Írak

Fréttamynd

Falin sprengiefni í Írak

Peter Bouckaert, Starfsmaður mannréttindasamtakanna Human Rights Watch sagði frá því í gær í samtali við fréttastofu AP að hann hafi tilkynnt bandarískum hermönnum um falinn geymslustað í borginni Baqouba, 55 kílómetrum norðaustur af Baghdad, í maí á síðasta ári.

Erlent
Fréttamynd

Voru að hlýða skipunum

Íslensku friðargæsluliðarnir þrír sem slösuðust í sjálfsmorðsárásinni í Kabúl sögðust hafa verið að hlýða skipunum er þeir stóðu vörð um teppabúð sem yfirmaður þeirra var að versla í. Þremenningarnir komu heim í gær. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Segjast hafa aflífað 11 Íraka

Íröksku skæruliðasamtökin Her Ansar al-Sunna segjast hafa drepið ellefu menn úr þjóðvarðaliði Íraka sem þeir rændu í síðustu viku. Samtökin halda þessu fram á vefsíðu sinni í dag þar sem einnig eru birtar myndir af hinum meintu fórnarlömbum.

Erlent
Fréttamynd

Fleiri Bretar til Bagdad

Bretar byrjuðu í morgun að flytja hluta herliðs síns frá Basra í Suður-Írak í átt til Bagdad, að ósk Bandaríkjamanna en í óþökk fjölmargra breskra þingmanna, þeirra á meðal þingmanna úr Verkamannaflokki Tonys Blairs forsætisráðherra. Mun friðvænlegra hefur verið í Basra en í Bagdad og mannfall þar hverfandi miðað við í höfuðborginni.

Erlent
Fréttamynd

Miklu magni sprengiefna stolið

Nokkur hundruð tonn af sprengiefnum eru horfin úr vopnabúri Írakshers. Sprengiefnunum var stolið úr vopnabúri sem Alþjóða kjarnorkumálastofnunin hafði bent Bandaríkjaher sérstaklega á að hafa eftirlit með. Þjófar hafa ítrekað stolið sprengiefnum þar og hafa líkur verið leiddar að því að hluti efnisins hafi verið notaður í árásum vígamanna í Írak.

Erlent
Fréttamynd

Búlgarar særðust í sprengingu

Tveir búlgarskir hermenn særðust alvarlega þegar bílsprengja sprakk í Kerbala í suðurhluta Íraks í dag. Þetta er haft eftir talsmanni varnarmálaráðuneytis Búlgaríu.

Erlent
Fréttamynd

51 hermaður drepinn

Lík 51 írasks hermanns fundust á afskekktum vegi í austurhluta Íraks í gær, skammt frá írönsku landamærunum

Erlent
Fréttamynd

Heilsugæsla sprengd upp

Öflug sprengjuárás var gerð á heilsugæslustöð í Bagdad, höfuðborg Íraks. Að sögn talsmanns Bandaríkjahers særðist enginn í árásinni

Erlent
Fréttamynd

Bandarískur embættismaður drepinn

Bandarískur embættismaður var drepinn í sprengjuárás í Írak í morgun. Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, greindi frá þessu í tilkynningu fyrir stundu.

Erlent
Fréttamynd

49 lík írakskra hermanna finnast

Lík fjörutíu og níu írakskra hermanna hafa fundist skammt norðaustur af Bagdad að sögn yfirvalda í Írak. Þrjátíu og sjö fundust í gær og tólf við viðbótar í morgun. Svo virðist sem skæruliðar hafi setið fyrir hermönnunum þar sem þeir voru á leið heim í leyfi.

Erlent
Fréttamynd

13 hið minnnsta látnir

Níu fórust þegar öflug bílsprengja sprakk í morgun við bandarísk-írakska herstöð í vesturhluta Íraks. Ekki færri en fimmtíu særðust í sprengingunni og segja talsmenn sjúkrahússins á staðnum ástæðu til að ætla að tala fallinna muni hækka. Auk þess féllu fjórir í sjálfsmorðsárás á eftirlitsstöð norður af Bagdad fyrir stundu.

Erlent
Fréttamynd

Írakskur maður hálshöggvinn

Talsmenn hers Ansars al-Sunna, herskárra samtaka, lýstu því yfir í dag að írakskur samverkamaður Bandaríkjahers hefði verið hálshöggvinn í dag og settu myndir á Netið því til staðfestingar. Manninum var rænt í borginni Mósúl í norðurhluta Íraks.

Erlent
Fréttamynd

Grátbiður um hjálp

Margaret Hassan, sem situr í haldi mannræningja í Írak, grátbiður bresk stjórnvöld að kalla hersveitir sínar heim frá Írak á myndbandsupptöku sem arabísk sjónvarpsstöð sýndi í dag.

Erlent
Fréttamynd

Átta ára dómur fyrir misþyrmingar

Bandaríski hermaðurinn Ivan Fredericks var í gær dæmdur til átta ára fangelsisvistar fyrir að misþyrma föngum í fangelsinu Abu Ghraib í Írak. Fredericks, háttsettasti hermaðurinn til að verða ákærður fyrir fangamisþyrmingar, játaði sök í fyrradag.

Erlent
Fréttamynd

Breskir hermenn á átaksvæði

Breska ríkisstjórnin ákvað að senda 850 breska hermenn inn á herstjórnarsvæði Bandaríkjahers í Írak svo Bandaríkjamenn geti sótt fram gegn íröskum vígamönnum af meiri krafti. Bretarnir taka sér stöðu vestur af Bagdad á svæði þar sem súnnímúslimar hafa gert daglegar árásir á bandaríska hermenn og íraska lögreglumenn.

