Fréttir Betri afkoma hjá GM Bandaríski bílaframleiðandinn General Motors skilaði 115 milljóna dala taprekstri á þriðja fjórðungi ársins. Þetta svarar til 7,8 milljarða íslenskra króna taprekstrar á tímabilinu sem er talsvert betri afkoma en greiningaraðilar höfðu reiknað með. Þá er þetta umtalsvert betri afkoma en fyrir ári þegar fyrirtækið tapaði 1,7 milljörðum dala eða rúmlega 116 milljörðum króna. Viðskipti erlent 25.10.2006 11:41 Ný skrifstofa Eimskips á Ítalíu Eimskip opnar nýja skrifstofu á Ítalíu 1. nóvember næstkomandi. Starfsemi Eimskips á Ítalíu hefur til þessa farið fram í gegnum umboðsaðila félagsins Thos. Carr í Mílan en frá og með opnun nýju skrifstofunnar munu starfsmenn þess félags heyra undir Evrópusvið Eimskips. Viðskipti innlent 25.10.2006 11:36 Óvissa um hlutverk danskra hermanna í Írak Á fréttamannafundi sem Anders Fogh Rasmussen hélt í gær kom fram að ekki er ljóst hvert hlutverk danskra hermanna á eftir að verða í Írak eftir stefnubreytingu bandamanna. Erlent 25.10.2006 11:15 Íslendingum í háskólanámi fjölgar hratt Ísland er ásamt Svíþjóð í öðru sæti á Norðurlöndum þegar horft er til þess hversu margt ungt fólk er í háskólanámi. Þetta kemur fram í Norrænu tölfræðiárbókinni 2006 sem kemur út í dag. Innlent 25.10.2006 11:12 Búist við óbreyttum vöxtum í Bandaríkjunum Seðlabanki Bandaríkjanna greinir frá ákvörðun sinni um breytingar á stýrivaxtastigi í landinu síðar í dag. Greiningaraðilar á Wall Street í Bandaríkjunum telja flestir líkur á óbreyttum vöxtum en segja bankann munu fylgjast grannt með verðbólguþróun. Viðskipti erlent 25.10.2006 11:12 Segjast hafa drepið andófsmenn sem undirbjuggu árás Bandaríkjaher greindi frá því í dag að hann hefði vegið 12 andófsmenn í borginni Ramadi í Vestur-Írak í gær. Herinn segir í tilkynningu að mennirnir hafi verið að koma fyrir sprengju í vegkanti í borginni svipaðri þeim sem notaðar hafa verið gegn herbílalestum undanfarin misseri og hafa kostað fjölmarga hermenn lífið. Erlent 25.10.2006 11:00 Myndaði hálfnakta viðskiptavini Verslunarstjóri Intersport verslunar, í Svíþjóð, á yfir höfði sér eins árs fangelsi fyrir að mynda viðskiptavini sína mismunandi mikið fáklædda. Erlent 25.10.2006 10:53 Grass sagður hafa farið í kringum dönsk lög Svo virðist sem rithöfundurinn Güther Grass, fyrrverandi bókmenntaverðlaunahafi Nóbels, hafi fengið sérmeðferð hjá dönskum yfirvöldum því hann hefur fengið að leigja sumarhús í Danmörku í aldarfjórðung þrátt fyrir að bannað sé að selja útlendingum sumarhús í Danmörku. Formaður Félags fasteignasala í Danmörku segir að svo langur leigusamningur jafngildi kaupum á húsinu. Erlent 25.10.2006 10:45 400 hafa greitt atkvæði í prófkjöri sjálfstæðismanna Um fjögur hundruð manns hafa þegar kosið utankjörfundar í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavíkurkjördæmunum vegna komandi þingkosninga. