Körfubolti

Fréttamynd

Martin öflugur í ó­væntum sigri Alba Ber­lín

Alba Berlín hefur ekki riðið feitum hesti í EuroLeague, Evrópudeild karla í körfubolta, það sem af er leiktíð. Það kom því nokkuð á óvart þegar liðið sigraði Rauðu stjörnuna frá Serbíu sannfærandi í kvöld. Martin Hermannsson var í byrjunarliði Alba í leiknum.

Körfubolti
Fréttamynd

Hjalti Þór: „Varnarlega áttu þær voða fá svör“

Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Vals, sagði í viðtali fyrir leik Vals og Keflavíkur í Subway-deild kvenna að það yrði skandall ef Keflavíkurliðið myndi tapa fleiri leikjum í vetur. Hann gerði sér svo lítið fyrir og bauð upp á þennan skandal ásamt sínum konum en Valur fór með sigur af hólmi, 79-77, í æsispennandi leik.

Körfubolti
Fréttamynd

Njarð­vík síðastar inn í undan­úr­slit

Njarðvík vann öruggan 20 stiga sigur á sameiginlegu liði Hamars frá Hveragerði og Þórs frá Þorlákshöfn í 8-liða úrslitum VÍS-bikars kvenna í körfubolta, lokatölur 92-72 og Njarðvík komið í undanúrslit.

Körfubolti
Fréttamynd

Styrmir stiga­hæstur í sigri

Styrmir Snær Þrastarson var stigahæsti maður vallarins er Belfius Mons vann góðan átta stiga útisigur gegn Kortrijk í hollensku og belgísku deildinni í körfubolta í kvöld, 72-80.

Körfubolti
Fréttamynd

Körfuboltakvöld: Lyfjaprófssaga Teits

Teitur Örlygsson, fyrrum körfuboltamaður og nú sérfræðingur í Subway Körfuboltakvöldi, hafði heldur skemmtilega sögu að segja um lyfjapróf í síðasti þætti Körfuboltakvölds.

Körfubolti
Fréttamynd

E­vera­ge til Hauka eftir allt saman

Körfuboltamaðurinn Everage Richardsson mun ganga í raðir Hauka frá Breiðabliki eftir allt saman. Mögulega vistaskipti Everage en nú er ljóst að hann mun klára tímabilið með Haukum.

Körfubolti
Fréttamynd

Magnaður Elvar Már úr leik

Íslenski landsliðsmaðurinn Elvar Már Friðriksson var hreint út sagt magnaður þegar lið hans PAOK mátti þola 13 stiga tap gegn Tofas í Meistaradeild Evrópu í körfubolta, lokatölur 84-71 Tofas í vil. PAOK er úr leik eftir tap kvöldsins.

Körfubolti
Fréttamynd

Sara Rún riftir samningi sínum á Spáni

Landsliðskonan Sara Rún Hinriksdóttir hefur rift samningi sínum við spænska félagið AE Sedis Bàsquet. Hún samdi við félagið um mitt síðasta ár en er nú frjálst að færa sig um set.

Körfubolti