Fréttir

Fréttamynd

Gengi Yahoo féll vegna minni hagnaðar

Gengi hlutabréfa í bandaríska netleitarfyrirtækinu Yahoo lækkaði um 13 prósent við lokun markaða í gær í kjölfar þess að fyrirtækið greindi frá minni hagnaði á öðrum ársfjórðungi en spár kváðu á um. Ástæðan fyrir því eru tafir á uppfærslu á leitarvél fyrirtækisins sem gera átti á þriðja fjórðungi ársins. Þær dragast fram á þrjá síðustu mánuði ársins.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Handtekin fyrir morð

Bandarískur læknir og tveir hjúkrunarfræðingar sem unnu í ringulreiðinni sem varð í New Orleans eftir fellibylinn Katrínu voru handtekin í gær. Þeim var gefið að sök að hafa myrt fjóra fárveika sjúklinga sem morfíni og öðrum kvalastillandi efnum. Það var læknanemi sem tilkynnti málið.

Erlent
Fréttamynd

Ók niður ljósastaur

Ökumaður bíls slapp lítið meiddur þegar hann ók niður ljósastaur við þjóðveginn í Mosfellsdal undir kvöld í gær. Bíllinn stórskemmdist. Þá slapp ökumaður ómeiddur þegar hann velti bíl sínum í Tungudal við Ísafjörð í gærkvöldi. Það gerðist skammt frá gangamunnanum og eru tildrög óljós.

Innlent
Fréttamynd

Hreindýraveiðar á Austurlandi hafnar

Hreindýraveiðitíminn á Austurlandi er hafinn og er þegar búið að fella þó nokkra tarfa. Um það bil áttatíu manns hafa atvinnu af leiðsögn fyrir veiðimennina, en þeir aðstoða líka við að bera bráðina til byggða. Á þessu veiðitimabili, sem lýkur fimmtánda september, má fella rúmlega níu hundruð dýr, sem er stærsti veiðikvóti til þessa.-

Innlent
Fréttamynd

Rúmlega fimmhundruð manns hafa fundis látnir á Jövu

Enn er leitað í rústum húsa sem holskeflan á Jövu jafnaði við jörðu. 525 manns hafa nú fundist látnir og 160 til viðbótar er enn saknað. Flóðbylgjan skall á suðurströnd Jövu eftir að jarðskjálfti upp á 7,7 á Richter varð fyrir utan suðurströnd eyjarinnar í fyrradag. Þriggja metra háar öldur skullu fyrirvaralaust á suðurströnd Jövu skömmu eftir skjálftann. Fjöldi þeirra látnu á enn eftir að hækka meðan björgunarfólk leitar í rústum húsa og hótela að eftirlifendum eða líkum. Neyðaraðstoð er nú farin að berast til Jövu, hjálpargögn, matvæli og líkpokar.

Erlent
Fréttamynd

Ók niður ljósastaur

Ökumaður bíls slapp lítið meiddur þegar hann ók niður ljósastaur við þjóðveginn í Mosfellsdal undir kvöld í gær. Bíllinn stórskemmdist. Þá slapp ökumaður ómeiddur þegar hann velti bíl sínum í Tungudal við Ísafjörð í gærkvöldi. Það gerðist skammt frá gangamunnanum og eru tildrög óljós.-

Innlent
Fréttamynd

Landgöngulið Ísraela komið inn í Líbanon

Ísraelskir skriðdrekar og landgöngulið réðust í nótt inn í Suður-Líbanon. Hingað til hafa Ísraelar einungis gert loftárásir á Líbanon. 277 líbanskur borgari hefur nú látist í árásunum, þar af 42 í árásum í nótt en 25 Ísraelar hafa látist á rúmri viku í sprengjuárásum Hisbollah. Bush Bandaríkjaforseti ásakar nú Sýrlendinga um að kynda undir átökum milli Hisbollah og Ísraelshers til að styrkja áhrif sín í Líbanon. Ísraelskir hermenn réðust einnig inn í flóttamannabúðir í Gaza en þar létust tveir Palestínumenn í skotárásum og fimm í sprengjuárás Ísraela.

Innlent
Fréttamynd

Komin heilu og höldnu

Það voru vægast sagt fagnaðarfundir þegar tvær íslenskar fjölskyldur, sjö manns alls, lentu heilu og höldnu í Keflavík í gærkvöld eftir langt og strangt ferðalag frá vígvellinum í Líbanon. Brosið á ferðalöngunum og ættingjum þeirra var breitt, en tárin voru ekki langt undan. Sigríður Snævarr, starfandi ráðuneytisstjóri í utanríkisráðuneytinu, tók á móti hópnum fyrir hönd ráðuneytisins en það sendi flugvél eftir fólkinu til Damaskus í Sýrlandi í fyrradag sem flaug með það til Kaupmannahafnar, þaðan sem það kom fljúgandi í gærkvöld. Flugvirkjarnir þrír sem einnig voru í hópnum koma ekki strax til Íslands heldur halda til starfa á vegum Atlanta.

