Fréttir

Fréttamynd

Bandarískir hermenn valda skemmdum á mosku

Töluverðar skemmdir urðu á mosku í írösku borginni Ramadi í gær þegar bandarískir hermenn skutu á hana. Til skotbardaga kom milli hermanna og herskárra andspyrnumanna sem héldu til í moskunni.

Innlent
Fréttamynd

Tafir á umferð vegna framkvæmda

Tafir eru á umferð á Holtavörðuheiði við Bláhæð og við Fornahvamm vegna framkvæmda. Umferð er beint um einbreiða hliðarakrein. Á Djúpvegi við Selá í Hrútafirði standa yfir brúarframkvæmdir og er vegfarendum beint um hjáleið.

Innlent
Fréttamynd

Vopnahléssamkomulag undirritað í Úganda

Stjórnvöld í Úganda og uppreisnarmenn í norður hluta landsins hafa undirritað vopnahléssamkomulag. Það var gert fyrr i dag en fulltrúar þessara stríðandi fylkinga hafa setið sáttafund í Suður-Súdan.

Erlent
Fréttamynd

Erlendir ríkisborgara fluttir frá Jaffna

Rauði krossinn hefur byrjað að flytja erlenda ríkisborgarar frá Jaffna í norðurhluta Srí Lanka. Margir þeirra hafa verið innlyksa þar vegna átaka milli stjórnarhersins og skæruliða Tamíltígra.

Erlent
Fréttamynd

Rútuslys í Suður-Kína

Að minnsta kosti sautján létu lífið og þrjátíu og þrír slösuðust þegar rúta skall á flutningabíl í Guangdong-kantónu í Suður-Kína í morgun. Yfirvöld á svæðinu segja engan hinna slösuðu í lífshættu.

Erlent
Fréttamynd

Vilja fresta fyllingu Hálslóns

Stjórn og þingflokkur Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs skorar á ríkisstjórnina og stjórn Landsvirkjunar að fresta fyrirhugaðri fyllingu Hálslóns þar til sérstaklega skipuð matsnefnd óháðra aðila hefur verið fengin til að vinna nýtt áhættumat vegna Kárahnjúkavirkjunar.

Innlent
Fréttamynd

Maður slasaðist við veiðar í Grenlæk

Maður sem var að veiða í Grenlæk skammt frá Kirkjubæjarklaustri í dag, hrasaði á leið upp á brú og datt ofan í ána. Við það hlaut hann opið beinbrot á fæti og lítilsháttar skurð á höfði. Félagar mannsins hlúðu að honum og kölluðu eftir aðstoð læknis, sem kom á staðinn ásamt lögreglu og sjúkrabifreið.

Innlent
Fréttamynd

Engin ógn af kjarnorkuáætlun segir Íransforseti

Mahmoud Ahmadinejad, Íransforseti, vígði í morgun verksmiðju þar sem þungavatns-kjarnaofnar verða notaðir sem hluti að kjarnorkuáætlun Írana. Forsetinn sagði þetta mikilvægan áfanga í áætluninni og lagði áherslu á að þjóðum heims, þar á meðal Ísrael, stafaði ekki ógn af kjarnorkuáætlun stjórnvalda í Teheran.

Erlent
Fréttamynd

Dýnamít í farangrinum

Dýnamít og kveikiþræðir fundust í farangri bandarísks háskólanema sem var á leið með flugvél Continental flugfélagsins frá Argentínu til Texas í gær.

Erlent
Fréttamynd

Fresturinn liðinn

Frestur sem mannræningar á Gaza-svæðinu hafa gefið bandarískum yfirvöldum til að láta palestínska fanga lausa, í skiptum fyrir tvo starfsmenn Fox fréttastöðvarinnar bandarísku, rann út í morgun. Frétta- og myndatökumanni Fox var rænt í Gaza-borg 14. ágúst síðastliðinn en myndband af þeim var fyrst birt á miðvikudaginn.

Erlent
Fréttamynd

Trúnaðarbestur milli Valgerðar og Alþingis

"Það getur komið til þess að ráðherra sé ekki sætt," sagði Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins í Fréttavikunni á NFS. Kristinn vísaði þar til Valgerðar Sverrisdóttur, flokkssystur sinnar og fyrrverandi iðnaðarráðherra. Til umfjöllunar var greinargerð Gríms Björnssonar, jarðeðlisfræðings um Kárahnjúkavirkjun og meðferð þeirra upplýsinga sem þar koma fram.

Innlent
Fréttamynd

Hlutabréf í Sony lækka í verði vegna innköllunar

Hlutabréf í Sony lækkuðu í verði í gær eftir að Apple tölvufyrirtækið innkallaði tæpar tvær milljónir fartölvurafhlaðna. Þetta er í annað sinn á tæpum hálfum mánuði sem það gerist en í síðustu viku innkallaði Dell tölvufyrirtækið rúmar fjórar milljónir rafhlaðna. Forsvarsmenn Sony eru sagðir eiga von á því að þurfa að greiða jafnvirði rúmra tíu milljarða króna vegna innköllunarinnar.

Erlent
Fréttamynd

Eldur í fangaklefa

Minniháttar eldur varð þegar fangi kveikti í dýnu í fangaklefa á lögreglustöðinni við Hverfisgötu.

