Fréttir Penninn kaupir hlut í Te og Kaffi Penninn hefur keypt þriðjungshlut í fyrirtækinu Te og kaffi og mun framvegis annast dreifingu og þjónustu til fyrirtækja á vörum frá Te og kaffi. Fyrirhugað er að opna nýtt kaffihús í Austurstræti á næstunni. Viðskipti innlent 19.9.2006 14:12 Eins árs fangelsi fyrir að stinga föður sinn Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi morgun átján ára pilt í eins árs fangelsi, þar af níu mánuði skilorðsbundna, fyrir að hafa stungið föður sinn á veitingastað í Reykjavík þann 17. júní í sumar. Innlent 19.9.2006 13:57 Röng myndbirting Myndir af vörum Himneskrar hollustu, sem birtust í frétt NFS í gærkvöldi, um að vörur hafi verið innkallaðar vegna hugsanlegrar bakteríumengunar, eru ekki á meðal þeirra vörutegunda sem voru innkallaðar. Beðist er velvirðingar á þeim misskilningi sem myndirnar kunna að hafa valdið. Innlent 19.9.2006 12:58 Segist ekki bjóða sig fram gegn Birni Guðlaugur Þór Þórðarson, sem sækist eftir öðru sæti á lista Sjálfstæðismanna í Reykjavík, eins og Björn Bjarnason dómsmálaráðherra gerir, segist ekki vera að bjóða sig fram gegn Birni. Innlent 19.9.2006 12:52 Vinna að því að flytja starfsemi frá Noregi til Íslands Forsvarsmenn Íslenska járnblendifélagsins vinna nú að því fá til sín stóran hluta starfsemi verksmiðju móðurfélagsins Elkem í Ålvik í Noregi. Ekki er þó þörf á meiri orku því framleiðslunni yrði breytt og hún gerð flóknari og fjölbreytilegri að sögn Ingimundar Birnis, forstjóra Járnblendifélagsins. Innlent 19.9.2006 12:10 OMX kauphallirnar og Kauphöll Íslands sameinast Kauphöll Íslands og OMX Kauphöllin hafa undirritað viljayfirlýsingu um sameiningu. Ráðgert er að kaupin verði fullfrágengin í lok þessa árs. Með sameiningunni skapast ný tækifæri á hlutabréfamarkaði hér heima og erlendis. Innlent 19.9.2006 12:08 Skattstjóri segist hafa hreinan skjöld Skattstjórinn í Reykjavík segir embættið hafa algjörlega hreinan skjöld í aðkomu þess að tekjuathugun lífeyrissjóðanna á örorkulífeyrisþegum. Hann vill þó ekki tjá sig um einstök mál. Innlent 19.9.2006 12:07 Laxaverð stendur í stað Verð á laxi stóð í stað á erlendum mörkuðum í síðustu viku, samkvæmt upplýsingum norsku Hagstofunnar í dag. Laxaverðið hefur lækkað hratt í sjö vikur í röð en meðalverðið í síðustu viku stóð hins vegar í stað frá vikunni á undan. Viðskipti innlent 19.9.2006 12:43 Mótmælendur verða teknir föstum tökum Fjöldi fólks er nú fyrir utan þinghúsið í Búdapest í Ungverjalandi. Fólkið krefst þess að forsætisráðherra landsins segi af sér eftir að hann varð uppvís að lygum. Forsætisráðherran ætlar að taka mótmælendur föstum tökum. Erlent 19.9.2006 12:21 Frjálslyndir og Nýtt afl ræða sameiginlegt framboð Frjálslyndir og Nýtt afl ræða nú þessa dagana hvort flokkarnir ætli að bjóða sameiginlega fram í næstu alþingiskosningum. Jón Magnússon, formaður Nýs afls, segir flokkana vera að ræða saman og að sameiginlegt framboð sé tvímælalaust sinn vilji og hafi verið það frá því fyrir síðustu þingkosningar. Innlent 19.9.2006 12:14 Sólveig gefur ekki kost á sér aftur Sólveig Pétursdóttir, forseti Alþingis, ætlar ekki að gefa kost á sér til áframhaldandi þingsetu samkvæmt heimildum NFS. Sólveig var fyrst kosin á þing árið 1991 