Fréttir Húsfyllir á Belle & Sebastian Góð stemning var á einum mestu tónleikum sem fram hafa farið á Borgarfirði eystra þegar Belle and Sebastian steig á stokk á eftir Emilíönu Torrini. Fólksfjöldi sveitarfélagsins tífaldaðist meðan á tónleikunum stóð. Innlent 30.7.2006 19:04 Laus úr haldi Ingi Tamimi, íslenski drengurinn sem ísraelskir öryggisverðir tóku til yfirheyrslu á flugvellinum í Tel Aviv í morgun, er nú laus. Hann var í rúmar þrettán klukkustundir í gæslu öryggisvarða og fékk hvorki vott né þurrt allan þann tíma. Móðir hans segir að honum hafi verið sleppt nú síðdegis. Síðast þegar fréttist var hann á leið til frænku sinnar, sem býr í Jerúsalem. Ingi er sautján ára. Innlent 30.7.2006 19:04 Krefjast afvopnunar Ísraelar kröfðust þess í dag að Hisbolla skæruliðar yrðu afvopnaðir algjörlega; fyrr væri ekki hægt að semja um vopnahlé. Sendiherra Ísraels lét þessi orð falla á skyndifundi Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, sem Kofi Annan kallaði til nú síðdegis. Í nótt létu að minnsta kosti 60 óbreyttir borgarar lífið í loftárás Ísraela, þar af 37 börn. Erlent 30.7.2006 18:59 Öryggisráðið kemur saman klukkan þrjú í dag Ákveðið var fyrir stundu að kalla saman Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna vegna árásar Ísraela á bæinn Qana í nótt, sem varð 54 að bana, þar af 37 börnum. Ráðið kemur saman nú klukkan þrjú að íslenskum tíma samkvæmt ákvörðun Kofi Annans framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna. Erlent 30.7.2006 14:33 Sviðsmynd nýjustu Bond myndarinnar gereyðilagðist Sviðsmynd nýrrar kvikmyndar um James Bond, Casino Royale, gereyðilagðist í eldsvoða í Pinewood Studios kvikmyndaverinu í Buckinghamskíri á Englandi í morgun. Þegar tökum var að ljúka gaus upp mikill eldur og varð sviðsmyndin fljótt alelda. Þak kvikmyndaversins er að mestu hrunið. Ekki er vitað um slys á fólki. Erlent 30.7.2006 15:35 Fjórar hassplöntur gerðar upptækar Fjórar hassplöntur fundust í heimahúsi í Kópavogi í nótt. Lögreglunni barst tilkynning um hugsanlega fíkniefnaneyslu í íbúðinni og við nánari athugun fundust tæki og tól til fíkniefnaneyslu sem og hassplönturnar fjórar. Húsráðandi var handtekinn og færður til yfirheyrlsu og plönturnar gerðar upp tækar. Innlent 30.7.2006 12:12 Friðarhlaupi lýkur Hinu alþjóðlega kyndilhlaupi World Harmony Run lýkur í dag. Hlaupnir hafa verið yfir 1500 kílómetrar hringinn í kringum landið. Hlaupararnir hafa lagt mikið á sig við að bera kyndilinn kringum landið. Í morgun hlupu þeir þó ekki heldur syntu yfir sjálfan Hvalfjörðinn. Innlent 30.7.2006 12:44 Kosningar fara vel af stað í Kongó Atkvæðagreiðsla hófst í dag í fyrstu lýðræðislegu kosningum í Afríkuríkinu Kongó í fjóra áratugi. Miklar vonir eru bundnar við kosningarnar, eftir óstjórn og ofbeldi undanfarinna ára. Erlent 30.7.2006 12:42 Brotist inn í íþróttaverslun Brotist var inn í íþróttaverslun í Keflavík í nótt. Vegfarandi tilkynnti lögreglu um innbrotið sem kom á staðinn og greip innbrotsþjófana glóðvolga þar sem þeir voru að stinga á sig skóm og fleira smálegu. Þeir voru færðir í fangafeymslur lögreglunnar. Innlent 30.7.2006 12:10 54 falla í árás Ísraela á