Hallgrímur Helgason

Fréttamynd

Frjálshyggjan er fílhraust óbyrja

Í hugum okkar eru „frjálshyggjumenn“ ungir Sjálfstæðismenn. Meyhreinir pabbadrengir hittast í ystu afkimum netheima, í kjallaranum heima hjá mömmu eða nýleigðum íbúðum vestur í Skjólum, þar sem einir búmuna eru flatskjár og Friedman (brjóstmynd). Þar sitja þeir íklæddir fermingarskyrtum og láta barkakýlin tifa í takt eins og unghanar á gólæfingu. Fussa gegn opinberum fjáraustri og álykta með sölu leikhúsa og leikskóla. Ljóngáfaðir en lítt þroskaðir. Þannig hefur þetta verið um áratuga skeið. Nýjar kynslóðir taka í sífellu upp frjálshyggjufánann og halda á honum litla stund, á meðan hugsjónir þeirra fá að blómstra í Pabbaskjólinu frá vindum lífsins, þar til þeir kynnast konu, eignast börn og setjast upp í bílinn sem ekur þeim inn í samfélag manna. Aðeins örfáir bera fána frjálshyggjunnar inn í fullorðinsár sín. Enn færri draga hann að húni í garði sínum. Það sem þeir gallhörðu einstaklingar eiga sameiginlegt er að flestir eru þeir barnlausir. Frjálshyggjan krefst barnleysis. Því aðeins barnlaus er maðurinn frjáls, lífið einfalt og hugsjónin hrein. Frjálshyggjan stefnir að barnlausu þjóðfélagi. Strax í fyrstu mæðraskoðun fer að molna úr frelsishugsjóninni. „Þið getið auðvitað farið í Partý-Sónar inní Faxafeni en það kostar 15.600 krónur.“ Einnig er boðið upp á „hágæðafæðingu“ hjá Lífsins gjöf í Garðabæ en hún kostar frá 700.000 og upp í 1.200.000 ef valin eru mænudeyfing og keisaraskurður. Frjálshyggjudrengurinn þarf ekki nema eitt augnaráð frá verðandi móður (barnshafandi konur eru greindustu dýr jarðarinnar) til að kyngja kenningunni með kýli og öllu. Síðan tekur við fæðing og orlof. Frjálshyggjumaðurinn er skyndilega kominn á laun hjá hinu opinbera við að rækta sitt einkalíf, vökva sinn ástarvöxt. Og von bráðar vill barnið kaupa klarinett: Fyrr en varði situr litla prinsessan í Sinfóníuhljómsveit æskunnar og blæs alla þá tónlist sem markaðurinn hefur fúlsað við í hundrað ár. „Afhverju getur hún ekki bara hlustað á Wham og Duran eins og ég gerði?“ Faðirinn mætir nokkuð mæddur á fundi í Frjálshyggjufélaginu, sem nú hefur keypt sér eigin „fundaíbúð“ þar sem enginn býr nema andi frjálshyggjunnar; fyrirmyndarþegninn í hinu komandi ríki frelsisins. Okkar maður er enn sæmilega volgur í baráttunni en samþykkir með sýnilegum semingi áskorun til ríkisstjórnar um að Sinfóníuhljómsveit Íslands verði úthýst af fjárlögum. Svo heldur lífið áfram. Handleggir brotna og sálir kremjast. Einn lendir í dópi og annar fær krabbamein. Og alltaf þarf að leita á náðir kerfisins, öryggisnetsins og almannaþjónustunnar, alls þessa sem gerir samfélag siðað. Að lokum er gamli frjálshyggjustaurinn orðinn ráðsettur gúrmagi í Grafarvogi sem hlær mildilega þegar skjárinn birtir nýjustu samþykktir drengjanna vestur í Pabbaskjóli. Bumbuhnegg hans er náskylt brosi bóndans við huppskvettum kálfa sinna þegar þeir hlaupa út í sitt fyrsta vor. Kálfar eru og verða kálfar. Barnlausi frjálshyggjumaðurinn heldur hinsvegar tryggð við málstaðinn enda tekst honum að komast í gegnum lífið án teljandi styrkja, án hjálpar ríkis og sveitar. Hann stendur einn og frjáls af samhjálp meðborgara sinna, frjáls af hverkyns niðurgreiddri samneyslu á sviði menningar eða lista. Hann hefur kannski nokkrum sinnum farið á Vínartónleika Sinfóníunnar en þá krafist þess að fá að greiða fullt og frjáls verð fyrir sæti sitt: Þær 167.000 krónur sem hann reiknaði út að miðinn þyrfti að kosta svo hljómsveitin bæri sig. Aukalykillinn að hugsjóninni er síðan góð heilsa. Hinn barnlausi boðberi frelsis má ekki klikka á henni. Aðeins mestu hreystimenni halda hugsjón sinni hreinni allt til dauðans þegar þeir eru grafnir utangarðs af gröfufyrirtæki í eigu fjölskyldunnar, alfrjálsir af framlögum til þjóðkirkjunnar og kirkjugarða ríkisins. Því um leið og heilsan bilar fer hugsjónin líka: Þegar frjálshyggjumaður leggst undir hnífinn horfist hann í augu við grímuklæddan almúgann sem um árabil lagði fyrir hluta af launum sínum svo fjarlægja mætti frjálshyggjusteinbarnið úr maga hans. Þar sem frjálshyggjunni sleppir tekur þroskinn við. Eftir að kommúnisminn dó og eftir að allir flokkar urðu grænir má skipta stjórnmálum samtímans í tvær megin fylkingar: Frjálshyggju og kratisma. Sú fyrri telur um það bil 1,2% þjóðarinnar, hin síðari nýtur 98,8% fylgis. Afleiðingin er nokkuð einsleitt flokkakerfi því allir Íslendingar eru kratar í eðli sínu. Sjálfstæðisflokkurinn er krataflokkur fyrir frjálshyggjufólk sem varð foreldrar. Framsóknarflokkurinn er krataflokkur fyrir fólk sem kallar kratismann „samvinnuhugsjón“. Frjálslyndi flokkurinn er krataflokkur fyrir ófrjálslynda krata. Vinstri grænir eru krataflokkur fyrir fólk sem ólst upp við kratahatur. Samfylkingin er krataflokkur fyrir fólk sem dreymir um að allir kratar kjósi sama flokkinn.

