Fréttir Mikið slasaður eftir bílslys Maður liggur á gjörgæsludeild eftir umferðarslys á Hvolsvelli í gærkvöldi, en þar skall bifreið aftan á vörubíl sem var nánast kyrrstæður við gatnamót. Kalla þurfti til tækjabíl frá Selfossi og klippa manninn út úr bílnum, en hann var síðan fluttur með sjúkrabíl til Reykjavíkur. Samkvæmt vakthafandi lækni á gjörgæsludeild er maðurinn mikið slasaður, en ekki í öndunarvél. Innlent 21.10.2006 09:42 Hættir viðræðum við Farc-skæruliða Alvaro Uribe, forseti Kólumbíu, hefur hætt viðræðum um fangaskipti við Farc-skæruliða. Uribe kennir skæruliðunum um sprengjuárás í höfuðborginni, Bogota, í gær. Rúmlega 20 særðust í árásinni. Uribe segir nú ekki hægt að gera annað en að senda herinn til að bjarga gíslum úr klóm skæruliðanna. Um það bil 3.000 gíslar eru í haldi skæruliðanna, þar á meðal um það bil 60 stjórnmálamenn og útlendingar. Erlent 20.10.2006 23:50 34 ára aldursmunur Ítalska kvikmyndaleikkonan Gina Lollobrigida, sem eitt sinn var sögð fallegasta kona í heimi, ætlar að ganga að eiga mann sem er 34 árum yngri en hún. Lollobrigida, sem er 79 ára, segir í viðtali við spænska glanstímaritið Hola að hún ætli að ganga að eiga spænska kaupsýslumanninn Javier Rigau, sem er 45 ára. Hún kynntist honum í samkvæmi í Monte Carlo árið 1984 og hafa þau hittst á laun síðan þá, eða í 22 ár. Erlent 20.10.2006 23:39 Nóbelsverðlaunahafi heiðursdoktor frá HÍ Nóbelsverðlaunahafi í hagfræði er meðal þeirra sem hljóta heiðurdoktorsnafnbót við útskrift Háskóla Íslands á morgun. Sá heitir Robert A. Mundell og er prófessor við Columbia-háskóla í Bandaríkjunum. Hann fékk Nóbelsverðlaun í hagfræði árið 1999. Mundell hlýtur nafnbótina við viðskipta- og hagfræðideild HÍ. Auk hans hljóta tveir aðrir heiðursdoktorsnafnbót. Það eru Assar Lindbeck, prófessor við alþjóðahagfræðideild Háskólans í Stokkhólmi, og Kristján Sæmundsson, vísindamaður á sviði jarðfræði Íslands, eldfjallafræði og jarðhita. Innlent 20.10.2006 23:06 Harður árekstur Ökumaður lítils sendiferðabíls af Volkwagen-gerð var fluttur nokkuð slasaður til Reykjavíkur eftir harðan árekstur við vöruflutningabíl á Suðurlandsvegi, til móts við afleggjarann að Ásmundarstöðum á áttunda tímanum í kvöld. Beita þurfti klippum til að ná ökumanni sendiferðabílsins út en ökumann vöruflutningabílsins sakaði ekki. Samkvæmt upplýsingum frá vakthafandi lækni á slysadeild virðist við fyrstu skoðun að maðurinn hafi ekki hlotið lífshættulega áverka. Innlent 20.10.2006 22:13 Mannfallstölur fást ekki lengur frá íraska heilbrigðisráðuneytinu Íraska heilbrigðisráðuneytið mun ekki lengur veita Sameinuðu þjóðunum upplýsingar um mannfall meðal almennra borgara í Írak. Þar með fá samtökin ekki lengur mikilvægar upplýsingar sem gera þeim mögulegt að leggja mat á hversu alvarleg áhrif átök í landinu hafi á almenna borgara. Upplýsingar um mannfall munu framvegis koma frá skrifstofu forstætisráðherra Íraks og telja fulltrúar SÞ það bjóða þeirri hættu