Fréttir

Fréttamynd

Neitar að tjá sig um ratsjárstöðvar

Forsætisráðherra vill ekki tjá sig um þær fréttir að Bandaríkjamenn hafi ekki sýnt áhuga á að hafa eftirlit með merkjum sem berast frá fjórum ratsjárstöðvum hersins á Íslandi. Samkvæmt heimildum NFS ætla Íslendingar að tryggja rekstur stöðvanna áfram með einum eða öðrum hætti.

Innlent
Fréttamynd

Pliva lýst vel á tilboð Actavis

Stjórn króatíska lyfjafyrirtækisins Pliva segir yfirtökutilboð Actavis í fyrirtækið endurspegla sanngjarnt verðmat. Fréttaveita Reuters bendir á að stjórninni lítist þrátt fyrir það betur á samruna við bandaríska lyfjafyrirtækisins Barr. Barr greinir frá því í dag hvort fyrirtækið ætli að hækka tilboð sitt eður ei.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fundu búnað til að stela kortaupplýsingum

Lögreglan í Reykjavík rannsakar nú mál þar sem sérstökum búnaði var komið yfir kortasjálfsala við bensínstöð á höfuðborgarsvæðinu með það að markmiði að ná rafrænum upplýsingum af greiðslukortum. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkt mál kemur upp hér á landi.

Innlent
Fréttamynd

Dagur Group opnar verslun í Leifsstöð næsta vor

Flugstöð Leifs Eiríkssonar hf. og Dagur Group hafa gert með sér samning um rekstur verslunar með tónlist, kvikmyndir, tölvuleiki sem og afþreyingarefni því tengt, en hingað til hafa þessir vöruflokkar verið seldir í Fríhöfninni ehf. Einnig mun verslunin selja aðgöngumiða á tónleika og aðra afþreyingarviðburði á Íslandi og erlendis.

Innlent
Fréttamynd

Engin breyting á olíuframleiðslu

Sérfræðingar segja ekki líkur á að OPEC, samtök olíuframleiðsluríkja, geri miklar breytingar á olíuframleiðslu sinni þrátt fyrir að hætta sé á að hátt olíuverð geti dregið úr hagvexti. OPEC fundar um málið í næstu viku.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Skorað á öll stjórnmálaöfl að tryggja jafnan hlut kynjanna

Kvennahreyfing Samfylkingarinnar skorar á öll stjórnmálaöfl að tryggja jafnan hlut kvenna og karla á framboðslistum í komandi alþingiskosningum. Í tilkynningu frá hreyfingunni er sérstaklega hvatt til þess að í tveimur efstu sætum hvers framboðslista sé fólk af báðum kynjum og þannig tryggt að hlutur kynjanna verði sem jafnastur í fulltrúatölu á Alþingi.

Innlent
Fréttamynd

Jakobínarína ein þriggja sveita á hátíðinni

Hafnfirska rokksveitin Jakobínarína er meðal þeirra þriggja hljómsveita sem troða upp á Iceland Airwaves tónleikum í London þann 12. september. Ein helsta von Svía í rokkbransanum um þessar mundir, Love is All, og hinir innfæddu Tilly and the Wall, sem fyrir skemmstu gaf út sina aðra breiðskífu 'Bottoms of Barrales' hjá hinni skemmtilegu Moshi Moshi plötuútgáfu, koma einnig fram á tónleikunum sem haldnir eru undir formerkjunum 'A Taste of Airwaves' og fara fram í London's King's College. Hljómsveitirnar þrjár munu allar koma fram á Iceland Airwaves hátíðinni í ár, sem fer fram í áttunda sinn í miðborg Reykjavíkur daganna 18. - 22. október.

Lífið
Fréttamynd

Skjálftavirkni á Ströndum

Jarðskjálfti upp á þrjá á Richter var laust eftir klukkan sjö í morgun vestur af Djúpuvík í Reykjafirði á Ströndum. Annar minni skjálfti að stærð 2,7 varð á sömu slóðum nokkrum mínútum fyrir.

