Fréttir Fjórir létust í árás byssumanna Að minnsta kosti fjórir eru látnir og sextán særðir eftir skotárás tveggja byssumanna í framhaldsskóla í Montreal í Kanada. Lögreglan í Montreal segir að svo virðist sem annar byssumannanna hafi svipt sig lífi en hinn var felldur af lögreglunni. Erlent 13.9.2006 18:41 Ferðatöskumálið upplýst Ferðataskan sem lögreglan í Kópavogi fann í gær með smókingfötum og öðrum fatnaði, er komin til eigenda sín. Ferðatöskunni hafði verið stolið úr ólæstri bifreið nokkrum dögum áður en eigandi töskunnar kom til lögrelunnar í dag og endurheimti fötin sín. Innlent 13.9.2006 18:06 Segir koma til greina að halda friðarviðræður við Tamil tígra á Íslandi Talsmaður ríkisstjórnarinnar á Srí Lanka segir koma til greina að halda friðarviðræður við Tamíl tígra á Íslandi. Stjórnin er hins vegar andvíg því að halda viðræðurnar í Osló í byrjun október. Erlent 13.9.2006 18:58 37 milljónir króna söfnuðust í Göngum til góðs 37 milljónir söfnuðust í landsöfnum Rauða kross Íslands, Göngum til góðs, um síðustu helgi. Það er tveimur milljónum krónum meira en safnaðist í söfnuninni fyrir tveimur árum. Innlent 13.9.2006 17:56 Framhaldsskóli rýmdur vegna skotárásar Byssumenn hóf skothríð í framhaldsskóla í Montreal á fimmta tímanum í dag. Lögreglan í Montreal segir óvíst hversu margir særðust í árásinni en fréttastofan Sky hefur eftir sjónvarvottum að fjórir að minnsta kosti hafi særst. Erlent 13.9.2006 17:55 Páfi heimsótti gröf foreldra sinna Benedikt páfi sextándi heimsótti í morgun gröf foreldra sinnna en hann er nú á ferð um Þýskaland, heimaland sitt. Í för með páfa í morgun var bróðir hans en gröfin stendur rétt fyrir utan Regensburg. Erlent 13.9.2006 17:20 Áformum um stóriðju verði slegið á frest Samfylkingin vill að frekari áformum um stóriðju verði slegið á frest og náttúra landsins verði sett í forgang. Þetta kom fram á blaðamannafundi sem flokkurinn efndi til í dag þar sem ný umhverfisstefna var kynnt. Innlent 13.9.2006 17:18 Gaf safninu ágrip úr dagbókum sínum frá stríðsárunum Fyrrum breskur hermaður gaf í dag Íslenska stríðsminjasafninu á Reyðarfirði teikningar og ljósmyndir frá þeim tíma er hann dvaldist hér á landi við herskyldu fyrir sextíu og fimm árum. Hann segir mikið hafa breyst á þeim tíma en fjöllunum hafi hann þó aldrei gleymt. Innlent 13.9.2006 17:24 Atvinnuleysi í ágúst 1,2 prósent Eins komma tveggja prósenta atvinnuleysi mældist í ágústmánuði síðastliðnum samkvæmt nýjum tölum frá Vinnumálastofnun. Meðalfjöldi atvinnulausra var um 11 prósent minni í ágúst en í júlí og hefur atvinnulausum fækkað um þriðjung frá því í ágúst 2005. Innlent 13.9.2006 17:12 Vilja ekki senda fleiri hermenn til Afganistan Þjóðir Atlantshafsbandalagsins eru ekki tilbúnar að senda fleiri hermenn til Afganistan. Yfirmenn öryggismála í Afganistan segja að þörf sé á tvö þúsund og fimm hundruð friðargæsluliðum til viðbótar til að geta tryggt öryggi borgara. Erlent 13.9.2006 17:14 Mikill meirihluti landsmanna fylgjandi atvinnuveiðum Tæplega þrír fjórðu þjóðarinnar eru fylgjandi því að Íslendingar stundi hvalveiðar í atvinnuskyni