þorp í Líbanon Ehud Olmert forsætisráðherra Ísraels segist munu leyfa hjálparstofnunum að fara inn í þorp í Líbanon, nálægt landamærunum við Ísrael, þar sem 54 létu lífið í loftárás í nótt. Þrjátíu og sjö þeirra sem létust voru börn. Evrópusambandið hvatti til þess skömmu fyrir hádegi að vopnahléi yrði komið á tafarlaust. Arababandalagið krefst þess að alþjóðleg rannsókn fari fram á árásinni á þorpið. Erlent 30.7.2006 12:22 Tekinn á 164 km hraða á bifhjóli Einn maður á bifhjóli var tekinn fyrir of hraðan akstur á Sæbraut í nótt þar sem hann ók á 164 km hraða en þar er hámarkshraði 60 kílómetrar á klukkustund. Maðurinn, sem er erlendur ferðamaður, var sviptur ökuréttindum á staðnum. Innlent 30.7.2006 12:08 Íslendingur í haldi Sautján ára Íslendingur, Yousef Ingi Tamimi, er búinn að vera í haldi öryggisvarða á flugvellinum í Tel Aviv í tíu klukkustundir. Hann fær engar upplýsingar um hvers vegna honum er haldið. Innlent 30.7.2006 12:13 Tónleikar Sigur Rósar í kvöld Hljómsveitin Sigur Rós heldur tónleika á Klambratúni í kvöld og eru tónleikarnir liður í tónleikaferð sveitarinnar um Ísland. Viðbúnaður lögreglu er mikill því búist er við miklu fjölmenni. Tónleikaröðin verður tekin upp á myndband og síðar á að gera heimildamynd um hana. Innlent 30.7.2006 12:11 Stór hluti eyra bitinn af manni Maður beit stóran hluta af eyra annars í átökum skammt frá Kaffibarnum í nótt. Að sögn lögreglu gistir eyrnabíturinn nú fangageymslur en hinn var fluttur á slysadeild þar sem tókst að sauma eyrað saman. Mikil ölvun var í bænum og gistu átta manns fangageymslur lögreglunnar. Líkti lögreglan ástandinu í borginni við útisamkomu enda hlýtt og milt veður. Innlent 30.7.2006 12:02 Ökuníðingur á Selfossi Ungur maður var sviptur ökuréttindum eftir að hafa ekið um Selfoss á ofsahraða. Ökuferð mannsins endaði inni í húsgarði. Innlent 30.7.2006 15:05 Loksins kosningar Sameinuðu þjóðirnar undirbúa nú almennar kosningar í Kongó, og fara þær fram á morgun, eftir fjögurra áratuga óstjórn og átök í landinu. Innlent 29.7.2006 19:05 Vopnahlé óþarft Utanríkisráðherra Bandaríkjanna fagnaði í dag vopnahléstillögum stjórnvalda í Líbanon. Hisbolla-samtökin styðja tillögurnar en Ísraelar segja að vopnahlé sé óþarft því að þeir muni leyfa flutning hjálpargagna á átakasvæðin. Loftárásir Ísraela héldu áfram í dag og á sama tíma rigndi eldflaugum hisbolla-skæruliða yfir norðurhluta Ísraels. Innlent 29.7.2006 19:01 Barist á tveimur vígstöðvum Ísraelar börðust á tveimur vígstöðvum í nótt, á svæðum Palestínumanna í Gaza og í Líbanon. Rétt fyrir dögun í morgun gerðu þeir tvær loftárásir á Gaza nálægt landamærunum við Egyptaland. Erlent 29.7.2006 12:12 Sjómaður hætt kominn Sjómaður, sem var einn á litlum hraðfiskibáti, var hætt kominn þegar vélin í bátnum bilaði í nótt og bátinn tók að reka í áttina að Helguvíkurbjargi á Reykjanesi. Þegar vélin bilaði kallaði bátsverjinn eftir hjálp og voru björgunarsveitir þegar kallaðar út og sendar farm á bjargið. Innlent 29.7.2006 12:10 Flúðu á ofsahraða undan lögreglu Lögreglan í Borgarnesi leitar bifhjólamanns, sem mældist á yfir 200 kílómetra hraða skammt frá bænum, í fyrrinótt og stakk