Fréttir Hreinsað til í Breiðholti „Tökum upp hanskann fyrir Breiðholt" nefnist fegrunarátak sem hófst í hverfinu í morgun. Breiðhyltingurinn Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri fór þar fyrir fríðu föruneyti. Innlent 22.7.2006 13:31 Votta leiðtoga rauðu kmeranna virðingu sína Hundruð Kambódíumanna hafa í dag vottað Ta Mok, einum af leiðtogum hinna illræmdu rauðu kmera, virðingu sína en hann andaðist í gær. Hann er sakaður að hafa í stjórnartíð rauðu kmeranna á áttunda áratug síðustu aldar stýrt einhverjum umfangsmestu þjóðarmorðum sögunnar en 1,7 milljónir Kambódíumanna dóu á valdatíma þeirra. Erlent 22.7.2006 13:22 Fulltrúi Byggðastofnunar segir af sér vegna meintra lögbrota Fulltrúi Byggðastofnunar í stjórn Eignarhaldsfélags Vestmanneyja hefur sagt af sér vegna lögbrota félagsins sem hann kallar svo. Í greinargerð hans til Byggðastofnunar kemur fram að Guðjón Hjörleifsson, alþingismaður og fyrrverandi bæjarstjóri í Eyjum, greiddi aldrei fjórðung stofnfjár í eignarhaldsfélagi Vestmanneyja eins og þó hafði verið tilkynnt hlutafélagaskrá. Innlent 22.7.2006 12:59 Útskrifaður í dag eftir bílslysið á Suðurlandsvegi Maðurinn sem fór í aðgerð vegna beinbrota eftir bílslys á Suðurlandsvegi við Rauðhóla í gærkvöld verður útskrifaður í dag. Sjö manns voru fluttir á slysadeild eftir áreksturinn sem var mjög harður. Innlent 22.7.2006 12:43 Sprengjusérfræðingar eyddu skutli hrefnuskips Tveir sprengjusérfræðingar Landhelgisgæslunnar voru í gær kallaðir vestur á Patreksfjörð þar sem einn skutull hrefnuskipsins Njarðar sprakk ekki. Loka þurfti hluta hafnarinnar á Patreksfirði í gærkvöldi vegna þessa. Innlent 22.7.2006 10:15 Ökumaður stakk af Bíl var ekið á umferðamerki í Seljahverfinu um átta leytið í morgun og stakk ökumaður af af vettvagni. Tilkynnt var um hálf fjögur í nótt að bílnum hefði verið stolið. Talið er að bíllinn hafi verið á nokkurri ferð þegar hann fór á umferðarmerkið því um sextíu metra hemlaför eru eftir bílinn. Innlent 22.7.2006 10:13 Fíkniefni fundust Lögreglan í Reykjavík stöðvaði fólksbíl um klukkan hálf sex í nótt og reyndust allir í bílnum, þrír talsins, vera með fíkniefni á sér. Fólkið var bæði með hvít efni og e-töflur á sér auk þess sem að einn farþeganna var með stera í fórum sínum. Innlent 22.7.2006 10:09 Á annað hundrað manns í mótmælabúðum Á annað hundrað manns eru nú komnir í mótmælabúðir Íslandsvina undir Snæfelli. Hópurinn er þessa stundina á göngu um það svæði sem fer undir vatn þegar byrjað verður að safna í Hálslón í haust. Innlent 22.7.2006 10:16 Fíkniefni og vopn fundust í húsi í miðborginni Lögreglan í Reykjavík handtók fjóra einstaklinga í nótt eftir að hafa fundið fíkniefni og vopn í húsi í miðbæ Reykjavíkur. Verið er að yfirheyra þá sem voru handteknir. Gífurleg neysla hefur farið fram í húsnæðinu og hefur lögregla áður þurft að hafa afskipti af einstaklingum þar inni. Innlent 22.7.2006 10:01 Liðsflutningar til landamæranna halda áfram Liðsflutningar Ísraela til líbönsku landamæranna halda áfram en ekki er þó gert ráð fyrir allsherjarinnrás í Líbanon að svo stöddu. Bandaríkjamenn hafa hraðað vopnasendingum til Ísraels undanfarna daga. Erlent 22.7.2006 10:01 Mikill skaði á sumum trjátegundum Rysjótt tíð í vor hafði slæm áhrif á trjávöxt í landinu. Þetta segir framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Íslands. Á Suðurlandi og suðvesturhorninu varð mikill skaði á sumum trjátegundum. Innlent 21.7.2006 