Villandi framsetning Sparibíls að tala um „sömu bíla, bara miklu ódýrari“ Atli Ísleifsson skrifar 26. október 2021 07:01 „Sömu bílar bara miklu ódýrari“ stóð enn framan á húsnæði Sparibíls þegar fréttastofa leit við um miðjan dag í gær. Vísir/Vilhelm Rangar fullyrðingar koma fram í auglýsingum Bonum, sem rekur Sparibíl í Hátúni í Reykjavík, um þá bíla sem félagið selji og eru þær taldar villandi. Þetta er niðurstaða Neytendastofu en í ákvörðun stofnunarinnar segir að málið hafi varðað almenna fullyrðingu: „Sömu bílar bara miklu ódýrari“ og svo fullyrðinguna um 800 þúsund króna lægra verð á Mitsubishi Outlander PHEV hjá Sparibíl heldur en listaverð, en bent var á að um villandi samanburð væri að ræða við samkeppnisaðila. Að auki kom til skoðunar fullyrðing Sparibíls um fimm ára ábyrgð á ökutækjunum. Á vef Neytendastofu segir að Sparibíll hafi hafnað því að fullyrðingarnar væru villandi eða andstæðar góðum viðskiptaháttum. „Til staðfestingar fullyrðingunum var lagður fram verðlisti umboðsaðila bifreiðanna. Þá var tekið fram að allir Mitsubishi Outlander bílar séu í 5 ára verksmiðjuábyrgð og fram komi í þjónustubók bílsins að bíllinn sé í 5 ára ábyrgð fyrstu 24 mánuðina án kílómetratakmarkana og næstu 36 mánuði upp í 100.000 km. Þá sé 8 ára ábyrgð á batteríinu.“ Villandi samanburður Neytendastofa taldi hins vegar að þótt auglýstur bíll Sparibíls gæti talist staðgönguvara bíls sömu tegundar frá umboðsaðila væri samanburðurinn villandi þar sem ekki hafi verið lögð fram gögn sem sýndu með óyggjandi hætti að auglýstur bíll Sparibíls væri búinn sömu aukahlutum eða aukabúnaði og samanburðarbíll. „Í ákvörðuninni er um það fjallað að gera verði grein fyrir því með skýrum hætti ef bílarnir væru gæddir ólíkum aukabúnaði. Þá taldi stofnunin ekki hafa verið sýnt fram á að samanburðarverð hafi verið viðeigandi á þeim tíma sem auglýsingarnar voru birtar. Hvað varðaði auglýsta 5 ára ábyrgð Sparibíls þá taldi stofnunin í ljósi þess að hún var ekki fortakslaus að upplýsingar um almenn skilyrði ábyrgðarinnar skiptu miklu máli fyrir neytendur og það gæti raskað verulega fjárhagslegri hegðun neytenda að þær upplýsingar væru ekki aðgengilegar í auglýsingunum samhliða tilvísun til fimm ára ábyrgðar. Því væri ótvírætt orðalag Sparibíls um 5 ára ábyrgð villandi.“ Mega búast við sektum haldi auglýsingarnar áfram Í ákvörðunarorðum segir að Sparibíl sé bannað að viðhafa umrædda viðskiptahætti. Verði ekki farið að banninu megi búast við að tekin verði ákvörðun um sektir á grundvelli laga um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu. Auglýsinga- og markaðsmál Neytendur Reykjavík Bílar Mest lesið Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Íslendingar aldrei verið ferðaglaðari Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Súpan með pappírnum innkölluð Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Vísar ásökunum um samráð á bug Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Grunur um listeríu í vinsælum ostum Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Rukkuð um sex þúsund kall eftir lagningu á Snæfellsnesi Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn, Símanum og Nova Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Sjá meira
Þetta er niðurstaða Neytendastofu en í ákvörðun stofnunarinnar segir að málið hafi varðað almenna fullyrðingu: „Sömu bílar bara miklu ódýrari“ og svo fullyrðinguna um 800 þúsund króna lægra verð á Mitsubishi Outlander PHEV hjá Sparibíl heldur en listaverð, en bent var á að um villandi samanburð væri að ræða við samkeppnisaðila. Að auki kom til skoðunar fullyrðing Sparibíls um fimm ára ábyrgð á ökutækjunum. Á vef Neytendastofu segir að Sparibíll hafi hafnað því að fullyrðingarnar væru villandi eða andstæðar góðum viðskiptaháttum. „Til staðfestingar fullyrðingunum var lagður fram verðlisti umboðsaðila bifreiðanna. Þá var tekið fram að allir Mitsubishi Outlander bílar séu í 5 ára verksmiðjuábyrgð og fram komi í þjónustubók bílsins að bíllinn sé í 5 ára ábyrgð fyrstu 24 mánuðina án kílómetratakmarkana og næstu 36 mánuði upp í 100.000 km. Þá sé 8 ára ábyrgð á batteríinu.“ Villandi samanburður Neytendastofa taldi hins vegar að þótt auglýstur bíll Sparibíls gæti talist staðgönguvara bíls sömu tegundar frá umboðsaðila væri samanburðurinn villandi þar sem ekki hafi verið lögð fram gögn sem sýndu með óyggjandi hætti að auglýstur bíll Sparibíls væri búinn sömu aukahlutum eða aukabúnaði og samanburðarbíll. „Í ákvörðuninni er um það fjallað að gera verði grein fyrir því með skýrum hætti ef bílarnir væru gæddir ólíkum aukabúnaði. Þá taldi stofnunin ekki hafa verið sýnt fram á að samanburðarverð hafi verið viðeigandi á þeim tíma sem auglýsingarnar voru birtar. Hvað varðaði auglýsta 5 ára ábyrgð Sparibíls þá taldi stofnunin í ljósi þess að hún var ekki fortakslaus að upplýsingar um almenn skilyrði ábyrgðarinnar skiptu miklu máli fyrir neytendur og það gæti raskað verulega fjárhagslegri hegðun neytenda að þær upplýsingar væru ekki aðgengilegar í auglýsingunum samhliða tilvísun til fimm ára ábyrgðar. Því væri ótvírætt orðalag Sparibíls um 5 ára ábyrgð villandi.“ Mega búast við sektum haldi auglýsingarnar áfram Í ákvörðunarorðum segir að Sparibíl sé bannað að viðhafa umrædda viðskiptahætti. Verði ekki farið að banninu megi búast við að tekin verði ákvörðun um sektir á grundvelli laga um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu.
Auglýsinga- og markaðsmál Neytendur Reykjavík Bílar Mest lesið Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Íslendingar aldrei verið ferðaglaðari Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Súpan með pappírnum innkölluð Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Vísar ásökunum um samráð á bug Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Grunur um listeríu í vinsælum ostum Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Rukkuð um sex þúsund kall eftir lagningu á Snæfellsnesi Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn, Símanum og Nova Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Sjá meira
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“