Sundlaugar

Fréttamynd

Skógarböðin opna ekki fyrr en allt er klárt

Það styttist í að Skógarböðin við Akureyri verði tekin í gagnið eftir miklar framkvæmdir í vetur. Búið er að prufukeyra böðin sem verða þó ekki opnuð fyrr en allt er klárt. Eigendurnir vilja ekki gefa upp nákvæma dagsetningu á opnun.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Nýtt í Sundhöll Selfoss – Klór úr salti

Nýtt klórframleiðslukerfi hefur verið tekið í notkun í Sundhöll Selfoss, sem er miklu umhverfisvænna og hagkvæmara í rekstri heldur en aðkeypti klórinn og kolsýran sem var keyptum áður fyrir laugina. Nýi búnaðurinn framleiðir klór úr salti.

Innlent
Fréttamynd

Tók myndir af feðginum í klefanum á Nesinu

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann í sex mánaða fangelsi og greiðslu miskabóta fyrir að hafa tekið myndskeið af manni og tveimur dætrum hans þar sem þau voru að afklæðast og voru nakin í búningsklefa Sundlaugar Seltjarnarness í desember 2019.

Innlent
Fréttamynd

„Salómons­dómur“ borgarinnar er að stækka einka­lóðir í Vestur­bæ

Mikil gremja er meðal margra Vesturbæinga vegna fyrirhugaðrar „lausnar“ á lóðadeilu í Vesturbænum, nánar tiltekið lóða sem standa við bakgarð einbýlishúsa við Einimel og svo Vesturbæjarlaugina. Skipulags- og samgönguráð Reykjavíkur vilja leysa áralanga deilu með því einfaldlega að stækka einkalóðirnar.

Innlent
Fréttamynd

Hópur eldri borgara rekinn uppúr heitum potti

Þorgrímur Þráinsson rithöfundur, sem hefur lengi hefur verið einhvers konar táknmynd þess að vera góður og gegn löghlýðinn borgari, játaði óvænt á sig það sem hann flokkar sem borgaralega óhlýðni. 

Lífið
Fréttamynd

Við bendum á það sem er okkur fyrir bestu

Bentu á það sem er þér fyrir bestu. Andlega heilsa er þér fyrir bestu. Skólamál eru í stöðugri þróun og er ákvörðun Skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar um að gera sund að valfagi partur af þeirri þróun.

Skoðun
Fréttamynd

Kannt þú flugsund?

Þann 11. janúar síðastliðinn samþykkti skóla- og frístundaráð Reykjavíkurborgar að skólasund yrði að valfagi á unglingastigi. Það þýðir að nemendur geta lokið skólasundi í 9. bekk ef að þau ná að standast hæfniviðmiðin

Skoðun
Fréttamynd

Skólasund verður valfag

Skólasund verður frá og með næsta skólaári að valfagi á unglingastigi grunnskóla í Reykjavík, gegn því að nemendur standist hæfnispróf fyrir tíunda bekk. Þá geta þeir valið að fara í aðrar greinar í stað sunds.

Innlent
Fréttamynd

Sund­lauginni lokað og gestir sendir heim

Loka þurfti Árbæjarlaug síðdegis í dag vegna manneklu og sundlaugagestir voru reknir upp úr. Fjölmargir starfsmenn sundlauga á höfuðborgarsvæðinu eru í sóttkví eða einangrun og ekki tókst að manna seinni vaktina í lauginni af þeim ástæðum.

Innlent
Fréttamynd

Yngstu pottverjarnir segja sinn tíma runninn upp

Börnin í Úlfársárdal eru hæstánægð með nýja sundlaug sem opnuð var í hverfinu í dag, ef marka má vel valið úrtak fréttastofu. Þó eru skiptar skoðanir uppi um hvort það sé börnum bjóðandi að þurfa að bíða lengur eftir að fá vatnsrennibraut í hverfið.

Innlent
Fréttamynd

Borgar­stjóri gleymdi að hann ætti að vígja nýja laug

Hverfismiðstöð með nýrri sundlaug, þeirri fyrstu í Reykjavík í 23 ár, og nýju bókasafni var opnuð í Úlfarsárdal í morgun. Heildarfjárfesting verkefnisins er upp á 14 milljarða króna og framkvæmdin er ein sú stærsta sem Reykjavíkurborg hefur ráðist í. Borgarstjóri segir daginn tímamót í sögu borgarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Laugar­dals­laug uppi­skroppa með gul arm­bönd og biðlar til for­eldra

Laugardalslaug er að verða uppiskroppa með gul armbönd sem sundlaugargestir nota til að læsa skápum sínum í búningsklefunum. Forstöðumaður laugarinnar segir ljóst að gríðarlegur fjöldi armbanda skili sér ekki aftur og að vandamálið sé að stórum hluta tengt börnum sem koma í laugina til að fara í skólasund.

Innlent
Fréttamynd

Íslensk sundmenning til umfjöllunar hjá Vogue

Sundmenning Íslendinga er ekki lengur bara eitthvað sem landsmenn njóta heldur er hún til umfjöllunar hjá Vogue, helsta tískutímariti heims. Umfjöllun um þessa einstöku menningu og dægrastyggingu birtist á netmiðli tímaritsins fyrir helgi, þar sem meðal annars er rætt um málið við Elizu Reid, forsetafrú. 

Lífið