Fréttir

Fréttamynd

Svartur og hvítur

Reynst getur erfitt að þekkja í sundur tvíbura, sérstaklega ef þeir eru eineggja. Tvíburarnir sem Kerry Richardsson, frá Middlesbro á Englandi, eignaðist fyrir þrettán vikum eru hins vegar eins og svart og hvítt, í bókstaflegri merkingu.

Erlent
Fréttamynd

Andy Taylor hættur í Duran Duran

Andy Taylor, gítarleikari bresku hjómsveitarinnar Duran Duran, er hættur að spila með félögum sínum. Sem stendur er hljómsveitin í tónleikaferð um heiminn og næsti viðkomustaður eru Bandaríkin. Fimm ár eru síðan þessi vinsæla hljómsveit níunda áratugs síðustu aldar kom aftur saman á ný.

Erlent
Fréttamynd

Malaví býður íslendingum þróunaraðstoð í fótboltanum

Ísland er nú í 95. sæti á styrkleikalista Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, einu sæti fyrir neðan Malaví sem er þiggjandi stórs hluta þróunaraðstoðar Íslendinga. Yassín Osman, framkvæmdastjóri Knattspyrnusambands Malaví, undrast stöðu Íslands á lista FIFA og telur að landsliðin ættu að leika vináttuleik svo Íslendingar geti séð hvernig fátæku litlu ríki tekst að færast ofar á styrkleikalistanum.

Innlent
Fréttamynd

Hvalveiðar skaða Icelandair

Forstjóri Icelandair segir hvalveiðar vanhugsaðar og geti valdið félaginu miklum skaða. Fyrsta afbókun frá stórum ferðaheildsala barst fyrirtækinu nú síðdegis.Eigandi hvalaskoðunarfyrirtækis leggur til að farin verði eins konar millileið í hvalveiðimálinu og leggur til að afmörkuð verði stór hval-griðasvæði við landið.

Innlent
Fréttamynd

Óánægðir með að vera kallaðir "jeppagengi"

Íslenskir starfsmenn friðargæslunnar í Afganistan eru afar óánægðir með tal utanríkisráðherra um að þeir hafi starfað í "jeppagengjum", en ráðherrann vill mýkja ásýnd friðargæslunnar. Íslensk hjúkrunarkona og ljósmóðir eru nú í Afganistan og hefja störf á laugardag. Þær verða ávallt í fylgd vopnaðra fylgdarmanna.

Innlent
Fréttamynd

Saklaust fólk drepið

Talið er að tugir óbreyttra borgara hafi fallið í árásum Atlantshafsbandalagsins á bækistöðvar talibana í Suður-Afganistan í vikunni. Talsmenn NATO saka talibana um skýla sér bak við saklaust fólk í bardögum en heimamenn segja þá á bak og burt.

Erlent
Fréttamynd

Skjöl um símahleranir 1949 til 1968 verða birt

Þjóðskjalasafnið hefur ákveðið að birta skjöl um símhleranir frá árunum 1949 til 1968. Safnið segir að ákvörðunin sé tekin í samræmi við þá skoðun Menntamálaráðuneytisins sem birtist í úrskurði vegna stjórnsýslukæru Kjartans Ólafssonar, að veita skuli aðgang að gögnunum meðal annars að teknu tilliti til 71. gr. stjórnarskrár um friðhelgi einkalífsins.

Innlent
Fréttamynd

Umhverfisslys yfirvofandi á Frakkastígsreit

Umhverfisslys er yfirvofandi á horni Frakkastígs og Laugavegar, segir borgarfulltrúi frjálslyndra sem gagnrýnir það hvernig nýtt deiliskipulag er kynnt - kynningarferlið, segir hann, er alltof veikt.

Innlent
Fréttamynd

4 fórust þegar flugvél sænsku strandgæslunnar hrapaði

Fjórir týndu lífi þegar flugvél sænsku strandgæslunnar hrapaði í Falsterbro-sund í Suður-Svíþjóð skömmu eftir hádegi í dag. Að sögn vitna losnaði annar vængurinn frá flugvélinni áður en hún hrapaði. Fjórir voru um borð og hafa allir fundist, látnir.

Erlent
Fréttamynd

Kjarreldar ógna stóru svæði nærri Los Angeles

Rúmlega 200 íbúum í tveimur smábæjum nærri Palm Springs í Los Angeles hefur verið fyrirskipað að yfirgefa heimili sín vegna mikilla kjarrelda sem breiðast hratt út á svæðinu. Heitir vindar blása á svæðinu og hraða því að eldarnir breiði úr sér. Þeir kviknuðu skömmu eftir miðnætti og 6 klukkustundum síðar höfðu þeir læst sig í 324 hektara landsvæði.

Erlent
Fréttamynd

Rútslys í Pakistan

12 týndu lífi og 60 særðust þegar rúta skall á bíl í Suður-Pakistan. Áreksturinn var svo harður að rútan og bíllinn köstuðust í nærliggjandi gil. Slysið varð nærri bænum Rohri, um 360 kílómetra norð-austur af hafnarborginni Karachi.

Erlent
Fréttamynd

Útlit fyrir að Hillary nái endurkjöri

Allt stefnir í að Hillary Rodham Clinton nái endurkjöri sem öldugadeildarþingmaður fyrir New York í næsta mánuði. Ástand mála mun gott í New York, hún vinsæl meðal flestra, jafnvel þeirra sem kusu hana ekki fyrir 6 árum. Kjósendur í New York segjast flestir ætla að kjósa hana í forsetakosningunum 2008 verði hún í kjöri.