heim að upplýsingagjöf um mannfall verði of lituð af hagsmunum ráðamanna í landinu og því mjög pólitísk. Erlent 20.10.2006 21:53 Rjúpnaskyttu leitað í Lambafjöllum Leitað var að rjúpnaskyttu í Lambafjöllum í Reykjasveit í kvöld. Tveir menn höfðu farið saman á skytterí og þegar annar skilaði sér ekki á réttum tíma var beðið um aðstoð björgunarsveita Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Maðurinn fannst heill á húfi á níunda tímanum í kvöld. Innlent 20.10.2006 21:33 NBC sýnir ekki krossfestingu Madonnu Upptaka af sviðsettri krossfesting poppsöngkonunnar Madonnu á frá nýjustu tónleikaferð hennar verður ekki meðal þess sem bandaríska sjónvarpsstöðin NBC helypir í loftið þegar hún sjónvarpar upptöku af tónleikum hennar í næsta mánuði. Athæfi söngkonunnar hefur vakið mikla reiði meðal kristinna trúarhópa í Bandaríkjunum og Evrópu. Fulltrúar þeirra hafa fordæmt Madonnu sagt hana and-kristna og fremja helgispjöll og guðlast. Því neitar söngkonan og segir þetta gert á þeim hluta tónleikanna þegar hún kalla á fjárframlög til góðagerðarsamtaka sem hjálpa alnæmissjúkum í Afríku. Erlent 20.10.2006 21:27 Kolmunnastofninn nýttur umfram afrakstursgetu Síðustu ár hefur mjög góð nýliðun verið í kolmunnastofninn, sem stækkaði verulega í kjölfarið. Hrygningarstofninn stækkaði í rúmar 7 milljónir tonna árið 2003, en hefur farið minnkandi síðan. Innlent 20.10.2006 20:52 Jarðskjálfti skók norð vestur hluta Tyrklands Jarðskjálfti sem mældist 5,2 á Richter skók norð-vesturhluta Tyrklands í dag. Íbúar í Istanbúl fundu fyrir skjálftanum. Upptök hans voru í Balikesir-héraði sem er hinumegin við Marmarahafið frá Istanbúl. Ekki hafa borist fregnir af því að nokkur hafi týnt lífi eða hve margir hafi slast og ekki er vitað hvort miklar skemmdir hafi orðið. Erlent 20.10.2006 20:44 Útbreiðsla loðnustofnsins líklega breyst Líklegt er að útbreiðsla loðnustofnsins hafi breyst með breyttum umhverfisskilyrðum undanfarin ár, en hin síðustu ár hefur ekki tekist að mæla fjölda eins og tveggja ára ungloðnu að hausti og því hefur ekki verið unnt að gera tillögur um leyfilegan hámarksafla árið eftir. Innlent 20.10.2006 20:41 Orkumálum ekki blandað í deilur um stjórnmál Jose Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, og Vladimír Pútín, Rússlandsforseti, sammæltust um það í dag að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að koma í veg fyrir að orkuviðskipti sambandsins og Rússlands verði dregin inn í deilur þeirra á vettvangi stjórnmálanna í framtíðinni. Þetta kom fram þegar þeir ræddu við blaðamenn eftir fund sinn í Lahti í Finnlandi í dag. Leiðtogafundur Evrópusambandsríkjanna er haldinn þar. Erlent 20.10.2006 20:15 Nýliðun norsk-íslensku vorgotssíldarinnar góð á undanförnum árum Nýliðun norsk-íslensku vorgotssíldarinnar hefur verið góð á undanförnum árum og telur Alþjóðahafrannsóknarráðið að stofninn sé nýttur á sjálfbæran hátt. Þetta kemur fram í skýrslu ráðsins um ástand nytjastofna í