Ólympíuleikar

Arna Sigríður sjötti keppandi Íslands í Tókýó
Handahjólreiðakonan Arna Sigríður Albertsdóttir verður sjötti fulltrúi Íslands á Ólympíumóti fatlaðra, Paralympics, sem fram fer í Tókýó dagana 24.ágúst - 5.september. Arna verður fyrst íslenskra kvenna til að keppa í hjólreiðum á Ólympíumóti fatlaðra.

Vill breyta 127 ára gömlum einkunnarorðum Ólympíuleikanna
Thomas Bach, forseti Alþjóðaólympíunefndarinnar, vill breyta einkunnarorðum Ólympíuleikanna sem hafa verið þau sömu síðan Alþjóðaólympíunefndin var stofnuð árið 1894.

Segir enn möguleika á því að hætt verði við Ólympíuleikana
Toshihiro Nikai, háttsettur stjórnmálamaður í Japan, segir enn möguleika á því að hætt verði við Ólympíuleikana sem fram eiga að fara í sumar. Þetta stríðir algjörlega gegn því sem japanska ríkisstjórnin hefur sagt til þessa.

Ólympíumeistari lést af völdum veirunnar
Ungverska skotfimikonan Diána Igaly lést í gær, 56 ára að aldri, eftir að hafa smitast af kórónuveirunni.

Ný stuttmynd frá Flóttamannastofnun um gildi íþrótta fyrir flóttafólk
Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna frumsýnir nýja stuttmynd um sögu ungrar flóttakonu sem keppir á Ólympíuleikum.

Norður-Kórea tekur ekki þátt á Ólympíuleikunum í Tókýó
Yfirvöld í Norður-Kóreu hafa sent frá sér tilkynningu þess efnis að íþróttafólk þeirra muni ekki taka þátt á Ólympíuleikunum sem eiga að fara fram í Tókýó í sumar. Þeir segja að þetta sé gert til að vernda íþróttafólkið fyrir kórónaveirufaraldrinum.

Þórir fer með lið sitt á Ólympíuleikana
Norska kvennalandsliðið í handbolta er komið með farseðil á Ólympíuleikana í Tókýó sem fram fara næsta sumar eftir harða keppni í undankeppni leikanna.

Aðeins heimamenn fá að fylgjast með Ólympíuleikunum
Aðeins Japanir fá að mæta sem áhorfendur á Ólympíuleikana í Tókýó á komandi sumri.

Engir utanaðkomandi áhorfendur á Ólympíuleikunum
Skipuleggjendur Ólympíuleikanna sem eiga að fara fram í Tokyo í sumar segja að engir utanaðkomandi áhorfendur verði leyfðir. Þetta er gert til að reyna að tryggja öryggi þátttakenda og íbúa Japan gegn kórónuveirunni.

Ólympíumeistari meðal óeirðaseggja Trumps sem réðust inn í þinghúsið
Æfingafélagar og þjálfarar frægs bandarísks sundmanns komu upp um þátttöku hans í innrásinni í þingsalinn í Capitol byggingunni þegar var verið að staðfest kjör Joe Biden sem Bandaríkjaforseta.

Landsliðskonur kanna ný tækifæri í sandinum
Íslensku landsliðskonurnar Jóna Guðlaug Vigfúsdóttir og Thelma Dögg Grétarsdóttir hafa sett stefnuna á Ólympíuleikina í París 2024.

Anton Sveinn: Dreymir um Ólympíugull
Sundkappinn Anton Sveinn Mckee átti góðu gengi að fagna á síðasta ári og undirbýr sig nú af krafti fyrir Ólympíuleikana næsta sumar.

Sú besta í CrossFit heiminum hefur sett stefnuna á Vetrarólympíuleikana 2022
Tia-Clair Toomey hefur unnið síðustu fjóra heimsmeistaratitla í CrossFit en það er önnur íþrótt sem mun eiga hug hennar á næstu mánuðum.

Fimm sundmenn gætu misst Ólympíuverðlaun vegna eins manns
Ástralskur sundmaður hefur fallið á lyfjaprófi átta árum eftir að það var tekið á Ólympíuleikunum í London 2012.

Óli Stef hellti lýsi á hraunmola fyrir leik á Ólympíuleikunum í Peking
Ólafur Stefánsson beitti oft sérstökum aðferðum til að brýna samherja sína á Ólympíuleikunum í Peking 2008.

Ólympíuleikarnir fara annað hvort fram næsta sumar eða aldrei
Ólympíuleikunum í Tókýó verður ekki frestað aftur en þetta segir yfirmaður Ólympíuleikanna 2020.

Hundrað ár síðan að „Ísland“ vann Ólympíugull
Í gær voru liðin hundrað ár síðan að Fálkarnir frá Winnipeg urðu fyrstu Ólympíumeistararnir í íshokkí. Þeir unnu gullið fyrir Kanada en allir nema einn áttu íslenska foreldra.