Fastir pennar
Fréttamynd

Smjör foringjans: Klípa aðstoðarmannsins

Illugi Gunnarsson situr hátt á framboðslista Sjálfstæðisflokksins. Hann er á leið á þing og almennt talinn efnilegur stjórnmálamaður. Margir telja eflaust að tími hans í starfi aðstoðarmanns forsætisráðherra hafi reynst honum góður undirbúningur fyrir feril í pólitík.

Fastir pennar
Fréttamynd

Flóttinn frá Bagdad

Framsóknarflokkurinn hefur kallað herlið sitt heim frá Írak en Sjálfstæðisflokkurinn ætlar ekki að gefast upp. Frambjóðendur í prófkjörum eru skikkaðir til að skrifa undir stuðningsyfirlýsingu við Bush og varaformaðurinn segist hvergi hvika í afstöðu sinni. Með Bandaríkjamönnum. Með borgarastyrjöld.

Fastir pennar
Fréttamynd

Draumastaða í stjórnmálum

Fólk sem ekki fer eftir stjórnarskrá á ekki skilið að fá að stjórna landinu. Sjaldan hefur ríkisstjórn gengið til kosninga með svo marga bletti á bakinu. Sjaldan hefur meirihlutinn legið svo vel við höggi. Og nú er jafnvel sundrungin gengin í raðir hans.

