Fréttir Hermaður NATO beið bana eftir árás samherja Einn hermaður NATO lést og nokkrir særðust í árás samherja þeirra í Suður-Afganistan í morgun. Hermennirnir áttu í átökum við vígamenn úr röðum talíbana og höfðu kallað eftir aðstoð frá lofthernum. Erlent 4.9.2006 08:11 „Krókódílamaðurinn" lést eftir árás stingskötu Ástralski sjónvarpsmaðurinn Steve Irwin, best þekktur fyrir nána umgengni sína við krókódíla og önnur viðsjárverð dýr, lést í nótt eftir árás stingskötu í köfunarferð. Irwin var að gera heimildarmynd um stóra kóralrifið við Norðaustur Queensland þegar atburðurinn átti sér stað. Erlent 4.9.2006 07:39 Sænski Folkepartiet braust inn á netsvæði andstæðinganna Sænski Sósíaldemókrataflokkurinn hefur kært stjórnmálaflokkinn Folkepartiet fyrir umfangsmikla tölvuglæpi eftir að upp komst að flokksmenn Folkepartiet höfðu ítrekað brotist inn á lokað netsvæði sósíaldemókratanna sem geymir ýmis trúnaðarmál þeirra, þ.á m. uppskriftina að kosningabaráttu sósíaldemókratanna. Erlent 4.9.2006 07:21 Sprengjuárás við kaffihús í Tyrklandi Tveir létust og sjö særðust í sprengingu í bænum Catak í suðausturhluta Tyrklands í gær. Talsmaður lögreglunnar segir að sprengjan, sem komið hafði verið fyrir fyrir utan kaffihús, hafi verið fjarstýrð. Erlent 4.9.2006 07:13 Kvikmynd á leiðinni? Undirbúningur að kvikmynd um Baugsmálið er hafinn. Þetta segir Jóhannes Jónsson í Bónus í viðtali við Sirrý í þættinum Örlagadeginum, sem sýndur verður á NFS í kvöld. Innlent 3.9.2006 17:31 Fíkniefnahundur á Litla-Hraun Ákvörðun hefur verið tekin um að fá fíkniefnahund á Litla-Hraun. Þjálfari hundsins hefur þegar hafið leitina að rétta hundinum og vonast til að hann verði kominn til starfa í fangelsinu eftir um tvo mánuði. Innlent 3.9.2006 18:22 Ræðst á næstu vikum Tveir fundir á næstu vikum ráða úrslitum um hvort eitthvað komi út úr tveggja ára starfi stjórnarskrárnefndar. Ákveðin pattstaða ríkir vegna tuttugustu og sjöttu greinar stjórnarskrárinnar, sem snýr að málskotsrétti forsetans. Innlent 3.9.2006 17:21 Vildu ekki senda viðgerðarmann um helgi Öryggishnappur hjá eldri konu í Stórholtinu var óvirkur í rúman sólarhring eftir að verktaki gróf í sundur símalínuna. Þá voru aðrir íbúar við götuna án netsambands og sumir án sjónvarps. Ekki stóð til að gera við bilunina fyrr en á morgun, þar til Síminn vissi að málið væri komið í fjölmiðla. Innlent 3.9.2006 18:31 Um 5000 manns kynntu sér starfsemi álversins í Straumsvík Hátt í fimm þúsund manns kynntu sér starfsemi álversins í Straumsvík í dag þegar álverið var opnað fyrir almenning. Boðið var upp a skoðunarferðir um álverið undir leiðsögn starfsmanna, sem og menningu og fræðslu af ýmsum toga fyrir unga sem aldna. Til að lágmarka umferð einkabíla um svæðið voru rútuferðir til Straumsvíkur frá bílaplani Fjarðarkaupa við Bæjarhraun í Hafnarfirði. Álverið var síðast opnað almenningi fyrir níu árum eða um það leyti sem kerskáli þrjú var tekinn í notkun. Innlent 3.9.2006 18:33 Ekki einsdæmi að reynt sé að hafa áhrif á fræðimenn