekari upplýsingar um gang hennar.

„LSD hefur lítið komið við sögu í málum hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu undanfarin ár," segir ennfremur. „Í fyrra voru nánast engir skammtar af LSD haldlagðir á höfuðborgarsvæðinu en árið 2008 voru þeir um 360 og tæplega 700 árið 2007."

Þegar verð á LSD var síðast kannað hjá SÁÁ í maí síðastliðinn, kostaði skammturinn 3000 krónur. Samanlegt virði efnisins sem fannst er því um ein og hálf milljón króna.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×