Norðaustur-Atlantshafi sem birt var í dag. Þar koma fram tillögur ráðgjafarnefndar um nýtingu fiskistofna. Innlent 20.10.2006 20:08 Nýr þjónustusamningur um rekstur Heilsustofnunar NLFÍ Siv Friðleifsdóttir, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, og Gunnlaugur K. Jónsson, formaður stjórnar Náttúrulækningafélags Íslands (NLFÍ), undirrituðu síðdegis nýjan þjónustusamning um rekstur Heilsustofnunar NLFÍ. Samningurinn gildir frá 1. janúar 2007 og er til 5 ára. Ríkið greiðir um 480 milljónir króna á ári fyrir þjónustuna sem veitt er samkvæmt samningnum, eða um 2,5 milljarða króna á samningstímanum. Innlent 20.10.2006 19:51 Peningar McCartneys og orðspor í húfi Skilnaður bítilsins Pauls McCartney stefnir í að verða einn sá stærsti og umtalaðasti á okkar tímum. Vægðarlaus umfjöllun fjölmiðla, sem fylgjast með hverju spori beggja aðila, heldur áfram. Nú hefur fyrrverandi kona bítilsins, Heather, sakað hann um heimilisofbeldi, drykkjuskap og fíkniefnaneyslu, en lögmenn hans segja hann neita því alfarið. Erlent 20.10.2006 18:51 Framkvæmdir við Hellisheiðarvirkjun hugsanlega í leyfisleysi Grunur leikur á að framkvæmdir við annan áfanga Hellisheiðarvirkjunar séu í leyfisleysi. Skipulagsstofnun hefur farið fram á greinargerð frá Orkuveitu Reykjavíkur og Sveitastjórn Ölfuss vegna málsins. Innlent 20.10.2006 19:14 Ekki frekari kjarnorkutilraunir Kim Jong Il, leiðtogi Norður-Kóreu, segir að ekki verði af frekari kjarnorkutilraunum í landinu, en í dag fögnuðu Norður-Kóreumenn tilrauninni í síðustu viku. Ríkisfréttastofa Norður Kóreu sagði um 100 þúsund manns hafa safnast saman í höfuðborginni Pyongyang til að fagna áfanganum. Erlent 20.10.2006 18:58 Læknar samþykkja ekki að fólk velji kyn barna Sjö danskar konur fóru til Kýpur og völdu kyn á ófædd börn sín. Jón G. Snædal, forseti Alþjóðasamtaka lækna, segir að íslenskir læknar myndu aldrei samþykkja það að velja annað kynið fram yfir hitt. Innlent 20.10.2006 18:45 Íslenska friðargæslan kostar 600 milljónir Íslenska friðargæslan kostar sex hundruð milljónir króna á ári. Hér eftir mun hún snúa sér að borgaralegum verkefnum, en utanríkisráðherra vill þó ekki afvopna Íslensku friðargæsluna. Innlent 20.10.2006 18:40 Vann eineltismál vegna andlitsblæju Íslömsk kennslukona í Bretlandi hefur unnið eineltismál sem hún höfðaði gegn barnaskólanum sem hún kenndi við. Konan var leyst frá störfum þegar hún neitaði að fjarlægja andlitsblæju í skólastofunni. Málið hefur vakið mikla athygli í Bretlandi og umræður um rétt múslímakvenna til að bera andlitsslæður sem hylja mesta hluta andlitsins. Erlent 20.10.2006 18:40 Forsetalisti HR birtur Bestu nemendur Háskólans í Reykjavík voru heiðraðir við hátíðlega athöfn í skólanum í dag. Að þessu sinni hlutu 65 nemendur viðurkenningu fyrir frábæran námsárangur á síðustu önn. Þessir nemendur komust á svokallaðan Forsetalista Háskólans í Reykjavík, en það þýðir að þessir nemendur fá felld niður skólagjöld við HR á