Fréttir

Fréttamynd

Hækkun á hráolíuverði

Heimsmarkaðsverð á hráolíu bæði hækkaði og lækkaði á helstu fjármálamörkuðum í dag vegna ótta fjárfesta við að OPEC, samtök olíuútflutningsolíuríkja, muni draga úr framleiðslukvóta vegna snarpra lækkana á olíuverði upp á síðkastið.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Lagt til að stofnaður verði heildsölubanki

Stýrihópur um framtíðarstefnumótun um hlutverk og aðkomu stjórnvalda að íbúðalánamarkaðnum leggur til að stofnaður verði nýr Íbúðabanki sem sinni fjármögnun íbúðarlána sem síðan yrðu veitt í gengum banka og sparisjóði. Þetta kemur fram í lokaáliti stýrihópsins sem félagsmálaráðherra kynnti á blaðamannafundi í dag.

Innlent
Fréttamynd

Mæla með stofnun heildsölubanka

Stýrihópur sem félagsmálaráðherra setti á fót í febrúar á þessu ári og var falið að efna til víðtæks samráðs um framtíðarstefnumótun um hlutverk og aðkomu stjórnvalda að íbúðalánamarkaðnum mælir með stofnun nýs heildsölubanka.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Atli Gíslason fer fram í Suðurkjördæmi

Atli Gíslason, hæstaréttarlögmaður og varaþingmaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, hefur ákveðið að taka áskorun kjördæmisráðs VG í Suðurkjördæmi og gefa kost á sér í fyrsta sæti framboðslistans. Þetta kemur fram í tilkynningu sem hann sendi frá sér fyrir stundu.

Innlent
Fréttamynd

Vill að Akureyrarflugvöllur verði lengdur

Aðalfundur Eyþings, Sambands sveitarfélaga í Eyjafirði og í Þingyejarsýslum, leggur áherslu á að lenging Akureyrarflugvallar verði forgangsmál við næstu endurskoðun samgönguáætlunar. Ályktun þessa efnis var samþykkt á aðalfundi sambandsins um helgina.

Innlent
Fréttamynd

Mótmælir harðlega uppsögn Hilmars Arnar

Félagsfundur Organistadeildar FÍH lýsir yfir fullum stuðningi við Hilmar Örn Agnarsson dómorganista í Skálholti og störf hans í þágu Skálholtsstaðar og Þjóðkirkjunnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu.

Innlent
Fréttamynd

Forsætisráðherra fundar með utanríkismálanefnd

Geir H. Haarde forsætisráðherra situr nú á fundi með utanríkismálanefnd og gerir henni grein fyrir niðurstöðum samningaviðræðna Íslendinga og Bandaríkjamanna um brottflutning Varnarliðsins. Geir fundaði í hádeginu með fulltrúum stjórnarandstöðuflokkanna en greint verður frá niðurstöðunum opinberlega á blaðamannafundi klukkan 4 síðdegis.

Innlent
Fréttamynd

Ríkisstyrkt flug til Vestmannaeyja boðið út

Ríkisstjórnin samþykkti í morgun tillögu Sturlu Böðvarssonar um að undirbúa útboð á ríkisstyrktu áætlunarflugi milli Reykjavíkur og Vestmannaeyja í framhaldi af því að Landsflug tilkynnti á föstudaginn var að félagið myndi hætta áætlunarflugi frá og með 25. september.

Innlent
Fréttamynd

Blair þakkar þjóðinni og flokknum fyrir sig

Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, þakkaði bæði bresku þjóðinni og Verkamannaflokknum fyrir það tækifæri að fá að leiða þau undanfarin ár í síðustu ræðu sinni á ársþingi Verkamannaflokksins í dag.

Erlent
Fréttamynd

Enronmaður bíður dóms

Dómur fellur í Houston í Texas í Bandaríkjunum í dag í máli Andrew Fastows, fyrrum fjármálastjóra bandaríska orkurisans Enron, vegna aðildar hans að fjár- og bókhaldssvikum, sem leiddu til gjaldþrots fyrirtæksins í lok árs 2001. Búist er við að hann hljóti allt að 10 ára fangelsisdóm vegna málsins.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Russell Crowe endurlífgar skylmingaþrælinn

Dauðinn er ekki endanlegur í Hollywood. Kvikmyndin um skylmingaþrælinn, sem færði Russell Crowe Óskarsverðlaunin, naut mikilla vinsælda. Svo mikilla að nú stendur til að gera mynd númer tvö um Maximus Decimus. Leikstjórinn Ridley Scott og Crowe, hafa tekið höndum saman um það.