22:23 Um hundrað manns í mótmælabúðum á Kárahnjúkum Mótmælabúðir andstæðinga Kárahnjúkavirkjunar eru komnar upp á ný, annað sumarið í röð. Innlent 21.7.2006 22:11 Samtök stofnuð um sögutengda ferðaþjónustu Nýlega voru stofnuð samtök um sögutengda ferðaþjónustu. Forsvarsmenn samtakanna vilja samnýta krafta sína og beina sjónum ferðamanna enn frekar að söguarfleið Íslendinga. Innlent 21.7.2006 22:01 Dagur segist ekki hafa sakað sveitarfélög um svik á greiðslum Dagur B. Eggertsson segist aldrei hafa haldið því fram að sveitarfélög hafi svikist um að greiða til Strætó í samræmi við samþykkta fárhagsáætlun fyrirtækisins. Innlent 21.7.2006 20:59 Hagar fagnar tillögum matvælanefndar Fyrirtækið, Hagar fagnar tillögum matvælanefndar um einföldun á skattlagningu matvæla, minni skattalagningu á matvæli og auknu frelsi til innflutnings á matvörum, sem teljast sjálfsagðar neysluvörur heimilanna. Innlent 21.7.2006 20:40 Sprengjusérsfræðingar á leið til Patreksfjarðar Hrefnuskipið Njörður 1438 kom til hafnar í Patreksfirði um hálf átta í kvöld vegna þess að einn skutlinn sprakk ekki. Tveir sprengjusérfræðingar frá Landheglisgæslunni eru nú á leið vestur til að gera skutulinn óvirkann. Búið er að loka hluta hafnarinnar vegna þessa. Innlent 21.7.2006 20:25 Átta fluttir á slysadeild Átta manns voru fluttir á slysadeild Landsspítalans-háskólasjúkrahúss eftir bílslys sem varð á Suðurlandsvegi rétt eftir klukkan sex í kvöld. Enginn er í bráðri lífshættu en einn er nokkuð slasaður. Innlent 21.7.2006 19:51 Vistaskiptin ekki tengd valdaskiptum í ráðhúsi Reykjavíkur Helga Jónsdóttir hverfur úr æðstu embættismannastjórn Reykjavíkurborgar og verður næsti bæjarstjóri Fjarðabyggðar. Hún segir vistaskiptin ekki tengjast valdaskiptunum í ráðhúsi Reykjavíkur. Innlent 21.7.2006 19:31 Samgönguráðherra lýsir framsóknarmenn ábyrga Sturla Böðvarsson samgönguráðherra segir að kosningaloforð framsóknarmanna um níutíu prósenta húsnæðislán hafi hrundið af stað þeirri óheillaþróun í verðlagsmálum sem verði nú til þess að fresta þurfi vegaframkvæmdum á Vestfjörðum og víðar. Innlent 21.7.2006 19:21 Rýmka á lög um stofnfrumurannsóknir Stofnfrumurannsóknir hafa verið stundaðar hér á landi í rúman áratug en lög sem gilda um þær koma í veg fyrir að íslenskir fósturvísar séu notaðir í slíkar rannsóknir. Það kann þó að breytast næsta vetur ef Alþingi samþykkir lagafrumvarp sem nú er í undirbúningi. Innlent 21.7.2006 17:51 Alvarlegasti ákæruliður Baugsmálsins úr sögunni Alvarlegasti ákæruliður Baugsmálsins var úr sögunni í dag þegar Hæstiréttur staðfesti frávísun héraðsdóms. Þar var Jón Ásgeir Jóhannesson sakaður um að hafa blekkt stjórn Baugs í kaupum á 10 -11 verslununum og hagnast sjálfur um 200 milljónir króna. Innlent 21.7.2006 18:50 Tveir Litháar dæmdir í óskilorðsbundið fangels Tveir Litháar voru dæmdir í tveggja og hálfs árs óskilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag, fyrir innflutning að fljótandi amfetamínbasa. Innlent 21.7.2006 18:32 Gjaldtaka fyrir legu látinna ekki talin leyfileg Umboðsmaður Alþingis telur að gjaldtaka fyrir legu látinna í líkhúsum sé ekki leyfileg. Kona sem neitaði að borga fyrir geymslu á líki föður síns, vísaði málinu til umboðsmanns. Innlent 21.7.2006 18:24 Bílslys á Suðurlandsvegi Bílslys varð á Suðurlandsvegi rétt eftir klukkan sex í kvöld. Mikill viðbúnaður er á svæðinu og er vegurinn lokaður við Rauðhóla. Vegfarendur eru vinsamlegast beðnir um að aka ekki