Fréttir

Fréttamynd

Olíuverð hækkar

Heimsmarkaðsverð á hráolíu hækkaði lítillega á helstu fjármálamörkuðum í dag. Fjárfestar bíða upplýsinga um olíubirgðastöðu í Bandaríkjunum en þær verða birtar síðar í dag. Búist er við að birgðirnar hafi dregist saman á milli vikna.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

TM boðar til hluthafafundar

Stjórn Tryggingamiðstöðvarinnar hf. (TM) hefur ákveðið að boða til hluthafafundar þann 26. september næstkomandi til að fjalla um tillögu stjórnar TM um útgáfu nýrra hluta í félaginu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Má nota fjór- og sexhjól við hreindýraveiðar

Hreindýraleiðsögumaður var í fyrradag sýknaður í Héraðsdómi Austurlands af ákæru um ólöglega notkun fjórhjóls við veiðar. Þar með verður leiðsögumönnum á hreindýraveiðum framvegis heimilt að nota fjór- og sexhjól til að sækja felld dýr samkvæmt dómnum.

Innlent
Fréttamynd

Atvinnuleysi minnkar

1.948 mann voru á atvinnuleysisskrá í síðasta mánuði en það jafngildir 1,2 prósenta atvinnuleysi, að því er fram kemur í nýbirtum tölum Vinnumálastofnunar. Þetta er minna atvinnuleysi en gert var ráð fyrir.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Atlantsolía lækkar bensínverð

Forráðamenn Atlantsolíu hafa ákveðið að lækka verð á bensínlítranum um eina krónu og kostar hann nú 121 krónu og 60 aura og 120 krónur og sextíu aura fyrir dælulyklahafa. Bensín hefur nú lækkað um tæpar 10 krónur síðan um miðjan júlí eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá félaginu.

Innlent
Fréttamynd

Flaggað í hálfa stöng í Bankastræti

Þeir sem leið áttu um Bankastrætið í morgunsárið hafa líklega tekið eftir breytingu í umhverfinu. Tólf bleikum fánum var nefnilega flaggað í hálfa stöng í ljósastaurum við götuna.

Innlent
Fréttamynd

Viðskiptahalli 161 milljarður á síðasta ári

Viðskiptahalli síðasta árs reyndist 161 milljarður króna samkvæmt nýjum bráðabrigðatölum frá Hagstofu Íslands. Þar kemur fram að landsframleiðsla á árinu 2005 hafi verið 1.012 milljarðar og aukist um 7,5 prósent að raungildi frá fyrra ári.

Innlent
Fréttamynd

Talíbanar hættulegri en al-Kaída liðar

Fréttastofa AP hefur komist yfir myndband sem sagt er tekið af Talíbönum í Afganistan og veitir svipmynd af þeim átökum sem orðið hafa í Kandahar-héraði í Suður-Afganistan. Fundað verður í Belgíu í dag um hvernig fjölga megi í herliði NATO í Afganistan. Forseti Pakistans segir Talíbana meiri ógn í þessum heimshluta en al-Kaída.

Erlent
Fréttamynd

Ferðataska full af fötum

Lögreglan í Kópavogi fann stóra ferðatösku á göngustíg í Fögrubrekkunni í gærkvöld. Í töskunni voru smókingföt og annar fatnaður, allt snyrtilega saman brotið. Enn er allt á huldu með eiganda töskunnar og fatnaðarins.

Innlent
Fréttamynd

Soros berst gegn fátækt

Bandaríski auðkýfingurinn George Soros hefur ákveðið að veita Sameinuðu þjóðunum 50 milljónir bandaríkjadala, jafnvirði rúmra 3,5 milljarða íslenskra króna, á næstu fimm árum til að berjast gegn fátækt og útbreiðslu alnæmis í Afríku.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Streymi ferskvatns í sjó eykst

Streymi ferskvatns út í sjó hefur aukist um 17 þúsund rúmkílómetra síðastliðinn áratug vegna bráðnunar íss og jökla. Það slagar hátt upp í 40 ára gegnumstreymi ferskvatns út í Missisippi-flóann. Það þýðir róttæka breytingu á lífsskilyrðum fisktegunda og annarra sjávarlífvera, sérstaklega á heimskautasvæðum.