yfirstandandi önn. Innlent 20.10.2006 18:04 ESB fordæmir brottvísun fulltrúa frá Eþíópíu Evrópusambandið hefur fordæmt þá ákvörðun stjórnvalda í Eþíópíu að vísa tveimur sendifulltrúum sambandsins úr landi. Fulltrúar ESB segja það fullkomlega óásættanlegt. Þeir eru grunaðir um að hafa reynt að smygla tveimur flóttamönnum til Kenía. Annar þeirra er eþíópískur lögfræðingur sem vinnur fyrir Framkvæmdastjórn sambandsins. Yfirvöld í Eþíópíu segja flóttamennina hafa verið handtekna grunaða um alvarlega glæpi. Ekki er þó gefið upp hvað þeir eigi að hafa gert af sér. Erlent 20.10.2006 17:50 Heimferð flóttamanna frestað Flóttamannahjálp SÞ hefur ákveðið að fresta því að flytja fóttamenn aftur til heimahaga sinna í Suður-Súdan vegna átaka sem hafa blossað upp á svæðinu. Flytja átti fólk til Súdan frá flóttamannabúðum í Norður-Úganda en hætt var við það þar sem fréttir bárust af því að um 40 almennir borgarar hefðu fallið í átökum við óþekkta byssumenn. Erlent 20.10.2006 17:28 Grundvöllur skylduaðildar brostinn ef til skerðingar kemur Aðalfundur Öryrkjabandalags Íslands skorar á stjórnir þeirra fjórtán lífeyrissjóða sem boðað hafa skerðingar og niðurfellingar lífeyrisgreiðslna til öryrkja að hverfa frá þeim áformum sínum. Að öðrum kosti lítur Öryrkjabandalagið svo á að grundvöllur núverandi skylduaðildar að lífeyrissjóðunum í landinu sé brostinn. Innlent 20.10.2006 17:08 Þjónustuíbúðir fyrir geðfatlaða í Kópavogi Kópavogsbær tók í dag formlega í notkun sjö þjónustuíbúðir í Hörðukór í Kópavogi fyrir einstaklinga með geðfötlun ásamt sameiginlegum þjónustukjarna. Innlent 20.10.2006 16:55 Telja sig hafa fundið líkamsleifar fórnarlamba Líkamsleifar sem taldar eru vera af fórnarlömbum hryðjuverkaárásanna á Tvíburarturnana þann 11. september 2001 hafa fundist í holræsum nærri staðnum þar sem World Trade Center stóð. Erlent 20.10.2006 16:47 Fangar hafa aflýst hungurverkfalli Fangar í Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg hafa ákveðið að aflýsa hungurverkfalli sem þeir ætluðu að hefja klukkan fjögur í dag. Talsmaður fanganna segir þá hafa fengið skrifleg svör við beiðnum sínum í dag og að komið hafi verið til móts við hluta af kröfum þeirra um bætta aðstöðu, svo sem fæði og loftræstingu í klefum. Innlent 20.10.2006 16:41 Hlaut Fjöreggið í dag Guðrún Adolfsdóttir matvælafræðingur hlaut í dag Fjöreggið, verðlaun Matvæla- og næringarfræðafélags Íslands, á ráðstefnu í tilefni matvæladags MNÍ. Innlent 20.10.2006 16:14 Hagnaður Nýherja 154 milljónir króna Nýherji skilaði 154 milljónum króna hagnaði á þriðja fjórðungi ársins. Þetta er 149,7 milljónum krónum meira en á sama tíma í fyrra en þá nam hagnaður félagsins 4,3 milljónum króna. Viðskipti innlent 20.10.2006 16:18 Dráttartaug komin í trilluna Búið er að koma dráttartaug í vélavana trillu sem er skammt úti fyrir Siglunesi. Björgunarsveitin Sigurvin á Siglufirði fór að trillunni sem rak að landi. Einn maður er um borð. Innlent 20.10.2006 16:16 « ‹ ›
