Fréttir

Fréttamynd

Óslasaður eftir hátt fall

Tvítugur maður, sem féll niður tólf metra í vinnuslysi í Hafnarfirði í gær, slapp með skrámur og er þakklátur fyrir að vera á lífi. Hann var ekki lofthræddur fyrir og það hefur ekki breyst en ætlar þó að sýna meiri varkárni næst.

Innlent
Fréttamynd

Yfir 2000 hafa tekið þátt í prófkjöri

1470 höfðu tekið þátt í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík klukkan sex í dag en með utankjörfundaratkvæðum höfðu yfir tvö þúsund tekið þátt. Alls eru um 21 þúsund á kjörskrá.

Innlent
Fréttamynd

Í gæsluvarðhaldi fyrir fíkniefnainnflutning

Tveir Íslendingar hafa setið í gæsluvarðhaldi frá því um síðustu helgi fyrir innflutning á yfir tíu kílóum af hassi. Hörður Jóhannesson, yfirlögregluþjónn í Reykjavík, hefur staðfest að tveir menn séu í haldi fyrir innflutning á fíkniefnum sem komu með hraðsendingu frá Danmörku um síðustu helgi. Samkvæmt heimildum NFS vinnur lögreglan í Reykjavík að rannsókn málsins í samvinnu við dönsk lögregluyfirvöld en efnin voru flutt inn með fyrirtækinu Fedex. Það og magn efnanna vildi Hörður þó ekki staðfesta.

Innlent
Fréttamynd

Pronk aftur til Súdans

Sendifulltrúi Sameinuðu þjóðanna í Súdan, Jan Pronk, mun snúa aftur til höfuðborgarinnar Khartoum þrátt fyrir að stjórnvöld í Súdan vilji ekki sjá hann. Talsmaður SÞ greindi frá þessu í dag.

Erlent
Fréttamynd

Enn kveikt í strætisvagni í Frakklandi

Tveir vopnaðir menn kveiktu í strætisvagni rétt norður af París, höfuðborg Frakklands, í dag. Franska lögreglan greindi frá þessu. Í dag er eitt ár frá því til alvarlega óeirða kom í Frakklandi. Minningarganga var farin í einu úthverfa Parísar í dag þar sem óeirðirnar í fyrra blossuðu fyrst upp.

Erlent
Fréttamynd

Salerni fyrir kynskiptinga?

Hvaða salerni á kynskiptingur að nota í ítalska þinghúsinu í Róm? Þessari spurningu reyna nú þingmenn að svara á neðri deild þingsins þangað sem kynskiptingur hefur fyrst náð kjöri í Evrópu. Vladimir Luxuria er fæddur karlmaður en gengur um í kvennfötum. Hann á eftir að gangast undir kynskiptiaðger. Kona sem situr á þingi fyrir hægriflokk hefur gert athugasemd við það að Vladimir noti salerni kvenna.

Erlent
Fréttamynd

Argentínumenn vilja kaupa hergögn frá Rússum

Stjórnvöld í Argentínu hafa afhent Rússum eins konar innkaupalista yfir þau hergögn sem Argentínumenn ásælist og vilji kaupa af þeim. Sergei Ivanov, varnarmálaráðherra Rússlands, greindi frá þessu eftir viðræður við starfsbróður sinn frá Argentínu í dag. Itar-Tass fréttastofan rússneska greinir frá þessu.

Erlent
Fréttamynd

Gefur út handtökuskipun á hendur Pinochet

Dómari í Chile hefur gefið út handtökuskipun á hendur Augusto Pinochet, fyrrverandi einræðisherra í landinu vegna glæpa sem framdir voru í leynilegu fangelsi sem starfrækt var í valdatíð hans í Chile.

Erlent
Fréttamynd

Yfir 1600 hafa greitt atkvæði í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins

Alls höfðu 936 kosið í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir komandi alþingiskosningar nú klukkan fjögur en prókjörið hófst á hádegi. Þegar við er bætt utankjörfundaratkvæðum hafa samtals ríflega 1600 manns greitt atkvæði í prófkjörinu en kosið er í Valhöll í dag og er opið til níu í kvöld.

Innlent
Fréttamynd

Sæbraut lokuð við Seðlabanka um helgina vegna framkvæmda

Syðri akrein Sæbrautar verður lokuð til austurs frá Lækjargötu að Faxagötu frá kl. 8 á laugardagsmorgni til kl. 6 á mánudagsmorgun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Þar segir að lokunin sé vegna tengingar frárennslisröra sem færa þurfi vegna lóðaframkvæmda fyrir Tónlistar- og ráðstefnuhús við höfnina.