Páll Skúlason fyrrum rektor Háskóla Íslands segir að þrír menn innan háskólans hafi komið að máli við sig vegna málflutnings Stefáns Ólafssonar prófessors um efnahagsmál. Hann segir að þegar háskólamenn tjái sig opinberlega þá geri þeir það í eigin nafni en ekki háskólans. Innlent 3.9.2006 18:25 Vill vera hjá pabba í Pakistan Ung skosk stúlka, Molly Campbell, sagði á fréttamannafundi í Pakistan í dag að hún vildi fremur dvelja hjá föður sínum í Pakistan en móður sinni í Skotlandi. Foreldrar stúlkunnar eru skilin og hafa deilt um forræði yfir henni. Erlent 3.9.2006 16:55 Ítalir taka sér stöðu í Líbanon Ítalskar hersveitir gengu áfram á land í Suður-Líbanon í dag, annan daginn í röð. Talsmaður friðargæsluliðs Sameinuðu þjóðanna í Líbanon sagði að 880 ítalskir hermenn yrðu komnir til landsins og búnir að taka sér stöðu fyrir austan hafnarborgina Tírus fyrir kvöldið. Erlent 3.9.2006 16:39 Hneyksli fyrir kvennaknattspyrnuna Kvennalið Vals er nú formlega orðið Íslandsmeistari í kvennaknattspyrnu, en ekki er hægt að segja að liðið hafi fengið tækifæri til að ljúka keppni með tilþrifum því lið FH mætti aðeins með 6 leikmenn til leiks á Valbjarnarvöll og því var Valsliðinu dæmdur sigur án þess að flautað væri til leiks. Þjálfari Vals kallar atvikið hneyksli fyrir kvennaknattspyrnuna. Innlent 3.9.2006 15:50 Viðskiptaháskólinn á Bifröst verður Háskólinn á Bifröst Viðskiptaháskólinn á Bifröst skiptir um nafn og verður Háskólinn á Bifröst, og Bifröst University á ensku. Magnús Árni Magnússon, fráfarandi aðstoðarrektor, kynnti nýtt nafn og ástæðu nafnabreytingar. Nafnið er í takt við nýja tíma því skólinn hefur aukið námsframboð sitt á síðustu árum og býður nú fjölbreytt nám við þrjár deildir, viðskiptadeild, lagadeild og félagsvísindadeild. Skólinn var settur við hátíðlega athöfn í dag og munu um 700 manns stunda þar nám í vetur. Þetta er áttugasta og níunda starfsár skólans sem hefur starfað á tveimur stöðum undir fjórum nöfnum á ýmsum skólastigum. Innlent 3.9.2006 15:44 Lífleg Ljósanótt Um fjörtíu þúsund manns voru á Ljósanótt í Reykjanesbæ í gærkvöldi og voru hátíðarhöldin í gær þau fjölsóttustu til þessa en Ljósanótt var haldin nú í sjöunda sinn. Innlent 3.9.2006 14:54 Enginn slasaðist þegar flugvél nauðlenti í Eyjafirði Betur fór en á horfðist þegar lítil flugvél nauðlenti skammt frá svokölluðum Gamla Hjalteyrarvegi í Eyjafirði á öðrum tímanum í dag. Tveir menn voru innanborðs, flugkennari og nemandi hans, en þeir eru ómeiddir. Talið er að mannleg mistök hafi valdið því að þeir þurftu að nauðlenda. Vélin steyptist á hvolf í lendingunni og er nokkuð skemmd. Rannsóknarnefnd flugslysa er komin á staðinn en búið er að loka vettvangi og verið er að rannsaka orsakir slyssins. Innlent 3.9.2006 14:38 Skutu niður georgíska herþyrlu Aðskilnaðarsinnar í Suður-Ossetíu skutu í dag niður herþyrlu stjórnarhersins í Georgíu, að sögn rússnesku fréttastofunnar Interfax. Suður-Ossetía er hérað í Georgíu, en aðskilnaðarsinnar hafa stjórnað héraðinu með með stuðningi