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hófst þann 11. október en hið eiginlega prófkjör fer fram á föstudag og laugardag. Innlent 25.10.2006 10:23 FL Group tekur sambankalán FL Group hefur undirritað lánssaming fyrir 250 milljón evrur eða um 21,5 milljarða krónur, til fjármögnunar á hluta af hlutafjáreign FL Group í Glitni. Lánið er til þriggja ára með endurgreiðslu höfuðstóls í lok lánstíma. Hannes Smárason, forstjóri FL Group, segir lántökuna marka tímamót fyrir félagið auk þess sem sveigjanleiki til fjárfestinga aukist til muna. Innlent 25.10.2006 10:09 Afkoma Aker Seafoods snýst við Norska útgerðarfélagið Aker Seafoods skilaði 39 milljónum norska króna í hagnað á þriðja fjórðungi ársins. Þetta svarar til rúmlega 401 milljóna íslenskra króna og nokkur viðsnúningur frá sama tíma fyrir ári þegar félagið skilaði tapi upp á 8 milljónir norskra króna eða tæplega 82,5 milljóna íslenskra króna. Viðskipti erlent 25.10.2006 10:08 Framlengja framboðsfrest vegna forvals í NA-kjördæmi Framboðsfrestur í forvali Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs í Norðausturkjördæmi hefur verið framlengdur um fjóra daga, eða til 5. nóvember. Valgerður Jónsdóttir, formaður uppstillingarnefndar, segir 12 einstaklinga hafa gefið kost á sér. Kynjahlutföll eru jöfn í þessum 12 manna hópi og dreifingin um kjördæmið nokkuð góð, að sögn Valgerðar. Innlent 25.10.2006 09:59 Minnsta fylgi Verkmamanna- flokksins í nærri 20 ár Fylgi breska Verkamannaflokksins hefur ekki mælst minna í nærri tuttugu ár samkvæmt nýrri könnun sem breska blaðið Guardian birtir í dag. Erlent 25.10.2006 09:47 Tsjad segir uppreisnarmenn koma frá Súdan Stjórnvöld í Tsjad sögðu í morgun að uppreisnarmenn sem hefðu gert árás á bæi í suðausturhluta Tsjad hefðu komið frá nágrannaríki þeirra Súdan. Erlent 25.10.2006 09:44 Fannst í gegnum kerfi INTERPOL og Schengen Karlmaður sem í gær var dæmdur í 11 mánaða fangelsi fyrir að hafa skallað lögreglumann í höfuðið og hótað þremur lögreglumönnum og fjölskyldum þeirra ofbeldi og lífláti var handtekinn í Kaupmannahöfn fyrir tveimur vikum eftir lögreglusamvinnu á alþjóðavettvangi. Innlent 25.10.2006 09:19 Hagnaður Amazon.com yfir væntingum Bandaríska netverslunin Amazon.com skilaði 19 milljóna bandaríkjadala hagnaði á þriðja ársfjórðungi. Þetta svarar til 1,3 milljarða íslenskra króna og rétt tæplega helmingi minni hagnaður en á sama tíma í fyrra. Hagnaðurinn á þriðja fjórðungi síðasta árs nam 30 milljónum dala, jafnvirði 2 milljarða króna. Hagnaðurinn er meiri en greiningaraðilar bjuggust við. Viðskipti erlent 25.10.2006 09:09 Putin varar við að of miklum þrýstingi sé beitt gegn Norður-Kóreu Vladimir Putin, forseti Rússlands, sagði í dag að alþjóðasamfélagið ætti að forðast það að þrýsta um of á Norður-Kóreu ef að lausn ætti að nást í þeim deilum sem standa yfir vegna kjarnorkuáætlunnar Norður-Kóreu. Erlent 25.10.2006 08:42 Ljósmyndara sem var rænt á Gaza leystur úr haldi Eftir einn dag í haldi mannræningja hefur spænska ljósmyndaranum Emilio Morenatti verið sleppt ómeiddum. Embættismenn Fatah hreyfingarinnar komu með ljósmyndarann á skrifstofu palenstínska forsetans Mahmoud Abbas rétt fyrir miðnætti í gær. Erlent 25.10.2006 07:38 Berklafaraldur í Bergen Vefsíða norska dagblaðsins Aftenposten skýrir frá því í dag að í borginni Bergen í Noregi gangi nú yfir versti berklafaraldur í rúm 50 ár. 23 ný tilfelli af berklum hafa verið skráð það sem af er ári og 44 smit hafa greinst. Erlent 25.10.2006 08:15 Páll á leiðinni til Mexíkó Meira en eitt þúsund íbúum Los Cabos bæjanna í Mexíkó hefur verið komið fyrir í neyðarskýlum vegna komu hitabeltisstormsins Páls. Erlent 25.10.2006 07:30 Mikill viðbúnaður lögreglu í Frakklandi Franska lögreglan hefur mikinn viðbúnað þegar eitt ár er liðið síðan miklar og langvarandi óeirðir blossuðu upp í úthverfum