en þar á undan var hún varaþingmaður. Innlent 19.9.2006 12:07 Meginlínur samkomulags liggja fyrir Forsætisráðherra vonast til að hægt verði að kynna samkomulag Íslendinga og Bandaríkjamanna í varnarviðræðum fyrir helgi og í síðasta lagi eftir helgi. Meginlínur liggja þegar fyrir. Innlent 19.9.2006 11:58 Velti bíl og tengivagni í Ártúnsbrekku Ökumaður dráttarbíls með tengivagni slapp lítið sem ekkert meiddur þegar bíllinn og vagninn ultu neðarlega í Ártúnsbrekku í Reykjavík á tólfta tímanum í morgun. Svo vel vildi til að engin annar bíll var nálægur rétt þegar slysið varð. Innlent 19.9.2006 11:55 Reyndist hafa verið með fuglaflensu Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur staðfest að þriggja ára írakskur drengur hafi lifað af vægt tilfelli fuglaflensu í mars síðastliðnum. Þetta er fyrsta tilfelli fuglaflensunnar sem staðfest er í höfuðborginni Bagdad. Erlent 19.9.2006 11:34 Vinstri - grænir í Reykjavík ákveða framboðsmál Vinstri - grænir í Reykjavík halda í kvöld fund þar sem afgreidd verður tillaga um fyrirkomulag á forvali fyrir komandi alþingiskosningar. Tillagan gerir ráð fyrir sameiginlegu forvali í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur og Suðvesturkjördæmi þann 11. nóvember. Innlent 19.9.2006 11:10 Brottflutningi frá Líbanon ljúki fyrir helgi Ísraelsher lýkur brottflutningi sínum frá Suður-Líbanon fyrir helgina. Þetta hefur ísraelskur þingmaður eftir yfirmanni hersins. Nýtt ár hefst hjá gyðingum við sólsetur á föstudag og er haft eftir hershöfðingjanum að liðsflutningunum verði lokið fyrir þann tíma. Erlent 19.9.2006 10:45 Brenndist við að fylla á kveikjara Maður brenndist á hendi og var næstu búinn að kveikja í húsi sínu, þegar hann var að setja kveikjarabensín á Sippó-kveikjarann sinn í húsi í Smáíbúðahverfinu í Reykjavík í nótt. Reykur var í íbúðinni þegar slökkviliðið kom á vettvang og var maðurinn fluttur á slysadeild þar sem í ljós kom að hann hafði hlotið annars stigs bruna en á litlu svæði þó. Innlent 19.9.2006 10:06 Olíuverð hækkar á ný Heimsmarkaðsverð á hráolíu hækkaði á ný á helstu fjármálamörkuðum í dag og fór yfir 64 bandaríkjadali á tunnu. Þetta er þriðji dagurinn í röð sem slíkt gerist eftir talsverðar lækkanir í síðustu viku. Ástæðan fyrir hækkuninni eru tafir á olíuframleiðslu við nýja olíuvinnslustöð við Mexíkóflóa. Viðskipti erlent 19.9.2006 10:44 Mótmæli við þinghúsið í Búdapest Um fimm hundruð manns eru nú fyrir utan þinghúsið í Búdapest í Ungverjalandi þar sem þess er krafist að Ferenc Gyurcsany, forsætisráðherra Ungverjalands, segi af sér. Erlent 19.9.2006 10:28 Stúlka komin í leitirnar Stúlkan sem lögreglan í Reykjavík lýsti eftir er komin í leitirnar. Það gerðist nú í morgun. Innlent 19.9.2006 10:03 Vísitala byggingarkostnaðar hækkar um 11,4% Vísitala byggingarkostnaðar hefur hækkað um 11,4 prósent síðustu tólf mánuði eftir því sem fram kemur í nýjum tölum Hagstofunnar. Vísitalan í október, reiknuð eftir verðlagi um miðjan september, er 352,3 stig og hækkar um 0,26 prósent frá fyrra mánuði. Innlent 19.9.2006 09:39 Toshiba innkallar rafhlöður Japanska hátæknifyrirtækið Toshiba ætlar að innkalla um 340.000 rafhlöður fyrir tvær gerðir fartölva frá fyrirtækinu um allan heim. Sony framleiddi