Innlent
Fréttamynd

Rannsókn á notkun klasasprengja

Bandaríska dómsmálaráðuneytið rannsakar hvort Ísraelar hafi sprengt klasasprengjur í íbúðarhverfum í Líbanon meðan á átökum Ísraela og Hizbollah-skæruliða stóð þar fyrr í þessum mánuði. Fulltrúar Sameinuðu þjóðanna segja slíkar sprengjur liggja sem hráviði í rústum húsa, görðum og á götum úti í Suður-Líbanon.

Erlent
Fréttamynd

Flugdagur á Reykjavíkurflugvelli

Flugdagur verður haldinn hátíðlegur í dag á Reykjavíkurflugvelli í tilefni sjötíu ára afmælis Flugmálafélags Íslands. Dagurinn byrjar á hópflugi einkaflugvéla og fisvéla yfir Reykjavík.

Innlent
Fréttamynd

Hús Hamas-liða eyðilagt

Ísraelsher gerði í nótt loftárás á heimili háttsetts liðsmanns Hamas-samtakanna á Gaza-svæðinu. Enginn mun hafa fallið í árásinni en tveir vegfarendur særðust lítillega.

Erlent
Fréttamynd

Töluverðar skemmdir á dómkirkjunni í Sánkti Pétursborg

Töluverðar skemmdir urðu á þaki dómkirkjunnar í Sánkti Pétursborg í Rússlandi þegar eldur kviknaði í henni í gær. Þakhvelfing kirkjunnar hrundi en við það þustu klekar af stað til að bjarga verðmætum helgimyndum. Ekkert liggur fyrir um eldsupptök. Ekki er vitað til þess að nokkur hafi týnt lífi eða slasast í eldinum.

Erlent
Fréttamynd

Bílslys á Reykjanesbraut

Árekstur varð á Reykjanesbraut við Vogar rétt fyrir miðnætti í gær þegar fólksbíll keyrði inn í tengivagn fluttningabíls.

Innlent
Fréttamynd

Mannbjörg úti fyrir Rifi

Mannbjörg varð í gærkvöld þegar bátur með þrjá menn innanborðs sökk í grennd við Rif á Snæfellsnesi í gærkvöld. Skemmtibátur var fyrstur á staðinn og tók mennina þrjá um borð.

Innlent
Fréttamynd

Grunur um íkveikju í Keflavík

Slökkviliðið í Keflavík var kallað út um klukkan átta í morgun. Kviknað hafði í húsi á gæsluvelli við Heiðarból í Keflavík

Innlent
Fréttamynd

Vélarvana flutningaskip

Hollenskt, 12 þúsund tonna flutningaskip varð vélarvana rétt innan við Grímu við Reyðarfjörð um klukkan tíu í gærkvöldi.

Innlent
Fréttamynd

DNA-próf til staðfestingar

Lögreglan í Austurríki hefur staðfest að unglingsstúlkan, sem fannst á reiki í garði nærri Vín í fyrradag, sé í raun Natascha Kampusch sem var rænt fyrir átta árum. Niðurstöður úr DNA-prófi hafa leitt það í ljós.

Erlent
Fréttamynd

Dómkirkjan í Sánkti Pétursborg skemmist í eldi

Töluverðar skemmdir urðu á þaki dómkirkjunnar í Sánkti Pétursborg í Rússlandi þegar eldur kviknaði í henni í dag. Þakhvelfing kirkjunnar hrundi en við það þustu klekar af stað til að bjarga verðmætum helgimyndum.

Erlent
Fréttamynd

ESB leggur til helming friðargæsluliðs

Evrópusambandsríkin leggja til helming hermanna í fimmtán þúsund manna friðargæslulið sem verður sent til Líbanons á vegum Sameinuðu þjóðanna. Jafn stórt lið líbanskra hermanna verður þar fyrir.

Erlent
Fréttamynd

Landlæknir á leið til Malaví

Hjónin Sigurður Guðmundsson landlæknir og Sigríður Snæbjörnsdóttir, framkvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja, leggja í ferð til Afríkuríkisins Malaví á næstu vikum til að stýra uppbyggingu heilbrigðisþjónustu þar í landi. Landlæknir segir hjálpar þörf enda ungbarnadauði mikill í landinu og fæstir Malavar lifi fram yfir 36 ára afmælisdag sinn.

Innlent
Fréttamynd

Gassprenging í sama rými og 6-7 tonn af þynni

Gassprenging varð í eiturefnamóttöku Sorpu í Gufunesi síðdegis í dag. Við það kviknaði eldur og allt tiltækt slökkvilið höfuðborgarsvæðiðsins kallað á vettvang. Að sögn slökkviliðs voru 6-7 tonn af þynni í því rými þar sem sprengingin varð og eiturefni í næsta rými. Eldur kviknaði í þaki stöðvarinnar, húsbúnaði og lyftara.

Innlent
Fréttamynd

Þremur mönnum bjargað

Þremur mönnum var bjargað þegar bátur þeirra sökk vestur af Snæfellsnesi í kvöld. TF-Líf, þyrla Landhelgisgæslunnar, og björgunarskipið Björg frá Rifi voru send á vettvang. Þeim var bjargað um borð í skemmtibát sem var í nágrenninu.

Innlent