Fréttir

Fréttamynd

Ekið á gangandi vegfaranda

Ekið var konu á níræðisaldri á gatmótum Suðurlandsbraut og Engjavegs skömmu fyrir hádegi. Konan var á gangi á gangbraut þegar bíll ók á hana. Hún hlaut minniháttar áverka og var flutt á slysadeild Landspítalans.

Innlent
Fréttamynd

Flugmálafélag Íslands 70 ára á morgun

Flugmálafélag Íslands verður sjötíu ára á morgun en það var stofnað tuttugasta og fimmta ágúst 1936. Að því tilefni verður efnt til móttöku fyrir gesti félagsins á Hótel Borg og minnisvarði um Glitfaxa, eftir Einar Jónsson, verður afhjúpaður við Fossvogskirkju.

Innlent
Fréttamynd

Mikill áhugi fyrir rekstri ferðaskrifstofa

131 fyrirtæki hefur sótt um leyfi til Ferðamálastofu um leyfi til reksturs ferðaskrifstofa og ferðaskipuleggjanda. Ný lög um skipulag ferðamála tóku gildi 1. janúar síðastliðinn og þá var Ferðamálastofu falin útgáfa til reksturs ferðaskrifstofa og ferðakskipuleggjenda, auk eftirlits með umræddri starfsemi.

Innlent
Fréttamynd

Sýning á 500 ára gömlum gullgripum

Seðlabankinn í Perú opnaði í gær sýningu á fornum munum frá menningarskeiðum Lambajek-Chimu og Nasca. Þessi menningarskeið hófust á 17. öld en gripirnir eru allir minnst 500 ára gamlir. Meðal muna á sýningunni eru dauðagrímur, skálar, bikarar og kassar úr gulli. Formaður þjóðmenningarstofnunar Perú minnir á að munirnir séu ekki einungis mikils virði út af gullinu eða aldri þeirra, heldur einnig vegna menningar- og tilfinningagildis, því munirnir hafi margir hverjir haft trúarlegan tilgang, meðal annars skartið.

Erlent
Fréttamynd

Ólöglegt að gefa sígarettur

Umhverfissvið Reykjavíkurborgar hefur farið fram á að útvarpsstöðin X-FM hætti að gefa sígarettur með miðum á forsýningu myndarinnar Takk fyrir að reykja. Umhverfissvið telur sígarettugjafirnar ótvírætt brot á tóbaksvarnarlögum og hyggst kæra útvarpsstöðina ef ekki er farið að lögunum. Útvarpsstöðin hyggst engu að síður halda sínu striki og jafnframt að bjóða upp á fríar sígarettur á forsýningunni í Smárabíói annað kvöld.

Innlent
Fréttamynd

Nyhedsavisen kemur út 6. október næstkomandi

Búið er að ákveða fyrsta útgáfudag Nyhedsavisen, nýs fríblaðs dótturfélags Dagsbrúnar. Það kemur fyrst út í Danmörku 6. október næstkomandi. Stefnt er að því að blaðinu verði dreift á um 900 þúsund heimili ef allt gengur eftir. Nokkuð hefur verið um hrakspár undanfarið vegna mikillar samkeppni á þessum nýja markaði og frétta af því að fjárhagsstaða útgefandans sé ekki jafnstyrk og búist var við.

Erlent
Fréttamynd

Fiskimennirnir komnir heim frá Marshalleyjum

Þrír mexíkóskir fiskimenn sem segjast hafa hrakist komu til Hawaii á leið sinni heim frá Marshalleyjum. Þangað komu þeir eftir að fiskiskip fann þá á reki á opnum báti tæpa 9000 kílómetra frá heimalandi sínu. Þeir halda því fram að þá hafi rekið um opið haf í níu mánuði eftir að sterkur straumur bar þá frá landi og segjast þeir hafa lifað á hráum fiski og sjófugli og drukkið regnvatn. Ýmislegt þykir þó kasta rýrð á sögu mannanna, þeir þykja undarlega vel haldnir og eins ber fjölskyldumeðlimum þeirra ekki saman um hversu lengi þeirra hafi verið saknað.

Erlent
Fréttamynd

Þingmenn framsóknarflokksins eiga rúm þrjú sæti af tólf nefndum

Þingmenn framsóknarflokksins eiga að meðaltali sæti í 3,5 af tólf fastanefndum Alþingis meðfram þingstörfum. Guðjón Ólafur Jónsson á metið en hann situr í sex nefndum og er formaður heilbrigðis-og trygginganefndar. Birkir Jón Jónsson, nýskipaður formaður fjárlaganefndar, er yngsti formaður fastanefndar Alþingis frá upphafi.

