Fréttir

Fréttamynd

Margir á minningarathöfn um Steve Irwin

Hollywood stjörnur og stjórnmálamenn voru meðal gesta á minningarathöfn um sjónvarpsmanninn og krókódílasérfræðinginn Steve Irwin, sem haldin var í ástralska dýragarðinum í bænum Beerwah á austurströnd Ástralíu í gær.

Erlent
Fréttamynd

Hjólhýsi snéri jeppling í hálf hring

Ökumaður jepplings lenti í vandræðum á Þrengslavegi seint í nótt þegar hjólhýsi, sem hann dró, fór að slást til beggja hliða og sveiflan óx þar til hún snéri jepplingnum í hálf hring á veginum. Í sama mund bar að fólksbíl á móti, en ökumanni hans tókst ekki að koma í veg fyrir árekstur, þótt hann beindi bílnum í ofboði út af veginum. Skullu bílanrir haraklega saman og stór skemmdust, en ökumennirnir sluppu ómeiddir. Að sögn lögreglu eru fordæmi fyrir því að svona skjálftar, eða sveiflur komi á hjólhýsi og leiði til vandræða.

Innlent
Fréttamynd

Þremur ungmennur sleppt úr ítarlegum yfirheyrslum

Þremur ungmennum, sem lögreglan á Selfossi handtók snemma í gærmorgun eftir þjófnað í félagsheimilinu Árnesi í fyrrinótt, var sleppt seint í gærkvöldi eftir ítarlegar yfirheyrslur. Andvirði þýfisins úr Árnesi er hátt í milljón króna, fyrir utan tjón, sem fólkið vann á innréttingum og húsbúnaði. Þá reyndist fólkið hafa ýmis afbrot víða um land á samviskunni, og var það meðal annars á bíl, sem það hafði stolið á Húsavík nýverið, þegar það fór ránshendi um bæinn.

Innlent
Fréttamynd

Vinstri grænir velja á lista 11. nóvember

Vinstri grænir í Reykjavík samþykktu á félagsfundi sínum í gærkvöldi að halda sameiginlegt forval með Suðvesturkjördæmi. Það verður haldið 11. nóvember og voru reglur þar að lutandi samþykktar á fundinum. Listinn verður svonefndur fléttulisti þar sem konur og karlar skiptast á eftir sætum og hver þátttakandi á að velja þrjá í fjögur efstu sætin.

Innlent
Fréttamynd

Napster í sölu

Netfyrirtækið Napster greindi frá því í upphafi vikunnar að það hefði leitað til svissneska fjárfestingabankans UBS vegna hugsanlegrar sölu á fyrirtækinu.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Lögreglubíll valt eftir árekstur

Tveir lögreglumenn meiddust, en þó ekki alvarlega, þegar lögreglubíll þeirra valt eftir árekstur við fólksbíl á Grensásvegi, á tólfta tímanum í gærkvöldi, en engan sakaði í fólksbílnum. Lögreglumennirnir voru á leið í útkall í söluturn í Fellahverfi í Breiðholti, þar sem maður hafði ógnað stamfsmanni með hnífi og krafist verðmæta.

Innlent
Fréttamynd

Þúsundir krefjast afsagnar forsætisráðherrans

Um tíu þúsund manns mótmæltu við þinghúsið í Búdapest í Ungverjalandi í gær og í nótt. Þetta er annar dagurinn sem mótmælendur safnast saman við þinghúsið og krefjast þess að forsætisráðherra landsins Ferenc Gyurcsany segji af sér.

Erlent
Fréttamynd

Velta umfram væntingar

Velta í hagkerfinu jókst um 22,4 % að nafnvirði í maí- og júní miðað við sama tíma í fyrra. Greiningardeild Glitnis segir neyslu- og fjárfestingatengdar atvinnugreinar hafa drifið hagkerfið áfram á tímabilinu og komi það ekki á óvart.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Stela kúnnum frá Sterling

Jet-Time, nýju dönsku leiguflugfélagi, hefur tekist að ná viðskiptum frá dansk-íslenska lággjaldaflugfélaginu Sterling og náð um tíu prósenta markaðshlutdeild samkvæmt frétt fríblaðsins 24 timer.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Reinfeldt fær stjórnarmyndunarumboð

Fredrik Reinfeldt, sigurvegara sænsku þingkosninganna, hefur verið falið að mynda ríkisstjórn fjögurra hægri flokka í Svíþjóð. Hann fór á fund Björns von Sydow, þingforseta, í dag. Þetta verður fyrsta meirihlutastjórn í Svíþjóð í rúma tvo áratugi.