samkvæmt nýrri könnun sem Capacent gerði fyrir Landssamband íslenskra útvegsmanna. Innlent 13.9.2006 17:07 Íraksstríðið jók hagnað BAE Breska félagið BAE Systems (BAE), stærsti hergagnaframleiðandi í Evrópu, skilaði 405 milljóna punda eða tæplega 54 milljarða íslenskra króna hagnaði á fyrstu sex mánuðum ársins. Þetta er 28 prósenta meiri hagnaður en á sama tíma í fyrra og umfram væntingar. Ástæðan eru aukin kaup bandaríska hersins á herbílum til nota í Írak. Viðskipti erlent 13.9.2006 16:54 Mælir með kaupum á bréfum Alfesca Greiningardeild KB banka segir uppgjör Alfesca á öðrum fjórðungi ársins hafi verið yfir væntingum og hafi deildin gefið út nýtt verðmat á fyrirtækið. Deildin mælir með kaupum á hlutabréfa Alfesca. Viðskipti innlent 13.9.2006 16:35 Breytingar hjá Alfesca Nadine Deswasière, framkvæmdastjóri stefnumótunar og þróunar hjá Alfesca, hefur látið af störfum hjá fyrirtækinu. Ákveðið var að hún léti af störfum eftir að fyrirtækið hóf að leggja megináherslu á kjarnastarfsemi fyrirtæksins. Viðskipti innlent 13.9.2006 16:26 Rekinn fyrir að týna skýrslu um Vollsmose-málið Starfsmaður leyniþjónustu dönsku lögreglunnar hefur verið rekinn úr starfi eftir að í ljós kom að hann hafði glutrað niður skýrslu um Vollsmose-málið, þar sem níu menn voru handteknir vegna gruns um að þeir væru að undirbúa hryðjuverk í Danmörku. Erlent 13.9.2006 15:37 Segjast hafa fengið keðjur til að hætta að selja fisk Grænfriðungar segjast hafa fengið sænskar verslanakeðjur til þess að hætta að kaupa þorsk sem veiddur er í Eystrasalti. Þeir segjast munu, í þessari viku, senda dönskum kaupmönnum bréf, þar sem þeir eru hvattir til þess að gera slíkt hið sama. Erlent 13.9.2006 15:34 Seðlabankinn kynnir breytingu stýrivaxta á morgun Seðlabanki Íslands hefur boðað til fundar með fjölmiðlum á morgun til þess að kynna ákvörðun bankastjórnar um stýrivexti. Stýrivextir eru nú 13,5% en þeir voru síðast hækkaðir þann 16. ágúst. Fundurinn fer fram í fundarsal bankans að Sölvhóli og hefst klukkan 11. Innlent 13.9.2006 15:27 Kínverjinn farinn af landi brott Kínverjinn, sem veitti sjálfum sér áverka í vinnubúðum á Kárahnjúkum 20. ágúst síðastliðinn, er farinn úr landi og hefur látið af störfum. Oddur Friðriksson, yfirtrúnaðarmaður verkalýðsfélaga á Kárahnjúkum, segir að maðurinn hafi farið af landi brott stuttu eftir að hann losnaði af sjúkrahúsi. Innlent 13.9.2006 15:13 Náttúra landsins verði sett í forgang Samfylkingin vill að frekari áformum um stóriðju verði slegið á frest og náttúra landsins verði sett í forgang. Þetta kom fram á blaðamannafundi sem flokkurinn efndi til í dag þar sem ný umhverfisstefna var kynnt. Innlent 13.9.2006 14:57 Ótækt að Landsvirkjun starfi í skjóli ríkisábyrgðar Varaformaður iðnaðarnefndar Alþingis telur ótækt að Landsvirkjun starfi í skjóli ríkisábyrgðar og vill að einkafyrirtækjum verði gert kleift að hanna og byggja virkjanir. þingmaður Samfylkingarinnar, segir ákaflega erfitt að hafa virka samkeppni á jafn litlum raforkumarkaði og íslenski raforkumarkaðurinn sé. Innlent 13.9.2006 14:51 Ítrekað ekið á hæðarslár Lögregla kvartar enn