rússneskra stjórnvalda um árabil. Erlent 3.9.2006 14:16 Mannfall í átökum í Afganistan Þrír kanadískir hermenn voru meðal þeirra sem féllu í hörðum bardögum í Afganistan, að sögn afganska varnarmálaráðuneytisins í dag. Herir Atlandshafsbandalagsins og uppreisnarmenn talibana hafa undanfarið barist í Kandahar sýslu Erlent 3.9.2006 14:10 Gefur kost á sér í 3. sæti í SV-kjördæmi Valdimar Leó Friðriksson, 9. þingmaður Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi, hefur ákveðið að gefa kost á sér til áframhaldandi þingmennsku fyrir Samfylkinguna. Hann óskar eftir stuðningi Samfylkingarfólks í 3. sæti listans fyrir Suðvesturkjördæmi. Innlent 3.9.2006 14:06 Árleg messa í Eyrarkirkju í dag Árviss messa verður haldin í Eyrarkirkju í Seyðisfirði í Ísafjarðardjúpi kl. 14 í dag. Fréttavefur Bæjarins besta á Ísafirði greinir frá því hefð hafi myndast fyrir tíu árum eða svo að messa árlega í kirkjunni. Kirkjan er merkileg fyrir margar sakir en hún var reist árið 1866 og gerð upp fyrir áratug síðan. Kirkjan var friðuð í byrjun árs 1990. Það er Valdimar Hreiðarsson, sóknarprestur á Suðureyri sem messar og Sigríður Ragnarsdóttir er organisti. Innlent 3.9.2006 13:52 Nokkuð um þjófnað á gaskútum Undanfarið hefur talsvert borið á þjófnaði á gaskútum og eru slík mál til rannsóknar hjá lögreglunni í Reykjavík. Nokkrir voru handteknir vegna þessa fyrir helgina en einn mannanna tók gaskút ófrjálsri hendi og hinir eru meintir vitorðsmenn hans. Þá liggur einn aðili undir grun og verður hann færður til yfirheyrslu fljótlega. Enginn hefur tilkynnt þjófnað á gaskútum um helgina en sölumenn gaskúta hafa verið mjög á verðbergi síðustu daga. Innlent 3.9.2006 12:52 Næst æðsti leiðtogi Al-Kaída í Íran handtekinn Íraskur embættismaður sagði í morgun að næst æðsti leiðtogi Al Kaída samtakanna í Írak hefði verið handtekinn. Maðurinn heitir Hamed Juma Faris Al-Suaidi. Erlent 3.9.2006 12:42 Evrópufar hrapar á tunglið Fyrsta geimfar Evrópumanna lauk ferð sinni í dag á fyrirfram ætlaðan hátt með því að rekast á tunglið. Evrópska geimferðastofnunin stóð fyrir förinni, sem hófst fyrir þremur árum. Erlent 3.9.2006 12:35 Íranar vilja semja en ekki hætta að auðga úran Kofi Annan framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna hefur eftir forseta Írans að Íranar séu reiðubúnir að semja um kjarnorkumál, en að þeir muni ekki hætta við að auðga úrans áður en samningaviðræður hefjast. Erlent 3.9.2006 12:31 Ungmennin yfirheyrð í dag Til óeirða kom milli lögreglu og unglinga í Skeifunni skömmu eftir miðnætti í nótt en hátt í 200 unglingarnir voru þar samankomnir vegna einkasamkvæmis. Lögregla beitti kylfum í átökunum en tíu manns voru handteknir og gistu fangageymslur í nótt. Innlent 3.9.2006 12:10 Féll niður af húsþaki Maður á þrítugsaldri var fluttur á gjörgæslu Landspítalans í nótt eftir að hann féll niður af húsþaki í miðborginni. Maðurinn fór út á svalir og þaðan þakið en hann hugðist njóta útsýnisins. Maðurinn rann í dögginni á þakinu með fyrrgreindum afleiðingum en