Innlent
Fréttamynd

Betri nýting á fjármunum í forvarnastarfi

Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í dag að fela félagsmálaráðherra að leiða samstarf þeirra aðila sem starfa að forvörnum hér á landi og móta heildstæða forvarnastefnu sem byggi á betri nýtingu þeirra fjármuna sem þegar er veitt í verkefni á þessu sviði.

Innlent
Fréttamynd

Fólksflótti frá Líbanon

Íbúar Líbanons eru tæplega fjórar milljónir en í landinu býr jafnframt nokkur fjöldi útlendinga víðs vegar að úr heiminum sem nú vill komast burt. Þorri þeirra kemur frá nágrannaríkjunum og kemst því heim af eigin rammleik en tugþúsundir þegna fjarlægari landa hafa verið strandaglópar síðustu daga.

Erlent
Fréttamynd

Jarðskjálfinn á Jövu

Jarðskjálftar eru tíðir í og við Indónesíu enda gengur þar Indó-Ástralíuflekinn undir Evrasíuflekann.

Erlent
Fréttamynd

2500 ábendingar um barnaklám

Ábendingalínu Barnaheillar vegna barnakláms á Netinu hafa borist 2500 ábendingar síðustu ár. Talsmenn tengslasíðna eins og MySpace og Bebo hafa viðurkennt að þeir geti lagt meira á sig til að halda kynferðisglæpamönnum frá börnum.

Innlent
Fréttamynd

Vel sótt sýning

Sýning á hönnun Steinunnar Sigurðardóttir vakti mikla athygli á Norðurbryggju í Kaupmannahöfn en sýningin er ný nýafstaðin.

Innlent
Fréttamynd

Fullveldishátíð Hríseyjar haldin um næstu helgi

Fullveldishátíðin í Hrísey verður haldin hátíðlega um næstu helgi. Þetta er í tíunda sinn sem hátíðin er haldin en hún var upphaflega haldin árið 1997 til að fagna því að tillaga um sameiningu Hríseyjar og Dalvíkur var felld.

Innlent
Fréttamynd

Rafmagn komið á í Kópavogi

Rafmagn er komið aftur á í Kópavogi en grafið var í háspennustreng við Smiðjuveg um klukkan þrjú í dag. Rafmagnslaust varð í Engihjalla, Hlíðarhjalla, Stórahjalla og hluta Smiðjuvegs. Rafmagn kom á að nýju rétt fyrir klukkan fjögur í dag.

Innlent
Fréttamynd

Brugðust ekki við þrátt fyrir viðvörun

Þrátt fyrir að stjórnvöld á Indónesíu hafi fengið viðvörun um að jarðskjálftinn við eynna Jövu í gær, gæti valdið flóðbylgju, þá voru ekki gerðar neinar ráðstafanir til að vara fólk við á þeim svæðum sem voru í hættu.

Erlent
Fréttamynd

Biðtími hámark 3 mínútur

Strætó bs. segir að með breytingum á tímatöflum verði biðtími við tengingu á milli leiðar 19 og stofnleiðar 6 að hámarki 3 mínútur.

Innlent
Fréttamynd

Japanir leggja drög að viðskiptahindrunum

Japönsk yfirvöld eru nú að leggja drög að sérstökum viðskiptahindrunum gegn Norður-Kóreumönnum, til viðbótar við takmarkað viðskiptabann sem Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti á laugardaginn.

Erlent
Fréttamynd

Vottuðu fórnarlömbum virðingu sína

Indverjar vottuðu 207 fórnarlömbum sprengjuárásanna á lestakerfið í Mumbai virðingu sína í dag með einnar mínútu þögn. Forseti Indlands, Abdul Kalam, lagði blómsveig á staðinn þar sem fyrsta sprengjan sprakk þegar nákvæmlega vika var frá fyrstu sprengingunni, rétt fyrir eitt að íslenskum tíma.

Erlent
Fréttamynd

Tökum upp hanskann

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri, Gísli Marteinn Baldursson formaður Umhverfisráðs og Óskar Bergsson kynntu í dag umhverfis- og fegrunarátak Reykjavíkurborgar sem hefst laugardaginn 22. júlí í Breiðholti.

Innlent
Fréttamynd

Skálholtshátíð um næstu helgi

Skálholtshátíð í ár verður haldin helgina 21. til 23. júlí. Hátíðin verður með nokkuð sérstöku móti í ár, þar sem nú verður minnst þess að 950 ár eru liðin frá biskupsvígslu Ísleifs Gissurarsonar, fyrsta íslenska biskupsins.

Innlent