undan því að ekið sé á hæðarslár sem komið hefur verið fyrir á gatnamótum Suðurlandsvegar og Vesturlandsvegar. Síðdegis í gær var þrisvar ekið á hæðarslárnar þrátt fyrir að öllum eigi að vera ljóst að þar sé unnið að gerð mislægra gatnamóta. Innlent 13.9.2006 14:30 Latibær verðlaunaður í Þýskalandi Sjónvarpsþættirnir um Latabæ voru útnefndir eitt besta barnaefni í þýsku sjónvarpi á föstudaginn var. Verðlaunin sem kennd eru við EMIL, sem er þekkt persóna í TV Spielfilm, sjónvarps- og kvikmyndatímariti í Þýskalandi. Innlent 13.9.2006 13:39 Ofsaakstur ógnar börnum á leið í skóla Langflestir þeirra sem lögreglan hefur stöðvað vegna hraðaksturs í íbúðagötu í Breiðholtinu á síðustu dögum hafa verið á tvöföldum hámarkshraða. Lögreglan hefur þungar áhyggjur af ofsaakstri þar sem börn eru á leið í skóla. Innlent 13.9.2006 13:41 Þrjú tonn af jarðvegi hreinsuð upp vegna olíuleka Betur fór en á horfðist þegar á bilinu 100 til 150 lítrar af olíu láku úr vinnuvél sem var á ferðinni á Suðurlandsvegi við Hólmsá laust fyrir hádegi í dag. Olíuleiðsla í vélinni gaf sig en ekki liggur fyrir hvers vegna. Innlent 13.9.2006 13:55 Tjaldvagni stolið í gær Nokkuð var um þjófnaði í borginni í gær og var meðal annars tjaldvagni stolið fyrir utan höfuðstöðvar fyrirtækis í höfuðborginni. Segir í tilkynningu frá lögreglu að vagninn hafi fundist skömmu síðar en ekki liggi fyrir hvort vagninn hafi skemmst við flutningana. Innlent 13.9.2006 13:28 Böðvar nýr aðstoðarmaður fjármálaráðherra Böðvar Jónsson hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Árna Mathiesen fjármálaráðherra og tekur hann við starfinu síðar í þessum mánuði. Böðvar leysir Ármann Kr. Ólafsson af hólmi en Ármann hefur gegnt starfi aðstoðarmanns ráðherra í ellefu ár, fyrst hjá Halldóri Blöndal samgönguráðherra og síðan hjá Árna Mathiesen í sjávarútvegs- og fjármálaráðuneyti. Innlent 13.9.2006 12:59 Árásarmenn reyndust Sýrlendingar Mennirnir fjórir sem réðust á bandaríska sendiráðið í Damaskus í Sýrlandi í gær voru allir Sýrlendingar. Þrír þeirra féllu í átökum við öryggisverði. Mennirnir ætluðu sér að aka bifreið hlaðinni sprengiefni inn á afgirt svæði við sendiráðið. Erlent 13.9.2006 12:40 Mengunarslys við Hólmsá Mengunarslys varð við Hólmsá á tólfta tímanum í morgun, skammt frá vatnsverndarsvæði Reykjavíkur. Glussaslanga á vinnuvél virðist hafa rofnað með þeim afleiðingum að tugir ef ekki hundrað lítrar af glussa láku í jarðveginn. Slökkvilið var sent á vettvang vinnur nú að því að moka upp jarðveginum enda hætta á að glussinn spilli vatnsbólum Reykjavíkur. Innlent 13.9.2006 12:48 Ekki hafðir með í ráðum Stjórnvöld á Srí Lanka neita því að hafa samþykkt í gær að taka skilyrðislaust þátt í friðarviðræðum við uppreisnarmenn Tamíltígra í landinu. Fulltrúar þeirra eru þó tilbúnir til viðræðna hætti tígrarnir árásum. Erlent 13.9.2006 12:24 Tvísýnar kosningar í Svíþjóð Tvær skoðanakannanir sem birtar voru í morgun sýna að þingkosningarnar í Svíþjóð um næstu helgi verða þær tvísýnustu í rúman aldarfjórðung. Munur milli stjórnar og stjórnarandstöðu er innan skekkjumarka. Erlent 13.9.2006 12:18 « ‹ ›