Erlent
Fréttamynd

Fjölskylda fórst í loftárás

Sex manna fjölskylda lét lífið þegar bandarískir hermenn skutu eldflaugum að miðborg Falluja í fyrrinótt. Fólkið hafði að sögn nágranna sinna nýlega snúið aftur heim eftir að hafa flúið borgina um nokkurra daga skeið vegna hættunnar sem þar ríkir.

Erlent
Fréttamynd

Írakar skamma Sameinuðu þjóðirnar

Sameinuðu þjóðirnar standa ekki undir væntingum þegar kemur að aðstoð við undirbúning kosninganna í Írak sem fram eiga að fara í janúar. Þetta sagði Hoshyar Zebari, utanríkisráðherra í írösku bráðabirgðastjórninni.

Erlent
Fréttamynd

Yfirmanni góðgerðasamtaka rænt

Mannræningjar rændu yfirmanni alþjóðlegu góðgerðasamtakanna Care International í Írak í dag. Margaret Hassan hefur búið í Írak í þrjá áratugi en ekki er vitað hvar hún er nú niðurkomin.

Erlent
Fréttamynd

Hersetuliðið í 5 ár til viðbótar

Engin leið er að kalla hersetuliðið í Írak heim innan fimm ára að mati virtustu sérfræðinga Bretlands í hermálum. Fyrst þá er nokkur von til þess að írakskar öryggissveitir geti tryggt lágmarksöryggi borgara landsins.

Erlent
Fréttamynd

Yfir 100 látnir eða slasaðir

Yfir hundrað manns eru látnir eða slasaðir eftir sprengjuárásir skæruliða á höfuðstöðvar þjóðavarnarliðsins í Írak í morgun. Sex sprengjum var varpað á híbýli þjóðavarnarliðsins með fyrrgreindum afleiðingum.

Erlent
Fréttamynd

Bretar inn á svæði Bandaríkjahers

Bretar hafa skilning á vanda Bandaríkjahers í Írak og líta vinsamlegum augum á beiðni þeirra um að breskir hermenn taki sér stöðu á herstjórnarsvæði Bandaríkjahers svo Bandaríkjamenn geti ráðist af meiri krafti gegn vígamönnum. Þetta sagði Jack Straw, utanríkisráðherra Bretlands.

Erlent
Fréttamynd

Herinn rukkaði særðan hermann

Tyson Johnson III lá enn þá á sjúkrahúsi þar sem hann var að jafna sig af sárum sem hann hlaut í Írak þegar honum barst bréf frá hernum þar sem hann var rukkaður um andvirði tæpra 200 þúsund króna. Upphæðin var sú sama og skráningarbónus sem hann fékk fyrir að skuldbinda sig til þriggja ára herþjónustu.

Erlent
Fréttamynd

Tengjast bin Laden

Skæruliðahópur Abu Musabs al-Zarqawis í Írak, sem Bandaríkjamenn segja jafngilda útibúi al-Kaída í landinu, hefur í fyrsta sinn lýst yfir hollustu sinni við Ósama bin Laden.

Erlent
Fréttamynd

Fleiri breskir hermenn til Íraks?

Bandaríkjamenn hafa farið þess á leit við bresk stjórnvöld að þau sendi aukinn herafla til Íraks. Geoff Hoon, varnarmálaráðherra Bretlands, greindi frá því á breska þinginu í dag að beiðni þessa efnis hafi borist ráðuneytinu í síðustu viku en ákvörðun um hvort farið verði að óskum Bandaríkjamanna liggi ekki fyrir.

Erlent
Fréttamynd

Öflugar sprengingar í Bagdad

Átta manns féllu og minnst fjórir særðust þegar tvær öflugar sprengingar urðu í miðborg Bagdad í Írak fyrir stundu. Að sögn sjónarvotta er þykkur reykmökkur yfir svæðinu.

Erlent
Fréttamynd

Steingrímur krefst upplýsinga

Steingrímur J. Sigfússon, formaður vinstri-grænna krafðist þess á fundi utanríkismálanefndar í gær að íslensk stjórnvöld skýrðu nefndinni frá því hvaða samtöl og eða bréfaskriftir áttu sér stað á milli íslenskra ráðuneyta og erlendra ríkisstjórna áður en ákvörðun var tekin um að Ísland yrði á lista yfir "hinar viljugu þjóðir" sem studdu innrás Bandaríkjamanna og Breta í Írak.

Erlent
Fréttamynd

Styðja Þjóðverjar Íraksstríðið?

Breyting virðist hafa orðið á afstöðu þýskra stjórnvalda til stríðsreksturs í Írak, þó að Gerhard Schröder kanslari þvertaki fyrir það. Peter Struck, varnarmálaráðherra Þýskalands, sagði í viðtalið við þarlent dagblaði í gær að til greina kæmi að Þjóðverjar sendu hersveitir til Íraks, yrði breyting á ástandinu þar.

Erlent
Fréttamynd

Fjöldagrafir finnast í Írak

Líkamsleifar að minnsta kosti eitt hundrað manna, þar á meðal barna, hafa fundist í fjöldagröfum nálægt þorpinu Hatra í Norður-Írak. Grafirnar eru taldar sanna ofsóknir gegn Kúrdum sem drepnir voru í þúsunda tali í valdatíð Saddams Husseins í lok níunda áratugarins.

Erlent
Fréttamynd

Glæpir gegn mannkyni staðfestir?

Fjöldagröf fannst í norðurhluta Íraks og er talið að þar sé að finna hundruð og jafnvel þúsundir líka. Sum þeirra eru af börnum sem halda á leikföngunum sínum. Líklegt er talið að þetta leiði til þess að Saddam Hússein verði sakfelldur fyrir glæpi gegn mannkyni.

Erlent