fallið var um átta metrar. Maðurinn er nokkuð slasaður en líðan hans er stöðug og hann er með meðvitund. Nóttin var annars erilsöm hjá lögreglu en mikill mannfjöldi var samankominn í miðbænum og höfðu leigubílar vart undan að ferja fólkið heim í morgunsárið. Innlent 3.9.2006 10:03 Lögregla beitti kylfum í óeirðum Til óeirða kom milli lögreglu og unglinga í Skeifunni skömmu eftir miðnætti í nótt en um 200 unglingarnir voru þar samankomnir vegna samkvæmis. Ungur maður hafði kastaði af sér þvagi í hraðbanka SPRON og létu öryggisverðir lögreglu vita. Þegar lögregla kom á staðinn og hugðist handtaka manninn veittist hópurinn að lögreglunni og reyndi að koma í veg fyrir handtökuna. Innlent 3.9.2006 09:54 Ætla að safna fyrir skóla í Pakistan Borgarholtsskóli heldur upp á tíu ára afmæli sitt með fjársöfnun sem vonast er til að dugi fyrir nýjum skóla í Pakistan. Innlent 2.9.2006 18:08 Þrýst á fyrrum rektor HÍ að beita áhrifum sínum Stefán Ólafsson prófessor segir að þrýst hafi verið á þáverandi rektor Háskóla Íslands, um að hafa áhrif á afskipti Stefáns af efnahagsmálum. Stefán líkir stefnu ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum undanfarna áratugi við stefnu Thatchers, Reagans og Pinochets. Innlent 2.9.2006 17:45 Lögin ekki í lagi Menntamálaráðherra ætlar að beita sér fyrir breytingu á lögum um rétt barna af erlendum uppruna til skólavistar. Skólayfirvöld í Reykjavík hafa þurft að brjóta lögin til að uppfylla barnasáttmála Sameinuðu Þjóðanna. Innlent 2.9.2006 18:06 « ‹ ›
Hermaður NATO beið bana eftir árás samherja Einn hermaður NATO lést og nokkrir særðust í árás samherja þeirra í Suður-Afganistan í morgun. Hermennirnir áttu í átökum við vígamenn úr röðum talíbana og höfðu kallað eftir aðstoð frá lofthernum. Erlent 4.9.2006 08:11
„Krókódílamaðurinn" lést eftir árás stingskötu Ástralski sjónvarpsmaðurinn Steve Irwin, best þekktur fyrir nána umgengni sína við krókódíla og önnur viðsjárverð dýr, lést í nótt eftir árás stingskötu í köfunarferð. Irwin var að gera heimildarmynd um stóra kóralrifið við Norðaustur Queensland þegar atburðurinn átti sér stað. Erlent 4.9.2006 07:39
Sænski Folkepartiet braust inn á netsvæði andstæðinganna Sænski Sósíaldemókrataflokkurinn hefur kært stjórnmálaflokkinn Folkepartiet fyrir umfangsmikla tölvuglæpi eftir að upp komst að flokksmenn Folkepartiet höfðu ítrekað brotist inn á lokað netsvæði sósíaldemókratanna sem geymir ýmis trúnaðarmál þeirra, þ.á m. uppskriftina að kosningabaráttu sósíaldemókratanna. Erlent 4.9.2006 07:21
Sprengjuárás við kaffihús í Tyrklandi Tveir létust og sjö særðust í sprengingu í bænum Catak í suðausturhluta Tyrklands í gær. Talsmaður lögreglunnar segir að sprengjan, sem komið hafði verið fyrir fyrir utan kaffihús, hafi verið fjarstýrð. Erlent 4.9.2006 07:13
Kvikmynd á leiðinni? Undirbúningur að kvikmynd um Baugsmálið er hafinn. Þetta segir Jóhannes Jónsson í Bónus í viðtali við Sirrý í þættinum Örlagadeginum, sem sýndur verður á NFS í kvöld. Innlent 3.9.2006 17:31