Mikið slasaður eftir bílslys Maður liggur á gjörgæsludeild eftir umferðarslys á Hvolsvelli í gærkvöldi, en þar skall bifreið aftan á vörubíl sem var nánast kyrrstæður við gatnamót. Kalla þurfti til tækjabíl frá Selfossi og klippa manninn út úr bílnum, en hann var síðan fluttur með sjúkrabíl til Reykjavíkur. Samkvæmt vakthafandi lækni á gjörgæsludeild er maðurinn mikið slasaður, en ekki í öndunarvél. Innlent 21.10.2006 09:42
Hættir viðræðum við Farc-skæruliða Alvaro Uribe, forseti Kólumbíu, hefur hætt viðræðum um fangaskipti við Farc-skæruliða. Uribe kennir skæruliðunum um sprengjuárás í höfuðborginni, Bogota, í gær. Rúmlega 20 særðust í árásinni. Uribe segir nú ekki hægt að gera annað en að senda herinn til að bjarga gíslum úr klóm skæruliðanna. Um það bil 3.000 gíslar eru í haldi skæruliðanna, þar á meðal um það bil 60 stjórnmálamenn og útlendingar. Erlent 20.10.2006 23:50
34 ára aldursmunur Ítalska kvikmyndaleikkonan Gina Lollobrigida, sem eitt sinn var sögð fallegasta kona í heimi, ætlar að ganga að eiga mann sem er 34 árum yngri en hún. Lollobrigida, sem er 79 ára, segir í viðtali við spænska glanstímaritið Hola að hún ætli að ganga að eiga spænska kaupsýslumanninn Javier Rigau, sem er 45 ára. Hún kynntist honum í samkvæmi í Monte Carlo árið 1984 og hafa þau hittst á laun síðan þá, eða í 22 ár. Erlent 20.10.2006 23:39
Nóbelsverðlaunahafi heiðursdoktor frá HÍ Nóbelsverðlaunahafi í hagfræði er meðal þeirra sem hljóta heiðurdoktorsnafnbót við útskrift Háskóla Íslands á morgun. Sá heitir Robert A. Mundell og er prófessor við Columbia-háskóla í Bandaríkjunum. Hann fékk Nóbelsverðlaun í hagfræði árið 1999. Mundell hlýtur nafnbótina við viðskipta- og hagfræðideild HÍ. Auk hans hljóta tveir aðrir heiðursdoktorsnafnbót. Það eru Assar Lindbeck, prófessor við alþjóðahagfræðideild Háskólans í Stokkhólmi, og Kristján Sæmundsson, vísindamaður á sviði jarðfræði Íslands, eldfjallafræði og jarðhita. Innlent 20.10.2006 23:06
Harður árekstur Ökumaður lítils sendiferðabíls af Volkwagen-gerð var fluttur nokkuð slasaður til Reykjavíkur eftir harðan árekstur við vöruflutningabíl á Suðurlandsvegi, til móts við afleggjarann að Ásmundarstöðum á áttunda tímanum í kvöld. Beita þurfti klippum til að ná ökumanni sendiferðabílsins út en ökumann vöruflutningabílsins sakaði ekki. Samkvæmt upplýsingum frá vakthafandi lækni á slysadeild virðist við fyrstu skoðun að maðurinn hafi ekki hlotið lífshættulega áverka. Innlent 20.10.2006 22:13
Mannfallstölur fást ekki lengur frá íraska heilbrigðisráðuneytinu Íraska heilbrigðisráðuneytið mun ekki lengur veita Sameinuðu þjóðunum upplýsingar um mannfall meðal almennra borgara í Írak. Þar með fá samtökin ekki lengur mikilvægar upplýsingar sem gera þeim mögulegt að leggja mat á hversu alvarleg áhrif átök í landinu hafi á almenna borgara. Upplýsingar um mannfall munu framvegis koma frá skrifstofu forstætisráðherra Íraks og telja fulltrúar SÞ það bjóða þeirri hættu heim að upplýsingagjöf um mannfall verði of lituð af hagsmunum ráðamanna í landinu og því mjög pólitísk. Erlent 20.10.2006 21:53