Erlent
Fréttamynd

Margir án atvinnu í Bretlandi

Atvinnuleysi mældist 5,5 prósent í Bretlandi á öðrum fjórðungi ársins en þetta jafngildir því að 1,7 milljónir manna hafa verið án atvinnu í landinu. Atvinnuleysi í Bretlandi hefur ekki verið meira í sex ár, samkvæmt útreikningum bresku hagstofunnar.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Mannskæð sprengjuárás í Tyrklandi

10 létust og 14 liggja sárir eftir sprengjuárás í suðausturhluta Tyrklands í gærkvöldi. Á meðal látinna eru 7 börn. Sprengjan sprakk nálægt barnaskóla í borginni Diyarbakir og hefur enginn enn lýst yfir ábyrð á árásinni.

Erlent
Fréttamynd

Landsframleiðsla jókst umfram áætlanir

Landsframleiðsla jókst að raungildi um 7,5 prósent á síðasta ári, samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofunnar yfir þjóðhagsreikninga á árinu. Í áætlun frá því í mars var gert ráð fyrir 5,5 prósenta hagvexti. Skýrist munurinn einkum af tekjum í útfluttri þjónustu en þær reyndust tæpum 10 milljörðum krónum meiri en gert hafði verið ráð fyrir.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Innflutningur á selskinnum inna EBS verði bannaður

Ályktunartillaga um að banna innflutning á selskinnum verður á næstunni lögð fram hjá Evrópusambandinu. Áralöng barátta dýraverndarsamtaka er þar að skila árangri, en hún hefur einkum beinst gegn selveiðum Kanadamanna.

Innlent
Fréttamynd

Fundað vegna öldu umferðarslysa

Félagasamtök, ráðuneyti og stofnanir efna til borgarafunda samtímis á sjö stöðum á landinu á morgun klukkan 17.15 undir yfirskriftinni „Nú segjum við stopp!" Tilefni fundanna er sú alda umferðarslysa sem skollið hefur á landsmönnum að undanförnu.

Innlent
Fréttamynd

Myndband frá Talíbönum

Fréttastofa AP hefur komist yfir myndband sem sagt er tekið af Talíbönum í Afganistan og veitir sjaldgæfa svipmynd af þeim átökum sem orðið hafa í Kandahar-héraði í Suður-Afganistan. Á myndbandinu má sjá fjölmarga hópa vopnaðra andspyrnumanna ganga um þau svæði þar sem hefur komið til átaka og árásarþyrlur skjóta að þeim.

Erlent
Fréttamynd

Fluttur á slysadeild

Þyrla landhelgisgæslunnar sótti slasaðan mann sem dottið hafði af hestbaki við Gljúfurleiti, nærri Sultartangalóni, um sjöleytið í gærkvöld. Maðurinn meiddist á höfði en ekki er ljóst hversu alvarleg meiðslin eru.

Innlent
Fréttamynd

Fjandvinir Bandaríkjamanna funda á Kúbu

Fundur leiðtoga þeirra ríkja sem standa utan bandalaga hófst í Havana á Kúbu í gær. Forsetar Írans, Sýrlands og Venesúela, auk næstráðandi í Norður-Kóreu, sækja fundinn.

Erlent
Fréttamynd

Stjórnvöld á Srí Lanka ekki til viðræðna

Stjórnvöld á Srí Lanka neita því að hafa samþykkt í gær að taka skilyrðislaust þátt í friðarviðræðum við uppreisnarmenn Tamíltígra í landinu. Yfirlýsing eftir fund um friðarferlið í Brussel í Belgíu í gær hafi verið röng.

Erlent
Fréttamynd

Þyrla sótti slasaðan hestamann

Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti slasaðan mann sem dottið hafði af hestbaki við Gljúfurleiti, nærri Sultartangalóni, um sjöleytið í gærkvöld. Maðurinn meiddist á höfði en ekki er ljóst hversu alvarleg meiðslin eru en hann var fluttur á gæsludeild Landspítalans.

Innlent
Fréttamynd

Vöruskiptajöfnuður neikvæður um 11,6 milljarða

Vöruskiptajöfnuður var neikvæður um 11,6 milljarða króna í ágústmánuði og dregst heldur saman frá því í júlí, þegar vöruskiptahallinn var rúmir 19 milljarðar. Eldsneytisinnflutningur dregst þónokkuð saman frá fyrra mánuði, en sá innflutningur er afar sveiflukenndur.

