Fréttir Dregið verði verulega úr rjúpnaveiðum Náttúrufræðistofnun leggur til að dregið verði verulega úr rjúpnaveiðum í ár vegna óvæntra atburða sem orðið hafa í rjúpnastofninum. Í tilkynningu frá stofnuninni segir að talningar sýni að stofninn sé á niðurleið um allt land eftir aðeins tvö ár í uppsveiflu og viðkoman er lélega annað árið í röð. Innlent 6.9.2006 14:29 Íbúum fækkar um 2% á Vestfjörðum Íbúum á Vestfjörðum fækkaði um 150 eða um 2% á tímabilinu 1. júlí 2005 til 1. júlí 2006, samkvæmt tölum frá Hagstofu Íslands. Fréttavefur Bæjarins besta greinir frá því að íbúar Vestfjarða séu nú rúmlega 7.500 talsins. Fólksfækkun var eilítið minni í hitteðfyrra eða um 1,8%. Íbúum á Vestfjörðum hefur fækkað um tæplega 1.300 síðan árið 1997, eða um 14,5%. Innlent 6.9.2006 14:25 Hátt á 20 strætisvagnar ekki í notkun Hátt á tuttugu strætisvagnar Strætó bs. standa óhreyfðir þessa dagana vegna niðurfellingu strætóferða á tíu mínútna fresti. Aðstoðarframkvæmdarstjóri Strætó bs. segir að vagnarnir muni með tíð og tíma leysa þá eldri af. Innlent 6.9.2006 13:49 ISPCAN verðlaunar Barnahús Alþjóðlegu barnaverndarsamtökin ISPCAN veittu í dag Barnahúsi verðlaun fyrir starf í þágu barna á heimsráðstefnu samtakanna í New York. Samkvæmt tilkynningu frá Barnahúsi er stofnuni verðlaunuð fyrir þáttaskil á meðferð kynferðisbrotamála á Íslandi, einkum með tilliti til þarfa og réttinda barna. Innlent 6.9.2006 13:44 Sex fíkniefnamál hjá lögreglu í gær Lögreglan í Reykjavík hafði afskipti af sjö aðilum í sex óskyldum fíkniefnamálum í gær. Þrjú málanna komu upp á tónleikum í Laugardalshöll en þar voru einnig höfð afskipti af örfáum tónleikagestum vegna ölvunar. Innlent 6.9.2006 12:18 Menntamálanefnd fundi vegna stöðu erlendra barna Fulltrúar Samfylkingarinnar í menntamálanefnd Alþingis hafa óskað eftir því við formann nefndarinnar að fundað verði eins fljótt auðið er vegna frétta af því að mörg erlend börn á grunnskólaaldri fái ekki að stunda nám í grunnskóla. Innlent 6.9.2006 12:35 Góður hagnaður hjá Heineken Hollenski bjórframleiðandinn Heineken greindi frá því í dag að hagnaður fyrirtækisins hefði numið 433 milljónir evra eða 38,5 milljörðum íslenskra króna á fyrstu sex mánuðum ársins. Þetta er 25 prósenta auking á milli ára. Viðskipti erlent 6.9.2006 12:47 Fá frest til laugardags til að leggja fram sannanir Danska leyniþjónustan hefur frest til klukkan þrjú á laugardaginn til að leggja fram sannanir gegn sjömenningunum sem grunaðir eru um undirbúning hryðjuverka í Danmörku. Aðeins tveir þeirra voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald í gær. Erlent 6.9.2006 12:14 Íbúar í Árbænum ósáttir við niðurfellingu s5 Íbúar í Árbæjarhverfi, Selási, Ártúnsholti og Norðlingaholti hafa stofnað undirbúningshóp sem mótmælir því harðlega að hraðleið strætó S5 hafi verið felld niður sem og ferðir á tíu mínútna fresti. Aðstoðarframkvæmdarstjóri Strætó bs. segir að þar tapi Strætó bs tæplega milljón á dag, þá hafi eitthvað orðið undan að láta. Innlent 6.9.2006 12:06 Kemur til greina að greiða fyrir álveri í Helguvík Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra segir vel koma til greina að greiða fyrir framkvæmdum við álver í Helguvík. Þá segir hann ekkert því til fyrirstöðu að þrjú álver verði reist á Íslandi á næstu árum. Innlent 6.9.2006 12:07 ESB hækkar hagvaxtarspá