Rjúpnaskyttu leitað í Lambafjöllum Leitað var að rjúpnaskyttu í Lambafjöllum í Reykjasveit í kvöld. Tveir menn höfðu farið saman á skytterí og þegar annar skilaði sér ekki á réttum tíma var beðið um aðstoð björgunarsveita Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Maðurinn fannst heill á húfi á níunda tímanum í kvöld. Innlent 20.10.2006 21:33
NBC sýnir ekki krossfestingu Madonnu Upptaka af sviðsettri krossfesting poppsöngkonunnar Madonnu á frá nýjustu tónleikaferð hennar verður ekki meðal þess sem bandaríska sjónvarpsstöðin NBC helypir í loftið þegar hún sjónvarpar upptöku af tónleikum hennar í næsta mánuði. Athæfi söngkonunnar hefur vakið mikla reiði meðal kristinna trúarhópa í Bandaríkjunum og Evrópu. Fulltrúar þeirra hafa fordæmt Madonnu sagt hana and-kristna og fremja helgispjöll og guðlast. Því neitar söngkonan og segir þetta gert á þeim hluta tónleikanna þegar hún kalla á fjárframlög til góðagerðarsamtaka sem hjálpa alnæmissjúkum í Afríku. Erlent 20.10.2006 21:27
Kolmunnastofninn nýttur umfram afrakstursgetu Síðustu ár hefur mjög góð nýliðun verið í kolmunnastofninn, sem stækkaði verulega í kjölfarið. Hrygningarstofninn stækkaði í rúmar 7 milljónir tonna árið 2003, en hefur farið minnkandi síðan. Innlent 20.10.2006 20:52
Jarðskjálfti skók norð vestur hluta Tyrklands Jarðskjálfti sem mældist 5,2 á Richter skók norð-vesturhluta Tyrklands í dag. Íbúar í Istanbúl fundu fyrir skjálftanum. Upptök hans voru í Balikesir-héraði sem er hinumegin við Marmarahafið frá Istanbúl. Ekki hafa borist fregnir af því að nokkur hafi týnt lífi eða hve margir hafi slast og ekki er vitað hvort miklar skemmdir hafi orðið. Erlent 20.10.2006 20:44
Útbreiðsla loðnustofnsins líklega breyst Líklegt er að útbreiðsla loðnustofnsins hafi breyst með breyttum umhverfisskilyrðum undanfarin ár, en hin síðustu ár hefur ekki tekist að mæla fjölda eins og tveggja ára ungloðnu að hausti og því hefur ekki verið unnt að gera tillögur um leyfilegan hámarksafla árið eftir. Innlent 20.10.2006 20:41
Orkumálum ekki blandað í deilur um stjórnmál Jose Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, og Vladimír Pútín, Rússlandsforseti, sammæltust um það í dag að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að koma í veg fyrir að orkuviðskipti sambandsins og Rússlands verði dregin inn í deilur þeirra á vettvangi stjórnmálanna í framtíðinni. Þetta kom fram þegar þeir ræddu við blaðamenn eftir fund sinn í Lahti í Finnlandi í dag. Leiðtogafundur Evrópusambandsríkjanna er haldinn þar. Erlent 20.10.2006 20:15
Nýliðun norsk-íslensku vorgotssíldarinnar góð á undanförnum árum Nýliðun norsk-íslensku vorgotssíldarinnar hefur verið góð á undanförnum árum og telur Alþjóðahafrannsóknarráðið að stofninn sé nýttur á sjálfbæran hátt. Þetta kemur fram í skýrslu ráðsins um ástand nytjastofna í Norðaustur-Atlantshafi sem birt var í dag. Þar koma fram tillögur ráðgjafarnefndar um nýtingu fiskistofna. Innlent 20.10.2006 20:08