Parísar og í framhaldinu einnig vítt og breitt um Frakkland. Erlent 25.10.2006 07:23 Bush breytir um stefnu Embættismenn í Hvíta húsinu staðfestu í gær að Bush forseti hefði ákveðið að hætta að nota slagorðið "halda ótrauður í sömu átt", þegar rætt er um baráttuna fyrir friði í Írak. Erlent 25.10.2006 07:18 Vilja kalla hermenn heim frá Írak innan árs Breski herinn gerir sér vonir um að geta kallað hermenn sína heim frá Írak innan árs. Reuters-fréttastofan hefur þetta eftir ónafngreindum talsmanni í varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna. Hann segir bresk hermálayfirvöld vilji leggja áherslu á ástandið í Afganistan og því verði hermenn sendir þangað. Erlent 24.10.2006 23:43 Ekki gripið til óhóflegrar valdbeitingar segir lögreglustjóri Peter Gergenyi, lögreglustjóri í Búdapest, höfuðborg Ungverjalands, segir lögreglumenn ekki hafa gripið til óhóflegrar valdbeitingar til að hafa hemil á mótmælendum í borginni í gær. Hann segir að lögreglumenn hafi þurft að grípa til aðgerða en þeir hafi í alla staði farið að lögum. Lögreglumenn skutu gúmmíkúlum og beittu táragasi og vatnssprautum gegn mótmælendum í gærkvöldi. Fólkið hafði safnast saman til að lýsa andúð sinni á ríkisstjórninni, daginn sem Ungverjar minntust 50 ára afmælis skammlífrar uppreisnar gegn Sovétríkjunum. Erlent 24.10.2006 23:26 Olmert sagður hafa þegið mútur Dómsmálaráðherra Ísraels rannsakar nú ásakanir þess efnis að Ehud Olmert, forsætisráðherra landsins, hafi þegið mútur sem starfandi fjármálaráðherra í fyrra. Erlent 24.10.2006 23:09 Hótaði þjálfara sonar síns Fertugur Bandaríkjamaður hefur verið ákærður fyrir að hafa ráðist, vopnaður byssu, á ruðningsþjálfara sonar síns í Philadelphiu. Honum þótti sonur sinn ekki fá að spila nægilega mikið með í leik 6 og 7 ára drengja á sunnudaginn síðasta. Erlent 24.10.2006 22:45 Chavez sagður hafa gefið sæti í Öryggisráði SÞ upp á bátinn Stjórnvöld í Venesúela hafa gefið sæti í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna upp á bátinn og tilnefna Bólívíu í sæti sem ríki rómönsku Ameríku hafa tilkall til 2 ár í senn. Evo Morales, forseti Bólivíu, greindi frá þessu í kvöld. Erlent 24.10.2006 22:30 Frakkar sagðir hafa stutt þjóðarmorð í Rúanda Frakkar tóku virkan þátt í fjöldamorðunum í Rúanda árið 1994, að sögn fyrrverandi sendifulltrúa frá Rúanda sem bar vitni fyrir dómstól í heimalandinu. Yfirvöld í Rúanda ákveða síðan í framhaldinu hvort einhverjir verði kærðir til Alþjóðlega glæpadómstólsins vegna ódæðanna. 800 þúsund Tútsar og hófsamir Hútúar voru myrtir á 100 dögum í Rúanda fyrir 12 árum. Erlent 24.10.2006 22:12 Morenatti látinn laus Palestínskir byssumenn hafa látið spænska ljósmyndarann Emilio Morenatti lausann úr gíslingu. Morenatti, sem vinnur fyrir Associated Press, var rænt á Gaza-svæðinu í dag og haldið í gíslingu í tæpar 13 klukkustundir. Það var þrýstingur frá ráðamönnum Palestínumanna sem tryggi lausn hins 37 ára gamla Morenattis. Erlent 24.10.2006 21:47 Gámur fór af tengivagni Engin slys urðu á fólki þegar gámur valt af tengivagni flutningabíls á Suðurlandsvegi við Rauðavatn á áttunda tímanum í kvöld. Veginum var lokað á meðan lögregla athafnaði sig á vettvangi og hreinsað var á svæðinu en því starfi er nú lokið og var opnað aftur fyrir umferð upp úr kl. 21. Á meðan var umferð hleypt í gegn í hollum. Innlent 24.10.2006 21:17 « ‹ ›