rafhlöðurnar og er þetta þriðja stóra innköllunin á rafhlöðum frá fyrirtækinu síðan um miðjan ágúst. Viðskipti erlent 19.9.2006 09:38 Lýst eftir 16 ára stúlku Lögreglan í Reykjavík lýsir eftir Aldísi Ósk Egilsdóttur sem er 16 ára að aldri. Hún er 172 cm á hæð með sítt, slétt dökkt hár og sterklega vaxin. Hún er íklædd grárri hettupeysu, svörtum frottebuxum og brúnum skóm. Lögreglan biður hana að gefa sig fram eða þá sem hafa séð til hennar eða viti um ferðir hennar, að hafa samband við lögreglu í síma 444 1100. Innlent 19.9.2006 09:37 Framkvæmdir víða við þjóðveginn Hvalfjarðargöngin verða lokuð yfir nóttina þessa viku fram á föstudag. Göngin verða lokuð fyrir umferð frá miðnætti til klukkan sex að morgni. Fleiri framkvæmdir eru víðar á þjóðvegum landsins en búast má við umferðartöfum við brúnna yfir Jökulsá á Breiðamerkursandi. Þá standa yfir brúarframkvæmdir á Djúpavegi við Selá í Hrútafirði. Umferð er beint um hjá leið en umferð verður að öllum líkindum hleypt um brúna 10. október næstkomandi. Innlent 19.9.2006 08:35 Ferðamaður missti stjórn á bíl sínum Ferðamaður missti stjórn á bifreið sinni sem valt eftir þjóðveginum í Eldhrauni í liðinni viku. Betur fór en á horfðist en ferðamaðurinn, sem var einn í bíl, hlaut minniháttar skrámur og gerði læknir að sárum hans á vettvangi. Þá voru tíu ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur í umdæmi lögeglunnar í Vestur-Skaftafellssýslu en sá sem hraðast ók mældist á 129 kílómetra hraða. Innlent 19.9.2006 08:15 OMX kaupir Kauphöllina OMX, sem á og rekur kauphallir á Norðurlöndunum og í Eystrasaltsríkjunum, og Eignarhaldsfélagið Verðbréfaþing hf. (EV), eigandi Kauphallar Íslands og Verðbréfaskráningar Íslands, hafa undirritað viljayfirlýsingu um kaup OMX á Eignarhaldsfélaginu Verðbréfaþingi hf. Innlent 19.9.2006 09:08 Actavis lætur Barr um Pliva Viðskipti innlent 19.9.2006 09:00 Tveggja kvenna og þriggja barna leitað í Noregi Tveggja kvenna og þriggja barna er nú leitað í Telemark í Noregi en ekkert hefur til þeirra spurst síðan í gærkvöldi þegar þau lögðu af stað í fjallgöngu. Á fréttavef norska ríkissjónvarpsins er greint frá því að leit hafi staðið yfir síðan í nótt fimmmenningunum sem eru danskir ferðamenn. Björgunarsveitarmenn hafa fundið bílinn sem fólkið var á en fólkið er illa klætt og án matar. Aðstæður eru sagðar erfiðar á þessum slóðum til leitar. Erlent 19.9.2006 07:52 Umferð beint um Hvalfjörðinn Umferð var beint um Hvalfjörð í nótt þar sem göngin voru lokuð frá miðnætti til klukkan sex í morgun. Umferðin gekk vel að sögn lögreglu, en göngin verða lokuð þrjár næstu nætur til viðbótar, vegna viðhalds i þeim. Um síðustu helgi mældust umþaðbil hundrað bílar á of mikluk hraða í göngunum, en þar er hámarkshraði 70 kílómetrar á klukkustund. Sá sem hraðast fór var 40 kílómetrum yfir þeim mörkum. Innlent 19.9.2006 07:20 Ryainair flýgur áfram til Svíþjóðar Hin nýja ríkissjórn hægri manna í Svíþjóð hefur þegar komið til móts við hina efnaminni í landinu með því að falla frá áformum fyrri ríkisstjórnar um sérstakan flugvallarskatt. Lágjaldafélagið Rayanair ætlaði að hætta flugi til Svíþjóðar vegna skattsins og önnur félög ætluðu ýmist að hækka fargjöld til og frá Svíþjóð, eða draga úr flugi þangað. Erlent 19.9.2006 07:11 « ‹ ›
