Dagný Aradóttir Pind

Fréttamynd

Eru heim­greiðslur kvenna­gildra?

Tölum aðeins um svokallaðar heimgreiðslur. Í stuttu máli eru heimgreiðslur ákveðin upphæð sem foreldrum stendur til boða til þess að vera heima með börnum sínum, oftast áður en leikskólavist hefst. Áhrifafólk hefur talað fyrir málinu, nokkur sveitarfélög, stór og smá, hafa tekið upp úrræðið og tillögur lagðar fram í öðrum sveitarfélögum, t.d. í Reykjavík.

Skoðun
Fréttamynd

Hafa stjórn­völd brugðist þol­endum á­reitni og of­beldis á vinnu­stöðum?

Nýlega birtust niðurstöður úr stórri rannsókn sem staðfestir að þriðjungur kvenna á íslenskum vinnumarkaði hefur orðið fyrir áreitni eða ofbeldi í vinnunni. Fyrsta #metoo bylgjan hófst haustið 2017 og strax í kjölfarið tóku verkalýðshreyfingin og kvennahreyfingin höndum saman og kröfðust aðgerða af hálfu stjórnvalda og atvinnurekenda.

Skoðun
Fréttamynd

Íslenskt vinnuumhverfi er ekki jafnréttisparadís

Í mörg ár hefur verið klifað á þeirri hugmynd að Ísland sé jafnréttisparadís. Á dögunum birtist okkur enn önnur sprungan á þeirri ímynd og í þetta skiptið var hún ansi stór. Þriðjungur kvenna á íslenskum vinnumarkaði hefur orðið fyrir kynferðislegri áreitni eða ofbeldi á vinnustað einhvern tímann á lífsleiðinni. Þetta kom fram í stórri rannsókn um umfang áreitni og ofbeldis gegn konum á íslenskum vinnumarkaði. Niðurstöðurnar voru birtar í tímaritinu Lancet.

Skoðun
Fréttamynd

Út­rýmum um­önnunar­bilinu

Sveitarstjórnarkosningar fara fram 14. maí næstkomandi. Sveitarfélögin gegna lykilhlutverki þegar kemur að grunnþjónustu við almenning, og því er kosið um mörg mikilvæg málefni. Leikskólamál eru meðal þeirra mála. Hið svokallaða umönnunarbil hefur verið til umræðu árum saman, en það er tíminn frá því fæðingarorlofi lýkur og þar til barn kemst í örugga dagvistun.

Skoðun