Innlent
Fréttamynd

Efnistaka við Eyvindará hafi ekki verulega neikvæð áhrif

Skipulagsstofnun hefur hefur komist að þeirri niðurstöðu að fyrirhuguð efnistaka við Eyvindará á Fljótsdalshéraði eins og hún sé kynnt í skýrslu um mat á umhverfisáhrifum valdi ekki verulega neikvæðum og óafturkræfum sjónrænum áhrifum.

Innlent
Fréttamynd

Starfandi erlendum ríkisborgurum fjölgar um 265% á sjö árum

Starfandi erlendir ríkisborgurum fjölgaði um 265 prósent frá árinu 1998 til 2005. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Hagstofunni. Starfandi erlendir ríkisborgarar voru 9.010 árið 2005 eða 5,5 prósent af heildarfjölda starfandi fólks en voru 3.400 árið 1998 eða 2,3 prósent af starfandi fólki.

Innlent
Fréttamynd

Óttast að tugir hafi látist í sprengingum á Indlandi

Óttast er að minnst tuttugu og fimm hafi týnt lífi og fjölmargir særst í fjórum sprengingum á vestur hluta Indlands í morgun. Ekki er fullvíst hvað olli sprengingunum en grunur leikur á að um sprengjuárásir sé að ræða.

Erlent
Fréttamynd

Umferðartafir vegna málningarvinnu á Breiðamerkursandi

Vegna málningarvinnu við Jökulsá á Breiðamerkursandi má búast við umferðartöfum þessa viku og næstu viku. Á Djúpvegi (þjóðvegi 61) við Selá í Hrútafirði standa nú yfir brúarframkvæmdir og er vegfarendum beint um hjáleið.

Innlent
Fréttamynd

Tæplega áttræð kona handtekin fyrir tilraun til bankaráns

79 ára gömul kona var handtekin í Chicago í Bandaríkjunum og á nú von á ákæru fyrir að hafa reynt að ræna útibú Ameríkubankans. Að sögn vitna gekk hún upp að gjaldkeraborði og sýndi gjaldkeranum byssu og krafðist 30 þúsund dollara, eða rúmlega tveggja milljóna króna.

Erlent
Fréttamynd

Óbreyttir stýrivextir í Japan

Seðlabanki Japans hefur ákveðið að halda stýrivöxtum bankans óbreyttum í 0,25 prósentum. Almennt var búist við þessari ákvörðun en stýrivextir í landinu voru hækkaði um 25 punkta í júlí eftir sex ára viðvarandi núllvaxtastefnu.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Sprenging við mosku á Indlandi

Tugir manna eru sagðir hafa slasast í sprengingu fyrir utan mosku í bæ í Maharashtra-ríki á Vestur-Indlandi í morgun. Engar fregnir hafa borist af dauðsföllum en fram kemur í fréttaskeyti Reuters að þúsundir manna hafi safnast saman við moskuna fyrir föstudagsbænir. Orsakir sprengingarinnar eu óþekktar.

Erlent
Fréttamynd

Undirbúa kæru á hendur lögreglunni í Vollsmose

Ímaminn Abu Hassan í Vollsmose í Danmörku, þar sem níu voru handteknir fyrir skipulagningu hryðjuverka, segir lögregluna ekki hafa neinar sannanir í málinu og að allt sé þetta gert til að þóknast Bandaríkjunum. Hann ætlar að safna saman fjölskyldum hinna grunuðu í dag og undirbúa kæru á hendur lögreglunni fyrir framgöngu hennar við handtökuna.

Erlent
Fréttamynd

Geimskot Atlantis reynt í dag

Bandaríska geimferðastofnunin NASA mun reyna að skjóta geimskutlunni Atlantis á loft klukkan tuttugu mínútur í fjögur í dag ef aðstæður leyfa. Vegna árekstra við dagskrá rússnesku geimferðastofnunarinnar reyndist ekki hægt að fresta skotinu til þess að skipta mætti um bilaða ljósavél sem hefur verið til vandræða.

