Stórbruni í Skeifunni

Fréttamynd

Penninn lagði VÍS í bruna­deilu fyrir Hæsta­rétti

Hæstiréttur hefur staðfest sigur Pennans í deilu verslunarinnar við Vátryggingafélag Íslands varðandi kröfu Pennans til greiðslu bóta úr rekstrarstöðvunartryggingu vegna bruna í Skeifunni í júlí 2014. Verslun Griffils varð eldinum að bráð í brunanum.

Innlent
Fréttamynd

Fönn þakkar slökkviliðsmönnum

Þvottahúsið Fönn er nú þegar byrjað að þjónusta viðskiptavini sína þrátt fyrir áfallið sem fyrirtækið varð fyrir í brunanum í Skeifunni síðastliðinn sunnudag.

Innlent
Fréttamynd

Frábær tækifæri til uppbyggingar í Skeifunni

Formaður umhverfis- og skipulagsráðs segir að í Skeifunni gæti risið glæsilegt hverfi þar sem blandað væri saman viðskiptum og íbúðahúsnæði í anda Meat District á Manhattan og Soho í Lundúnum.

Innlent
Fréttamynd

„Við höldum áfram“

"Við erum að fara í gegnum þvottinn sem að slapp og koma honum í þvott aftur. Svo erum við að skoða stöðu fyrirtækja sem er í þjónustu hjá okkur og erum í sambandi við þau um framhaldið“, sagði Hjördís Guðmundsdóttir, einn eiganda Fannar.

Innlent
Fréttamynd

Slökkti eld á stuttbuxum: „Ég tímdi ekki að fara heim“

"Þegar svona eldur kemur upp eru svo ótrúlega mörg verk sem þarf að vinna – meira að segja fyrir mann á stuttbuxum. Þannig að ég vissi að ég þyrfti að rjúka til og hjálpa,“ segir Stefán Már Kristinsson sem vakti mikla athygli lesenda Vísis í gær, fyrir að vera á stuttbuxunum að slökkva eldinn í Skeifunni.

Innlent
Fréttamynd

Sluppu þrátt fyrir sprengingar á neðri hæðinni

"Það brann fyrir neðan okkur. Það brann fyrir aftan okkur, en við sluppum að mestu leyti,“ segir Guðmundur Pálmason, framkvæmdastjóri Promennt sem er til húsa á hæðunum fyrir ofan Rekstrarland í Skeifunni.

Innlent
Fréttamynd

Mannmergðin truflaði ekki slökkvistarf

Slökkviliðið gerir ráð fyrir því í sínum áætlunum að fólk safnist saman í kringum stórbruna. Þetta segir Ólafur Ingi Grettisson, innivarðsstjóri slökkviliðsins í Skógarhlíð.

Innlent
Fréttamynd

Hætt við að hús í Skeifunni hrynji

Stórhætta er á brunastað og líklegt að þök hrynji en þau eru byggð með strengjasteypu. Eins og að vera staddur í styrjöld, segir slökkviðliðsvarðsstjóri.

Innlent
  • «
  • 1
  • 2