Fréttir

Fréttamynd

Snarpur skjálfti í Dyngjujökli

Jarðskjálfti upp á 3,8 á Richter varð í Dyngjujökli um klukkan hálfsjö í gærkvöldi og síðan fylgdu tugir eftirskjálfta. Jafnt og þétt hefur dregið úr styrkleika þeirra í nótt og telja jarðvísindamenn skjálftann ekki fyrirboða frekari tíðinda enda skjálftar tíðir á þessum slóðum þótt skjálftinn í gærkvöldi hafi verið í snarpasta lagi.

Innlent
Fréttamynd

Áfram mótmælt í Búdapest

Um fimm þúsund Ungverjar komu saman í Búdapest áttunda daginn í röð í gærkvöld til þess að krefjast afsagnar forsætirsráðherra landsins, Ferenc Gyurcsany, í kjölfar þess að hann var uppvís að því að ljúga að þjóðinni um efnahagsástandið í landinu.

Erlent
Fréttamynd

Heimsmet í humarrúllu áti

Japaninn Takeru Kobayashi setti ansi sérstakt heimsmet í gær. Hann mætti til leiks í árlegri humarátskeppni í Boston í Bandaríkjunum. Hann gerði sér lítið fyrir og setti heimsmet með því að borða 41 humarrúllu á 10 mínútum. Þar með fór hann nálægt því að tvöfalda gamla metið sem var 22 rúllur á jafn löngum tíma.

Erlent
Fréttamynd

Dregur úr veiði á stórum urriða

Heldur hefur dregið úr veiði á stórum urriða í Þingvallavatni. Það gæti bent til þess að ábendingar, sem Þingvallanefnd hafa borist um villimannlegar urriðaveiðar í vatninu, eigi við rök að styðjast.

Innlent
Fréttamynd

Þrjú börn myrt í Saint Louis

Íbúar í Saint Louis í Bandaríkjunum eru slegnir óhug eftir að þrjú börn fundust myrt þar í borg í gær. Skömmu áður var 26 ára kona ákærð fyrir að hafa myrt móður þeirra með því að skera fóstur úr kvið hennar.

Erlent
Fréttamynd

Alls óvíst að samflot verið við Norðmenn

Dómsmálaráðherra Noregs segir alls óvíst að samflot verði haft með Íslendingum um þyrlukaup til norsku strandgæslunnar og íslensku Landhelgisgæslunnar, eins og fyrirhugað var í sparnaðarskyni.

Innlent
Fréttamynd

Bin Laden sagður á lífi

Heimildarmenn bandaríska fréttatímaritsins Time fullyrða að Osama bin Laden, leiðtogi al-Kaída hryðjuverkasamtakanna, sé ekki allur en hann sé hins vegar við dauðans dyr. Fullyrt var í frönsku blaði í gær að hann væri látinn.

Erlent
Fréttamynd

Kynþokkafullir og krúttlegir auðmenn

Á meðan bandaríska viðskiptatímaritið Forbes birtir árlegan lista sinn yfir 400 ríkustu Bandaríkjamennina hefur Financial Times tekið saman annars konar lista. Þar er kaupsýslumönnum skipt í hópa eftir ýmsu, þar á meðal fegurð og krúttleika. Samkvæmt listanum eigum við Íslendingar kynþokkafyllsta kaupsýslumanninn.

Erlent
Fréttamynd

Íbúafjöldi Seltjarnarness tvöfaldaður

Hugmyndir eru um að tvöfalda íbúafjölda Seltjarnarness með því að búa til heila eyju við sunnanvert Nesið. Slíkar framkvæmdir myndu kalla á mikil samgöngumannvirki í vesturbæ Reykjavíkur, svo að Seltirningar einangruðust ekki.

Innlent
Fréttamynd

Vill koma skýrslum um banaslys inn í skólakerfið

Formaður rannsóknarnefndar umferðarslysa telur að koma verði kennslu um raunveruleg umferðarslys inn í skólana því áróður í fjölmiðlum fari framhjá stórum hópi ungmenna. Hann segir fulla ástæðu til þess að skoða lífstíl ungmenna því hann spái fyrir um áhættuhegðun þeirra í umferðinni.

