Fréttir

Fréttamynd

Spá lægri verðbólgu

Hagstofa Íslands birtir verðbólgutölur fyrir september á morgun. Greiningardeild KB banka spáir því að verðbólga hafi hækkað um 0,8 prósent frá fyrri mánuði og að 12 mánaða verðbólga lækki úr 8,6 prósentum í 7,8 prósent.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Tvímenningar gefa sig fram

Mennirnir tveir sem leitað hefur verið að í tengslum við árásir á bensínstöð Skeljungs í Fellahverfi í Breiðholti í fyrrinótt hafa gefið sig fram við lögreglu. Það gerðu þeir nú síðdegis eftir að lögregla hafði birt myndir af þeim úr öryggismyndavél og hvatt þá til að gefa sig fram.

Innlent
Fréttamynd

Sektað fyrir að henda rusli

Nokkuð ber á því að fólk hendi rusli á götur borgarinnar eða annars staðar á almannafæri. Það er að sjálfsögðu með öllu óheimilt enda telst það brot á lögreglusamþykkt Reykjavíkurborgar. Í tilkynningu frá lögreglu segir að aekt í slíkum tilfellum ákvarðist eftir eðli og umfangi brots en hún er þó aldrei lægri en 10 þúsund krónur.

Innlent
Fréttamynd

Tilboð Barr upp á um 180 milljarða

Bandaríska lyfjafyrirtækið Barr hefur hækkað tilboð sitt í öll hlutabréf króatíska lyfjafyrirtækisins PLIVA upp í 820 kúnur á hlut, sem þýðir að fyrirtækið býður um 180 milljarða króna í PLIVA.

Innlent
Fréttamynd

Tvíbókað af sumum greiðslukortum um helgina

Debetkortaeigendur lentu sumir hverjir í því um helgina að tekið var tvisvar af kortum þeirra þegar þeir greiddu með þeim. Verið var að breyta hugbúnaði hjá Reikningstofu bankanna sem olli því að hluti af debetkortafærslum á laugardag og sunnudag tvíbókuðust.

Innlent
Fréttamynd

Gekk af fundi iðnaðarnefndar

Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri - grænna, gekk í dag af framhaldsfundi iðnaðarnefndar til þess að mótmæla því sem hann kallar leynimakk Landsvirkjunar. Fram kemur á heimasíðu Ögmundar að á fundinum hafi fulltrúar Landsvirkjunar krafist þess að nýtt arðsemismat Kárahnjúkavirkjunar yrði aðeins kynnt ef þingmenn hétu því að þegja um upplýsingarnar.

Innlent
Fréttamynd

Skattasátt hjá GlaxoSmithKline

Sátt náðist á milli bandaríska skattsins og bandarískrar deildar breska lyfjafyrirtækisins GlaxoSmithKline Holdings um ógreidda álagningu á lyf fyrirtækisins og skattgreiðslur á árunum 1998 til 2005. Í sáttinni felst að lyfjafyrirtækið mun greiða 3,4 milljarða bandaríkjadali eða jafnvirði 244 milljarða íslenskar krónur til bandaríska ríkisins Þetta er stærsta skattamál í bandaríski dómssögu.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Síminn segir ásakanir Hallgríms fráleitar

Síminn telur fráleitt að starfsmenn Símans fylgist með símtölum milli ákveðinna aðila og komi upplýsingum þar um áfram til óviðkomandi aðila. Í yfirlýsingu sem Síminn sendi frá sér vegna greinar Hallgríms Helgasonar í Fréttablaðinu í dag, áréttar Síminn að fyrirtækið starfi samkvæmt lögum um fjarskipti og eftir eigin siðareglum.

Innlent
Fréttamynd

Lögregla birtir myndir af árásarmönnunum

Lögreglan í Reykjavík leitar nú tveggja ungra manna sem eru aðilar að hnífstungumáli í Select við Suðurfell aðfaranótt sunnudags, 10. september. Birtar hafa verið myndir af þeim sem náðust úr öryggismyndakerfi Select.