Fíkniefnahundur á Litla-Hraun Ákvörðun hefur verið tekin um að fá fíkniefnahund á Litla-Hraun. Þjálfari hundsins hefur þegar hafið leitina að rétta hundinum og vonast til að hann verði kominn til starfa í fangelsinu eftir um tvo mánuði. Innlent 3.9.2006 18:22
Ræðst á næstu vikum Tveir fundir á næstu vikum ráða úrslitum um hvort eitthvað komi út úr tveggja ára starfi stjórnarskrárnefndar. Ákveðin pattstaða ríkir vegna tuttugustu og sjöttu greinar stjórnarskrárinnar, sem snýr að málskotsrétti forsetans. Innlent 3.9.2006 17:21
Vildu ekki senda viðgerðarmann um helgi Öryggishnappur hjá eldri konu í Stórholtinu var óvirkur í rúman sólarhring eftir að verktaki gróf í sundur símalínuna. Þá voru aðrir íbúar við götuna án netsambands og sumir án sjónvarps. Ekki stóð til að gera við bilunina fyrr en á morgun, þar til Síminn vissi að málið væri komið í fjölmiðla. Innlent 3.9.2006 18:31
Um 5000 manns kynntu sér starfsemi álversins í Straumsvík Hátt í fimm þúsund manns kynntu sér starfsemi álversins í Straumsvík í dag þegar álverið var opnað fyrir almenning. Boðið var upp a skoðunarferðir um álverið undir leiðsögn starfsmanna, sem og menningu og fræðslu af ýmsum toga fyrir unga sem aldna. Til að lágmarka umferð einkabíla um svæðið voru rútuferðir til Straumsvíkur frá bílaplani Fjarðarkaupa við Bæjarhraun í Hafnarfirði. Álverið var síðast opnað almenningi fyrir níu árum eða um það leyti sem kerskáli þrjú var tekinn í notkun. Innlent 3.9.2006 18:33
Ekki einsdæmi að reynt sé að hafa áhrif á fræðimenn Páll Skúlason fyrrum rektor Háskóla Íslands segir að þrír menn innan háskólans hafi komið að máli við sig vegna málflutnings Stefáns Ólafssonar prófessors um efnahagsmál. Hann segir að þegar háskólamenn tjái sig opinberlega þá geri þeir það í eigin nafni en ekki háskólans. Innlent 3.9.2006 18:25
Vill vera hjá pabba í Pakistan Ung skosk stúlka, Molly Campbell, sagði á fréttamannafundi í Pakistan í dag að hún vildi fremur dvelja hjá föður sínum í Pakistan en móður sinni í Skotlandi. Foreldrar stúlkunnar eru skilin og hafa deilt um forræði yfir henni. Erlent 3.9.2006 16:55
Ítalir taka sér stöðu í Líbanon Ítalskar hersveitir gengu áfram á land í Suður-Líbanon í dag, annan daginn í röð. Talsmaður friðargæsluliðs Sameinuðu þjóðanna í Líbanon sagði að 880 ítalskir hermenn yrðu komnir til landsins og búnir að taka sér stöðu fyrir austan hafnarborgina Tírus fyrir kvöldið. Erlent 3.9.2006 16:39
Hneyksli fyrir kvennaknattspyrnuna Kvennalið Vals er nú formlega orðið Íslandsmeistari í kvennaknattspyrnu, en ekki er hægt að segja að liðið hafi fengið tækifæri til að ljúka keppni með tilþrifum því lið FH mætti aðeins með 6 leikmenn til leiks á Valbjarnarvöll og því var Valsliðinu dæmdur sigur án þess að flautað væri til leiks. Þjálfari Vals kallar atvikið hneyksli fyrir kvennaknattspyrnuna. Innlent 3.9.2006 15:50