Fjórir létust í árás byssumanna Að minnsta kosti fjórir eru látnir og sextán særðir eftir skotárás tveggja byssumanna í framhaldsskóla í Montreal í Kanada. Lögreglan í Montreal segir að svo virðist sem annar byssumannanna hafi svipt sig lífi en hinn var felldur af lögreglunni. Erlent 13.9.2006 18:41
Ferðatöskumálið upplýst Ferðataskan sem lögreglan í Kópavogi fann í gær með smókingfötum og öðrum fatnaði, er komin til eigenda sín. Ferðatöskunni hafði verið stolið úr ólæstri bifreið nokkrum dögum áður en eigandi töskunnar kom til lögrelunnar í dag og endurheimti fötin sín. Innlent 13.9.2006 18:06
Segir koma til greina að halda friðarviðræður við Tamil tígra á Íslandi Talsmaður ríkisstjórnarinnar á Srí Lanka segir koma til greina að halda friðarviðræður við Tamíl tígra á Íslandi. Stjórnin er hins vegar andvíg því að halda viðræðurnar í Osló í byrjun október. Erlent 13.9.2006 18:58
37 milljónir króna söfnuðust í Göngum til góðs 37 milljónir söfnuðust í landsöfnum Rauða kross Íslands, Göngum til góðs, um síðustu helgi. Það er tveimur milljónum krónum meira en safnaðist í söfnuninni fyrir tveimur árum. Innlent 13.9.2006 17:56
Framhaldsskóli rýmdur vegna skotárásar Byssumenn hóf skothríð í framhaldsskóla í Montreal á fimmta tímanum í dag. Lögreglan í Montreal segir óvíst hversu margir særðust í árásinni en fréttastofan Sky hefur eftir sjónvarvottum að fjórir að minnsta kosti hafi særst. Erlent 13.9.2006 17:55
Páfi heimsótti gröf foreldra sinna Benedikt páfi sextándi heimsótti í morgun gröf foreldra sinnna en hann er nú á ferð um Þýskaland, heimaland sitt. Í för með páfa í morgun var bróðir hans en gröfin stendur rétt fyrir utan Regensburg. Erlent 13.9.2006 17:20
Áformum um stóriðju verði slegið á frest Samfylkingin vill að frekari áformum um stóriðju verði slegið á frest og náttúra landsins verði sett í forgang. Þetta kom fram á blaðamannafundi sem flokkurinn efndi til í dag þar sem ný umhverfisstefna var kynnt. Innlent 13.9.2006 17:18
Gaf safninu ágrip úr dagbókum sínum frá stríðsárunum Fyrrum breskur hermaður gaf í dag Íslenska stríðsminjasafninu á Reyðarfirði teikningar og ljósmyndir frá þeim tíma er hann dvaldist hér á landi við herskyldu fyrir sextíu og fimm árum. Hann segir mikið hafa breyst á þeim tíma en fjöllunum hafi hann þó aldrei gleymt. Innlent 13.9.2006 17:24
Atvinnuleysi í ágúst 1,2 prósent Eins komma tveggja prósenta atvinnuleysi mældist í ágústmánuði síðastliðnum samkvæmt nýjum tölum frá Vinnumálastofnun. Meðalfjöldi atvinnulausra var um 11 prósent minni í ágúst en í júlí og hefur atvinnulausum fækkað um þriðjung frá því í ágúst 2005. Innlent 13.9.2006 17:12
Vilja ekki senda fleiri hermenn til Afganistan Þjóðir Atlantshafsbandalagsins eru ekki tilbúnar að senda fleiri hermenn til Afganistan. Yfirmenn öryggismála í Afganistan segja að þörf sé á tvö þúsund og fimm hundruð friðargæsluliðum til viðbótar til að geta tryggt öryggi borgara. Erlent 13.9.2006 17:14
Mikill meirihluti landsmanna fylgjandi atvinnuveiðum Tæplega þrír fjórðu þjóðarinnar eru fylgjandi því að Íslendingar stundi hvalveiðar í atvinnuskyni samkvæmt nýrri könnun sem Capacent gerði fyrir Landssamband íslenskra útvegsmanna. Innlent 13.9.2006 17:07