Innlent
Fréttamynd

Sendir bréf til þingmanna EES vegna sjóræningjaveiða

Guðlaugur Þór Þórðarson, alþingismaður og formaður Íslandsdeildar þingmannanefndar EFTA, hefur sent þingmönnum Evrópuþingsins, Noregs og Liechtenstein sem sæti eiga í þingmannanefnd EES bréf þar sem hann vekur athygli á sjóræningjaveiðum á Norður-Atlantshafi og aðgerðum til að sporna við þeim.

Innlent
Fréttamynd

Excel fimmta stærsta ferðasamsteypa Bretlands

Excel Airways Group, dótturfélag Avion Group, er fimmta stærsta ferðasamsteypa Bretlands samkvæmt opinberum tölum breskra flugmálayfirvalda. Þar er miðað við seldar ferðir á árunum 2005 til 2006.

Innlent
Fréttamynd

Starfsmenn bandaríska sendiráðsins minnast þeirra sem létust

Einnar mínútu þögn var í bandaríska sendiráðinu klukkan 12:46 til minningar um þá sem létust í hryðjuverkunum þann 11. september árið 2001, eða þegar fyrsta flugvélin flaug á annan tvíburaturninn samkvæmt íslenskum tíma. Á milli tuttugu og þrjátíu starfsmenn voru við vinnu í sendiráðinu um hádegi í dag. Fjölmiðlum var ekki boðið að vera viðstaddir en einungis starfsmenn sendiráðsins minntust þeirra sem létust þennan dag með þessum hætti.

Innlent
Fréttamynd

Samkomulag um myndun þjóðstjórnar

Mahmoud Abbas, forseti Palestínumanna, segir samkomulag hafa tekist við Hamas-samtökin um skipan eins konar þjóðstjórnar Palestínumanna. Fulltrúar Hamas hafa staðfest þetta en ekki er vitað með vissu hvað felst í samkomulaginu utan þess að fulltrúar bæði Hamas og Fatah-fylkingar forsetans munu eiga sæti í heimastjórninni.

Erlent
Fréttamynd

Eldur í rafmagnstöflu í Máli og menningu

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var nú eftir hádegið kallað að verslun Máls og menningar á Laugavegi vegna elds í húsinu. Í ljós kom að rofi í rafmagnstöflu á annnarri hæð hússins hafði brunnið yfir og eldur komið upp. Greiðlega gekk að slökkva eldinn og urðu skemmdir af völdum hans litlar en reykræsta þurfti rýmið þar sem eldurinn kom upp.

Innlent
Fréttamynd

Unnið verði að aukinni hagkvæmni og lækkun skatta

Afurðarstöðvar í Norðvestur- og Norðausturkjördæmi leggja til að unnið verði með stjórnvöldum að mörkun stefnu um aukna hagkvæmni í landbúnaði og lækkun virðisaukaskatts á matvæli til þess að ná fram frekari raunlækkun á matvælaverði. Þetta kemur fram í ályktun sem samþykkt var á fundi afurðastöðvanna í gær.

Innlent
Fréttamynd

Hægt að lækka matarverð á morgun

Hægt væri að lækka matarverð á morgun með lækkun vörugjalda og tolla, að mati Guðlaugs Þór Þórðarsonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Viljaleysi til breytinga á landbúnaðarkerfinu, meðal annars af hálfu Framsóknarflokksins, sé ástæða þess að matarverð hafi ekki lækkað fyrr.

Innlent
Fréttamynd

Sex látnir eftir sprengingu í jarðarför í Afganistan

Að minnsta kosti sex lögreglumenn týndu lífi og sextán særðust í sjálfsvígssprengjuárás á syrgjendur við jarðarför í Suðvestur-Afganistan í dag. Verið var að bera heraðsstjóra til grafar en hann féll í annarri sjálfsvígssprengjuárás í gær.