Erlent
Fréttamynd

Ekki binda refsiaðgerðir við tiltekinn frest

Chirac, Frakklandsforseti, sagðist í dag vera andvígur því að binda refisaðgerðir vegna kjarnorkuáætlunar Írana við tiltekinn frest. Hann sagði sig og Bush Bandaríkjaforseta á sömu skoðun um forsendur viðræðna við stjórnvöld í Teheran.

Erlent
Fréttamynd

Segja lýðræði komið aftur á hið fyrsta

Thaksin Shinawatra, forsætisráðherra Taílands, var steypt af stóli í herforingjabyltingu í dag. Leiðtogar úr klofningshópi hersins standa að baki valdaráninu og hafa lýst yfir stuðningi við konung landsins. Thaksin segist enn halda völdum og ætlar að snúa heim frá Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York hið fyrsta.

Erlent
Fréttamynd

Dæmdur fyrir að stinga föður sinn

Nítján ára piltur var, í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag, dæmdur í tólf mánaða fangelsi fyrir að hafa stungið föður sinn með hnífi þannig að hann hlaut lífshættulega áverka. Níu mánuðir af refsingunni eru skilorðsbundnir.

Innlent
Fréttamynd

Unnið að fjölskyldustefnu hjá Reykjavíkurborg

Samþykkt var á fundi borgarastjórnar Reykjavíkur í dag að hefja vinnu við fjölskyldustefnu í Reykjavík. Markmiðið með henni er að tryggja að gætt sé að hagsmunum barna, unglinga og fjölskylnda við alla stefnumótun og áætlanagerð á vegum Reykjavíkurborgar.

Innlent
Fréttamynd

Ekki ólíklegt að Katrín Jakobsdóttir fari fram

Varaformaður Vinstri grænna segir ekki ólíklegt að hún fari fram í prófkjöri flokksins í Reykjavík fyrir þinkosningarnar næsta vor. Bæði Ögmundur Jónasson og Kolbrún Halldórsdóttir ætla að bjóða sig fram.

Innlent
Fréttamynd

Mikil umferðarteppa vegna slyss í Ártúnsbrekku

Mikil umferðarteppa myndaðist í Reykjavík í dag í kjölfar umferðarslyss sem varð skömmu fyrir hádegi í Ártúnsbrekkunni. Vörubíll með tengivagn sem var að flytja rúðu gler valt með þeim afleiðingum að glerið dreifðist um götuna og því var ákveðið að loka Miklubraut frá Grensásvegi til austurs og upp í Ártúnsbrekku.

Innlent
Fréttamynd

Fregnir berast af valdaráni í Taílandi

Svo virðist sem valdarán hafi verið fram í Taílandi í dag. Her og lögregla hafa lagt undir sig helstu stjórnarbyggingar í Bangkok. Í yfirlýsingu sem lesin og birt var í helstu miðlum landsins fyrir stundu segir að her og lögregla hafi skipað sérstaka nefnd sem verði falið að ákveða um endurbætur á stjórn landsins.

Erlent
Fréttamynd

Penninn kaupir þriðjung í Te og kaffi

Penninn hefur keypt þriðjungshlut í fyrirtækinu Te og kaffi og mun framvegis annast dreifingu og þjónustu til fyrirtækja á vörum frá Te og kaffi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félögunum.

Innlent
Fréttamynd

Neyðarástandi lýst yfir í Taílandi

Thaksin Shinawatra, forsætisráðherra Taílands, hefur lýst yfir neyðarástandi í landinu. Minnst tíu skriðdrekum hefur verið lagt við stjórnarbyggingar í höfuðborginni, Bangkok. Forsætisráðherrann hefur fyrirskipað hersveitum að haga ekki aðgerðum í andstöðu við lög landsins.

Erlent
Fréttamynd

Mætti með loftbyssu í skólann

Lögreglan í Reykjavík hafði nýverið afskipti af grunnskólanema sem kom með loftbyssu í skólann. Fram kemur á vef lögreglunnar að sá hafði skotið á tvo skólafélaga sína og marðist annar þeirra.

Innlent
Fréttamynd

Allri gjaldtöku verði hætt í grunnskólum

Borgarfulltrúar Vinstri - grænan hyggjast leggja fram tillögu á borgarstjórnarfundi sem nú er hafinn um að allri gjaldtöku af nemendum í grunnskólum borgarinnar verði hætt haustið 2007, þar með talið gjaldtöku fyrir hádegismat og frístundaheimili.

Innlent
Fréttamynd

Húsleit á nokkrum stöðum vegna barnakláms

Lögreglan á Selfossi, á Ísafirði, í Reykjavík og í Kópavogi gerðu í morgun húsleit á nokkrum heimilum vegna ábendingar frá Interpol um að í gegnum tölvubúnað þessara heimila hefði verið hlaðið niður efni sem innihélt barnaklám.

Innlent