Penninn kaupir hlut í Te og Kaffi Penninn hefur keypt þriðjungshlut í fyrirtækinu Te og kaffi og mun framvegis annast dreifingu og þjónustu til fyrirtækja á vörum frá Te og kaffi. Fyrirhugað er að opna nýtt kaffihús í Austurstræti á næstunni. Viðskipti innlent 19.9.2006 14:12
Eins árs fangelsi fyrir að stinga föður sinn Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi morgun átján ára pilt í eins árs fangelsi, þar af níu mánuði skilorðsbundna, fyrir að hafa stungið föður sinn á veitingastað í Reykjavík þann 17. júní í sumar. Innlent 19.9.2006 13:57
Röng myndbirting Myndir af vörum Himneskrar hollustu, sem birtust í frétt NFS í gærkvöldi, um að vörur hafi verið innkallaðar vegna hugsanlegrar bakteríumengunar, eru ekki á meðal þeirra vörutegunda sem voru innkallaðar. Beðist er velvirðingar á þeim misskilningi sem myndirnar kunna að hafa valdið. Innlent 19.9.2006 12:58
Segist ekki bjóða sig fram gegn Birni Guðlaugur Þór Þórðarson, sem sækist eftir öðru sæti á lista Sjálfstæðismanna í Reykjavík, eins og Björn Bjarnason dómsmálaráðherra gerir, segist ekki vera að bjóða sig fram gegn Birni. Innlent 19.9.2006 12:52
Vinna að því að flytja starfsemi frá Noregi til Íslands Forsvarsmenn Íslenska járnblendifélagsins vinna nú að því fá til sín stóran hluta starfsemi verksmiðju móðurfélagsins Elkem í Ålvik í Noregi. Ekki er þó þörf á meiri orku því framleiðslunni yrði breytt og hún gerð flóknari og fjölbreytilegri að sögn Ingimundar Birnis, forstjóra Járnblendifélagsins. Innlent 19.9.2006 12:10
OMX kauphallirnar og Kauphöll Íslands sameinast Kauphöll Íslands og OMX Kauphöllin hafa undirritað viljayfirlýsingu um sameiningu. Ráðgert er að kaupin verði fullfrágengin í lok þessa árs. Með sameiningunni skapast ný tækifæri á hlutabréfamarkaði hér heima og erlendis. Innlent 19.9.2006 12:08
Skattstjóri segist hafa hreinan skjöld Skattstjórinn í Reykjavík segir embættið hafa algjörlega hreinan skjöld í aðkomu þess að tekjuathugun lífeyrissjóðanna á örorkulífeyrisþegum. Hann vill þó ekki tjá sig um einstök mál. Innlent 19.9.2006 12:07
Laxaverð stendur í stað Verð á laxi stóð í stað á erlendum mörkuðum í síðustu viku, samkvæmt upplýsingum norsku Hagstofunnar í dag. Laxaverðið hefur lækkað hratt í sjö vikur í röð en meðalverðið í síðustu viku stóð hins vegar í stað frá vikunni á undan. Viðskipti innlent 19.9.2006 12:43
Mótmælendur verða teknir föstum tökum Fjöldi fólks er nú fyrir utan þinghúsið í Búdapest í Ungverjalandi. Fólkið krefst þess að forsætisráðherra landsins segi af sér eftir að hann varð uppvís að lygum. Forsætisráðherran ætlar að taka mótmælendur föstum tökum. Erlent 19.9.2006 12:21
Frjálslyndir og Nýtt afl ræða sameiginlegt framboð Frjálslyndir og Nýtt afl ræða nú þessa dagana hvort flokkarnir ætli að bjóða sameiginlega fram í næstu alþingiskosningum. Jón Magnússon, formaður Nýs afls, segir flokkana vera að ræða saman og að sameiginlegt framboð sé tvímælalaust sinn vilji og hafi verið það frá því fyrir síðustu þingkosningar. Innlent 19.9.2006 12:14
Sólveig gefur ekki kost á sér aftur Sólveig Pétursdóttir, forseti Alþingis, ætlar ekki að gefa kost á sér til áframhaldandi þingsetu samkvæmt heimildum NFS. Sólveig var fyrst kosin á þing árið 1991 en þar á undan var hún varaþingmaður. Innlent 19.9.2006 12:07