Evrópusambandið (ESB) hækkaði hagvaxtarspá sína fyrir sambandið í dag. Reiknað er með 2,7 prósenta hagvexti innan ESB á árinu og 2,5 prósenta hagvexti á evrusvæðinu en það er 0,4 prósentustiga hækkun frá fyrri spá. Verði þetta raunin hefur hagvöxtur aldrei verið meiri á evrusvæðinu. Viðskipti erlent 6.9.2006 11:50 Skipulagsbreytingar í Seðlabankanum Skipulagsbreytingar hafa verið gerðar í Seðlabanka Íslands og tóku þær gildi 1. september. Peningamálasvið sem annaðist innlend viðskipti bankans og alþjóðasvið sem annaðist þau erlendu voru sameinuð undir nýtt svið, alþjóða- og markaðssvið sem Sturla Pálsson mun stýra. Innlent 6.9.2006 11:40 Reynir að synda yfir Ermarsund á morgun Sjósundkappinn Benedikt Lafleur reynir á morgun að synda yfir Ermarsund en hann hefur undanfarið dvalið í Englandi við æfingar fyrir sundið. Líklegt er að hann leggi af stað frá ströndum Englands um hálfníuleytið í fyrramálið. Innlent 6.9.2006 11:36 Segja að Blair verði farinn innan árs Dagblöð í Bretlandi greina frá því í dag að Tony Blair muni hætta sem forsætisráðherra Bretlands fyrir júlílok á næsta ári. Erlent 6.9.2006 10:58 Stöðug söluaukning á ostum og viðbiti Stöðug söluaukning hefur verið í ostu og viðbiti á landinu það sem af er árinu eftir því sem fram kemur á vef Landssambands kúabænda. Nemur söluaukningin sex komma einu prósenti í viðbiti en tæpum fimm prósentum í ostum. Innlent 6.9.2006 10:41 Allt að 100 prósenta starfsmannavelta í verslunum Svipuð eftirspurn er eftir starfsfólki í verslanir og síðasta haust eftir því sem fram kemur í fréttabréfi Samtaka verslunar- og þjónustu. Þar segir einnig að algengt sé að starfsmannavelta í dagvöruverslunum sé um hundrað prósent, sem jafngildir því að allir starfsmenn verslunar láti af störfum á hverju ári og nýir séu ráðnir í staðinn. Innlent 6.9.2006 10:29 Tveir í gæsluvarðhald og einangrun Tveir þeirra sjö sem eru í haldi dönsku lögreglunnar fyrir meinta hryðjuverkaskipulagningu í úthverfi Óðinsvéa í gær voru úrskurðaðir í fjögurra vikna gæsluvarðhald í einangrun í nótt. Erlent 6.9.2006 10:12 Jónína fundar með samstarfsráðherrum Norðurlanda Jónína Bjartmarz umhverfis- og samstarfsráðherra sækir í dag fund samstarfsráðherra Norðurlanda í Ósló. Innlent 6.9.2006 09:56 Olíufundur lækkar olíuverð Verð á hráolíu lækkaði í rafrænum viðskiptum á helstu mörkuðum í dag og fór undir 68 dali á tunnu. Helsta ástæða lækkunarinnar er tilkynning frá þremur olíufyrirtækjum í gær að tilraunaboranir á djúpsævi við Mexíkóflóa hafi skilað góðum árangri. Sérfræðingar þetta stærsta olíufund í mannsaldur. Viðskipti erlent 6.9.2006 09:40 Þýsk risaútgáfa seld til Frakklands Þýska fjölmiðlasamsteypan Bertelsmann hefur samþykkt að selja tónlistarútgáfuarm fyrirtækisins, BMG Music Publishing Group, til útgáfufyrirtækisins Universal Music, dótturfélags frönsku fjölmiðlasamstæðunnar Vivendi. Universal Music greiðir 1,63 milljarða evrur, jafnvirði 144,7 milljarða króna, fyrir útgáfufyrirtækið. Viðskipti erlent 6.9.2006 09:17 Tafir á nokkrum stöðum vegna framkvæmda Milli kl. 9 og 12 í dag mun Orkubú Vestfjarða taka rafmagnið af göngunum um Breiðadals- og Botnsheiði vegna raflínutenginga. Því verða á þessum tíma aðeins neyðarljós við útskot og ökumenn þurfa að gæta ítrustu varúðar við akstur í göngunum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni. Innlent 