um svæðið. Innlent 21.7.2006 18:14 Öll olíufélögin hafa lækkað bensínverð Öll olíufélögin hafa lækkað verð á bensíni í dag. Olíufélagið Esso var fyrst til að lækka lítrann um eina krónu og tíu aura í morgun og Atlantsolía tilkynnti lækkun skömmu síðar um sömu upphæð. Innlent 21.7.2006 18:10 Ný leið styrkt um sextán milljónir Ráðherrar heilbrigðis og félagsmála skrifuðu undir samkomulag við samtökin Nýja leið í dag um að styrkja nýstárlegt meðferðarstarf fyrir ungt fólk með áhættu og geðraskanir um samtals sextán milljónir á tveimur árum. Innlent 21.7.2006 17:58 Þrír handteknir vegna hryðjuverkaárásanna á Indlandi Lögreglan á Indlandi tilkynnti í dag að þrír menn hafi verið handteknir í tengslum við hryðjuverkaárásirnar í borginni Mumbai á dögunum. Þetta eru fyrstu handtökurnar í tengslum við rannsókn málsins. Erlent 21.7.2006 18:04 Lokahátíð Sumarskólans Lokahátíð Sumarskólans var haldin í Austurbæjarskóla í dag. Á hverju sumri er unglingum og fullorðnu fólki af erlendu bergi brotnu boðið upp á Sumarskólann þar sem þau læra íslensku og fræðast um íslenskt þjóðfélag. Innlent 21.7.2006 17:41 Greiðslumark mjólkur eykst um 5 milljónir lítra Greiðslumark mjólkur eykst um 5 milljónir lítra og er því 116 milljónir lítra. Ef allt fer sem skyldi er það mesta mjólkurframleiðsla síðan 1978, en þá var hún 120 milljónir lítra. Innlent 21.7.2006 17:34 100 liðsmenn Hizbollah drepnir í átökunum Ísraelskar herþotur létu sprengjum rigna yfir hafnarborgina Tyre í suðurhluta Líbanons í dag, þar sem ættingjar fallinna jörðuðu ástvini í bráðabirgðafjöldagröf. Ísraelar tilkynntu í dag að nálægt hundrað liðsmenn Hizbollah hafi verið drepnir í átökunum sem hafa nú staðið í tíu daga. Erlent 21.7.2006 17:25 « ‹ ›
Hreinsað til í Breiðholti „Tökum upp hanskann fyrir Breiðholt" nefnist fegrunarátak sem hófst í hverfinu í morgun. Breiðhyltingurinn Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri fór þar fyrir fríðu föruneyti. Innlent 22.7.2006 13:31
Votta leiðtoga rauðu kmeranna virðingu sína Hundruð Kambódíumanna hafa í dag vottað Ta Mok, einum af leiðtogum hinna illræmdu rauðu kmera, virðingu sína en hann andaðist í gær. Hann er sakaður að hafa í stjórnartíð rauðu kmeranna á áttunda áratug síðustu aldar stýrt einhverjum umfangsmestu þjóðarmorðum sögunnar en 1,7 milljónir Kambódíumanna dóu á valdatíma þeirra. Erlent 22.7.2006 13:22
Fulltrúi Byggðastofnunar segir af sér vegna meintra lögbrota Fulltrúi Byggðastofnunar í stjórn Eignarhaldsfélags Vestmanneyja hefur sagt af sér vegna lögbrota félagsins sem hann kallar svo. Í greinargerð hans til Byggðastofnunar kemur fram að Guðjón Hjörleifsson, alþingismaður og fyrrverandi bæjarstjóri í Eyjum, greiddi aldrei fjórðung stofnfjár í eignarhaldsfélagi Vestmanneyja eins og þó hafði verið tilkynnt hlutafélagaskrá. Innlent 22.7.2006 12:59
Útskrifaður í dag eftir bílslysið á Suðurlandsvegi Maðurinn sem fór í aðgerð vegna beinbrota eftir bílslys á Suðurlandsvegi við Rauðhóla í gærkvöld verður útskrifaður í dag. Sjö manns voru fluttir á slysadeild eftir áreksturinn sem var mjög harður. Innlent 22.7.2006 12:43
Sprengjusérfræðingar eyddu skutli hrefnuskips Tveir sprengjusérfræðingar Landhelgisgæslunnar voru í gær kallaðir vestur á Patreksfjörð þar sem einn skutull hrefnuskipsins Njarðar sprakk ekki. Loka þurfti hluta hafnarinnar á Patreksfirði í gærkvöldi vegna þessa. Innlent 22.7.2006 10:15