Erlent
Fréttamynd

Fimm ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn dóttur sinni

Hæstiréttur dæmdi í dag karlmann í fimm ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn dóttur sinni á sex ára tímabili, eða þegar hún var átta ára og þar til hún var fjórtán ára. Með þessu staðfesti rétturinn dóm hérðasdóms.

Innlent
Fréttamynd

Virgin Atlantic setur Airbus á salt

Breska flugfélagið Virgin Atlantic hefur ákveðið að fresta kaupum á A380 risaþotum frá Airbus. Flugfélagið ætlaði upphaflega að kaupa sex nýja risaþotur, sem eru þær stærstu í heimi, og fá þær afhentar árið 2009. Í dag var hins vegar greint frá því að afhending frestist fram til 2013.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Fimm sinnum tekinn fullur á tæpum tveimur mánuðum

Hæstiréttur Íslands dæmi í dag karlmann á fimmtugsaldri í átján mánaða fangelsi fyrir ölvunarakstur. Maðurinn ók bifreið sinni undir áhrifum áfengis og var sviptur ökurétti fimm sinnum á tímabilinu frá 5. desember 2005 til 21. janúar 2006.

Innlent
Fréttamynd

Möguleikinn til náms mikilvægasti þáttur samstarfs

Íslendingar telja að möguleikinn til náms og rannsókna í öðrum norrænum ríkjum sé mikilvægasti þáttur norræns samstarfs. Nærri 40 prósent þjóðarinnar eru þeirrar skoðunar en einungis á bilinu 6-11 prósent eru sammála þessu í hinum norrænu ríkjunum.

Innlent
Fréttamynd

Landsbankinn selur í Straumi-Burðarás og Gretti

Landsbanki Íslands hefur selt 6,76 prósenta hlut sinn í Straumi-Burðarási Fjárfestingabanka hf til fjárfestingafélagsins Grettis hf. á genginu 17,3. Virði hlutanna nemur rétt rúmum 12 milljörðum króna. Þá keypti Landsbankinn 9,9 prósenta hlut í TM af Gretti hf. á genginu 41. Landsbankinn seldi sömuleiðis allan hlut sinn í Gretti ehf. eða alls 35,39 prósent.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Valgerður fundaði með Ivanov

Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra átti í dag fund með rússneskum starfsbróður sínum, Sergei Lavrov, í tengslum við utanríkisráðherrafund Norðurskautsráðsins í Salekhard í Rússlandi.

Innlent
Fréttamynd

Forstjóraskipti hjá Kögun

Breytingar hafa verið gerðar á yfirstjórn Kögunar hf., dótturfélags Dagbrúnar. Gunnlaugur M. Sigmundsson hefur látið af störfum sem forstjóri Kögunar og hefur Bjarni Birgisson tekið við starfi hans. Þá hefur Jóhann Þór Jónsson verið ráðinn fjármálastjóri Kögunar hf.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Reglur um innihald og magn vökva í flugi breytast

Flugmálastjórn hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að breyttar reglur um innihald og magn vökva sem farþegar mega hafa með sér í flug taki gildi innan Evrópusambandsins og EFTA-ríkjanna þann 6. nóvember. Reglur sem takmarka stærð handfarangurs sem farþegar mega taka með sér í flug taka gildi 6. maí 2007.

Innlent
Fréttamynd

Lífeyrisgreiðslur TR 44 milljarðar á næsta ári

Búist er við að lífeyrisgreiðslur Tryggingastofnunar verði 44 milljarðar króna á næsta ári samkvæmt fjárlagafrumvarpi fyrir árið. Fram kemur í vefriti fjármálaráðuneytisins að miðað við þetta hafi útgjöld til lífeyristrygginga aukist um 84 prósent á árunum 1998 til 2007 að teknu tilliti til verðlagsbreytinga.

Innlent
Fréttamynd

Lést í slysi á Vopnafirði

Fullorðin kona lést þegar bíll hennar fór fram af klettum við heilsugælsustöðina í Vopnafirði og hafnaði út í sjó um klukkan ellefu í morgun. 30-40 menn frá lögreglu, slökkviliði og björgunarsveitinni Vopna á Vopnafirði voru kallaðir á vettvang og notuðu þeir bæði slöngubáta og björgunaskip við leit að konunni.

Innlent
Fréttamynd

Stefna hafi ýtt undir neikvæðar afleiðingar hnattvæðingar

Stefna ríkisstjórnarinnar hefur ýtt undir neikvæðar afleiðingar hnattvæðingarinnar sagði Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ, í ræðu sinni á ársfundi sambandsins í morgun. Þar gerði hann hnattvæðinguna og samábyrgð vegna hennar að umtalsefni sínu.

Innlent
Fréttamynd

Sjávarútvegsráðherra Breta segir hvalveiðarnar sorglegar

Ben Bradshaw, sjávarútvegsráðherra Bretlands ítrekaði í morgun andstöðu Breta við atvinnuhvalveiðar Íslendinga og sagði engin rök fyrir ákvörðun Íslendinga. Hann og Sverrir Haukur Gunnlaugsson, sendiherra Íslands í Bretlandi, funduð í morgun um málið að ósk Bradshaw.

Innlent