Innlent
Fréttamynd

Lögregla fann stóra ferðatösku

Lögreglan í Kópavogi fann stóra ferðatösku á göngustíg í Fögrubrekkunni í kvöld. Í töskunni voru smókingföt og annar fatnaður, allt snyrtilega saman brotið. Enn er allt á huldu með eiganda töskunnar og fatnaðarins. Ekki er ljóst hvort eigandanum hafi verið hent á dyr og töskunni á eftir honum en ef einhver saknar fata sinna þá getur sá hinn sami haft samband við lögregluna í Kópavogi.

Innlent
Fréttamynd

Sjö fórust í sprengingu í Tyrklandi

Sjö létust og sautján særðust í sprenging sem varð í suðausturhluta Tyrklands í kvöld. Á meðal látinna eru fimm börn. Þrír þeirra sem særðust eru taldir í lífshættu. Sprengingin varð í borginni Diyarbakir og hefur enginn enn lýst yfir ábyrð á árásinni. Kúrdar eru í meirihluta í borginni. Tólf hafa látist í sprengingum í Tyrklandi á síðustu vikum og tugir slasast.

Erlent
Fréttamynd

Hreindýraleiðsögumaður sýknaður í Héraðsdómi Austurlands

Hreindýraleiðsögumaður var í gær sýknaður í Héraðsdómi Austurlands af ákæru um ólöglega notkun fjórhjóls við veiðar. Þar með verður leiðsögumönnum á hreindýraveiðum framvegis heimilt að nota fjór- og sexhjól til að sækja felld dýr samkvæmt dómnum.

Innlent
Fréttamynd

Bann við innflutningi á selskinnum til umræðu á þingi ESB

Ályktunartillaga um að banna innflutning á selskinnum verður á næstunni lögð fram hjá Evrópusambandinu. Áralöng barátta dýraverndarsamtaka er þar að skila árangri, en hún hefur einkum beinst gegn selveiðum Kanadamanna. Dýraverndarsamtökin ætla að láta kné fylgja kviði og fara framá að einnig verði bönnuð sala á pelsum og öðrum tilbúnum flíkum úr selskinni.

Innlent
Fréttamynd

Baulað á Blair

Fjölmargir verkalýðsforkólfar gengu út af ársfundi sambands verkalýðsfélaga í Bretlandi í dag. Þetta gerðist um leið og Tony Blair tók þar til máls í síðasta sinn sem leiðtogi Verkamannaflokksins og forsætisráðherra landsins.

Erlent
Fréttamynd

Réð menn til að misþyrma kærustunni sinni

Sænskur forstjórasonur hefur verið dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir að leigja tvo óbótamenn til þess að misþyrma kærustu sinni, til þess að hún missti fóstur. Kærastan hafði neitað að fara í fóstureyðingu. Óbótamennirnir réðust á hana á skógarstíg í einu úthverfa Stokkhólms. Þar héldu þeir henni fastri og börðu hana í kviðinn, með barefli, þartil hún þóttist missa meðvitund. Stúlkan gat skreiðst eftir hjálp, og það tókst að bjarga barni hennar. Árásarmennirnir tveir voru einnig dæmdir til fangelsisvistar.

Erlent
Fréttamynd

Hryðjuverkaárásirnar seinkuðu inflúensufaraldri í BNA

Hryðjuverkaárásirnar á Bandaríkin 11. september seinkuðum árlegum inflúensufaraldri í landinu um tvær vikur, árið eftir, að sögn lækna við Barnasjúkrahúsið í Boston. Þeir hafa birt niðurstöður sínar í læknatímariti. Læknarnir rekja þetta til þess að stórfelld minnkun varð á flugi eftir árásirnar og það tók því flensuvírusinn lengri tíma að dreifa sér. Læknarnir telja að þetta sé til marks um að dreifing smitsjúkdóma með flugi sé meiri en áður var talið, og að sú vitneskja geti hugsanlega gagnast ef þurfi að verjast alvarlegum smitsjúkdómum, eins og fuglaflensu.

Erlent