Fréttir

Fréttamynd

Hreinsað til í Breiðholti

„Tökum upp hanskann fyrir Breiðholt" nefnist fegrunarátak sem hófst í hverfinu í morgun. Breiðhyltingurinn Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri fór þar fyrir fríðu föruneyti.

Innlent
Fréttamynd

Votta leiðtoga rauðu kmeranna virðingu sína

Hundruð Kambódíumanna hafa í dag vottað Ta Mok, einum af leiðtogum hinna illræmdu rauðu kmera, virðingu sína en hann andaðist í gær. Hann er sakaður að hafa í stjórnartíð rauðu kmeranna á áttunda áratug síðustu aldar stýrt einhverjum umfangsmestu þjóðarmorðum sögunnar en 1,7 milljónir Kambódíumanna dóu á valdatíma þeirra.

Erlent
Fréttamynd

Fulltrúi Byggðastofnunar segir af sér vegna meintra lögbrota

Fulltrúi Byggðastofnunar í stjórn Eignarhaldsfélags Vestmanneyja hefur sagt af sér vegna lögbrota félagsins sem hann kallar svo. Í greinargerð hans til Byggðastofnunar kemur fram að Guðjón Hjörleifsson, alþingismaður og fyrrverandi bæjarstjóri í Eyjum, greiddi aldrei fjórðung stofnfjár í eignarhaldsfélagi Vestmanneyja eins og þó hafði verið tilkynnt hlutafélagaskrá.

Innlent
Fréttamynd

Sprengjusérfræðingar eyddu skutli hrefnuskips

Tveir sprengjusérfræðingar Landhelgisgæslunnar voru í gær kallaðir vestur á Patreksfjörð þar sem einn skutull hrefnuskipsins Njarðar sprakk ekki. Loka þurfti hluta hafnarinnar á Patreksfirði í gærkvöldi vegna þessa.

Innlent
Fréttamynd

Ökumaður stakk af

Bíl var ekið á umferðamerki í Seljahverfinu um átta leytið í morgun og stakk ökumaður af af vettvagni. Tilkynnt var um hálf fjögur í nótt að bílnum hefði verið stolið. Talið er að bíllinn hafi verið á nokkurri ferð þegar hann fór á umferðarmerkið því um sextíu metra hemlaför eru eftir bílinn.

Innlent
Fréttamynd

Fíkniefni fundust

Lögreglan í Reykjavík stöðvaði fólksbíl um klukkan hálf sex í nótt og reyndust allir í bílnum, þrír talsins, vera með fíkniefni á sér. Fólkið var bæði með hvít efni og e-töflur á sér auk þess sem að einn farþeganna var með stera í fórum sínum.

Innlent
Fréttamynd

Á annað hundrað manns í mótmælabúðum

Á annað hundrað manns eru nú komnir í mótmælabúðir Íslandsvina undir Snæfelli. Hópurinn er þessa stundina á göngu um það svæði sem fer undir vatn þegar byrjað verður að safna í Hálslón í haust.

Innlent
Fréttamynd

Fíkniefni og vopn fundust í húsi í miðborginni

Lögreglan í Reykjavík handtók fjóra einstaklinga í nótt eftir að hafa fundið fíkniefni og vopn í húsi í miðbæ Reykjavíkur. Verið er að yfirheyra þá sem voru handteknir. Gífurleg neysla hefur farið fram í húsnæðinu og hefur lögregla áður þurft að hafa afskipti af einstaklingum þar inni.

Innlent
Fréttamynd

Liðsflutningar til landamæranna halda áfram

Liðsflutningar Ísraela til líbönsku landamæranna halda áfram en ekki er þó gert ráð fyrir allsherjarinnrás í Líbanon að svo stöddu. Bandaríkjamenn hafa hraðað vopnasendingum til Ísraels undanfarna daga.

Erlent
Fréttamynd

Mikill skaði á sumum trjátegundum

Rysjótt tíð í vor hafði slæm áhrif á trjávöxt í landinu. Þetta segir framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Íslands. Á Suðurlandi og suðvesturhorninu varð mikill skaði á sumum trjátegundum.