Betri afkoma hjá GM Bandaríski bílaframleiðandinn General Motors skilaði 115 milljóna dala taprekstri á þriðja fjórðungi ársins. Þetta svarar til 7,8 milljarða íslenskra króna taprekstrar á tímabilinu sem er talsvert betri afkoma en greiningaraðilar höfðu reiknað með. Þá er þetta umtalsvert betri afkoma en fyrir ári þegar fyrirtækið tapaði 1,7 milljörðum dala eða rúmlega 116 milljörðum króna. Viðskipti erlent 25.10.2006 11:41
Ný skrifstofa Eimskips á Ítalíu Eimskip opnar nýja skrifstofu á Ítalíu 1. nóvember næstkomandi. Starfsemi Eimskips á Ítalíu hefur til þessa farið fram í gegnum umboðsaðila félagsins Thos. Carr í Mílan en frá og með opnun nýju skrifstofunnar munu starfsmenn þess félags heyra undir Evrópusvið Eimskips. Viðskipti innlent 25.10.2006 11:36
Óvissa um hlutverk danskra hermanna í Írak Á fréttamannafundi sem Anders Fogh Rasmussen hélt í gær kom fram að ekki er ljóst hvert hlutverk danskra hermanna á eftir að verða í Írak eftir stefnubreytingu bandamanna. Erlent 25.10.2006 11:15
Íslendingum í háskólanámi fjölgar hratt Ísland er ásamt Svíþjóð í öðru sæti á Norðurlöndum þegar horft er til þess hversu margt ungt fólk er í háskólanámi. Þetta kemur fram í Norrænu tölfræðiárbókinni 2006 sem kemur út í dag. Innlent 25.10.2006 11:12
Búist við óbreyttum vöxtum í Bandaríkjunum Seðlabanki Bandaríkjanna greinir frá ákvörðun sinni um breytingar á stýrivaxtastigi í landinu síðar í dag. Greiningaraðilar á Wall Street í Bandaríkjunum telja flestir líkur á óbreyttum vöxtum en segja bankann munu fylgjast grannt með verðbólguþróun. Viðskipti erlent 25.10.2006 11:12
Segjast hafa drepið andófsmenn sem undirbjuggu árás Bandaríkjaher greindi frá því í dag að hann hefði vegið 12 andófsmenn í borginni Ramadi í Vestur-Írak í gær. Herinn segir í tilkynningu að mennirnir hafi verið að koma fyrir sprengju í vegkanti í borginni svipaðri þeim sem notaðar hafa verið gegn herbílalestum undanfarin misseri og hafa kostað fjölmarga hermenn lífið. Erlent 25.10.2006 11:00
Myndaði hálfnakta viðskiptavini Verslunarstjóri Intersport verslunar, í Svíþjóð, á yfir höfði sér eins árs fangelsi fyrir að mynda viðskiptavini sína mismunandi mikið fáklædda. Erlent 25.10.2006 10:53
Grass sagður hafa farið í kringum dönsk lög Svo virðist sem rithöfundurinn Güther Grass, fyrrverandi bókmenntaverðlaunahafi Nóbels, hafi fengið sérmeðferð hjá dönskum yfirvöldum því hann hefur fengið að leigja sumarhús í Danmörku í aldarfjórðung þrátt fyrir að bannað sé að selja útlendingum sumarhús í Danmörku. Formaður Félags fasteignasala í Danmörku segir að svo langur leigusamningur jafngildi kaupum á húsinu. Erlent 25.10.2006 10:45
400 hafa greitt atkvæði í prófkjöri sjálfstæðismanna Um fjögur hundruð manns hafa þegar kosið utankjörfundar í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavíkurkjördæmunum vegna komandi þingkosninga. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hófst þann 11. október en hið eiginlega prófkjör fer fram á föstudag og laugardag. Innlent 25.10.2006 10:23
FL Group tekur sambankalán FL Group hefur undirritað lánssaming fyrir 250 milljón evrur eða um 21,5 milljarða krónur, til fjármögnunar á hluta af hlutafjáreign FL Group í Glitni. Lánið er til þriggja ára með endurgreiðslu höfuðstóls í lok lánstíma. Hannes Smárason, forstjóri FL Group, segir lántökuna marka tímamót fyrir félagið auk þess sem sveigjanleiki til fjárfestinga aukist til muna. Innlent 25.10.2006 10:09