Íraksstríðið jók hagnað BAE Breska félagið BAE Systems (BAE), stærsti hergagnaframleiðandi í Evrópu, skilaði 405 milljóna punda eða tæplega 54 milljarða íslenskra króna hagnaði á fyrstu sex mánuðum ársins. Þetta er 28 prósenta meiri hagnaður en á sama tíma í fyrra og umfram væntingar. Ástæðan eru aukin kaup bandaríska hersins á herbílum til nota í Írak. Viðskipti erlent 13.9.2006 16:54
Mælir með kaupum á bréfum Alfesca Greiningardeild KB banka segir uppgjör Alfesca á öðrum fjórðungi ársins hafi verið yfir væntingum og hafi deildin gefið út nýtt verðmat á fyrirtækið. Deildin mælir með kaupum á hlutabréfa Alfesca. Viðskipti innlent 13.9.2006 16:35
Breytingar hjá Alfesca Nadine Deswasière, framkvæmdastjóri stefnumótunar og þróunar hjá Alfesca, hefur látið af störfum hjá fyrirtækinu. Ákveðið var að hún léti af störfum eftir að fyrirtækið hóf að leggja megináherslu á kjarnastarfsemi fyrirtæksins. Viðskipti innlent 13.9.2006 16:26
Rekinn fyrir að týna skýrslu um Vollsmose-málið Starfsmaður leyniþjónustu dönsku lögreglunnar hefur verið rekinn úr starfi eftir að í ljós kom að hann hafði glutrað niður skýrslu um Vollsmose-málið, þar sem níu menn voru handteknir vegna gruns um að þeir væru að undirbúa hryðjuverk í Danmörku. Erlent 13.9.2006 15:37
Segjast hafa fengið keðjur til að hætta að selja fisk Grænfriðungar segjast hafa fengið sænskar verslanakeðjur til þess að hætta að kaupa þorsk sem veiddur er í Eystrasalti. Þeir segjast munu, í þessari viku, senda dönskum kaupmönnum bréf, þar sem þeir eru hvattir til þess að gera slíkt hið sama. Erlent 13.9.2006 15:34
Seðlabankinn kynnir breytingu stýrivaxta á morgun Seðlabanki Íslands hefur boðað til fundar með fjölmiðlum á morgun til þess að kynna ákvörðun bankastjórnar um stýrivexti. Stýrivextir eru nú 13,5% en þeir voru síðast hækkaðir þann 16. ágúst. Fundurinn fer fram í fundarsal bankans að Sölvhóli og hefst klukkan 11. Innlent 13.9.2006 15:27
Kínverjinn farinn af landi brott Kínverjinn, sem veitti sjálfum sér áverka í vinnubúðum á Kárahnjúkum 20. ágúst síðastliðinn, er farinn úr landi og hefur látið af störfum. Oddur Friðriksson, yfirtrúnaðarmaður verkalýðsfélaga á Kárahnjúkum, segir að maðurinn hafi farið af landi brott stuttu eftir að hann losnaði af sjúkrahúsi. Innlent 13.9.2006 15:13
Náttúra landsins verði sett í forgang Samfylkingin vill að frekari áformum um stóriðju verði slegið á frest og náttúra landsins verði sett í forgang. Þetta kom fram á blaðamannafundi sem flokkurinn efndi til í dag þar sem ný umhverfisstefna var kynnt. Innlent 13.9.2006 14:57
Ótækt að Landsvirkjun starfi í skjóli ríkisábyrgðar Varaformaður iðnaðarnefndar Alþingis telur ótækt að Landsvirkjun starfi í skjóli ríkisábyrgðar og vill að einkafyrirtækjum verði gert kleift að hanna og byggja virkjanir. þingmaður Samfylkingarinnar, segir ákaflega erfitt að hafa virka samkeppni á jafn litlum raforkumarkaði og íslenski raforkumarkaðurinn sé. Innlent 13.9.2006 14:51