Innlent
Fréttamynd

Segir afnám toll gera út af við landbúnaðinn

Framkvæmdastjóri Bændasamtakanna segir það blekkingu að matarverð hér á landi sé fimmtíu prósentum hærra en í nágrannalöndunum eins og Samfylkingin heldur fram. Hann segir alþjóðasamninga ekki leyfa að nýir styrkir til bænda verði teknir upp og því myndi það ganga af landbúnaðinum dauðum að afnema verndartolla á skömmum tíma.

Innlent
Fréttamynd

Björgólfur Thor kynþokkafyllstur

Á meðan bandaríska viðskiptatímaritið Forbes birtir lista sinn yfir ríkustu Bandaríkjamennina hefur Financial Times tekið saman annars konar lista. Þar er kaupsýslumönnum skipt í hópa eftir fegurð og gælni. Á þessu lista er Björgólfur Thor Björgólfsson sagður bera af þegar kemur að kynþokka.

Erlent
Fréttamynd

Óhugnarlegt myndband birt

Hryðjuverkasmatök sem sögð eru tengd al-Kaída birtu í morgun á vef sínum óhugnarlegt myndband sem sýnir illa meðferð á líkum bandarískra hermanna í Írak.

Erlent
Fréttamynd

Vongóður um skipan þjóðstjórnar

Ismail Haniyeh, forsætisráðherra palestínsku heimastjórnarinnar, sagðist í morgun vongóður um skipan þjóðstjórnar Hamas- og Fatah-liða. Þar með vísaði hann á bug ummælum Abbas forseta frá í gær um að viðræður væru aftur komnar á byrjunarreit. Haniyeh segir viðræðum framhaldið og þeim miði í rétta átt.

Erlent
Fréttamynd

Dregur fréttir af andláti bin Ladens í efa

Sendiherra Pakistana í Bandaríkjunum dregur í efa fréttir fransks blaðs frá í gær um að Osama bin Laden, leiðtogi al-Kaída hryðjuverkasamtakanna, sé allur. Blaðið vitnaði í leynilega skýrslu frönsku leyniþjónustunnar þar sem sagði að hann hefði dáið úr taugaveiki í Pakistan í síðasta mánuði.

Erlent
Fréttamynd

Bandaríkjamenn biðja stjórnvöld í Venesúela afsökunar

Bandarísk yfirvöld hafa beðið stjórnvöld í Venesúela afsökunar á því að utanríkisráðherra landsins, Nicolas Madura, hafi verið í haldi öryggisvarða á Kennedyflugvelli í New York í eina og hálfa klukkustund í gær. Madura sótti Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna sem haldið er þar í borg.

Erlent
Fréttamynd

Börnin þrjú fundin

Þrjú börn, sem íbúar í Saint Louis í Bandaríkjunum hafa leitað síðustu daga, fundust myrt þar í borg í gærkvöldi. Nokkru áður hafði 26 ára kona verið ákærð fyrir að hafa myrt móður barnanna og skorið fóstur úr kvið hennar.

Erlent
Fréttamynd

Bara milljarðamæringa á Forbes listanum

400 ríkustu menn Bandaríkjanna eru samanlagt metnir á jafnvirði tæplega 90 þúsund milljarða króna. Bandaríska viðskiptatímaritið Forbes hefur birt lista sinn yfir 400 ríkustu Bandaríkjamennina þetta árið og í fyrsta sinn dugir ekki að vera milljónamæringur til að komast á blað.

Erlent
Fréttamynd

23 létust í lestarslysi

Nú er vitað að 23 týndu lífi í lestarslysi í Þýskalandi í gær. Lest, sem knúin er með segulafli, fór þá af sporinu þegar hún skall á viðgerðarvagni. Áætlað er að á fjórða tug farþega hafi verið um borð í lestinni en engan farþegalista er að finna þar sem um tilraunaferð var að ræða.