6.9.2006 09:09 Dæmd til dauða fyrir heróínsmygl Áfrýjunardómstóll í Indónesíu hefur dæmt fjögur áströlsk ungmenni til dauða fyrir tilraun þeirra til að smygla heróíni frá indónesísku ferðamannaeynni Balí til Ástralíu á síðasta ári. Erlent 6.9.2006 09:04 Kiko Japansprinsessa eignast son Kiko Japansprinsessa eignaðist son í gærkvöldi japönsku þjóðinni til mikillar gleði og keisarafjölskyldunni til talsvers léttis. Sveinbarnið er fyrsti strákurinn sem fæðist inn í keisarafjölskylduna í 40 ár og slær því á allar áhyggjur um erfingjaskort að keisarakrúnunni en lögum samkvæmt mega aðeins karlmenn erfa keisaratignina. Erlent 6.9.2006 08:06 Auka álag á sorphirðumenn og bæjarstarfsmenn Danskir sorphirðumenn eru að kikna undan magni fríblaða sem hefur bæst ofan á það sorp sem fyrir var, síðan farið var að bera fríblöðin Dato og 24/7 út á heimili. Einnig segja bæjarstarfsmenn sem sjá um að halda götum og almenningsgörðum hreinum að starf þeirra hafi aukist til muna með tilkomu fríblaðanna, og þetta ástand versni til muna þegar eitthvað hreyfi vind. Deildarstjóri vega- og garðaþjónustu Árhúsa segist ekki hlakka til þegar þriðja fríblaðið bætist svo í hópinn í októberbyrjun. Erlent 6.9.2006 08:02 Gagnrýna ákvörðun meirihlutans í leikskólamálum Fulltrúar Samfylkingarinnar, Vinstri-grænna og Frjálslyndra mótmæla ákvörðun meirihlutans að kljúfa leikskólamál frá öðrum menntamálum í borginni og lögðu fram bókun þess efnis á borgarráðsfundi í gær. Í fréttatilkynningu frá Vinstri-grænum segir að borgarráði hafi borist yfir 700 undirskriftir starfsfólks leikskólanna, þar sem ákvörðuninni er mótmælt. Því skorar minnihlutinn á meirihlutann að málefnið verði rætt ofan í kjölinn og ákvarðanir verði teknar í sátt við hagsmunaaðila líkt og frekast er unnt. Innlent 6.9.2006 07:58 Ritari Þjóðarflokksins vissi um innbrot flokksmanna Leiðtogi sænska Þjóðarflokksins, Lars Leijonborg, viðurkenndi í gærkvöld að hafa vitað af því á sunnudag að ritari flokksins hefði verið meðvitaður um innbrot flokksmanna inn á lokað netsvæði stjórnarflokks sósíaldemókratanna. Erlent 6.9.2006 07:54 Allt að 18% verðmunur á milli verslanna Allt að 18% verðmunur reyndist vera á milli hæsta og lægsta verði vörukörfu þegar verðlagseftirlit ASÍ kannaði verð í fjórum lágvöruverðsverslunum á höfuðborgarsvæðinu í gær. Innlent 6.9.2006 07:46 Dauðastríð krókódílafangarans til á myndbandi Dauðastríð ástralska krókódílamannsins Steve Irwin var kvikmyndað og er spólan nú í höndum yfirvald í Queensland þar sem hann lést við köfun en skata stakk hann´i hjartastað þar sem verið var að taka upp þátt um hættulegustu dýr í heimi. Erlent 5.9.2006 23:00 Blair sagður hætta næsta sumar Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, mun segja af sér embætti næsta sumar að sögn heimildarmanna breska götublaðsins The Sun. Að sögn blaðsins mun Blair hætta sem formaður Verkamannaflokksins 31. maí á næsta ári og segja af sér sem forsætisráðherra tæpum tveimur mánuðum síðar eða 26. júlí. Erlent 5.9.2006 22:57 Tyrkir senda hermenn til Líbanons Tyrkneska þingið samþykkti í dag að senda nokkur hundruð hermenn til Líbanons til liðs við friðargæslulið Sameinuðu þjóðanna þar. Múslimar í Tyrklandi eru þessu andvígir og óttast að liðið þjóni aðeins hagsmunum Ísraela og Bandaríkjamanna. Erlent 5.9.2006 22:53 « ‹ ›