Fastir pennar
Fréttamynd

Einar Hvalur Guðfinnsson

Hér er farið með þjóðarhagsmuni af mikilli léttúð. Ráðherra gefur sér ekki tíma til að undirbúa sína stærstu ákvörðun. Vinnubrögð hans í málinu eru gamaldags amatörismi, hagsmunarekstur í stíl við Sjálfstæðisflokk síðustu aldar: „Bíddu bara, við reddum þessu." Og þegar mönnum verður hugsað til meintra milljarðaeigna Kristjáns Loftssonar vaknar enn og aftur krafan um að fjárreiður stjórnmálaflokkanna verði gerðar opinberar.

Fastir pennar
Fréttamynd

Örkin hans Ómars

Örkin hans Ómars er stórkostleg hugmynd. Eiginlega algjör snilldarhugmynd. Ef Ólafur Elíasson hefði fengið hana væri hún á forsíðum heimsblaðanna og komin á Feneyjatvíæringinn. Og Ólafur hefði alveg getað fengið þessa hugmynd. Hún er í hans anda.

Fastir pennar
Fréttamynd

NFS (2005 2006)

Stöðin fékk aldrei þann byr sem hún átti skilið og var beinlínis lögð í einelti af ákveðnum fjölmiðlum. Ég skildi aldrei hvernig blaðamenn gátu verið á móti sjónvarpsrás sem flutti þjóðfélags­umræðu og fréttir allan sólarhringinn. Aldrei hef ég heyrt nokkurn íþróttamann tala niðrandi um íþróttarásina Sýn. Þórðargleðin sem heyrist nú úr herbúðum sumra yfir látnum félaga lýsir heldur ekki mikilli stórmennsku.

Fastir pennar
Fréttamynd

Bleikt og blátt

Efinn um hlutleysi saksóknarans kviknar þó einkum af þeirri staðreynd að hann starfar of nærri þeim sem fluttu málið í upphafi. Þegar hann tók við málinu setti Sigurður Tómas upp skrifstofu í húsnæði ríkissáttasemjara að Borgartúni 21 og notaði það heimilisfang í bréfhausum sínum. Hér kviknaði von um að þetta leiðindamál væri nú loks komið í sjálfstæðar hendur. Sjálfstæðið varði hinsvegar ekki lengi. Fyrr en varði var saksóknarinn ferski sestur inn til Ríkislögreglustjóra og situr þar enn

Fastir pennar
Fréttamynd

Blásið í Baugsmál

Baugsmálið lifnaði við um liðna helgi þegar höfuðmenn þess tveir birtust hvor á sinni sjónvarpsstöð og blésu í glæður. Báðir neita að gefast upp. Jóhannes í Bónus hótar lögsóknum gegn bakvinum málsins. Davíð Oddsson hrópar á dómarann.

Fastir pennar
Fréttamynd

Viðkomur landans

Það er undarleg tilfinning að vera Íslendingur þessa dagana. Hvar sem maður kemur, alstaðar er Ísland. Allir gömlu kunningjarnir orðnir heimsfrægir. Ég stóð alltaf í þeirri meiningu að Helgi Björns væri að gera það gott þegar hann náði réttinum á Hellisbúanum í Þýskalandi. Nei nei, það var þá bara smotterí. Nú á hann leikhús í Berlín.

Fastir pennar
Fréttamynd

Íslenska byltingin

Hásætið er laust og baráttan stendur sem hæst. Keisari okkar hefur enn ekki verið krýndur við hátíðlega athöfn í Hallgrímskirkju að viðstöddum páfa og kardínálum kapítalismans. Árangurinn erlendis telur en ágangurinn innanlands tefur: Síðustu fulltrúar Búrbónanna sitja enn í háum heimastólum og kalla suma keisarakandídata í yfirheyrslur með reglulegu millibili á meðan aðrir eru í náðinni.

Fastir pennar
Fréttamynd

Skáldaskagi

Tröllaskagi heitir skaginn á milli Skagafjarðar og Eyjafjarðar. Ég var á róli þar í kring þegar það rann upp fyrir mér að þessi tígulegi landshluti hefur fóstrað ótrúlega mörg skáld. Og það engin smáskáld.