Nýr þjónustusamningur um rekstur Heilsustofnunar NLFÍ Siv Friðleifsdóttir, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, og Gunnlaugur K. Jónsson, formaður stjórnar Náttúrulækningafélags Íslands (NLFÍ), undirrituðu síðdegis nýjan þjónustusamning um rekstur Heilsustofnunar NLFÍ. Samningurinn gildir frá 1. janúar 2007 og er til 5 ára. Ríkið greiðir um 480 milljónir króna á ári fyrir þjónustuna sem veitt er samkvæmt samningnum, eða um 2,5 milljarða króna á samningstímanum. Innlent 20.10.2006 19:51
Peningar McCartneys og orðspor í húfi Skilnaður bítilsins Pauls McCartney stefnir í að verða einn sá stærsti og umtalaðasti á okkar tímum. Vægðarlaus umfjöllun fjölmiðla, sem fylgjast með hverju spori beggja aðila, heldur áfram. Nú hefur fyrrverandi kona bítilsins, Heather, sakað hann um heimilisofbeldi, drykkjuskap og fíkniefnaneyslu, en lögmenn hans segja hann neita því alfarið. Erlent 20.10.2006 18:51
Framkvæmdir við Hellisheiðarvirkjun hugsanlega í leyfisleysi Grunur leikur á að framkvæmdir við annan áfanga Hellisheiðarvirkjunar séu í leyfisleysi. Skipulagsstofnun hefur farið fram á greinargerð frá Orkuveitu Reykjavíkur og Sveitastjórn Ölfuss vegna málsins. Innlent 20.10.2006 19:14
Ekki frekari kjarnorkutilraunir Kim Jong Il, leiðtogi Norður-Kóreu, segir að ekki verði af frekari kjarnorkutilraunum í landinu, en í dag fögnuðu Norður-Kóreumenn tilrauninni í síðustu viku. Ríkisfréttastofa Norður Kóreu sagði um 100 þúsund manns hafa safnast saman í höfuðborginni Pyongyang til að fagna áfanganum. Erlent 20.10.2006 18:58
Læknar samþykkja ekki að fólk velji kyn barna Sjö danskar konur fóru til Kýpur og völdu kyn á ófædd börn sín. Jón G. Snædal, forseti Alþjóðasamtaka lækna, segir að íslenskir læknar myndu aldrei samþykkja það að velja annað kynið fram yfir hitt. Innlent 20.10.2006 18:45
Íslenska friðargæslan kostar 600 milljónir Íslenska friðargæslan kostar sex hundruð milljónir króna á ári. Hér eftir mun hún snúa sér að borgaralegum verkefnum, en utanríkisráðherra vill þó ekki afvopna Íslensku friðargæsluna. Innlent 20.10.2006 18:40
Vann eineltismál vegna andlitsblæju Íslömsk kennslukona í Bretlandi hefur unnið eineltismál sem hún höfðaði gegn barnaskólanum sem hún kenndi við. Konan var leyst frá störfum þegar hún neitaði að fjarlægja andlitsblæju í skólastofunni. Málið hefur vakið mikla athygli í Bretlandi og umræður um rétt múslímakvenna til að bera andlitsslæður sem hylja mesta hluta andlitsins. Erlent 20.10.2006 18:40
Forsetalisti HR birtur Bestu nemendur Háskólans í Reykjavík voru heiðraðir við hátíðlega athöfn í skólanum í dag. Að þessu sinni hlutu 65 nemendur viðurkenningu fyrir frábæran námsárangur á síðustu önn. Þessir nemendur komust á svokallaðan Forsetalista Háskólans í Reykjavík, en það þýðir að þessir nemendur fá felld niður skólagjöld við HR á yfirstandandi önn. Innlent 20.10.2006 18:04