Japanskur kaupahéðinn segist hafa gefið spilltum Ólympíunefndarmanni dýrar gjafir
Fulltrúi í skipulagsnefnd Ólympíuleikanna í Tókýó segir að hann hafi gefið fyrrverandi nefndarmanni í Alþjóðaólympíunefndinni gjafir eins og stafrænar myndavélar og úr til að sannfæra hann um að styðja Tókýó í valinu á gestgjafa leikanna. Nefndarmaðurinn er grunaður um mútuþægni.

Sjá Ólympíueldinn fyrir sér sem ljósið við enda ganganna
Alþjóðaólympíunefndin og skipuleggjendur Ólympíuleikanna í Tókýó sendu frá sér sameiginlega yfirlýsingu í dag þar sem þeir staðfestu að sumarólympíuleikarnir 2020 fari ekki fram fyrr en sumarið 2021. Leikarnir munu samt ekki skipta um nafn.

Biles vill að fimleikasamband Bandaríkjanna geri hið rétta í stöðunni
Simone Biles, ein merkasta fimleikastjarna allra tíma, sendi bandaríska fimleikasambandinu kaldar kveðjur. Hún vill að sambandið rannsaki kynferðisbrot Larry Nassars, fyrrum læknis hjá sambandinu.

Gaf Ólympíusafninu handrit sem hann keypti á meira en milljarð íslenskra króna
Rússneski milljarðamæringurinn Alisher Usmanov kom í dag færandi hendi með mjög rausnarlega gjöf á Ólympíusafnið í Lausanne í Sviss.

Vísa á bug orðrómum um að Ólympíuleikum verði aflýst vegna veirunnar
Skipuleggjendur Sumarólympíuleikanna 2020, sem fara fram í Tókýó í Japan í sumar, hafa séð sig knúna til þess að hafna opinberlega orðrómum um að útbreiðsla Wuhan-kórónaveirunnar í Asíu, og einkum og sér í lagi í nágrannaríkinu Kína, gæti orðið til þess að leikunum yrði aflýst.

Fórnarlömbum Nassar boðið meira en 26 milljarðar í bætur
Bandaríska fimleikasambandið ætlar að bjóða fórnarlömbum læknisins Larry Nassar samtals 215 milljónir Bandaríkjadala í miskabætur vegna áratuga kynferðisbrot hans þegar hann starfaði sem læknir bandaríska fimleikalandsliðsins.

Fróðleg fótboltaspá SI fyrir 2020: Gott ár fyrir Man. City, Holland og Messi
Einn virtasti fótboltafjölmiðlamaður Bandaríkjanna hefur skellt í árlega spá sína og Grant Wahl spáir því meðal annars að á þessu ári muni þeir Cristiano Ronaldo og Lionel Messi gera upp hlutina í sér þætti á Netflix. Grant Wahl spáir líka fyrir hvaða lið munu fagna sigri í stærstu keppnunum á árinu 2020.

Sportpakkinn: Íþróttafólk á Íslandi hefur þurft að hætta á toppnum vegna peningaleysis
Þrír fulltrúar íslenskra afreksíþróttamanna mættu í mennta- og menningarmálaráðuneytið í hádeginu og afhentu ráðherra bréf undirritað af hópi íþróttamanna sem vekja athygli á réttindaleysi afreksíþróttamanna. Arnar Björnsson hitti íþróttafólkið í dag.

Dómari sendir einn meðlim bandaríska kraftaverkaliðsins á öryggissjúkrahús
Dómari í Minnesota hefur fyrirskipað að einn meðlimur úr kraftaverkaliði Bandaríkjanna frá Ólympíuleikunum 1980 verði lagður inn á öryggissjúkrahús.

„Ég var fljótasta stelpan í Bandaríkjunum en svo samdi ég við Nike“
Hlaupakonan Mary Cain sagði sláandi sögu sína í myndbandi sem birtist í New York Times en einu sinni var þessi 23 ára gamla stelpa talin vera mesta efni í heimi í millivegahlaupum.

Ólympíumeistari í hnefaleikum hætt af því hún er hrædd við að missa sjónina
Nicola Adams er tvöfaldur Ólympíumeistari í hnefaleikum en hún mun ekki reyna við þriðja Ólympíugullið sitt á ÓL í Tókýó næsta sumar.

Keppti á ÓL í Ríó 2016 en er nú á leið í átta og hálft ár í fangelsi
Íþróttaferill hollensk Ólympíufara er væntanlega á enda þar sem hún þarf að dúsa bak við luktar dyr næstu árin.

Ólympíumeistari fékk dánaraðstoð
Marieke Vervoort naut aðstoðar lækna við að deyja.