Ferðamennska á Íslandi

Fréttamynd

Víða um land er bágborin klósettaðstaða

Fararstjóri og ljósmyndari segir alltof fá almenningssalerni á landsbyggðinni fyrir ferðamenn. Oft þurfi að keyra marga tíma úr leið til að komast á salerni. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, tekur undir og segist skammast sín.

Innlent
Fréttamynd

Uppbygging Þingvalla á langt í land

Þótt mikið hafi áunnist við uppbyggingu á Þingvöllum er mikið verk óunnið ef mögulegt á að verða að taka á móti mörg hundruð þúsund ferðamönnum á hverju ári. Náttúrufræðistofnun Íslands lýsir áhyggjum í úttekt á álagi í þjóðgarðinum.

Innlent
Fréttamynd

Nær helmingur segist var við svarta starfsemi í miðbænum

Tæp 43 prósent íbúa miðbæjar Reykjavíkur segjast í könnun hafa orðið vör við svarta atvinnustarfsemi. Ríkisskattstjóri segir dulda atvinnustarfsemi mikið tíðkast í ferðaþjónustu. Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar vísar til stjórnvalda.

Innlent
Fréttamynd

Ísgöngin í Langjökli loks komin hringinn

Fimm hundruð metra ísgöng í Langjökli verða opnuð ferðamönnum 1. júní. Að sögn framkvæmdastjóra IceCave Iceland er mikill áhugi fyrir hellinum. Nú hafi hátt í fjögur þúsund bókað ferð á jökulinn. Hringnum var lokað á annan páskum.

Innlent
Fréttamynd

Fjórir ferðamenn í vanda

Björgunarsveitin Blanda frá Blönduósi hélt í morgun að Arnarbælistjörn á Kili að sækja fjóra erlenda göngumenn.

Innlent
Fréttamynd

Sækja þarf vinnuafl að utan

Íslenskt vinnuafl hrekkur ekki til að manna öll þau störf sem skapast með fyrirsjáanlegri fjölgun ferðamanna. Störfum í ferðaþjónustu fjölgaði um 58,7% milli 2008 og 2014. Fjölga þarf sérmenntuðu fólki í greininni.

Innlent
Fréttamynd

Rútufár á Laugavegi

Kraumandi óánægja er nú meðal þeirra sem starfa við Laugaveg en rútur valda þar mengun og teppa umferð. Hjálmar Sveinsson boðar aðgerðir.

Innlent
Fréttamynd

Tvöfalda þarf hótelrými á 7 árum

Ef spár Landsbankans um komur ferðamanna ganga eftir þarf uppbygging hótela í Reykjavík á sjö árum að samsvara því sem hefur verið byggt frá upphafi. Fjárfestingin þessi sjö ár bankar í 80 milljarða króna, ef hún gengur eftir. Tvær milljónir ferðamanna árið 2021.

Innlent
Fréttamynd

„Passið ykkur á græðginni“

Of mikil aukning á komu ferðamanna hingað til lands getur haft neikvæð áhrif á ferðaþjónustuna og jafnvel leitt til samdráttar. Þetta segir bandarískur sérfræðingur í ferðaþjónustumálum.

Innlent
Fréttamynd

Bjuggu til sín eigin sólmyrkvagleraugu

Nemendur í Menntaskólanum í Reykjavík dóu ekki ráðalausir þegar sólmyrkvagleraugu reyndust uppseld í landinu og bjuggu til sín eigin. Fjöldi Íslendinga hefur tekið frá morguninn til að fylgjast með þessu einstaka náttúrufyrirbæri.

Innlent