Dregið verði verulega úr rjúpnaveiðum Náttúrufræðistofnun leggur til að dregið verði verulega úr rjúpnaveiðum í ár vegna óvæntra atburða sem orðið hafa í rjúpnastofninum. Í tilkynningu frá stofnuninni segir að talningar sýni að stofninn sé á niðurleið um allt land eftir aðeins tvö ár í uppsveiflu og viðkoman er lélega annað árið í röð. Innlent 6.9.2006 14:29
Íbúum fækkar um 2% á Vestfjörðum Íbúum á Vestfjörðum fækkaði um 150 eða um 2% á tímabilinu 1. júlí 2005 til 1. júlí 2006, samkvæmt tölum frá Hagstofu Íslands. Fréttavefur Bæjarins besta greinir frá því að íbúar Vestfjarða séu nú rúmlega 7.500 talsins. Fólksfækkun var eilítið minni í hitteðfyrra eða um 1,8%. Íbúum á Vestfjörðum hefur fækkað um tæplega 1.300 síðan árið 1997, eða um 14,5%. Innlent 6.9.2006 14:25
Hátt á 20 strætisvagnar ekki í notkun Hátt á tuttugu strætisvagnar Strætó bs. standa óhreyfðir þessa dagana vegna niðurfellingu strætóferða á tíu mínútna fresti. Aðstoðarframkvæmdarstjóri Strætó bs. segir að vagnarnir muni með tíð og tíma leysa þá eldri af. Innlent 6.9.2006 13:49
ISPCAN verðlaunar Barnahús Alþjóðlegu barnaverndarsamtökin ISPCAN veittu í dag Barnahúsi verðlaun fyrir starf í þágu barna á heimsráðstefnu samtakanna í New York. Samkvæmt tilkynningu frá Barnahúsi er stofnuni verðlaunuð fyrir þáttaskil á meðferð kynferðisbrotamála á Íslandi, einkum með tilliti til þarfa og réttinda barna. Innlent 6.9.2006 13:44
Sex fíkniefnamál hjá lögreglu í gær Lögreglan í Reykjavík hafði afskipti af sjö aðilum í sex óskyldum fíkniefnamálum í gær. Þrjú málanna komu upp á tónleikum í Laugardalshöll en þar voru einnig höfð afskipti af örfáum tónleikagestum vegna ölvunar. Innlent 6.9.2006 12:18
Menntamálanefnd fundi vegna stöðu erlendra barna Fulltrúar Samfylkingarinnar í menntamálanefnd Alþingis hafa óskað eftir því við formann nefndarinnar að fundað verði eins fljótt auðið er vegna frétta af því að mörg erlend börn á grunnskólaaldri fái ekki að stunda nám í grunnskóla. Innlent 6.9.2006 12:35
Góður hagnaður hjá Heineken Hollenski bjórframleiðandinn Heineken greindi frá því í dag að hagnaður fyrirtækisins hefði numið 433 milljónir evra eða 38,5 milljörðum íslenskra króna á fyrstu sex mánuðum ársins. Þetta er 25 prósenta auking á milli ára. Viðskipti erlent 6.9.2006 12:47
Fá frest til laugardags til að leggja fram sannanir Danska leyniþjónustan hefur frest til klukkan þrjú á laugardaginn til að leggja fram sannanir gegn sjömenningunum sem grunaðir eru um undirbúning hryðjuverka í Danmörku. Aðeins tveir þeirra voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald í gær. Erlent 6.9.2006 12:14
Íbúar í Árbænum ósáttir við niðurfellingu s5 Íbúar í Árbæjarhverfi, Selási, Ártúnsholti og Norðlingaholti hafa stofnað undirbúningshóp sem mótmælir því harðlega að hraðleið strætó S5 hafi verið felld niður sem og ferðir á tíu mínútna fresti. Aðstoðarframkvæmdarstjóri Strætó bs. segir að þar tapi Strætó bs tæplega milljón á dag, þá hafi eitthvað orðið undan að láta. Innlent 6.9.2006 12:06
Kemur til greina að greiða fyrir álveri í Helguvík Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra segir vel koma til greina að greiða fyrir framkvæmdum við álver í Helguvík. Þá segir hann ekkert því til fyrirstöðu að þrjú álver verði reist á Íslandi á næstu árum. Innlent 6.9.2006 12:07