Meginlínur samkomulags liggja fyrir Forsætisráðherra vonast til að hægt verði að kynna samkomulag Íslendinga og Bandaríkjamanna í varnarviðræðum fyrir helgi og í síðasta lagi eftir helgi. Meginlínur liggja þegar fyrir. Innlent 19.9.2006 11:58
Velti bíl og tengivagni í Ártúnsbrekku Ökumaður dráttarbíls með tengivagni slapp lítið sem ekkert meiddur þegar bíllinn og vagninn ultu neðarlega í Ártúnsbrekku í Reykjavík á tólfta tímanum í morgun. Svo vel vildi til að engin annar bíll var nálægur rétt þegar slysið varð. Innlent 19.9.2006 11:55
Reyndist hafa verið með fuglaflensu Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur staðfest að þriggja ára írakskur drengur hafi lifað af vægt tilfelli fuglaflensu í mars síðastliðnum. Þetta er fyrsta tilfelli fuglaflensunnar sem staðfest er í höfuðborginni Bagdad. Erlent 19.9.2006 11:34
Vinstri - grænir í Reykjavík ákveða framboðsmál Vinstri - grænir í Reykjavík halda í kvöld fund þar sem afgreidd verður tillaga um fyrirkomulag á forvali fyrir komandi alþingiskosningar. Tillagan gerir ráð fyrir sameiginlegu forvali í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur og Suðvesturkjördæmi þann 11. nóvember. Innlent 19.9.2006 11:10
Brottflutningi frá Líbanon ljúki fyrir helgi Ísraelsher lýkur brottflutningi sínum frá Suður-Líbanon fyrir helgina. Þetta hefur ísraelskur þingmaður eftir yfirmanni hersins. Nýtt ár hefst hjá gyðingum við sólsetur á föstudag og er haft eftir hershöfðingjanum að liðsflutningunum verði lokið fyrir þann tíma. Erlent 19.9.2006 10:45
Brenndist við að fylla á kveikjara Maður brenndist á hendi og var næstu búinn að kveikja í húsi sínu, þegar hann var að setja kveikjarabensín á Sippó-kveikjarann sinn í húsi í Smáíbúðahverfinu í Reykjavík í nótt. Reykur var í íbúðinni þegar slökkviliðið kom á vettvang og var maðurinn fluttur á slysadeild þar sem í ljós kom að hann hafði hlotið annars stigs bruna en á litlu svæði þó. Innlent 19.9.2006 10:06
Olíuverð hækkar á ný Heimsmarkaðsverð á hráolíu hækkaði á ný á helstu fjármálamörkuðum í dag og fór yfir 64 bandaríkjadali á tunnu. Þetta er þriðji dagurinn í röð sem slíkt gerist eftir talsverðar lækkanir í síðustu viku. Ástæðan fyrir hækkuninni eru tafir á olíuframleiðslu við nýja olíuvinnslustöð við Mexíkóflóa. Viðskipti erlent 19.9.2006 10:44
Mótmæli við þinghúsið í Búdapest Um fimm hundruð manns eru nú fyrir utan þinghúsið í Búdapest í Ungverjalandi þar sem þess er krafist að Ferenc Gyurcsany, forsætisráðherra Ungverjalands, segi af sér. Erlent 19.9.2006 10:28
Stúlka komin í leitirnar Stúlkan sem lögreglan í Reykjavík lýsti eftir er komin í leitirnar. Það gerðist nú í morgun. Innlent 19.9.2006 10:03
Vísitala byggingarkostnaðar hækkar um 11,4% Vísitala byggingarkostnaðar hefur hækkað um 11,4 prósent síðustu tólf mánuði eftir því sem fram kemur í nýjum tölum Hagstofunnar. Vísitalan í október, reiknuð eftir verðlagi um miðjan september, er 352,3 stig og hækkar um 0,26 prósent frá fyrra mánuði. Innlent 19.9.2006 09:39