Ökumaður stakk af Bíl var ekið á umferðamerki í Seljahverfinu um átta leytið í morgun og stakk ökumaður af af vettvagni. Tilkynnt var um hálf fjögur í nótt að bílnum hefði verið stolið. Talið er að bíllinn hafi verið á nokkurri ferð þegar hann fór á umferðarmerkið því um sextíu metra hemlaför eru eftir bílinn. Innlent 22.7.2006 10:13
Fíkniefni fundust Lögreglan í Reykjavík stöðvaði fólksbíl um klukkan hálf sex í nótt og reyndust allir í bílnum, þrír talsins, vera með fíkniefni á sér. Fólkið var bæði með hvít efni og e-töflur á sér auk þess sem að einn farþeganna var með stera í fórum sínum. Innlent 22.7.2006 10:09
Á annað hundrað manns í mótmælabúðum Á annað hundrað manns eru nú komnir í mótmælabúðir Íslandsvina undir Snæfelli. Hópurinn er þessa stundina á göngu um það svæði sem fer undir vatn þegar byrjað verður að safna í Hálslón í haust. Innlent 22.7.2006 10:16
Fíkniefni og vopn fundust í húsi í miðborginni Lögreglan í Reykjavík handtók fjóra einstaklinga í nótt eftir að hafa fundið fíkniefni og vopn í húsi í miðbæ Reykjavíkur. Verið er að yfirheyra þá sem voru handteknir. Gífurleg neysla hefur farið fram í húsnæðinu og hefur lögregla áður þurft að hafa afskipti af einstaklingum þar inni. Innlent 22.7.2006 10:01
Liðsflutningar til landamæranna halda áfram Liðsflutningar Ísraela til líbönsku landamæranna halda áfram en ekki er þó gert ráð fyrir allsherjarinnrás í Líbanon að svo stöddu. Bandaríkjamenn hafa hraðað vopnasendingum til Ísraels undanfarna daga. Erlent 22.7.2006 10:01
Mikill skaði á sumum trjátegundum Rysjótt tíð í vor hafði slæm áhrif á trjávöxt í landinu. Þetta segir framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Íslands. Á Suðurlandi og suðvesturhorninu varð mikill skaði á sumum trjátegundum. Innlent 21.7.2006 22:23
Um hundrað manns í mótmælabúðum á Kárahnjúkum Mótmælabúðir andstæðinga Kárahnjúkavirkjunar eru komnar upp á ný, annað sumarið í röð. Innlent 21.7.2006 22:11
Samtök stofnuð um sögutengda ferðaþjónustu Nýlega voru stofnuð samtök um sögutengda ferðaþjónustu. Forsvarsmenn samtakanna vilja samnýta krafta sína og beina sjónum ferðamanna enn frekar að söguarfleið Íslendinga. Innlent 21.7.2006 22:01
Dagur segist ekki hafa sakað sveitarfélög um svik á greiðslum Dagur B. Eggertsson segist aldrei hafa haldið því fram að sveitarfélög hafi svikist um að greiða til Strætó í samræmi við samþykkta fárhagsáætlun fyrirtækisins. Innlent 21.7.2006 20:59
Hagar fagnar tillögum matvælanefndar Fyrirtækið, Hagar fagnar tillögum matvælanefndar um einföldun á skattlagningu matvæla, minni skattalagningu á matvæli og auknu frelsi til innflutnings á matvörum, sem teljast sjálfsagðar neysluvörur heimilanna. Innlent 21.7.2006 20:40
Sprengjusérsfræðingar á leið til Patreksfjarðar Hrefnuskipið Njörður 1438 kom til hafnar í Patreksfirði um hálf átta í kvöld vegna þess að einn skutlinn sprakk ekki. Tveir sprengjusérfræðingar frá Landheglisgæslunni eru nú á leið vestur til að gera skutulinn óvirkann. Búið er að loka hluta hafnarinnar vegna þessa. Innlent 21.7.2006 20:25
Átta fluttir á slysadeild Átta manns voru fluttir á slysadeild Landsspítalans-háskólasjúkrahúss eftir bílslys sem varð á Suðurlandsvegi rétt eftir klukkan sex í kvöld. Enginn er í bráðri lífshættu en einn er nokkuð slasaður. Innlent 21.7.2006 19:51
Vistaskiptin ekki tengd valdaskiptum í ráðhúsi Reykjavíkur Helga Jónsdóttir hverfur úr æðstu embættismannastjórn Reykjavíkurborgar og verður næsti bæjarstjóri Fjarðabyggðar. Hún segir vistaskiptin ekki tengjast valdaskiptunum í ráðhúsi Reykjavíkur. Innlent 21.7.2006 19:31
