Fréttir

Fréttamynd

Ökumaður sendibíls slasaðist

Ökumaður sendibíls slasaðist þegar lítill senidferðabíll og tveir vörubílar lentu í árkestri á Reykjanesbraut á milli Hafnarfjarðar og Garðabæjar á níunda tímanum í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Bílslys á Reykjanesbraut

Lítill senidferðabíll og vörubíll lentu í hörðum árekstri á Reykjanesbraut á milli Hafnarfjarðar og Garðabæjar á níunda tímanum. Lögreglu- og sjúkrabílar, og tækjabíll slökkviliðsins eru á staðnum og biður lögregla vegfarendur að aka með gát framhjá vettvangi. Ekki liggur fyrir hvort einhver slasaðist alvarlega.

Innlent
Fréttamynd

Færð á vegum

Góð færð er á öllu landinu en hvasst á köflum einkum á Fróðarheiði og sterkar vindhviður undir Hafnarfjalli. Vegaframkvæmdir eru á Þingvallavegi frá Kjósarskarðsvegi að Skálabrekku og á Laxárdalsheiði í Sagafirði. Framkvæmdir í Svínadal í Dölum ganga vel og er komið 6 km. að ný lögðu slitlagi þar. Framkvæmdir eru víða á vegum landsins og mikilvægt að ökumenn taki tillit til þess.

Innlent
Fréttamynd

SPRON styrkir ÍR

SPRON og körfuknattleiksdeild ÍR hafa undirritað starfssamning. Samkvæmt samningnum mun SPRON vera aðalstyrktaraðili deildarinnar næstu þrjú árin og nær samstarfið allt frá meistaraflokkum félagsins til æskulýðsstarfs.

Innlent
Fréttamynd

Óhapp í Öxnadal

Tveir sluppu ómeiddir en einn handleggsbrotnaði, þegar fólksbíll hafnaði utan vegar í Öxnadal í nótt. Talið er að ökumaður hafi sofnað undri stýri. Hinn slasaði var fluttur á sjúkrahúsið á Akureyri þar sem búið var um beinbrotið.

Innlent
Fréttamynd

Norrænu seinkar enn

Ferjunni Norrænu, sem seinkaði verulega eftir að hafa siglt á bryggjukant í Þórshöfn í Færeyjum í fyrrakvöld, seinkaði líka á loka kaflanum til Seyðisfjarðar, þar sem skipið hreppti illviðri á leiðinni.

Innlent
Fréttamynd

Dick Cheney stefnt

Fyrrverandi leynifulltrúi bandarísku leyniþjónustunnar, Valerie Plame, hefur nú stefnt Dick Cheney, varaforseta Bandaríkjanna, fyrir að leka nafni hennar í fjölmiðla og reyna þar með að spilla starfsframa hennar.

Erlent
Fréttamynd

Bjargað af seglbáti

Karlmanni og 12 ára dreng var bjargað úr sjávarháska á tíunda tímanum í gærkvöldi eftir að litlum seglbáti, sem þeir voru á, hvolfdi við Geldinganes í mikilli vindhviðu.

Innlent
Fréttamynd

Harðar árásir á Líbanon

Ísraelar héldu áfram hörðum árásum á suðurhluta Líbanon í nótt og morgun. Ísraelar létu sprengjum rigna yfir Beirút þar sem talið er að skæruliðar Hizbollah-samtakanna hafist við.

Erlent
Fréttamynd

Merkur fundur við Skaftafellsjökul

Vísindamenn sem eru við jöklarannsóknir á Skaftafellsjökli rákust á útilegubúnað í síðustu viku sem virðist kominn til ára sinna, auk þess að vera illa farinn. Talið er að búnaðurinn hafi tilheyrt tveimur breskum stúdentum sem fóru í leiðangur á Vatnajökul í ágúst árið 1953 til rannsókna en lentu í miklu óveðri og hefur ekkert spurst til þeirra síðan. Engin mannabein eða aðrar líkamsleifar hafa fundist með búnaðinum.

Innlent
Fréttamynd

Skútu hvolfdi við Geldingarnes

Tveimur mönnum var bjargað á giftusamlegan hátt eftir að bát þeirra hvolfdi við Geldingarnes nú skömmu fyrir fréttir. Mennirnir voru kaldir og þjakaðir.

Innlent
Fréttamynd

Ráðning í starf skrifstofustjóra umdeild

Fulltrúar stjórnarandstöðunnar í Reykjavíkur hafa lagt fram fyrirspurn vegna ráðningar í starfs skrifstofustjóra Reykjavíkurborgar og spyrja hvort tími pólitískra ráðninga sé runninn upp hjá borginni.

Innlent
Fréttamynd

Dick Cheney stefnt

Fyrrverandi leynifulltrúi bandarísku leyniþjónustunnar, Valerie Plame, hefur nú stefnt Dick Cheney, varaforseta Bandaríkjanna, fyrir að leka nafni hennar í fjölmiðla og reyna þar með að spilla starfsframa hennar.

Erlent
Fréttamynd

Komið í veg fyrir heiðursmorð

43 ára gamall danskur maður af pakistönsku bergi brotnu er sagður hafa komið í veg fyrir að svonefnt heiðursmorð yrði framið á systur sinni.

Erlent
Fréttamynd

Íslendingana sakaði ekki

Átök Ísraelshers og skæruliða Hizbollah-hreyfingarinnar hörðnuðu enn í dag. Fjöldi borgara liggur í valnum eftir árásir síðasta sólarhringinn. Ein af flugvélum Atlanta var á Beirút-flugvelli þegar Ísraelar gerðu loftárás á hann en hún skemmdist ekki. Íslendingar sem fylgja flugvélinni eru sömuleiðis heilir á húfi.

Erlent
Fréttamynd

ÁTVR styrkir umhverfisstofnun

Pokasjóður ÁTVR afhenti Umhverfisstofnun fimm milljóna króna styrk í dag til að bæta aðgengi ferðamanna að Gullfossi. Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra tók við styrknum fyrir hönd stofnunarinnar í umhverfisráðuneytinu í dag.

Innlent
Fréttamynd

Gegn því að starf jafnréttisráðgjafa verði lagt niður

Stjórnarandstaðan í borgarstjórn greiddi atkvæði gegn því að starf jafnréttisráðgjafa væri lagt niður hjá Reykjavíkurborg í borgarráði í dag. Borgarstjóri lagði fram tillögu þess efnis í kjölfar þess að Hildur Jónsdóttir sem verið hefur jafnréttisráðgjafi Reykjavíkurborgar við góðan orðstír sagði starfi sínu lausu.

Innlent
Fréttamynd

Nýjar áherslur í öldrunarmálum

Siv Friðleifsdóttir, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, kynnti í dag áherslur sínar í öldrunarmálum með bæklingnum Ný sýn – Nýjar áherslur. Meðal annars er gert er ráð fyrir að heimahjúkrun verði aukin og efld þannig að unnt sé að veita hana um kvöld, helgar og nætur þegar þess gerist þörf.

Innlent