Innlent
Fréttamynd

Aukavinna með skóla hefur áhrif á námsárangur

Framhaldsskólanemum sem vinna meira en þrjátíu tíma á viku með skóla gengur yfirleitt betur í skóla en hinum sem vinna lítið eða ekki, þrátt fyrir að þeir eyði minni tíma í heimavinnu, séu meira fjarverandi og sofi minna. Morgunblaðið hefur þetta eftir niðurstöðum þriggja félagsfræðinga. Þeim sem ekki vinna með skólanum skemmta sér hins vegar yfirleitt betur í skólanum.

Innlent
Fréttamynd

Fundin eftir átta ára leit

Stúlka sem hvarf sporlaust í Austurríki fyrir rúmum átta árum kann að vera komin í leitirnar. Ættingjar Natöschu Kampusch báru í gærkvöldi kennsl á unga konu sem fannst í garði skammt norðaustur af höfuðborginni Vín í gærdag og könnuðust við hana sem stúlkuna sem þau höfðu ekki séð frá 1998, þegar hún var 10 ára. Konan segir að henni hafi verið rænt af manni sem síðan hafi haldið henni fanginni í húsi sínu.

Erlent
Fréttamynd

Missti stjórn á bíl í lausamöl og krappri beygju

Bíll valt um klukkan þrjú í nótt á Eyjafjarðarbraut eystri við bæinn Fellshlíð í Eyjafirði. Þrjú ungmenni voru í bílnum en ökumaður og farþegi voru fluttir á slysadeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri með minniháttar skrámur. Svo virðist sem ökumaður bílsins hafi misst stjórn á honum í lausamöl í krappri beygju með fyrrgreindum afleiðingum. Bíllinn er mjög mikið skemmdur.

Innlent
Fréttamynd

Sýrlendingar gætu lokað landamærum sínum

Sýrlendingar gætu lokað landamærum sínum fyrir allri umferð ef friðargæsluliðar Sameinuðu þjóðanna í Líbanon yrðu staðsettir nærri landamærunum að Sýrlandi. Utanríkisráðherra Finnlands bar blaðamönnum þessi skilaboð eftir fund sinn með sýrlenskum starfsbróður sínum. Forseti Sýrlands hefur einnig sagt að aukning friðargæsluliðs í Líbanon sé fjandsamleg Sýrlendingum og brjóti gegn fullveldi Líbanons.

Erlent
Fréttamynd

Verulegt tjón á rafmagnsköplum

Talið er að verulegt tjón hafi orðið á rafmagnsköplum í verksmiðju Norðuráls á Grundartanga í gærkvöldi þegar ál rann út fyrir ker og bræddi kaplana. Slökkviliðið á Akranesi var kallað út um klukkan hálf níu í gærkvöldi vegna reyks sem lagði frá lagnakjallara í skála þrjú.

Innlent
Fréttamynd

Ál líklega orsök mikils reyks

Mikinn reyk lagði frá skála þrjú við verksmiðju Norðuráls við Grundartanga og var slökkvilið Akraness kallað út um klukkan hálf níu í kvöld. Við rannsókn á staðnum kom í ljós að reykinn lagði frá lagnakjallara undir verksmiðjunni og var reykurinn það mikill að ákveðið var að kalla eftir aðstoð slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins.

Innlent
Fréttamynd

Eldur í álverinu á Grundartanga

Eldur kom upp í rafmagnsstokk í álverinu í Grundartanga nú fyrir skömmu. Slökkvilið Akranes hefur verið sent á staðinn en ekki er vitað að svo stöddu hversu mikill eldurinn er eða hvort hætta sé á ferðum.

Innlent
Fréttamynd

Gæti hafað skaðað sig sjálfur

Lögreglan hefur ekki útilokað að maðurinn, sem ráðist virðist hafa verið á á Kárahnjúkum aðfaranótt sunnudags, hafi veitt sér áverkana sjálfur.

Innlent
Fréttamynd

Svörtu kassarnir fundnir

Nú er talið að sambland af vondu veðri og mistökum flugmanna hafi valdið flugslysinu í Úkraínu í gær. 170 manns létu lífið í slysinu. Talið er að flugvélin hafi lent í mikilli ókyrrð, jafnvel orðið fyrir eldingu, og síðan hafi mistök flugmanns orðið til þess að vélin ofreis og hrapaði stjórnlaus til jarðar.

Erlent
Fréttamynd

Erindi ekki sent áfram fyrir mistök

Utanríkisráðuneytið segir að mistök hafi valdið því að erindi rússneska sendiherrans, varðandi þyrlur fyrir Landhelgisgæsluna, hafi ekki verið formlega afgreitt.

