Airwaves

Fréttamynd

Gefur hæfileikaríkum konum tækifæri

Söngkonan Hildur gefur út nýtt tónlistarmyndband í dag en hún vakti talsverða athygli með laginu I'll walk with you fyrr á þessu ári. Að myndbandinu koma einungis konur en Hildur segir að það sé liður í því að breyta karllægu landslagi í tónlistarheiminum.

Tónlist
Fréttamynd

East of my Youth með lag í bandarískum sjónvarpsþætti

Raftónlistardúettinn East of my Youth seldi lag í bandaríska sjónvarpsþáttinn Faking It sem sýndur er á MTV. Þær Herdís Stefánsdóttir og Thelma Marín Jónsdóttir, sem skipa dúettinn, eru búsettar í Berlín og eru að leggja lokahönd á sína fyrstu plötu.

Tónlist
Fréttamynd

Biðla til fólks að vera bjartsýnt

Hljómsveitin Lily of the Valley gaf út lagið Hold On í síðustu viku. Í framhaldi af þeirri útgáfu munu tónlistarmennirnir skella sér í töluverða spilamennsku á næstunni, m.a. í Bretlandi og að sjálfsögðu hérna heima líka auk þess sem bandið er í sífelldri þróun.

Tónlist
Fréttamynd

Lögregla rannsakar árekstur dróna við flugvél

"Rannsókn okkar hefur leitt í ljós að þetta á sér oftast stað á svæðum þar sem flugumferð mannaðra flugtækja er mikil og þar sem notkun dróna er bönnuð,“ sagði í yfirlýsingu sérfræðinga.

Erlent
Fréttamynd

Gengur með yfirgengilegri vinnu og djöflagangi

Hanna Styrmisdóttir kynnti í gær glæsilega tón- og sviðslistadagskrá Listahátíðarinnar í Reykjavík sem verður frá og með vorinu tvíæringur. Hanna segir að listin endurspegli alltaf ástand okkar og líðan.

Menning
Fréttamynd

Lopapeysuviðskipti

Töluvert hefur verið rætt um lopapeysuna sem gefin var borgarstjóra Chicago í síðustu viku og sitt sýnist hverjum um þá gjöf.

Skoðun
Fréttamynd

Átti lag í nýjasta þætti Grey´s Anatomy

Tónlistarmaðurinn Axel Flóvent hefur átt lag í tveimur vinsælum bandarískum sjónvarpsþáttum á stuttum tíma. Hann lauk í gær við tónleikaferð um Bandaríkin en er þó á leið í hljóðver í Belgíu.

Tónlist
Fréttamynd

„Breski bransinn eins og House of Cards“

Bresk- íslenska hljómsveitin Dream Wife gefur út á morgun plötuna "EP01“. Útgáfutónleikar verða haldnir um kvöldið þar sem Reykjavíkudætur hita upp. Uppselt var fyrir mánuði síðan.

Lífið
Fréttamynd

Reykjavíkurdætur túra um alla Evrópu

Reykjavíkurdætur eru að fara á mikið flakk á næstu mánuðum en þær hafa verið bókaðar á margar af stærstu tónlistarhátíðum í Evrópu en í dag var tilkynnt að þær kæmu fram á Hróarskeldu í júní.

Tónlist