Fastir pennar
Fréttamynd

Að bíða og bíða bana

Fyrir þremur árum þustu Bandaríkjamenn og Bretar inn í Bagdad, með stuðningi okkar Íslendinga og fleiri staðfastra þjóða. Írak var hernumið á nokkrum dögum, Saddam steypt af stóli og herinn leystur upp. Allt var það liður í heimsvíðu stríði Bush gegn hryðjuverkastarfsemi, hefnd fyrir árásina á New York. Samt var ekki hægt að tengja þá aðgerð við Írak. Samt var vitað að vonlaust yrði að „frelsa“ Írak, líkt og nú hefur komið á daginn. Og samt var það líka alveg pottþétt að innrásin myndi geta af sér enn frekari hryðjuverk. Líkt og einnig hefur komið á daginn.

Fastir pennar
Fréttamynd

Íslenskir bændur búa á Kúbu

Túristar flykkjast til Kúbu af því það er svo krúttlegt að sjá fólkið þar fast í fortíðinni, svona sjarmerandi fátækt, á öllum þessum gömlu bílum og spilandi þessa gömlu tónlist. Hérlendis flykkjast nýstöndugir borgarar í sveit á sumrin, kaupa jarðir, túttur og lopapeysu, þar til þeim líður „alveg eins og afa gamla" og njóta þess að strita upp á gamla móðinn.

Fastir pennar
Fréttamynd

Vegurinn til Hallormsstaðar

Í liðinni viku var rætt við fréttamann sem staddur var í Kastrup. Og öll erum við orðin hræðilega vön því að talað sé við fólk í Dalvík og í Ólafsfirði. Enn hrapar næmi fjölmiðlafólks fyrir því hvar við erum stödd á landinu. Hin nákvæma tilfinning íslenskunnar fyrir staðsetningu, legu og lögun staðar, hverfur fyrir flatneskjulegu og enskustolnu orðfæri. Eða finnst okkur ekki fallegur (og eðlilegur) munur á því að fara upp á Akranes og koma síðan í Borgarnes?

Fastir pennar
Fréttamynd

Sagan af Zidane hinum súra

Ítalir fengu bikarinn en Zidane umtalið. Sigurinn féll í skuggann af ósigrinum. Frakkar voru betri en Ítalir sterkari. Liðsheildin var þeirra. Þeir stóðu saman í byrjun leiks, með hendur á öxlum hvers annars og kyrjuðu þjóðsönginn hástöfum. Frakkarnir stóðu hljóðir undir sínum. (Þó ekki hlæjandi líkt og á Laugardalsvelli forðum.) Lið þeirra var fullt af ljómandi einstaklingum en sumir voru frægari en aðrir.

Fastir pennar
Fréttamynd

Kjötflokkarnir

B og D fóru saman í stjórn í Reykjavík og um land allt. Þrátt fyrir að tapa kosningunum skreið litli upp í til stóra fyrir norðan, sunnan, austan og vestan. Við horfðum á og fylltumst viðbjóði. Svo var það gleymt eins og annað. Mánuði síðar var búið að endurhanna litla með glænýjum ráðherrum og fúlskeggjuðu formannsefni.

Fastir pennar
Fréttamynd

Sumar á íslandi

Reykjavík í júlí er eins og París í ágúst: Not the place to be. Í París er allt lokað í ágúst; Frakkar fara saman í sumarfrí. Reykjavík ætti að loka líka. Það er undarlega andlaus stemmning í bænum yfir hásumarið. Sé maður staddur í Síðumúla yfir hábjargræðistímann finnst manni ósjálfrátt að eitthvað hljóti að hafa farið úrskeiðis í lífi manns. Maður á að vera úti á landi á sumrin. Þar er lífið. Þar er stemmningin. Þar er sumarið.