Viðskiptaháskólinn á Bifröst verður Háskólinn á Bifröst Viðskiptaháskólinn á Bifröst skiptir um nafn og verður Háskólinn á Bifröst, og Bifröst University á ensku. Magnús Árni Magnússon, fráfarandi aðstoðarrektor, kynnti nýtt nafn og ástæðu nafnabreytingar. Nafnið er í takt við nýja tíma því skólinn hefur aukið námsframboð sitt á síðustu árum og býður nú fjölbreytt nám við þrjár deildir, viðskiptadeild, lagadeild og félagsvísindadeild. Skólinn var settur við hátíðlega athöfn í dag og munu um 700 manns stunda þar nám í vetur. Þetta er áttugasta og níunda starfsár skólans sem hefur starfað á tveimur stöðum undir fjórum nöfnum á ýmsum skólastigum. Innlent 3.9.2006 15:44
Lífleg Ljósanótt Um fjörtíu þúsund manns voru á Ljósanótt í Reykjanesbæ í gærkvöldi og voru hátíðarhöldin í gær þau fjölsóttustu til þessa en Ljósanótt var haldin nú í sjöunda sinn. Innlent 3.9.2006 14:54
Enginn slasaðist þegar flugvél nauðlenti í Eyjafirði Betur fór en á horfðist þegar lítil flugvél nauðlenti skammt frá svokölluðum Gamla Hjalteyrarvegi í Eyjafirði á öðrum tímanum í dag. Tveir menn voru innanborðs, flugkennari og nemandi hans, en þeir eru ómeiddir. Talið er að mannleg mistök hafi valdið því að þeir þurftu að nauðlenda. Vélin steyptist á hvolf í lendingunni og er nokkuð skemmd. Rannsóknarnefnd flugslysa er komin á staðinn en búið er að loka vettvangi og verið er að rannsaka orsakir slyssins. Innlent 3.9.2006 14:38
Skutu niður georgíska herþyrlu Aðskilnaðarsinnar í Suður-Ossetíu skutu í dag niður herþyrlu stjórnarhersins í Georgíu, að sögn rússnesku fréttastofunnar Interfax. Suður-Ossetía er hérað í Georgíu, en aðskilnaðarsinnar hafa stjórnað héraðinu með með stuðningi rússneskra stjórnvalda um árabil. Erlent 3.9.2006 14:16
Mannfall í átökum í Afganistan Þrír kanadískir hermenn voru meðal þeirra sem féllu í hörðum bardögum í Afganistan, að sögn afganska varnarmálaráðuneytisins í dag. Herir Atlandshafsbandalagsins og uppreisnarmenn talibana hafa undanfarið barist í Kandahar sýslu Erlent 3.9.2006 14:10
Gefur kost á sér í 3. sæti í SV-kjördæmi Valdimar Leó Friðriksson, 9. þingmaður Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi, hefur ákveðið að gefa kost á sér til áframhaldandi þingmennsku fyrir Samfylkinguna. Hann óskar eftir stuðningi Samfylkingarfólks í 3. sæti listans fyrir Suðvesturkjördæmi. Innlent 3.9.2006 14:06
Árleg messa í Eyrarkirkju í dag Árviss messa verður haldin í Eyrarkirkju í Seyðisfirði í Ísafjarðardjúpi kl. 14 í dag. Fréttavefur Bæjarins besta á Ísafirði greinir frá því hefð hafi myndast fyrir tíu árum eða svo að messa árlega í kirkjunni. Kirkjan er merkileg fyrir margar sakir en hún var reist árið 1866 og gerð upp fyrir áratug síðan. Kirkjan var friðuð í byrjun árs 1990. Það er Valdimar Hreiðarsson, sóknarprestur á Suðureyri sem messar og Sigríður Ragnarsdóttir er organisti. Innlent 3.9.2006 13:52
Nokkuð um þjófnað á gaskútum Undanfarið hefur talsvert borið á þjófnaði á gaskútum og eru slík mál til rannsóknar hjá lögreglunni í Reykjavík. Nokkrir voru handteknir vegna þessa fyrir helgina en einn mannanna tók gaskút ófrjálsri hendi og hinir eru meintir vitorðsmenn hans. Þá liggur einn aðili undir grun og verður hann færður til yfirheyrslu fljótlega. Enginn hefur tilkynnt þjófnað á gaskútum um helgina en sölumenn gaskúta hafa verið mjög á verðbergi síðustu daga. Innlent 3.9.2006 12:52