Erlent
Fréttamynd

Taugaveiki sögð hafa dregið bin Laden til dauða

Franskt blað fullyrðir í dag að Osama bin Laden, leiðtogi al-Kaída hryðjuverkasamtakanna, sé allur. Hann hafi dáið úr taugaveiki í Pakistan í síðasta mánuði. Ekki hefur verið hægt að staðfesta fréttir blaðsins.

Erlent
Fréttamynd

Olli slysi með ofsaakstri í Ártúnsbrekkunni

Hvítri sportbifreið var ekið aftan á jeppling í Ártúnsbrekku í Reykjavík um klukkan hálf sex síðdegis. Samkvæmt tilkynningu frá lögreglu var sportbifreiðinni ekið vestur Vesturlandsveg í brekkunni við Esso á ofsahraða í mikilli umferð. Jepplingurinn kastaðist út af akbrautinni hægra megin.

Innlent
Fréttamynd

Bændur í Ölfusi heyjuðu í blíðunni

Tveir bændur í Ölfusi heyjuðu í dag þrátt fyrir að farið sé að síga á seinni hlutann í september. Annar þeirra missti af þurrki á Íslandi þegar hann baðaði sig í sólinni á Krít.

Innlent
Fréttamynd

Einungis milljarðamæringar á Forbes listanum

Bandaríska viðskiptatímaritið Forbes hefur nú byrt árlegan lista sinn í 400 ríkustu menn og konur Bandaríkjanna og að þessu sinni eru einvörðungu milljarðamæringar á listanum. Höfundur listans segir þetta í fyrsta sinn sem auður hvers og eins á listanum er að lágmarki einn milljarður bandaríkjadala, jafnvirði rúmlega 70 milljarða íslenskra króna.

Erlent
Fréttamynd

Fóstur skorið úr kvið látinnar konu

Lögregla í Saint Louis í Bandaríkjunum leitar nú þriggja barna sem hafa verið týnd síðan á mánudaginn. Þau eru eins, tveggja og sjö ára. Móðir þeirra fannst myrt í gær og hafði fóstur verið skorið úr kvið hennar. Lögregla telur sig hafa fundið fóstrið en það hefur ekki verið staðfest. 26 ára kona, sem sást í fylgd barnanna skömmu áður en þau hurfu, er nú í haldi lögreglu.

Erlent
Fréttamynd

Mannskæð sprengjuárás við upphaf föstumánaðar

Írakar í Bagdad flykktust í verslanir og á götumarkaði í borginni í morgun til að kaupa inn fyrir Ramadan föstumánuðinn. Súnníar byrjuðu að fasta í dag en sjíar byrja á morgun eða á mánudaginn. Þrátt fyrir að þessi heilagi tími sé að hefjast var mannskæð sprengjuárás gerð í Sadr-hverfi sjía í Bagdad í morgun.

Erlent
Fréttamynd

Bin Laden sagður hafa látist úr taugaveiki

Yfirvöld í Pakistan segjast ekki hafa fengið fréttir af því að Osama bin Laden, leiðtogi al Kaída hryðjuverkasamtakanna, hafi látist úr taugaveiki þar í landi. Franskt dagblað fullyrðir það í dag og vitnar þar til leyniskýrslu sem var lekið í blaðamann.

Erlent
Fréttamynd

23 létust í lestarslysi

23 týndu lífi og 10 slösuðust þegar hraðlest, sem knúin er áfram af segulafli, fór af sporinu í norð-vestur Þýskalandi í gær. Lestin skall á faratæki viðgerðarmanna á upphækkaðri tilraunabraut og fór útaf sporinu.

Erlent
Fréttamynd

Bin Laden sagður látinn

Franska dagblaðið L´Est Republicain greinir frá því í morgun að Osama bin Laden, leiðtogi al Kaída hryðjuverkasamtakanna, sé látinn. Þetta er haft upp úr leyniþjónustuskýrslu sem mun hafa verið lekið í blaðið. Fulltrúi franska varnarmálaráðuneytisins segist ekki geta staðfest að þetta komi fram í skýrslunni.

Erlent