Erlent
Fréttamynd

Kosningabaráttan heldur áfram að loknum kosningum

Kosningabarátta forsetaframbjóðanda heldur áfram í Mexíkó þó að rúmir tveir mánuðir séu liðnir frá kjördegi. Forsetaframbjóðandi vinstri manna, Lopez Obrador, segist ætla að halda ráðstefnu á sjálfstæðisdag Mexíkó, þann 16. september, til þess að mynda aðra ríkisstjórn til höfuðs ríkisstjórn Felipe Calderons.

Erlent
Fréttamynd

Guðjón Hjörleifsson býður sig fram í 2.-3. sæti

Guðjón Hjörleifsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gefur kost á sér í 2. til 3. sæti á lista flokksins í Suðurkjördæmi fyrir þingkosningarnar sem fram fara næsta vor. Þetta kemur fram í tilkynningu sem hann sendi frá sér í morgun en Guðjón var í þriðja sæti listans fyrir síðustu kosningar.

Innlent
Fréttamynd

Talinn hafa verið á 200 km hraða

Þrítugur karlmaður var mældur á 148 kílómetra hraða á vélhjóli sínu skammt fyrir utan Akureyri í nótt. Þegar lögregla gaf manninum merki um að hún vildi ná af honum tali sinnti hann því engu heldur reyndi að stinga laganna verði af, og telur lögregla að vélhjólið hafi verið á um og yfir 200 kílómetra hraða meðan á eltingaleiknum stóð.

Innlent
Fréttamynd

Þorgerður Katrín sækist eftir 1. sætinu

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, ætlar að bjóða sig fram í fyrsta sæti á lista flokksins í Suðvesturkjördæmi fyrir þingkosningarnar næsta vor. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag.

Innlent
Fréttamynd

Hönnun nýrra turna í stað Tvíburaturnanna kynnt

Bandarískir arkitektar kynntu í gær hönnun sína að þremur nýjum skýjakljúfum sem munu rísa við hliðina á staðnum þar sem Tvíburaturnarnir stóðu í New York. Sá hæsti turnanna verður 78 hæðir og verður þakið á þeim turni skorið í fjóra tígla sem verða lýstir upp að næturlagi.

Erlent
Fréttamynd

Á annað hundrað grömm af hassi fundust við húsleit

Lögreglan í Kópavogi réðist í gærkvöldi, með aðstoð lögreglunnar í Hafnarfirði og tollgæslunnar, til atlögu á heimili á höfuðborgarsvæðinu þar sem grunur lék á að fram færi fíkniefnasala. Fimm manns af báðum kynjum, á tvítugs- og þrítugsaldri, voru handtekin í og við heimilið. Við leit í húsnæðinu fundust á annað hundrað grömm af hassi, vafið í söluumbúðir, og lítilræði af amfetamín.

Innlent
Fréttamynd

Aukinn herafli NATO til Afganistans?

Yfirmenn Atlantshafsbandalagsins munu hittast í Varsjá í dag til að ræða málefni Afganistans og hvort beri að senda þangað aukinn herafla. Breskur hershöfðingi lét þau orð falla í gær að alþjóðlegt herlið ætti við ramman reip að draga í Afganistan og að átökin þar nú væru harðari en til að mynda í Írak.

Erlent
Fréttamynd

Nýtt myndband með bin Laden

Arabíska fréttastöðin Al Jazeera hefur sýnt myndband sem sagt er vera af fundi Osama Bin Laden, leiðtoga al Kaída hryðjuverkasamtakanna, með nokkrum þeirra sem tóku þátt í hryðjuverkaárásunum á Bandaríkin ellefta september 2001.

Erlent
Fréttamynd

Ekkert eftirlit með merkjum frá ratsjárstöðvum

Ekkert eftirlit er hér á landi með merkjum sem berast frá fjórum ratsjárstöðvum hersins á Íslandi en kerfið var sett upp til að verjast ómerktum flugvélum sem reyna að laumast inn í íslenska lofthelgi. Bandaríkjamenn hafa engan áhuga sýnt á því að reka þetta kerfi áfram.

Innlent
Fréttamynd

Gengið til góðs á laugardaginn

Rauði kross Íslands hvetur þjóðina til að ganga til góðs á laugardag, í þágu munaðarlausra barna í Afríku sem og annarra barna þar sem standa höllum fæti.

Innlent