af. Fjöldi mótorhjóla hefur nær tvöfaldast á einu og hálfu ári og nýjum bifhjólamönnum um rösklega fimmtán hundruð. Innlent 29.7.2006 12:04 Hass í Kópavogi Lögreglan í Kópavogi lagði í nótt hald á nokkrar kannabisplöntur, sem hún fann við leit í íbúð í bænum. Jafnframt fannst þar talsvert af laufi, sem var í vinnslu. Þrír menn voru handteknir við rannsókn málsins en þeir voru látnir lausir að yfirheyrslum loknum. Grunur leikur á að afurðir úr ræktuninni hafi verið ætlaðar til sölu. Innlent 29.7.2006 10:18 Virti ekki biðskyldu Fernt var flutt á Slysadeild Landsspítalans eftir mjög harðan árekstur á mótum Hafnarfjarðarvegar og Álftanesvegar laust eftir miðnætti, þar sem tveir bílar lentu saman. Enginn slasaðist þó alvarlega, en bílarnir munu báðir vera ónýtir. Ökumaður annars bílsins virti ekki biðskyldu og ók í veg fyrir hinn, með þessum afleiðingum. Innlent 29.7.2006 10:01 Hópslagsmál á Selfossi Tveir menn liggja á sjúkrahúsi og fimm gista fangageymslur lögreglunnar á Selfossi eftir heiftarleg hópslagsmál, sem brutust út fyrir utan heimili þeirra slösuðu í nótt, þar sem meðal annars var beitt keðjum og bareflum. Innlent 29.7.2006 09:57 Fischer berst við svissneskan banka Íslendingurinn og stórmeistarinn Bobby Fischer stendur í deilum við svissneska bankann Union Bank of Switzerland. Bankinn hefur lokað reikningi hans en á honum voru um þrjár milljónir dollara eða 210 milljónir króna. Innlent 29.7.2006 09:52 Ferðamenn fari varlega Mikill straumur ferðamanna í friðlandinu Kringilsárrana og á Eyjabökkum gæti ógnað viðkvæmu dýralífi sem þar er. Ferðamenn sem þarna eiga leið um verða að sýna ítrustu varkárni í umgengni sinni um friðlöndin. Innlent 28.7.2006 22:28 Lokuð flugbraut Stærsta flugfélag Spánar, Iberia, þurfti í dag að fresta öllu áætlunarflugi til Barselóna þar sem 2000 starfsmenn flugvallarins lokuðu einni flugbrautinni á öðrum stærsta flugvelli Spánar. Innlent 28.7.2006 22:21 Hlægilegar ásakanir Osta og Smjörsalan segir Mjólku brjóta lög með því að setja á markað eftirlíkingar af hinum vinsæla Feta osti -- Osta og Smjörsölunnar. Ólafur Magnússon forstjóri Mjólku segir ásakanirnar hlægilegar. Innlent 28.7.2006 22:17 Vilja skapa frið Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fundar í næstu viku um aðgerðaáætlun til að stöðva átökin fyrir botni Miðjarðarhafs. Bush Bandaríkjaforseti segir ráðið muni leggja stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna til grunns að aðgerðunum og eggja allar þjóðir til að taka þátt í að skapa frið. Innlent 28.7.2006 22:10 Úrvalsvísitalan hríðlækkar Úrvalsvísitalan í Kauphöllinni hefur hrunið síðustu fimm mánuði, eftir stöðuga hækkun undanfarin misseri. Eftir meira en helmingshækkun undanfarin tvö ár og snarpa uppsveiflu í byrjun ársins hefur hún lækkað um fjórðung síðan í febrúar. Innlent 28.7.2006 18:19 Segjast ekki eiga í deilum Formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra segir félagið ekki eiga í deilum við Flugmálastjórn, deilum hafi lokið með dómi félagsdóms. Hann segir félagsmenn vinna eftir vaktatöflu sem neytt var upp á þá og þannig hafi velvilji flugumferðastjóra minnkað. Innlent 28.7.2006 17:55 « ‹ ›