ESB fordæmir brottvísun fulltrúa frá Eþíópíu Evrópusambandið hefur fordæmt þá ákvörðun stjórnvalda í Eþíópíu að vísa tveimur sendifulltrúum sambandsins úr landi. Fulltrúar ESB segja það fullkomlega óásættanlegt. Þeir eru grunaðir um að hafa reynt að smygla tveimur flóttamönnum til Kenía. Annar þeirra er eþíópískur lögfræðingur sem vinnur fyrir Framkvæmdastjórn sambandsins. Yfirvöld í Eþíópíu segja flóttamennina hafa verið handtekna grunaða um alvarlega glæpi. Ekki er þó gefið upp hvað þeir eigi að hafa gert af sér. Erlent 20.10.2006 17:50
Heimferð flóttamanna frestað Flóttamannahjálp SÞ hefur ákveðið að fresta því að flytja fóttamenn aftur til heimahaga sinna í Suður-Súdan vegna átaka sem hafa blossað upp á svæðinu. Flytja átti fólk til Súdan frá flóttamannabúðum í Norður-Úganda en hætt var við það þar sem fréttir bárust af því að um 40 almennir borgarar hefðu fallið í átökum við óþekkta byssumenn. Erlent 20.10.2006 17:28
Grundvöllur skylduaðildar brostinn ef til skerðingar kemur Aðalfundur Öryrkjabandalags Íslands skorar á stjórnir þeirra fjórtán lífeyrissjóða sem boðað hafa skerðingar og niðurfellingar lífeyrisgreiðslna til öryrkja að hverfa frá þeim áformum sínum. Að öðrum kosti lítur Öryrkjabandalagið svo á að grundvöllur núverandi skylduaðildar að lífeyrissjóðunum í landinu sé brostinn. Innlent 20.10.2006 17:08
Þjónustuíbúðir fyrir geðfatlaða í Kópavogi Kópavogsbær tók í dag formlega í notkun sjö þjónustuíbúðir í Hörðukór í Kópavogi fyrir einstaklinga með geðfötlun ásamt sameiginlegum þjónustukjarna. Innlent 20.10.2006 16:55
Telja sig hafa fundið líkamsleifar fórnarlamba Líkamsleifar sem taldar eru vera af fórnarlömbum hryðjuverkaárásanna á Tvíburarturnana þann 11. september 2001 hafa fundist í holræsum nærri staðnum þar sem World Trade Center stóð. Erlent 20.10.2006 16:47
Fangar hafa aflýst hungurverkfalli Fangar í Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg hafa ákveðið að aflýsa hungurverkfalli sem þeir ætluðu að hefja klukkan fjögur í dag. Talsmaður fanganna segir þá hafa fengið skrifleg svör við beiðnum sínum í dag og að komið hafi verið til móts við hluta af kröfum þeirra um bætta aðstöðu, svo sem fæði og loftræstingu í klefum. Innlent 20.10.2006 16:41
Hlaut Fjöreggið í dag Guðrún Adolfsdóttir matvælafræðingur hlaut í dag Fjöreggið, verðlaun Matvæla- og næringarfræðafélags Íslands, á ráðstefnu í tilefni matvæladags MNÍ. Innlent 20.10.2006 16:14
Hagnaður Nýherja 154 milljónir króna Nýherji skilaði 154 milljónum króna hagnaði á þriðja fjórðungi ársins. Þetta er 149,7 milljónum krónum meira en á sama tíma í fyrra en þá nam hagnaður félagsins 4,3 milljónum króna. Viðskipti innlent 20.10.2006 16:18
Dráttartaug komin í trilluna Búið er að koma dráttartaug í vélavana trillu sem er skammt úti fyrir Siglunesi. Björgunarsveitin Sigurvin á Siglufirði fór að trillunni sem rak að landi. Einn maður er um borð. Innlent 20.10.2006 16:16