Innlent
Fréttamynd

Hagar fagnar tillögum matvælanefndar

Fyrirtækið, Hagar fagnar tillögum matvælanefndar um einföldun á skattlagningu matvæla, minni skattalagningu á matvæli og auknu frelsi til innflutnings á matvörum, sem teljast sjálfsagðar neysluvörur heimilanna.

Innlent
Fréttamynd

Sprengjusérsfræðingar á leið til Patreksfjarðar

Hrefnuskipið Njörður 1438 kom til hafnar í Patreksfirði um hálf átta í kvöld vegna þess að einn skutlinn sprakk ekki. Tveir sprengjusérfræðingar frá Landheglisgæslunni eru nú á leið vestur til að gera skutulinn óvirkann. Búið er að loka hluta hafnarinnar vegna þessa.

Innlent
Fréttamynd

Átta fluttir á slysadeild

Átta manns voru fluttir á slysadeild Landsspítalans-háskólasjúkrahúss eftir bílslys sem varð á Suðurlandsvegi rétt eftir klukkan sex í kvöld. Enginn er í bráðri lífshættu en einn er nokkuð slasaður.

Innlent
Fréttamynd

Samgönguráðherra lýsir framsóknarmenn ábyrga

Sturla Böðvarsson samgönguráðherra segir að kosningaloforð framsóknarmanna um níutíu prósenta húsnæðislán hafi hrundið af stað þeirri óheillaþróun í verðlagsmálum sem verði nú til þess að fresta þurfi vegaframkvæmdum á Vestfjörðum og víðar.

Innlent
Fréttamynd

Rýmka á lög um stofnfrumurannsóknir

Stofnfrumurannsóknir hafa verið stundaðar hér á landi í rúman áratug en lög sem gilda um þær koma í veg fyrir að íslenskir fósturvísar séu notaðir í slíkar rannsóknir. Það kann þó að breytast næsta vetur ef Alþingi samþykkir lagafrumvarp sem nú er í undirbúningi.

Innlent
Fréttamynd

Alvarlegasti ákæruliður Baugsmálsins úr sögunni

Alvarlegasti ákæruliður Baugsmálsins var úr sögunni í dag þegar Hæstiréttur staðfesti frávísun héraðsdóms. Þar var Jón Ásgeir Jóhannesson sakaður um að hafa blekkt stjórn Baugs í kaupum á 10 -11 verslununum og hagnast sjálfur um 200 milljónir króna.

Innlent
Fréttamynd

Bílslys á Suðurlandsvegi

Bílslys varð á Suðurlandsvegi rétt eftir klukkan sex í kvöld. Mikill viðbúnaður er á svæðinu og er vegurinn lokaður við Rauðhóla. Vegfarendur eru vinsamlegast beðnir um að aka ekki um svæðið.

Innlent
Fréttamynd

Öll olíufélögin hafa lækkað bensínverð

Öll olíufélögin hafa lækkað verð á bensíni í dag. Olíufélagið Esso var fyrst til að lækka lítrann um eina krónu og tíu aura í morgun og Atlantsolía tilkynnti lækkun skömmu síðar um sömu upphæð.

Innlent
Fréttamynd

Ný leið styrkt um sextán milljónir

Ráðherrar heilbrigðis og félagsmála skrifuðu undir samkomulag við samtökin Nýja leið í dag um að styrkja nýstárlegt meðferðarstarf fyrir ungt fólk með áhættu og geðraskanir um samtals sextán milljónir á tveimur árum.

Innlent
Fréttamynd

Lokahátíð Sumarskólans

Lokahátíð Sumarskólans var haldin í Austurbæjarskóla í dag. Á hverju sumri er unglingum og fullorðnu fólki af erlendu bergi brotnu boðið upp á Sumarskólann þar sem þau læra íslensku og fræðast um íslenskt þjóðfélag.

Innlent
Fréttamynd

100 liðsmenn Hizbollah drepnir í átökunum

Ísraelskar herþotur létu sprengjum rigna yfir hafnarborgina Tyre í suðurhluta Líbanons í dag, þar sem ættingjar fallinna jörðuðu ástvini í bráðabirgðafjöldagröf. Ísraelar tilkynntu í dag að nálægt hundrað liðsmenn Hizbollah hafi verið drepnir í átökunum sem hafa nú staðið í tíu daga.

Erlent