Húsfyllir á Belle & Sebastian Góð stemning var á einum mestu tónleikum sem fram hafa farið á Borgarfirði eystra þegar Belle and Sebastian steig á stokk á eftir Emilíönu Torrini. Fólksfjöldi sveitarfélagsins tífaldaðist meðan á tónleikunum stóð. Innlent 30.7.2006 19:04
Laus úr haldi Ingi Tamimi, íslenski drengurinn sem ísraelskir öryggisverðir tóku til yfirheyrslu á flugvellinum í Tel Aviv í morgun, er nú laus. Hann var í rúmar þrettán klukkustundir í gæslu öryggisvarða og fékk hvorki vott né þurrt allan þann tíma. Móðir hans segir að honum hafi verið sleppt nú síðdegis. Síðast þegar fréttist var hann á leið til frænku sinnar, sem býr í Jerúsalem. Ingi er sautján ára. Innlent 30.7.2006 19:04
Krefjast afvopnunar Ísraelar kröfðust þess í dag að Hisbolla skæruliðar yrðu afvopnaðir algjörlega; fyrr væri ekki hægt að semja um vopnahlé. Sendiherra Ísraels lét þessi orð falla á skyndifundi Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, sem Kofi Annan kallaði til nú síðdegis. Í nótt létu að minnsta kosti 60 óbreyttir borgarar lífið í loftárás Ísraela, þar af 37 börn. Erlent 30.7.2006 18:59
Öryggisráðið kemur saman klukkan þrjú í dag Ákveðið var fyrir stundu að kalla saman Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna vegna árásar Ísraela á bæinn Qana í nótt, sem varð 54 að bana, þar af 37 börnum. Ráðið kemur saman nú klukkan þrjú að íslenskum tíma samkvæmt ákvörðun Kofi Annans framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna. Erlent 30.7.2006 14:33
Sviðsmynd nýjustu Bond myndarinnar gereyðilagðist Sviðsmynd nýrrar kvikmyndar um James Bond, Casino Royale, gereyðilagðist í eldsvoða í Pinewood Studios kvikmyndaverinu í Buckinghamskíri á Englandi í morgun. Þegar tökum var að ljúka gaus upp mikill eldur og varð sviðsmyndin fljótt alelda. Þak kvikmyndaversins er að mestu hrunið. Ekki er vitað um slys á fólki. Erlent 30.7.2006 15:35
Fjórar hassplöntur gerðar upptækar Fjórar hassplöntur fundust í heimahúsi í Kópavogi í nótt. Lögreglunni barst tilkynning um hugsanlega fíkniefnaneyslu í íbúðinni og við nánari athugun fundust tæki og tól til fíkniefnaneyslu sem og hassplönturnar fjórar. Húsráðandi var handtekinn og færður til yfirheyrlsu og plönturnar gerðar upp tækar. Innlent 30.7.2006 12:12
Friðarhlaupi lýkur Hinu alþjóðlega kyndilhlaupi World Harmony Run lýkur í dag. Hlaupnir hafa verið yfir 1500 kílómetrar hringinn í kringum landið. Hlaupararnir hafa lagt mikið á sig við að bera kyndilinn kringum landið. Í morgun hlupu þeir þó ekki heldur syntu yfir sjálfan Hvalfjörðinn. Innlent 30.7.2006 12:44
Kosningar fara vel af stað í Kongó Atkvæðagreiðsla hófst í dag í fyrstu lýðræðislegu kosningum í Afríkuríkinu Kongó í fjóra áratugi. Miklar vonir eru bundnar við kosningarnar, eftir óstjórn og ofbeldi undanfarinna ára. Erlent 30.7.2006 12:42
Brotist inn í íþróttaverslun Brotist var inn í íþróttaverslun í Keflavík í nótt. Vegfarandi tilkynnti lögreglu um innbrotið sem kom á staðinn og greip innbrotsþjófana glóðvolga þar sem þeir voru að stinga á sig skóm og fleira smálegu. Þeir voru færðir í fangafeymslur lögreglunnar. Innlent 30.7.2006 12:10