Ítrekað ekið á hæðarslár Lögregla kvartar enn undan því að ekið sé á hæðarslár sem komið hefur verið fyrir á gatnamótum Suðurlandsvegar og Vesturlandsvegar. Síðdegis í gær var þrisvar ekið á hæðarslárnar þrátt fyrir að öllum eigi að vera ljóst að þar sé unnið að gerð mislægra gatnamóta. Innlent 13.9.2006 14:30
Latibær verðlaunaður í Þýskalandi Sjónvarpsþættirnir um Latabæ voru útnefndir eitt besta barnaefni í þýsku sjónvarpi á föstudaginn var. Verðlaunin sem kennd eru við EMIL, sem er þekkt persóna í TV Spielfilm, sjónvarps- og kvikmyndatímariti í Þýskalandi. Innlent 13.9.2006 13:39
Ofsaakstur ógnar börnum á leið í skóla Langflestir þeirra sem lögreglan hefur stöðvað vegna hraðaksturs í íbúðagötu í Breiðholtinu á síðustu dögum hafa verið á tvöföldum hámarkshraða. Lögreglan hefur þungar áhyggjur af ofsaakstri þar sem börn eru á leið í skóla. Innlent 13.9.2006 13:41
Þrjú tonn af jarðvegi hreinsuð upp vegna olíuleka Betur fór en á horfðist þegar á bilinu 100 til 150 lítrar af olíu láku úr vinnuvél sem var á ferðinni á Suðurlandsvegi við Hólmsá laust fyrir hádegi í dag. Olíuleiðsla í vélinni gaf sig en ekki liggur fyrir hvers vegna. Innlent 13.9.2006 13:55
Tjaldvagni stolið í gær Nokkuð var um þjófnaði í borginni í gær og var meðal annars tjaldvagni stolið fyrir utan höfuðstöðvar fyrirtækis í höfuðborginni. Segir í tilkynningu frá lögreglu að vagninn hafi fundist skömmu síðar en ekki liggi fyrir hvort vagninn hafi skemmst við flutningana. Innlent 13.9.2006 13:28
Böðvar nýr aðstoðarmaður fjármálaráðherra Böðvar Jónsson hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Árna Mathiesen fjármálaráðherra og tekur hann við starfinu síðar í þessum mánuði. Böðvar leysir Ármann Kr. Ólafsson af hólmi en Ármann hefur gegnt starfi aðstoðarmanns ráðherra í ellefu ár, fyrst hjá Halldóri Blöndal samgönguráðherra og síðan hjá Árna Mathiesen í sjávarútvegs- og fjármálaráðuneyti. Innlent 13.9.2006 12:59
Árásarmenn reyndust Sýrlendingar Mennirnir fjórir sem réðust á bandaríska sendiráðið í Damaskus í Sýrlandi í gær voru allir Sýrlendingar. Þrír þeirra féllu í átökum við öryggisverði. Mennirnir ætluðu sér að aka bifreið hlaðinni sprengiefni inn á afgirt svæði við sendiráðið. Erlent 13.9.2006 12:40
Mengunarslys við Hólmsá Mengunarslys varð við Hólmsá á tólfta tímanum í morgun, skammt frá vatnsverndarsvæði Reykjavíkur. Glussaslanga á vinnuvél virðist hafa rofnað með þeim afleiðingum að tugir ef ekki hundrað lítrar af glussa láku í jarðveginn. Slökkvilið var sent á vettvang vinnur nú að því að moka upp jarðveginum enda hætta á að glussinn spilli vatnsbólum Reykjavíkur. Innlent 13.9.2006 12:48
Ekki hafðir með í ráðum Stjórnvöld á Srí Lanka neita því að hafa samþykkt í gær að taka skilyrðislaust þátt í friðarviðræðum við uppreisnarmenn Tamíltígra í landinu. Fulltrúar þeirra eru þó tilbúnir til viðræðna hætti tígrarnir árásum. Erlent 13.9.2006 12:24
Tvísýnar kosningar í Svíþjóð Tvær skoðanakannanir sem birtar voru í morgun sýna að þingkosningarnar í Svíþjóð um næstu helgi verða þær tvísýnustu í rúman aldarfjórðung. Munur milli stjórnar og stjórnarandstöðu er innan skekkjumarka. Erlent 13.9.2006 12:18