Afkoma Aker Seafoods snýst við Norska útgerðarfélagið Aker Seafoods skilaði 39 milljónum norska króna í hagnað á þriðja fjórðungi ársins. Þetta svarar til rúmlega 401 milljóna íslenskra króna og nokkur viðsnúningur frá sama tíma fyrir ári þegar félagið skilaði tapi upp á 8 milljónir norskra króna eða tæplega 82,5 milljóna íslenskra króna. Viðskipti erlent 25.10.2006 10:08
Framlengja framboðsfrest vegna forvals í NA-kjördæmi Framboðsfrestur í forvali Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs í Norðausturkjördæmi hefur verið framlengdur um fjóra daga, eða til 5. nóvember. Valgerður Jónsdóttir, formaður uppstillingarnefndar, segir 12 einstaklinga hafa gefið kost á sér. Kynjahlutföll eru jöfn í þessum 12 manna hópi og dreifingin um kjördæmið nokkuð góð, að sögn Valgerðar. Innlent 25.10.2006 09:59
Minnsta fylgi Verkmamanna- flokksins í nærri 20 ár Fylgi breska Verkamannaflokksins hefur ekki mælst minna í nærri tuttugu ár samkvæmt nýrri könnun sem breska blaðið Guardian birtir í dag. Erlent 25.10.2006 09:47
Tsjad segir uppreisnarmenn koma frá Súdan Stjórnvöld í Tsjad sögðu í morgun að uppreisnarmenn sem hefðu gert árás á bæi í suðausturhluta Tsjad hefðu komið frá nágrannaríki þeirra Súdan. Erlent 25.10.2006 09:44
Fannst í gegnum kerfi INTERPOL og Schengen Karlmaður sem í gær var dæmdur í 11 mánaða fangelsi fyrir að hafa skallað lögreglumann í höfuðið og hótað þremur lögreglumönnum og fjölskyldum þeirra ofbeldi og lífláti var handtekinn í Kaupmannahöfn fyrir tveimur vikum eftir lögreglusamvinnu á alþjóðavettvangi. Innlent 25.10.2006 09:19
Hagnaður Amazon.com yfir væntingum Bandaríska netverslunin Amazon.com skilaði 19 milljóna bandaríkjadala hagnaði á þriðja ársfjórðungi. Þetta svarar til 1,3 milljarða íslenskra króna og rétt tæplega helmingi minni hagnaður en á sama tíma í fyrra. Hagnaðurinn á þriðja fjórðungi síðasta árs nam 30 milljónum dala, jafnvirði 2 milljarða króna. Hagnaðurinn er meiri en greiningaraðilar bjuggust við. Viðskipti erlent 25.10.2006 09:09
Putin varar við að of miklum þrýstingi sé beitt gegn Norður-Kóreu Vladimir Putin, forseti Rússlands, sagði í dag að alþjóðasamfélagið ætti að forðast það að þrýsta um of á Norður-Kóreu ef að lausn ætti að nást í þeim deilum sem standa yfir vegna kjarnorkuáætlunnar Norður-Kóreu. Erlent 25.10.2006 08:42
Ljósmyndara sem var rænt á Gaza leystur úr haldi Eftir einn dag í haldi mannræningja hefur spænska ljósmyndaranum Emilio Morenatti verið sleppt ómeiddum. Embættismenn Fatah hreyfingarinnar komu með ljósmyndarann á skrifstofu palenstínska forsetans Mahmoud Abbas rétt fyrir miðnætti í gær. Erlent 25.10.2006 07:38
Berklafaraldur í Bergen Vefsíða norska dagblaðsins Aftenposten skýrir frá því í dag að í borginni Bergen í Noregi gangi nú yfir versti berklafaraldur í rúm 50 ár. 23 ný tilfelli af berklum hafa verið skráð það sem af er ári og 44 smit hafa greinst. Erlent 25.10.2006 08:15
Páll á leiðinni til Mexíkó Meira en eitt þúsund íbúum Los Cabos bæjanna í Mexíkó hefur verið komið fyrir í neyðarskýlum vegna komu hitabeltisstormsins Páls. Erlent 25.10.2006 07:30
Mikill viðbúnaður lögreglu í Frakklandi Franska lögreglan hefur mikinn viðbúnað þegar eitt ár er liðið síðan miklar og langvarandi óeirðir blossuðu upp í úthverfum Parísar og í framhaldinu einnig vítt og breitt um Frakkland. Erlent 25.10.2006 07:23