54 falla í árás Ísraela á þorp í Líbanon Ehud Olmert forsætisráðherra Ísraels segist munu leyfa hjálparstofnunum að fara inn í þorp í Líbanon, nálægt landamærunum við Ísrael, þar sem 54 létu lífið í loftárás í nótt. Þrjátíu og sjö þeirra sem létust voru börn. Evrópusambandið hvatti til þess skömmu fyrir hádegi að vopnahléi yrði komið á tafarlaust. Arababandalagið krefst þess að alþjóðleg rannsókn fari fram á árásinni á þorpið. Erlent 30.7.2006 12:22
Tekinn á 164 km hraða á bifhjóli Einn maður á bifhjóli var tekinn fyrir of hraðan akstur á Sæbraut í nótt þar sem hann ók á 164 km hraða en þar er hámarkshraði 60 kílómetrar á klukkustund. Maðurinn, sem er erlendur ferðamaður, var sviptur ökuréttindum á staðnum. Innlent 30.7.2006 12:08
Íslendingur í haldi Sautján ára Íslendingur, Yousef Ingi Tamimi, er búinn að vera í haldi öryggisvarða á flugvellinum í Tel Aviv í tíu klukkustundir. Hann fær engar upplýsingar um hvers vegna honum er haldið. Innlent 30.7.2006 12:13
Tónleikar Sigur Rósar í kvöld Hljómsveitin Sigur Rós heldur tónleika á Klambratúni í kvöld og eru tónleikarnir liður í tónleikaferð sveitarinnar um Ísland. Viðbúnaður lögreglu er mikill því búist er við miklu fjölmenni. Tónleikaröðin verður tekin upp á myndband og síðar á að gera heimildamynd um hana. Innlent 30.7.2006 12:11
Stór hluti eyra bitinn af manni Maður beit stóran hluta af eyra annars í átökum skammt frá Kaffibarnum í nótt. Að sögn lögreglu gistir eyrnabíturinn nú fangageymslur en hinn var fluttur á slysadeild þar sem tókst að sauma eyrað saman. Mikil ölvun var í bænum og gistu átta manns fangageymslur lögreglunnar. Líkti lögreglan ástandinu í borginni við útisamkomu enda hlýtt og milt veður. Innlent 30.7.2006 12:02
Ökuníðingur á Selfossi Ungur maður var sviptur ökuréttindum eftir að hafa ekið um Selfoss á ofsahraða. Ökuferð mannsins endaði inni í húsgarði. Innlent 30.7.2006 15:05
Loksins kosningar Sameinuðu þjóðirnar undirbúa nú almennar kosningar í Kongó, og fara þær fram á morgun, eftir fjögurra áratuga óstjórn og átök í landinu. Innlent 29.7.2006 19:05
Vopnahlé óþarft Utanríkisráðherra Bandaríkjanna fagnaði í dag vopnahléstillögum stjórnvalda í Líbanon. Hisbolla-samtökin styðja tillögurnar en Ísraelar segja að vopnahlé sé óþarft því að þeir muni leyfa flutning hjálpargagna á átakasvæðin. Loftárásir Ísraela héldu áfram í dag og á sama tíma rigndi eldflaugum hisbolla-skæruliða yfir norðurhluta Ísraels. Innlent 29.7.2006 19:01
Barist á tveimur vígstöðvum Ísraelar börðust á tveimur vígstöðvum í nótt, á svæðum Palestínumanna í Gaza og í Líbanon. Rétt fyrir dögun í morgun gerðu þeir tvær loftárásir á Gaza nálægt landamærunum við Egyptaland. Erlent 29.7.2006 12:12
Sjómaður hætt kominn Sjómaður, sem var einn á litlum hraðfiskibáti, var hætt kominn þegar vélin í bátnum bilaði í nótt og bátinn tók að reka í áttina að Helguvíkurbjargi á Reykjanesi. Þegar vélin bilaði kallaði bátsverjinn eftir hjálp og voru björgunarsveitir þegar kallaðar út og sendar farm á bjargið. Innlent 29.7.2006 12:10
Flúðu á ofsahraða undan lögreglu Lögreglan í Borgarnesi leitar bifhjólamanns, sem mældist á yfir 200 kílómetra hraða skammt frá bænum, í fyrrinótt og stakk af. Fjöldi mótorhjóla hefur nær tvöfaldast á einu og hálfu ári og nýjum bifhjólamönnum um rösklega fimmtán hundruð. Innlent 29.7.2006 12:04