ESB hækkar hagvaxtarspá Evrópusambandið (ESB) hækkaði hagvaxtarspá sína fyrir sambandið í dag. Reiknað er með 2,7 prósenta hagvexti innan ESB á árinu og 2,5 prósenta hagvexti á evrusvæðinu en það er 0,4 prósentustiga hækkun frá fyrri spá. Verði þetta raunin hefur hagvöxtur aldrei verið meiri á evrusvæðinu. Viðskipti erlent 6.9.2006 11:50
Skipulagsbreytingar í Seðlabankanum Skipulagsbreytingar hafa verið gerðar í Seðlabanka Íslands og tóku þær gildi 1. september. Peningamálasvið sem annaðist innlend viðskipti bankans og alþjóðasvið sem annaðist þau erlendu voru sameinuð undir nýtt svið, alþjóða- og markaðssvið sem Sturla Pálsson mun stýra. Innlent 6.9.2006 11:40
Reynir að synda yfir Ermarsund á morgun Sjósundkappinn Benedikt Lafleur reynir á morgun að synda yfir Ermarsund en hann hefur undanfarið dvalið í Englandi við æfingar fyrir sundið. Líklegt er að hann leggi af stað frá ströndum Englands um hálfníuleytið í fyrramálið. Innlent 6.9.2006 11:36
Segja að Blair verði farinn innan árs Dagblöð í Bretlandi greina frá því í dag að Tony Blair muni hætta sem forsætisráðherra Bretlands fyrir júlílok á næsta ári. Erlent 6.9.2006 10:58
Stöðug söluaukning á ostum og viðbiti Stöðug söluaukning hefur verið í ostu og viðbiti á landinu það sem af er árinu eftir því sem fram kemur á vef Landssambands kúabænda. Nemur söluaukningin sex komma einu prósenti í viðbiti en tæpum fimm prósentum í ostum. Innlent 6.9.2006 10:41
Allt að 100 prósenta starfsmannavelta í verslunum Svipuð eftirspurn er eftir starfsfólki í verslanir og síðasta haust eftir því sem fram kemur í fréttabréfi Samtaka verslunar- og þjónustu. Þar segir einnig að algengt sé að starfsmannavelta í dagvöruverslunum sé um hundrað prósent, sem jafngildir því að allir starfsmenn verslunar láti af störfum á hverju ári og nýir séu ráðnir í staðinn. Innlent 6.9.2006 10:29
Tveir í gæsluvarðhald og einangrun Tveir þeirra sjö sem eru í haldi dönsku lögreglunnar fyrir meinta hryðjuverkaskipulagningu í úthverfi Óðinsvéa í gær voru úrskurðaðir í fjögurra vikna gæsluvarðhald í einangrun í nótt. Erlent 6.9.2006 10:12
Jónína fundar með samstarfsráðherrum Norðurlanda Jónína Bjartmarz umhverfis- og samstarfsráðherra sækir í dag fund samstarfsráðherra Norðurlanda í Ósló. Innlent 6.9.2006 09:56
Olíufundur lækkar olíuverð Verð á hráolíu lækkaði í rafrænum viðskiptum á helstu mörkuðum í dag og fór undir 68 dali á tunnu. Helsta ástæða lækkunarinnar er tilkynning frá þremur olíufyrirtækjum í gær að tilraunaboranir á djúpsævi við Mexíkóflóa hafi skilað góðum árangri. Sérfræðingar þetta stærsta olíufund í mannsaldur. Viðskipti erlent 6.9.2006 09:40
Þýsk risaútgáfa seld til Frakklands Þýska fjölmiðlasamsteypan Bertelsmann hefur samþykkt að selja tónlistarútgáfuarm fyrirtækisins, BMG Music Publishing Group, til útgáfufyrirtækisins Universal Music, dótturfélags frönsku fjölmiðlasamstæðunnar Vivendi. Universal Music greiðir 1,63 milljarða evrur, jafnvirði 144,7 milljarða króna, fyrir útgáfufyrirtækið. Viðskipti erlent 6.9.2006 09:17
Tafir á nokkrum stöðum vegna framkvæmda Milli kl. 9 og 12 í dag mun Orkubú Vestfjarða taka rafmagnið af göngunum um Breiðadals- og Botnsheiði vegna raflínutenginga. Því verða á þessum tíma aðeins neyðarljós við útskot og ökumenn þurfa að gæta ítrustu varúðar við akstur í göngunum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni. Innlent 6.9.2006 09:09