Bush breytir um stefnu Embættismenn í Hvíta húsinu staðfestu í gær að Bush forseti hefði ákveðið að hætta að nota slagorðið "halda ótrauður í sömu átt", þegar rætt er um baráttuna fyrir friði í Írak. Erlent 25.10.2006 07:18
Vilja kalla hermenn heim frá Írak innan árs Breski herinn gerir sér vonir um að geta kallað hermenn sína heim frá Írak innan árs. Reuters-fréttastofan hefur þetta eftir ónafngreindum talsmanni í varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna. Hann segir bresk hermálayfirvöld vilji leggja áherslu á ástandið í Afganistan og því verði hermenn sendir þangað. Erlent 24.10.2006 23:43
Ekki gripið til óhóflegrar valdbeitingar segir lögreglustjóri Peter Gergenyi, lögreglustjóri í Búdapest, höfuðborg Ungverjalands, segir lögreglumenn ekki hafa gripið til óhóflegrar valdbeitingar til að hafa hemil á mótmælendum í borginni í gær. Hann segir að lögreglumenn hafi þurft að grípa til aðgerða en þeir hafi í alla staði farið að lögum. Lögreglumenn skutu gúmmíkúlum og beittu táragasi og vatnssprautum gegn mótmælendum í gærkvöldi. Fólkið hafði safnast saman til að lýsa andúð sinni á ríkisstjórninni, daginn sem Ungverjar minntust 50 ára afmælis skammlífrar uppreisnar gegn Sovétríkjunum. Erlent 24.10.2006 23:26
Olmert sagður hafa þegið mútur Dómsmálaráðherra Ísraels rannsakar nú ásakanir þess efnis að Ehud Olmert, forsætisráðherra landsins, hafi þegið mútur sem starfandi fjármálaráðherra í fyrra. Erlent 24.10.2006 23:09
Hótaði þjálfara sonar síns Fertugur Bandaríkjamaður hefur verið ákærður fyrir að hafa ráðist, vopnaður byssu, á ruðningsþjálfara sonar síns í Philadelphiu. Honum þótti sonur sinn ekki fá að spila nægilega mikið með í leik 6 og 7 ára drengja á sunnudaginn síðasta. Erlent 24.10.2006 22:45
Chavez sagður hafa gefið sæti í Öryggisráði SÞ upp á bátinn Stjórnvöld í Venesúela hafa gefið sæti í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna upp á bátinn og tilnefna Bólívíu í sæti sem ríki rómönsku Ameríku hafa tilkall til 2 ár í senn. Evo Morales, forseti Bólivíu, greindi frá þessu í kvöld. Erlent 24.10.2006 22:30
Frakkar sagðir hafa stutt þjóðarmorð í Rúanda Frakkar tóku virkan þátt í fjöldamorðunum í Rúanda árið 1994, að sögn fyrrverandi sendifulltrúa frá Rúanda sem bar vitni fyrir dómstól í heimalandinu. Yfirvöld í Rúanda ákveða síðan í framhaldinu hvort einhverjir verði kærðir til Alþjóðlega glæpadómstólsins vegna ódæðanna. 800 þúsund Tútsar og hófsamir Hútúar voru myrtir á 100 dögum í Rúanda fyrir 12 árum. Erlent 24.10.2006 22:12
Morenatti látinn laus Palestínskir byssumenn hafa látið spænska ljósmyndarann Emilio Morenatti lausann úr gíslingu. Morenatti, sem vinnur fyrir Associated Press, var rænt á Gaza-svæðinu í dag og haldið í gíslingu í tæpar 13 klukkustundir. Það var þrýstingur frá ráðamönnum Palestínumanna sem tryggi lausn hins 37 ára gamla Morenattis. Erlent 24.10.2006 21:47
Gámur fór af tengivagni Engin slys urðu á fólki þegar gámur valt af tengivagni flutningabíls á Suðurlandsvegi við Rauðavatn á áttunda tímanum í kvöld. Veginum var lokað á meðan lögregla athafnaði sig á vettvangi og hreinsað var á svæðinu en því starfi er nú lokið og var opnað aftur fyrir umferð upp úr kl. 21. Á meðan var umferð hleypt í gegn í hollum. Innlent 24.10.2006 21:17