Erlent
Fréttamynd

Barr bauð betur í Pliva

Nýtt yfirtökutilboð bandaríska lyfjafyrirtækisins Barr, sem lagt var fram í allt hlutafé í króatíska lyfjafyrirtækið Pliva á föstudag í síðustu viku, hljóðar upp á 820 kúnur á hlut eða jafnvirði 179,4 milljarða íslenskra króna. Þetta er 25 kúnum hærra en nýtt yfirtökutilboð Actavis, sem bauð 795 kúnur á hlut, eða um 176 milljarða krónur.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hvatt til óhæfuverka gegn Bandaríkjamönnum

Næstráðandi hjá al Kaída hryðjuverkasamtökunum hvetur til óhæfuverka gegn Bandaríkjamönnum og bandarískum hagsmunum í nýju myndbandi sem birt var í dag. Upptaka af leiðtoga samtakanna, Osama bin Laden, sem sögð er tekin skömmu fyrir hryðjuverkárásirnar ellefta september 2001 var einnig birt í dag.

Erlent
Fréttamynd

Nasdaq horfir til OMX

Viðræður eru sagðar hafnar um hugsanleg kaup bandaríska verðbréfamarkaðarins Nasdaq á OMX markaðnum, sem rekur kauphallir í Stokkhólmi, Helsinki, Kaupmannahöfn og í Eystrasaltslöndunum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Hryðjuverk kostuðu 300 manns vinnuna hjá Icelandair

Hryðjuverkin 11. september 2001 kostuðu tæplega þrjú hundruð manns sem störfuðu hjá Icelandair atvinnuna. Þetta kom fram í viðtali við Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúa Icelandair, á Fréttavaktinni í morgun. Guðjón segir flugstarfsemi í heiminum ekki enn komna í sama horf og hún var fyrir árásirnar.

Innlent
Fréttamynd

Eftirlitslaus lofthelgi ekki veikasti hlekkurinn

Tollstjórinn í Reykjavík segir eftirlitslausa lofthelgi ekki veikasta hlekkinn í smygleftirliti Íslendinga, vanræksla ratsjárstöðvanna bjóði ekki upp á neina möguleika sem ekki hafi verið fyrir. Flugmálastjóri sagði í fréttum NFS í gær að eftir að Bandaríkjaher hætti að vinna úr upplýsingum frá ratsjárstöðvum sé greið leið fyrir smyglara að fljúga óséðir inn í lofthelgi Íslands með ólöglegan varning.

Innlent
Fréttamynd

Kögun semur við bandaríska flotann

Bandaríski flotinn hefur eftir útboð tekið tilboði Kögunar hf. í rekstur fjarskiptastöðvar flotans í Grindavík. Útboðið er hluti af þeirri endurskipulagningu sem orðið hefur vegna brotthvarfs hersins og með þessu tekst að skapa áframhaldandi störf fyrir hluta þeirra starfsmanna sem sinnt hafa þjónustu við Varnarliðið á vegum Kögunar, segir í tilkynningu.

Innlent
Fréttamynd

Flugvél BA nauðlent í Brussel vegna gruns um eld

Nauðlenda varð flugvél British Airways flugfélagsins, sem var á leið frá Lundúnum til Frankfurt í Þýskalandi, í Brussel í Belgíu í gærkvöldi þar sem grunur lék á að eldur hefði kviknað um borð.

Erlent
Fréttamynd

Skorar á hnífstungumenn að gefa sig fram

Lögreglan í Reykjavík leitar nú tveggja ungra manna sem eru aðilar að hnífstungumáli í Select við Suðurfell aðfaranótt sunnudags, 10. september. Góðar myndir náðust af báðum þessum mönnum í öryggismyndakerfi Select. Lögreglan skorar á þessa menn að gefa sig fram tafarlaust.

Innlent
Fréttamynd

Verðbólga lækkar í Noregi

Verðbólga lækkaði um 0,4 prósentustig í ágúst og mældist 1,9 prósent á ársgrundvelli. Þetta kom nokkuð á óvart en sérfræðingar spáði óbreyttri verðbólgu á milli mánaða. Til samanburðar lækkaði verðbólgan um 0,6 prósent í júlí en lækkunin má einkum skýra með verðlækkun á fatnaði og símaþjónustu í Noregi.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Önnur réttarhöld yfir Hussein hafin

Önnur réttarhöldin yfir Saddam Hussein, fyrrverandi Íraksforseta, hófust á ný í Bagdad í morgun. Í þessu máli er Hussein, ásamt sex öðrum, ákærður fyrir þjóðarmorð á Kúrdum í Norður-Írak á níunda áratug síðustu aldar.

Erlent