Fastir pennar
Fréttamynd

Bubbi kóngur

Bubbi Morthens varð fimmtugur á dögunum og þjóðin fagnaði innilega. Ekki síðan Laxness leið hefur verið haldið upp á afmæli listamanns á landsvísu. Bubbi var vel að því kominn. Hann hefur gefið okkur svo mikið og svo lengi. Bubbi á okkur, við eigum Bubba.

Fastir pennar
Fréttamynd

Stólar og tjöld

Sat og horfði á Grímuna. Leikhúsfólk að fagna. Og nota tækifærið til að bauna á stjórnvöld. Í einu hléinu var því hvíslað að mér að ef Sjálfstæðis- eða Framsóknarmenn í hópi leikara hefðu nýtt sér kynningarorð og þakkarræður til að punda á stjórnarandstöðuna myndi heyrast orð úr horni. Slíkt yrði ekki liðið.

Fastir pennar
Fréttamynd

Baugstíðindi, Björnstíðindi

Þorsteinn Pálsson veldur miklum vonbrigðum. Hann metur greinilega gamla Sjálstæðisflokkinn meira en sjálfstæði sitt og blaðsins. Hann, sem var ráðinn fyrir reynslu sína, þekkingu, yfirsýn og málefnaleg efnistök, fellur á fyrsta prófi. Hann lúffar fyrir valdinu. Lengi lifir í bláum glæðum.

Fastir pennar
Fréttamynd

Alltaf kaus ég Framsókn

Mínar fyrstu kosningar voru árið 1971. Tólf ára gamall bar ég út áróður fyrir Allaballa og vonaði innilega að gömlu sixtís-karlarnir, sem heilsuðu með því að taka ofan hattinn og þéruðu hvorir aðra, töpuðu sem mest. Það varð úr. Vinstrimenn unnu loks góðan sigur og komust í ríkisstjórn. Hinsvegar gleymdi barnshugurinn að reikna með Framsókn.

Fastir pennar
Fréttamynd

Borgarstjóratíð Björns Bjarna

Skemmtilegasta afleiðingin af borgarstjóratíð Björns Bjarnasonar, fyrir utan nýjan einkennisbúning borgarstarfsmanna, væri þó líklega salan á SVR. Eftir að Strætó komst í eigu Björgólfs Guðmundssonar er fólki greitt fyrir að ferðast með honum. Hinsvegar þiggja fáir farið þar sem allar leiðir enda nú í Kaplaskjóli, í vögnum máluðum í KR-litunum.

Fastir pennar
Fréttamynd

Vetur án RÚV

Fræg er sagan af fyrrum yfirmanni RÚV sem kynnti fjárhagsáætlun stofnunarinnar með þessum lokaorðum: Og restin fer síðan í dagskrárhítina.

Fastir pennar
Fréttamynd

Chez Styrmir - vinsæll veitingastaður

Af alkunnri hógværð taldi Staksteinahöfundur slíkt ekki óeðlilegt, þar sem "á ritstjórn Morgunblaðsins hefur verið til staðar meiri þekking á og vitneskja um varnarmál þjóðarinnar heldur en hjá Ingibjörgu Sólrúnu, Merði Árnasyni og forverum þeirra."

Fastir pennar
Fréttamynd

Dvergurinn og daman

Korter-í-þrjú-gæinn Geir hugnast okkur ekki. Að minnsta kosti finnst okkur þetta ekki rétta hugarfarið þegar menn eru á leið í "samningaviðræður" um framtíð landvarna.

Fastir pennar
Fréttamynd

Svikasumar

<em><strong>Atburðir ársins 2004 - Hallgrímur Helgason</strong></em> Forsetinn var heima og steig sitt sögulega skref: Neitaði að skrifa undir. Og þá var breytt um taktík. Nú var hafist handa við að snúa út úr fremur einföldu orðalagi stjórnarskrárinnar. Menn vildu fyrir alla muni koma í veg fyrir ósigur í þjóðaratkvæðagreiðslu. </font /></b />

Skoðun