Toshiba innkallar rafhlöður Japanska hátæknifyrirtækið Toshiba ætlar að innkalla um 340.000 rafhlöður fyrir tvær gerðir fartölva frá fyrirtækinu um allan heim. Sony framleiddi rafhlöðurnar og er þetta þriðja stóra innköllunin á rafhlöðum frá fyrirtækinu síðan um miðjan ágúst. Viðskipti erlent 19.9.2006 09:38
Lýst eftir 16 ára stúlku Lögreglan í Reykjavík lýsir eftir Aldísi Ósk Egilsdóttur sem er 16 ára að aldri. Hún er 172 cm á hæð með sítt, slétt dökkt hár og sterklega vaxin. Hún er íklædd grárri hettupeysu, svörtum frottebuxum og brúnum skóm. Lögreglan biður hana að gefa sig fram eða þá sem hafa séð til hennar eða viti um ferðir hennar, að hafa samband við lögreglu í síma 444 1100. Innlent 19.9.2006 09:37
Framkvæmdir víða við þjóðveginn Hvalfjarðargöngin verða lokuð yfir nóttina þessa viku fram á föstudag. Göngin verða lokuð fyrir umferð frá miðnætti til klukkan sex að morgni. Fleiri framkvæmdir eru víðar á þjóðvegum landsins en búast má við umferðartöfum við brúnna yfir Jökulsá á Breiðamerkursandi. Þá standa yfir brúarframkvæmdir á Djúpavegi við Selá í Hrútafirði. Umferð er beint um hjá leið en umferð verður að öllum líkindum hleypt um brúna 10. október næstkomandi. Innlent 19.9.2006 08:35
Ferðamaður missti stjórn á bíl sínum Ferðamaður missti stjórn á bifreið sinni sem valt eftir þjóðveginum í Eldhrauni í liðinni viku. Betur fór en á horfðist en ferðamaðurinn, sem var einn í bíl, hlaut minniháttar skrámur og gerði læknir að sárum hans á vettvangi. Þá voru tíu ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur í umdæmi lögeglunnar í Vestur-Skaftafellssýslu en sá sem hraðast ók mældist á 129 kílómetra hraða. Innlent 19.9.2006 08:15
OMX kaupir Kauphöllina OMX, sem á og rekur kauphallir á Norðurlöndunum og í Eystrasaltsríkjunum, og Eignarhaldsfélagið Verðbréfaþing hf. (EV), eigandi Kauphallar Íslands og Verðbréfaskráningar Íslands, hafa undirritað viljayfirlýsingu um kaup OMX á Eignarhaldsfélaginu Verðbréfaþingi hf. Innlent 19.9.2006 09:08
Tveggja kvenna og þriggja barna leitað í Noregi Tveggja kvenna og þriggja barna er nú leitað í Telemark í Noregi en ekkert hefur til þeirra spurst síðan í gærkvöldi þegar þau lögðu af stað í fjallgöngu. Á fréttavef norska ríkissjónvarpsins er greint frá því að leit hafi staðið yfir síðan í nótt fimmmenningunum sem eru danskir ferðamenn. Björgunarsveitarmenn hafa fundið bílinn sem fólkið var á en fólkið er illa klætt og án matar. Aðstæður eru sagðar erfiðar á þessum slóðum til leitar. Erlent 19.9.2006 07:52
Umferð beint um Hvalfjörðinn Umferð var beint um Hvalfjörð í nótt þar sem göngin voru lokuð frá miðnætti til klukkan sex í morgun. Umferðin gekk vel að sögn lögreglu, en göngin verða lokuð þrjár næstu nætur til viðbótar, vegna viðhalds i þeim. Um síðustu helgi mældust umþaðbil hundrað bílar á of mikluk hraða í göngunum, en þar er hámarkshraði 70 kílómetrar á klukkustund. Sá sem hraðast fór var 40 kílómetrum yfir þeim mörkum. Innlent 19.9.2006 07:20
Ryainair flýgur áfram til Svíþjóðar Hin nýja ríkissjórn hægri manna í Svíþjóð hefur þegar komið til móts við hina efnaminni í landinu með því að falla frá áformum fyrri ríkisstjórnar um sérstakan flugvallarskatt. Lágjaldafélagið Rayanair ætlaði að hætta flugi til Svíþjóðar vegna skattsins og önnur félög ætluðu ýmist að hækka fargjöld til og frá Svíþjóð, eða draga úr flugi þangað. Erlent 19.9.2006 07:11