Bílar

Fréttamynd

Um­­­deildur Ís­lands­þáttur Top Gear endaði á æsi­­legum kapp­akstri að barmi Rauðu­­skálar

Íslandsþáttur breska bílaþáttanna ofurvinsælu Top Gear, sem tekinn var upp hér á landi í sumar var sýndur um liðna helgi í Bretlandi. Í þættinum má meðal annars sjá umdeildan utanvegaakstur á Hjörleifshöfða, auk þess sem að þátturinn fjallar að stórum hluta um æsilegan kappakstur um óbyggðir Íslands sem endar á barmi Rauðuskálar.

Innlent
Fréttamynd

Kaffi og grobb­sögur það besta við Himna­ríki

Það er allur gangur á því hve­nær og auð­vitað hvort menn komast til himna­ríkis, ef þeir á annað borð trúa á slíkt fyrir­bæri. En á Siglu­firði er að finna Himna­ríki, sem er ó­neitan­lega raun­veru­legt og það er opið hverjum þeim sem vill kíkja við í kaffi, laga bílinn sinn eða hrein­lega spjalla um þjóð­málin.

Lífið
Fréttamynd

Aldrei meiri um­ferð um Hring­veginn

Aldrei hefur fleiri bílum verið ekið um Hringveginn í októbermánuði og jókst umferðin um nærri 32 prósent frá sama tíma í fyrra. Mesta aukningin var á Mýrdalssandi þar sem umferðin reyndist 251 prósent meiri en í fyrra.

Innlent
Fréttamynd

Óttast skort á vetrar­dekkjum á landinu

Sumir á landinu gætu lent í að fá ekki vetrar­dekk í ár vegna skorts á sendingum frá Asíu, að sögn Jóhanns Jóns­sonar, markaðs- og birgða­stjóra Dekkja­hallarinnar. Flestir dekkja­salar landsins hafa lent í ein­hverjum vand­ræðum með pantanir sínar í ár og fá hluta þeirra annað­hvort seint eða ekki.

Neytendur
Fréttamynd

Skildu slasaða stúlku eftir í vegarkantinum

Móðir stúlku sem var ekið á í Vesturbæ Reykjavíkur síðdegis í gær segir að ökumaðurinn hafi gefið í og skilið stúlkuna eftir slasaða í vegarkantinum. Lögregla lýsti eftir ökumanninum í dag.

Innlent
Fréttamynd

Óbreyttur hraði orkuskipta dugar ekki til

Jarðefnaeldsneytisnotkun Íslendinga verður ennþá yfir þeim mörkum sem þurfa að nást til að Ísland geti staðið við núverandi skuldbindingar sínar um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda árið 2030. Orkumálastjóri segir að skipuleggja verði orkuskipti núna strax til að markmiðin náist á tilskildum tíma.

Innlent
Fréttamynd

Að kaupa raf­magns­hjól ein besta á­kvörðun sem hann hefur tekið

Námsmaður og meðstjórnandi í Samtökum um bíllausan lífsstíl segir það hafa verið eina bestu ákvörðun sem hann hafi tekið að losa sig við bílinn og fjárfesta í rafmagnshjóli, sem hann hefur nú farið nær allra sinna ferða á í tvö ár. Bíllausi dagurinn er haldinn í dag og höfuðborgarbúum býðst frítt í Strætó.

Innlent
Fréttamynd

FÍB segir trygginga­fé­lögin sitja á „spik­feitum bóta­sjóði“ frekar en að lækka ið­gjöld

Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB), átelur íslensku tryggingafyrirtækin fyrir að hækka iðgjöld bifreiðatrygginga á undanförnum árum, umfram vísitölu neysluverðs, þrátt fyrir að umferðaslysum hafi fækkað, sem og slösuðum. Iðgjöld hér á landi væru að jafnaði tvöfalt hærri en tíðkast á hinum Norðurlöndum.

Neytendur
Fréttamynd

FÍB svarar máls­vara trygginga­fé­laganna

FÍB skammaði tryggingafélögin fyrir okur á bílatryggingum í grein hér á Vísi. Framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja tók að sér málsvörn fyrir tryggingafélögin fjögur á sama vettvangi. Því miður halda skýringar hennar litlu vatni.

Skoðun
Fréttamynd

Lífs­hættu­legt öryggis­tæki

Nú með haustinu fer fólk að huga að vetrarhjólbörðum og margir kjósa að aka um á negldum dekkjum, sumir af gömlum vana og aðrir í von um aukið öryggi í hálku og snjó. En er vonin byggð á raunverulegum gögnum? Eru nagladekk nauðsynlegt öryggistæki?

Skoðun