Körfubolti

Þór Akur­eyri annað liðið inn í undan­úr­slit

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Lore Devos var áberandi stigahæst Þórsara í dag.
Lore Devos var áberandi stigahæst Þórsara í dag. Vísir/Hulda Margrét

Þór Akureyri er komið í undanúrslit VÍS-bikars kvenna í körfubolta eftir tíu stiga sigur á Stjörnunni, lokatölur á Akureyri 87-77.

Segja má að frábær fyrri hálfleikur hafi lagt grunninn að sigri Þórsara en heimaliðið var 19 stigum yfir í hálfeik. Þann mun náðu gestirnir úr Garðabæ ekki að vinna upp og því er það Þór Ak. sem er komið í undanúrslit bikarkeppninnar.

Lore Devos var mögnuð í sigurliðinu. Hún skoraði 30 stig, tók 14 fráköst og gaf átta stoðsendingar. Hulda Ósk Bergsteinsdóttir var einnig frábær í liði Þórs en hún skorað 23 stig, tók sex fráköst og gaf eina stoðsendingu.

Í liði Stjörnunnar skoraði Kolbrún María Ármannsdóttir 26 stig og Ísold Sævarsdóttir skoraði 19 stig.

Þór Ak. er annað liðið sem tryggir sér sæti í undanúrslitum. Fyrr í dag komst Grindavík þangað með sigri á Val. Aðrir leikir í 8-liða úrslitum eru Njarðvík gegn Hamri og Haukar gegn Keflavík.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×