Dæmd til dauða fyrir heróínsmygl Áfrýjunardómstóll í Indónesíu hefur dæmt fjögur áströlsk ungmenni til dauða fyrir tilraun þeirra til að smygla heróíni frá indónesísku ferðamannaeynni Balí til Ástralíu á síðasta ári. Erlent 6.9.2006 09:04
Kiko Japansprinsessa eignast son Kiko Japansprinsessa eignaðist son í gærkvöldi japönsku þjóðinni til mikillar gleði og keisarafjölskyldunni til talsvers léttis. Sveinbarnið er fyrsti strákurinn sem fæðist inn í keisarafjölskylduna í 40 ár og slær því á allar áhyggjur um erfingjaskort að keisarakrúnunni en lögum samkvæmt mega aðeins karlmenn erfa keisaratignina. Erlent 6.9.2006 08:06
Auka álag á sorphirðumenn og bæjarstarfsmenn Danskir sorphirðumenn eru að kikna undan magni fríblaða sem hefur bæst ofan á það sorp sem fyrir var, síðan farið var að bera fríblöðin Dato og 24/7 út á heimili. Einnig segja bæjarstarfsmenn sem sjá um að halda götum og almenningsgörðum hreinum að starf þeirra hafi aukist til muna með tilkomu fríblaðanna, og þetta ástand versni til muna þegar eitthvað hreyfi vind. Deildarstjóri vega- og garðaþjónustu Árhúsa segist ekki hlakka til þegar þriðja fríblaðið bætist svo í hópinn í októberbyrjun. Erlent 6.9.2006 08:02
Gagnrýna ákvörðun meirihlutans í leikskólamálum Fulltrúar Samfylkingarinnar, Vinstri-grænna og Frjálslyndra mótmæla ákvörðun meirihlutans að kljúfa leikskólamál frá öðrum menntamálum í borginni og lögðu fram bókun þess efnis á borgarráðsfundi í gær. Í fréttatilkynningu frá Vinstri-grænum segir að borgarráði hafi borist yfir 700 undirskriftir starfsfólks leikskólanna, þar sem ákvörðuninni er mótmælt. Því skorar minnihlutinn á meirihlutann að málefnið verði rætt ofan í kjölinn og ákvarðanir verði teknar í sátt við hagsmunaaðila líkt og frekast er unnt. Innlent 6.9.2006 07:58
Ritari Þjóðarflokksins vissi um innbrot flokksmanna Leiðtogi sænska Þjóðarflokksins, Lars Leijonborg, viðurkenndi í gærkvöld að hafa vitað af því á sunnudag að ritari flokksins hefði verið meðvitaður um innbrot flokksmanna inn á lokað netsvæði stjórnarflokks sósíaldemókratanna. Erlent 6.9.2006 07:54
Allt að 18% verðmunur á milli verslanna Allt að 18% verðmunur reyndist vera á milli hæsta og lægsta verði vörukörfu þegar verðlagseftirlit ASÍ kannaði verð í fjórum lágvöruverðsverslunum á höfuðborgarsvæðinu í gær. Innlent 6.9.2006 07:46
Dauðastríð krókódílafangarans til á myndbandi Dauðastríð ástralska krókódílamannsins Steve Irwin var kvikmyndað og er spólan nú í höndum yfirvald í Queensland þar sem hann lést við köfun en skata stakk hann´i hjartastað þar sem verið var að taka upp þátt um hættulegustu dýr í heimi. Erlent 5.9.2006 23:00
Blair sagður hætta næsta sumar Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, mun segja af sér embætti næsta sumar að sögn heimildarmanna breska götublaðsins The Sun. Að sögn blaðsins mun Blair hætta sem formaður Verkamannaflokksins 31. maí á næsta ári og segja af sér sem forsætisráðherra tæpum tveimur mánuðum síðar eða 26. júlí. Erlent 5.9.2006 22:57
Tyrkir senda hermenn til Líbanons Tyrkneska þingið samþykkti í dag að senda nokkur hundruð hermenn til Líbanons til liðs við friðargæslulið Sameinuðu þjóðanna þar. Múslimar í Tyrklandi eru þessu andvígir og óttast að liðið þjóni aðeins hagsmunum Ísraela og Bandaríkjamanna. Erlent 5.9.2006 22:53