Erlent
Fréttamynd

Lagt til að prófkjör verði haldið 11. nóvember í Kraganum

Stjórn kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi hefur samþykkt að leggja til við aðalfund ráðsins, sem haldinn verður 4. október, að haldið verði prófkjör 18. nóvember til að velja frambjóðendur á framboðslista vegna alþingiskosninga næsta vor.

Innlent
Fréttamynd

Auknar væntingar í efnahagsmálum samkvæmt vísitölu

Tiltrú neytenda á horfum í efnahagsmálum hefur vaxið á ný samkvæmt Væntingavísitölu Gallup sem birt var í morgun. Segir í Morgunkorni Glitnis að vísitalan hafi snarhækkað frá fyrri mánuði og standi nú í 119,6 stigum en hún fór lægst í 88,1 stig í júlímánuði. Vísitölugildi yfir 100 stigum táknar að fleiri neytendur séu bjartsýnir en svartsýnir.

Innlent
Fréttamynd

Rúmenía og Búlgaría fá inngöngu í ESB um áramót

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins gaf í dag grænt ljós á það að Búlgaría og Rúmeníua gengju í sambandið í janúar næstkomandi fremur en ári. Löndin þurfa þó líklega að uppfylla ýmiss konar sérákvæði áður en þau verða fullgildir meðlimir.

Erlent
Fréttamynd

Síbrotamenn í umferðinni

Lögreglan í Reykjavík hafði afskipti af allmörgum ökumönnum á síðasta sólarhring vegna umferðarlagabrota. Flestir voru teknir fyrir hraðakstur en nær allir þeirra hafa áður verið sektaðir fyrir að keyra of geyst.

Innlent
Fréttamynd

Eiturefnaskipi haldið í Eistlandi

Eiturefnaskipið Probo Koala liggur nú í höfn í Eistlandi. Skipið losaði farm af eiturefnaúrgangi í Abidjan á Fílabeinsströndinni í ágúst og hafa sjö manns þegar látist vegna þessa og tugþúsundir hafa þurft að leita læknisaðstoðar.

Erlent
Fréttamynd

Ekki komið samkomulag um breytingu á matarskatti

Matarskattur og aðgerðir til að lækka matarverð voru ekki til umræðu á ríkisstjórnarfundi í morgun. Ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa ekki enn komist að niðurstöðu um til hvaða aðgerða skuli grípa. Reiknað er þó með að niðurstaða liggi fyrir fljótlega. Líklegt má telja að hún verði kynnt í stefnuræðu forsætisráðherra í næstu viku.

Innlent
Fréttamynd

67 teknir á meira en 190 í ágúst

Tugir bíla mældust á yfir 190 kílómetra hraða í ágústmánuði. Sigurður Helgason hjá Umferðarstofu segir hraðann aukast í takt við velsæld þjóðfélagsins.

Innlent
Fréttamynd

Gæti hagnast um 20 milljarða við sölu á Icelandair

Eignarhaldsfélagið FL Group gæti hagnast um tuttugu milljarða króna með fyrirhugaðri sölu á Icelandair, eða Flugleiðum, að mati markaðssérfræðinga. Það yrði einhver mesti söluhagnaður á svo skömmum tíma sem um getur hér á landi.

Innlent
Fréttamynd

Samkeppnishæfasta hagkerfið í Sviss

Sviss, Finnland og Svíþjóð eru í þremur efstu sætum yfir samkeppnishæfustu hagkerfi heimsins, samkvæmt nýrri skýrslu World Economic Forum, sem kom út í dag. Bandaríkin voru í fyrsta sæti í fyrra en fellu niður í sjötta sæti. Ísland fer upp um tvö sæti á milli ára og vermir nú 14. sætið yfir samkeppnishæfustu hagkerfi heims.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Trúir ekki að Steingrímur hafi ekki spurt um leyniþjónustu

Björn Bjarnason dómsmálaráðherra segir að það væri með miklum ólíkindum ef embættismenn hefðu ekki upplýst Steingrím Hermannsson, fyrrverandi dóms- og kirkjumálaráðherra og forsætisráðherra um ráðstafanir lögreglunnar til að gæta öryggis ríkisins. Hafi Steingrími ekki verið sagt frá þessum grundvallaratriðum að fyrra bragði trúi hann ekki öðru en jafnathugull maður og Steingrímur hafi spurt.

Innlent