Samgönguráðherra lýsir framsóknarmenn ábyrga Sturla Böðvarsson samgönguráðherra segir að kosningaloforð framsóknarmanna um níutíu prósenta húsnæðislán hafi hrundið af stað þeirri óheillaþróun í verðlagsmálum sem verði nú til þess að fresta þurfi vegaframkvæmdum á Vestfjörðum og víðar. Innlent 21.7.2006 19:21
Rýmka á lög um stofnfrumurannsóknir Stofnfrumurannsóknir hafa verið stundaðar hér á landi í rúman áratug en lög sem gilda um þær koma í veg fyrir að íslenskir fósturvísar séu notaðir í slíkar rannsóknir. Það kann þó að breytast næsta vetur ef Alþingi samþykkir lagafrumvarp sem nú er í undirbúningi. Innlent 21.7.2006 17:51
Alvarlegasti ákæruliður Baugsmálsins úr sögunni Alvarlegasti ákæruliður Baugsmálsins var úr sögunni í dag þegar Hæstiréttur staðfesti frávísun héraðsdóms. Þar var Jón Ásgeir Jóhannesson sakaður um að hafa blekkt stjórn Baugs í kaupum á 10 -11 verslununum og hagnast sjálfur um 200 milljónir króna. Innlent 21.7.2006 18:50
Tveir Litháar dæmdir í óskilorðsbundið fangels Tveir Litháar voru dæmdir í tveggja og hálfs árs óskilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag, fyrir innflutning að fljótandi amfetamínbasa. Innlent 21.7.2006 18:32
Gjaldtaka fyrir legu látinna ekki talin leyfileg Umboðsmaður Alþingis telur að gjaldtaka fyrir legu látinna í líkhúsum sé ekki leyfileg. Kona sem neitaði að borga fyrir geymslu á líki föður síns, vísaði málinu til umboðsmanns. Innlent 21.7.2006 18:24
Bílslys á Suðurlandsvegi Bílslys varð á Suðurlandsvegi rétt eftir klukkan sex í kvöld. Mikill viðbúnaður er á svæðinu og er vegurinn lokaður við Rauðhóla. Vegfarendur eru vinsamlegast beðnir um að aka ekki um svæðið. Innlent 21.7.2006 18:14
Öll olíufélögin hafa lækkað bensínverð Öll olíufélögin hafa lækkað verð á bensíni í dag. Olíufélagið Esso var fyrst til að lækka lítrann um eina krónu og tíu aura í morgun og Atlantsolía tilkynnti lækkun skömmu síðar um sömu upphæð. Innlent 21.7.2006 18:10
Ný leið styrkt um sextán milljónir Ráðherrar heilbrigðis og félagsmála skrifuðu undir samkomulag við samtökin Nýja leið í dag um að styrkja nýstárlegt meðferðarstarf fyrir ungt fólk með áhættu og geðraskanir um samtals sextán milljónir á tveimur árum. Innlent 21.7.2006 17:58
Þrír handteknir vegna hryðjuverkaárásanna á Indlandi Lögreglan á Indlandi tilkynnti í dag að þrír menn hafi verið handteknir í tengslum við hryðjuverkaárásirnar í borginni Mumbai á dögunum. Þetta eru fyrstu handtökurnar í tengslum við rannsókn málsins. Erlent 21.7.2006 18:04
Lokahátíð Sumarskólans Lokahátíð Sumarskólans var haldin í Austurbæjarskóla í dag. Á hverju sumri er unglingum og fullorðnu fólki af erlendu bergi brotnu boðið upp á Sumarskólann þar sem þau læra íslensku og fræðast um íslenskt þjóðfélag. Innlent 21.7.2006 17:41
Greiðslumark mjólkur eykst um 5 milljónir lítra Greiðslumark mjólkur eykst um 5 milljónir lítra og er því 116 milljónir lítra. Ef allt fer sem skyldi er það mesta mjólkurframleiðsla síðan 1978, en þá var hún 120 milljónir lítra. Innlent 21.7.2006 17:34
100 liðsmenn Hizbollah drepnir í átökunum Ísraelskar herþotur létu sprengjum rigna yfir hafnarborgina Tyre í suðurhluta Líbanons í dag, þar sem ættingjar fallinna jörðuðu ástvini í bráðabirgðafjöldagröf. Ísraelar tilkynntu í dag að nálægt hundrað liðsmenn Hizbollah hafi verið drepnir í átökunum sem hafa nú staðið í tíu daga. Erlent 21.7.2006 17:25