Innlent
Fréttamynd

Enn díselolía á bílnum

Áheitahringferð til styktar samtökum krabbameinssjúkra barna lauk um klukkan eitt í dag. Tæpir fjórtánhundruð kílómetrar eru að baki og enn var nokkuð eftir að díselolíu þegar bíllinn lauk hringferðinni um landið.

Innlent
Fréttamynd

Vill styrkja stöðu háskólanna

Menntamálaráðherra er ánægður með niðurstöður nýrrar skýrslu OECD um stöðu háskóla á Íslandi. Hún vill styrkja stöðu háskólanna og auka gæði þess náms sem þar er í boði.

Innlent
Fréttamynd

Olíuverð lækkaði um rúman dal

Hráolíuverð lækkaði talsvert síðla dags í kjölfar þess að vikulegar upplýsingar bandaríska orkumálaráðuneytisins benda til að umframbirgðir af olíu hafi aukist á milli vikna. Þá lækkaði olíuverðið fyrr í dag vegna vilja stjórnvalda í Íran til að hefja formlegar viðræður við Sameinuðu þjóðirnar um kjarnorkuáætlun sína.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Nýr upplýsingavefur um háskólanám

Framhald. is, nýr upplýsingavefur um framhalds- og háskólanám var opnaður dag. Fjórir nemar við Verslunarskóla Íslands eiga veg og vanda að heimasíðunni.

Innlent
Fréttamynd

Náði mynd af slysinu á farsíma

Rannsóknarmenn hafa fundið svarta kassa sem voru í rússnesku farþegaflugvélinni sem hrapaði í Úkraínu í gær. Hundrað og sextíu farþegar og tíu manna áhöfn fórust með vélinni. AP-fréttastofunni hefur borist upptaka af slysinu sem vitni tók á farsíma sinn. Þar má sjá hvar vélin hrapar og mikill reykur stígur upp frá slysstaðnum.

Innlent
Fréttamynd

Metafkoma hjá SPRON

Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis (SPRON) skilaði rúmum 2,6 milljarða króna hagnaði á fyrstu sex mánuðum ársins. Þetta er 67,1 prósents aukning á milli ára.Afkoma SPRON á sex mánaða tímabili hefur aldrei verið betri.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Afkoman tæplega tvöföld

Lánasjóður íslenskra sveitafélaga skilaði rúmum 717 milljóna króna tekjuafgangi á fyrstu sex mánuðum ársins. Þetta er tæplega 341 milljóna króna aukning frá sama tíma í fyrra. Í tilkynningu frá lánasjóðnum segir að hækkun verðlags hafi haft jákvæð áhrif á afkomu sjóðsins þar sem útlán sem fjármögnuð eru með eigin fé hans eru verðtryggð.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Íslenskur ríkisborgari sagður með falsað vegabréf í Tel Aviv

Íslenskur ríkisborgari af palestínskum ættum er í haldi lögreglu á flugvellinum í Tel Aviv í Ísrael sakaður um að hafa ferðast á fölsuðu vegabréfi. Ættingjar mannsins hér heima og í Ísrael reyna hvað þeir geta til að koma í veg fyrir að honum verði vísað frá Ísrael.

Innlent
Fréttamynd

Sekt fyrir að keyra of hægt

Lögreglan í Reykjavík stöðvaði í gær ökumann á Vesturlandsvegi en sá var með hjólhýsi í eftirdragi. Viðkomandi ók töluvert undir 50 km hraða og á eftir honum myndaðist löng röð bíla. Við þetta skapaðist hættuástand að mati lögreglunnar. Aksturslag sem þetta getur kostað viðkomandi ökumann tíu þúsund krónur í sekt og tvo punkta í ökuferilsskrá.

Innlent
Fréttamynd

Áheitahringferð gengur vel

Áheitahringferð til styrktar Samtökum krabbameinssjúkra barna gengur eins og í sögu. Tæplega einn fjórði er eftir af tanknum en takmarkið er að fara hringinn í kringum landið á einum tanki. Búist er við að ferðalangarnir ljúki ferðinni klukkan tvö í dag ef allt gengur að óskum.

Innlent
Fréttamynd

Prófar hljóðbombur til að vara við Kötlugosi

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hyggst í dag prófa hljóðbombur á svæðinu frá Þórsmörk að Hrafntinnuskeri en í athugun er að nota hljóðbombur til að vara við Kötlugosi ef til þess kemur. Hljóðbomburnar eru svipaðar að gerð og neyðarflugeldar en bjarmi kemur ekki af þeim aðeins hávær hvellur. Samskonar hljóðbombur hafa verið notaðar til að kalla út björgunarlið í bæjum og þorpum á Bretlandi með góðum árangri.

Innlent