Fréttir

Fréttamynd

Hæstiréttur staðfestir frávísun

Hæstiréttur staðfesti nú síðdegis úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að vísa frá fyrsta ákærulið nýrrar ákæru í Baugsmálinu. Settur saksóknari, Sigurður Tómas Magnússon, kærði úrskurð héraðsdóms en Hæstiréttur staðfesti hann með vísun í forsendur héraðsdóms.

Innlent
Fréttamynd

Kona slasast í Hornvík

Kona slasaðist í Hornvík á Ströndum fyrir skömmu. Björgunarbáturinn Gunnar Friðriksson frá Ísafirði er á leið að sækja konuna ásamt lækni og sjúkraflutningamönnum. Talið er að konan hafi axlabrotnað og verður hún flutt á sjúkrahúsið á Ísafirði.

Innlent
Fréttamynd

Leiðtogi Rauðu Kmerana látinn

Helsti hugmyndafræðingur Rauðu kmeranna í Kambódíu lést í morgun. Nærri tvær milljónir manna létust úr hungri og vosbúð á meðan ógnarstjórn kmeranna stóð yfir.

Erlent
Fréttamynd

Enn haldið sofandi

Jonathan Motzfeldt, formanni heimastjórnarinnar á Grænlandi, er enn haldið sofandi í öndunarvél á Landspítala - háskólasjúkrahúsi. Hann var fluttur til Íslands í gær vegna nýrnabilunar.

Innlent
Fréttamynd

Ísmaðurinn á leiðinni heim

Ísmaðurinn, Sigurður Pétursson, hefur verið fastur á ís ásamt eiginkonu sinni um 100 sjómílur frá heimabæ sínum Kuumiiut á Austur strönd Grænlands. Hann losnaði í morgunn og segist hlakka til að koma heim.

Innlent
Fréttamynd

2,6 prósenta hagvöxtur í Bretlandi

Hagvöxtur í Bretlandi mældist 2,6 prósent á öðrum ársfjórðungi en var 1,8 prósent á sama tíma í fyrra, samkvæmt útreikningum bresku hagstofunnar sem birtir voru í dag. Greiningardeild Glitnis banka segir aukinn hagvöxt í Bretlandi koma sér ágætlega fyrir íslenska hagkerfið vegna mikilla viðskipta á milli Bretlands og Íslands.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Bensínverð lækkar

Olíufélagið Esso lækkar verð á bensíni í dag og lækkar hver lítri af bensín um eina krónu og tíu aura. Fyrr í vikunni reið ESSO á vaðið og hækkaði verð á bensínlítranum um þrjár krónur og fjörtíu aura.

Innlent
Fréttamynd

Aflaverðmæti dregst saman um 3,8%

Aflaverðmæti íslenskra skipa nam 25 milljörðum króna fyrstu fjóra mánuði ársins samkvæmt upplýsingum frá Hagstofunni. Aflaverðmæti hefur dregist saman um einn milljarð eða 3,8 % frá því á sama tímabili í fyrra.

Innlent
Fréttamynd

Báturinn fundinn

Báturinn sem strandaði í morgun á flosinni á milli Sandgerðis og Garðs er fundinn. Björgunarsveitir leituðu bátsins sem fannst rétt fyrir utan Garðskagans. Beðið er eftir flóði til að flytja bátinn til hafnar en einn maður var á bátnum með fimm tonn af fiski. Honum varð ekki meint af.

Innlent
Fréttamynd

Ísraelar herða aðgerðir við landamærin.

Ísraelar eru að undirbúa innrás inn í Líbanon af jörðu niðri. Hermönnum við landamærin hefur verið fjölgað til muna og talsmenn hersins segja að til standi að bæta í aðgerðirnar við landamærin.

Erlent
Fréttamynd

Fíkniefnabrot aldrei verið fleiri

Skráð fíkniefnabrot í umdæmi lögreglunnar í Hafnarfirði hafa aldrei verið fleiri en í ár, 2006. Það sem af er árinu hefur lögreglan í Hafnarfirði lagt hald á yfir sex kíló af ólöglegum fíkniefnum en til samanburðar gerði lögreglan aðeins upptækt tæpt kíló árið áður.

Innlent
Fréttamynd

Rannsókn á ráni lýkur

Lögreglan í Reykjavík hefur lokið rannsókn á ráni í verslun í Mosfellsbæ síðustu helgi. Fimm voru handteknir vegna málsins en þrír hafa setið í gæsluvarðhaldi.

Innlent
Fréttamynd

Alþjóðahúsið í hvalaskoðunarferð

Alþjóðahúsið bauð innflytjendum og öðrum sem sækja samtökin í hvalaskoðunarferð í kvöld. Met aðsókn var í ferðina og streymdi fólk niður á Reykjavíkurhöfn.

Innlent
Fréttamynd

Segir alla í forystusveit Hisbollah óhulta

Hassan Nasrallah, leiðtogi Hisbollah sagði í viðtali við Al-Jazeera sjónvarpstöðina í dag að enginn í forystusveit samtakanna hefði særst í átökunum. Nasrallah sagði alveg ljóst að ísraelsku hermönnunum yrði ekki skilað nema í skiptum fyrir fanga sem eru í haldi Ísraelsmanna.

Erlent
Fréttamynd

Leggjast yfir gögn Ríkiskaupa

Stjórnendur Atlantsolíu fengu í dag afhent gögn um samning sem Ríkiskaup gerðu við Skeljung og ESSO um kaup á eldsneyti og olíu fyrir ríkið. Forstjóri Ríkiskaupa vonar að það verði ekki til að veikja samkeppnisstöðu annarra olíufélaga í útboði í haust, þótt hann hafi neyðst til að láta pappírana af hendi.

Innlent
Fréttamynd

Ísraelar útiloka ekki stórtæka innrás í Líbanon

Ísraelar útiloka ekki stórtæka innrás í Líbanon á næstu dögum. Ísraelsher varpaði í dag meira en tuttugu tonnum af sprengjum á Líbanon og talsmenn hersins segjast á góðri leið með að knésetja Hisbollah-samtökin.

Erlent
Fréttamynd

Flokksbræður deila um greiðslur

Oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík segir nágrannasveitarfélög Reykjavíkur hafa svikist um að greiða til Strætós í samræmi við launahækkanir vegna nýs kjarasamnings. Flokksbróðir hans, bæjarstjórinn í Hafnarfirði, segir þetta með öllu rangt. Ráðist verður í stjórnsýsluúttekt á félaginu.

Innlent
Fréttamynd

Leikskólagjöld lækka í haust

Leikskólagjöld í Reykjavík snarlækka í haust og systkinaafsláttur verður hækkaður, rétt eins og meirihlutinn lofaði í kosningabaráttunni.

Innlent