Hass í Kópavogi Lögreglan í Kópavogi lagði í nótt hald á nokkrar kannabisplöntur, sem hún fann við leit í íbúð í bænum. Jafnframt fannst þar talsvert af laufi, sem var í vinnslu. Þrír menn voru handteknir við rannsókn málsins en þeir voru látnir lausir að yfirheyrslum loknum. Grunur leikur á að afurðir úr ræktuninni hafi verið ætlaðar til sölu. Innlent 29.7.2006 10:18
Virti ekki biðskyldu Fernt var flutt á Slysadeild Landsspítalans eftir mjög harðan árekstur á mótum Hafnarfjarðarvegar og Álftanesvegar laust eftir miðnætti, þar sem tveir bílar lentu saman. Enginn slasaðist þó alvarlega, en bílarnir munu báðir vera ónýtir. Ökumaður annars bílsins virti ekki biðskyldu og ók í veg fyrir hinn, með þessum afleiðingum. Innlent 29.7.2006 10:01
Hópslagsmál á Selfossi Tveir menn liggja á sjúkrahúsi og fimm gista fangageymslur lögreglunnar á Selfossi eftir heiftarleg hópslagsmál, sem brutust út fyrir utan heimili þeirra slösuðu í nótt, þar sem meðal annars var beitt keðjum og bareflum. Innlent 29.7.2006 09:57
Fischer berst við svissneskan banka Íslendingurinn og stórmeistarinn Bobby Fischer stendur í deilum við svissneska bankann Union Bank of Switzerland. Bankinn hefur lokað reikningi hans en á honum voru um þrjár milljónir dollara eða 210 milljónir króna. Innlent 29.7.2006 09:52
Ferðamenn fari varlega Mikill straumur ferðamanna í friðlandinu Kringilsárrana og á Eyjabökkum gæti ógnað viðkvæmu dýralífi sem þar er. Ferðamenn sem þarna eiga leið um verða að sýna ítrustu varkárni í umgengni sinni um friðlöndin. Innlent 28.7.2006 22:28
Lokuð flugbraut Stærsta flugfélag Spánar, Iberia, þurfti í dag að fresta öllu áætlunarflugi til Barselóna þar sem 2000 starfsmenn flugvallarins lokuðu einni flugbrautinni á öðrum stærsta flugvelli Spánar. Innlent 28.7.2006 22:21
Hlægilegar ásakanir Osta og Smjörsalan segir Mjólku brjóta lög með því að setja á markað eftirlíkingar af hinum vinsæla Feta osti -- Osta og Smjörsölunnar. Ólafur Magnússon forstjóri Mjólku segir ásakanirnar hlægilegar. Innlent 28.7.2006 22:17
Vilja skapa frið Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fundar í næstu viku um aðgerðaáætlun til að stöðva átökin fyrir botni Miðjarðarhafs. Bush Bandaríkjaforseti segir ráðið muni leggja stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna til grunns að aðgerðunum og eggja allar þjóðir til að taka þátt í að skapa frið. Innlent 28.7.2006 22:10
Úrvalsvísitalan hríðlækkar Úrvalsvísitalan í Kauphöllinni hefur hrunið síðustu fimm mánuði, eftir stöðuga hækkun undanfarin misseri. Eftir meira en helmingshækkun undanfarin tvö ár og snarpa uppsveiflu í byrjun ársins hefur hún lækkað um fjórðung síðan í febrúar. Innlent 28.7.2006 18:19
Segjast ekki eiga í deilum Formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra segir félagið ekki eiga í deilum við Flugmálastjórn, deilum hafi lokið með dómi félagsdóms. Hann segir félagsmenn vinna eftir vaktatöflu sem neytt var upp á þá og þannig hafi velvilji flugumferðastjóra minnkað. Innlent 28.7.2006 17:55