Bláa lónið

Fréttamynd

Bláa lónið setur stefnuna á Kauphöllina í byrjun næsta árs

Bláa lónið, eitt stærsta ferðaþjónustufyrirtæki landsins, vinnur nú að undirbúningi að skráningu félagsins á hlutabréfamarkað sem það áformar að geti orðið að veruleika á fyrri hluta næsta árs. Tvö innlend fjármálafyrirtæki hafa verið fengin sem ráðgjafar Bláa lónsins við skráningarferlið þar sem til stendur að bjóða hluti í félaginu til sölu. Fyrirtækið var verðmetið á um 60 milljarða í síðustu stóru viðskiptum með bréf í félaginu fyrir meira en ári.

Innherji
Fréttamynd

Innsýn inn í heim Bláa lónsins á Hafnartorgi

Flestir Íslendingar eru stoltir af Bláa lóninu enda er það nefnt af mörgum sem eitt af undrum veraldar. Stór hluti af töfrum þess er hversu mikið hefur verið nostrað við umhverfið. Arkitektúrinn í kringum lónið og The Retreat hótelið eru í heimsklassa. 

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Stoðir bæta við sig í Bláa lóninu fyrir nærri 700 milljónir

Fjárfestingafélagið Stoðir, sem kom fyrst inn í hluthafahóp Bláa lónsins í lok ágústmánaðar í fyrra með kaupum á 6,2 prósenta hlut Helga Magnússonar, þáverandi stjórnarformanni félagsins, bætti nokkuð við eignarhlut sinn í ferðaþjónustufyrirtækinu síðar á árinu og fer núna með samtals 7,3 prósenta eignarhlut. Nokkrir minni hluthafar í Bláa lóninu seldu bréf sín í félaginu á síðustu mánuðum ársins 2021.

Innherji
Fréttamynd

Hundruð stranda­glópa í Bláa lóninu

Um 330 ferðamenn eru strandaglópar í Bláa lóninu vegna lokuna á Grindavíkurvegi. Leiðsögumaður á svæðinu hefur helst áhyggjur af þeim ferðamönnum sem eiga bókað flug eldsnemma í fyrramálið.

Innlent
Fréttamynd

Þaul­skipu­lagðir merkja­vöru­þjófar dæmdir

Tveir rúmenskir karlmenn hafa verið dæmdir í nokkurra mánaða fangelsi fyrir að hafa látið greipar sópa í ýmsum verslunum víðs vegar um landið á skipulagðan hátt. Þeir virðast hafa verið sólgnir í úlpur og aðra merkjavöru.

Innlent
Fréttamynd

Seldi í Bláa lóninu og keypti í Arion

Félag í eigu Helga Magnússonar, fjárfestis og aðaleigenda útgáfufélags Fréttablaðsins, hefur nýlega bæst við hluthafahóp Arion banka og heldur í dag á bréfum í bankanum sem eru metin á tæplega 700 milljónir króna að markaðsvirði.

Innherji
Sjá meira
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.