Næst æðsti leiðtogi Al-Kaída í Íran handtekinn Íraskur embættismaður sagði í morgun að næst æðsti leiðtogi Al Kaída samtakanna í Írak hefði verið handtekinn. Maðurinn heitir Hamed Juma Faris Al-Suaidi. Erlent 3.9.2006 12:42
Evrópufar hrapar á tunglið Fyrsta geimfar Evrópumanna lauk ferð sinni í dag á fyrirfram ætlaðan hátt með því að rekast á tunglið. Evrópska geimferðastofnunin stóð fyrir förinni, sem hófst fyrir þremur árum. Erlent 3.9.2006 12:35
Íranar vilja semja en ekki hætta að auðga úran Kofi Annan framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna hefur eftir forseta Írans að Íranar séu reiðubúnir að semja um kjarnorkumál, en að þeir muni ekki hætta við að auðga úrans áður en samningaviðræður hefjast. Erlent 3.9.2006 12:31
Ungmennin yfirheyrð í dag Til óeirða kom milli lögreglu og unglinga í Skeifunni skömmu eftir miðnætti í nótt en hátt í 200 unglingarnir voru þar samankomnir vegna einkasamkvæmis. Lögregla beitti kylfum í átökunum en tíu manns voru handteknir og gistu fangageymslur í nótt. Innlent 3.9.2006 12:10
Féll niður af húsþaki Maður á þrítugsaldri var fluttur á gjörgæslu Landspítalans í nótt eftir að hann féll niður af húsþaki í miðborginni. Maðurinn fór út á svalir og þaðan þakið en hann hugðist njóta útsýnisins. Maðurinn rann í dögginni á þakinu með fyrrgreindum afleiðingum en fallið var um átta metrar. Maðurinn er nokkuð slasaður en líðan hans er stöðug og hann er með meðvitund. Nóttin var annars erilsöm hjá lögreglu en mikill mannfjöldi var samankominn í miðbænum og höfðu leigubílar vart undan að ferja fólkið heim í morgunsárið. Innlent 3.9.2006 10:03
Lögregla beitti kylfum í óeirðum Til óeirða kom milli lögreglu og unglinga í Skeifunni skömmu eftir miðnætti í nótt en um 200 unglingarnir voru þar samankomnir vegna samkvæmis. Ungur maður hafði kastaði af sér þvagi í hraðbanka SPRON og létu öryggisverðir lögreglu vita. Þegar lögregla kom á staðinn og hugðist handtaka manninn veittist hópurinn að lögreglunni og reyndi að koma í veg fyrir handtökuna. Innlent 3.9.2006 09:54
Ætla að safna fyrir skóla í Pakistan Borgarholtsskóli heldur upp á tíu ára afmæli sitt með fjársöfnun sem vonast er til að dugi fyrir nýjum skóla í Pakistan. Innlent 2.9.2006 18:08
Þrýst á fyrrum rektor HÍ að beita áhrifum sínum Stefán Ólafsson prófessor segir að þrýst hafi verið á þáverandi rektor Háskóla Íslands, um að hafa áhrif á afskipti Stefáns af efnahagsmálum. Stefán líkir stefnu ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum undanfarna áratugi við stefnu Thatchers, Reagans og Pinochets. Innlent 2.9.2006 17:45
Lögin ekki í lagi Menntamálaráðherra ætlar að beita sér fyrir breytingu á lögum um rétt barna af erlendum uppruna til skólavistar. Skólayfirvöld í Reykjavík hafa þurft að brjóta lögin til að uppfylla barnasáttmála Sameinuðu Þjóðanna. Innlent 2.9.2006 18:06