Innlent
Fréttamynd

Kostnaður við prófkjör sagður 2,7 milljónir króna

Kostnaður við framboð Péturs H. Blöndal í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík vegna þingkosninga er 2,7 milljónir króna. Þetta upplýsir Pétur í tilkynningu til fjölmiðla og segir greint frá tölunum í kjölfar getgátna í fjölmiðlum um kostnað prófkjöra.

Innlent
Fréttamynd

Tveim múslimum sleppt úr haldi í Danmörku

Dönsk yfirvöld hafa látið lausa tvo af sjö ungum múslimum sem voru handteknir í Óðinsvéum í september síðasliðnum. Þeir eru grunaðir um að hafa undirbúið hryðjuverk í Danmörku.

Erlent
Fréttamynd

Óeirðanna í Frakklandi minnst

Að minnsta kosti 500 manns tóku þátt í göngu í Clichy-sous-Bois, úthverfi Parísar, í dag til að minnast tveggja táningspilta sem léstust úr raflosti fyrir ári. Talið var að drengirnir hefðu verið að flýja lögreglu en dauði þeirra leiddi til óeirða meðal fátækra innflytjenda víða um Frakkland þar sem kveikt var í bæði bílum og húsum.

Erlent
Fréttamynd

Allar fóstureyðingar bannaðar

Lög sem banna allar fóstureyðingar hafa verið sett í Níkvaraga. Engu skiptir þótt kona hafi verið fórnarlamb nauðgunar, eða hvort líf hennar sjálfrar er í hættu af barnsburði.

Erlent
Fréttamynd

SHÍ fagnar tillögum um lækkun skatta á bækur

Stúdentaráð Háskóla Íslands fagnar þeirri tillögu ríkisstjórnarinnar að lækka virðsaukaskatt á bókum bókum, blöðum og tímaritum enda breytingarnar á efa nokkur kjarabót fyrir námsmenn sem greiði mikið fyrir námsbækur.

Innlent
Fréttamynd

1,6 prósenta hagvöxtur vestanhafs

Hagvöxtur í Bandaríkjunum mældist 1,6 prósent á þriðja ársfjórðungi og hefur ekki verið lægri í þrjú ár. Samkvæmt upplýsingum frá viðskiptaráðuneyti Bandaríkjanna er lækkunin að mestu tilkomin vegna lægðar á fasteignamarkaði á tímabilinu.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Hyggjast koma á fót Tyrkjaránssetri

Ætlunin er að koma á fót Tyrkjaránssetri í Vestmannaeyjum og hefur þegar verið stofnað félag sem ætlað er að reka það. Í tilkynningu frá aðstandendum setursins segir að því sé ætlað að verða miðstöð rannsókna og fræðslu um Tyrkjaránið í Vestmannaeyjum árið 1627 og er liður í menningartengdri ferðaþjónustu í Eyjum.

Innlent
Fréttamynd

Icelandair markaðsfyrirtæki ársins 2006

Icelandair var valið markaðsfyrirtæki ársins 2006 á athöfn á vegum ÍMARk sem er félag íslensks markaðsfólks. Verðlaunin voru nú veitt í sextánda sinn og það var forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, sem veitti þau við athöfn á veitingastaðnum Apóteki.

Innlent
Fréttamynd

Þjóðhátíðarsjóður lagður niður

Til stendur að leggja niður Þjóðhátíðarsjóð innan fjögurra til fimm ára og greiða út höfuðstól hans á næstu árum. Sjóðurinn var settur á fót árið 1977 og var stofnfé hans þrjú hundruð milljónir króna sem var ágóði af sölu svokallaðrar þjóðhátíðarmyntar sem slegin var í tilefni af 1100 ára búsetu á Íslandi árið 1974.

Innlent
Fréttamynd

Deilt um hvort öll hlerunargögn séu birt

Þjóðskjalasafnið hefur opinberað á Netinu gögn í vörslu safnsins um hleranir á kaldastríðsárunum. Menn eru þó ekki á einu máli um hvort þær 70 blaðsíður sem hafa verið birtar séu allt það sem safninu hefur borist um hleranir á vegum hins opinbera.

Innlent
Fréttamynd

Tvö prófkjör um helgina

Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir komandi alþingiskosningar hófst á hádegi. Samfylkingarfólk í Norðvesturkjördæmi ætlar einnig að nota helgina til að velja hverjir leiða lista flokksins fyrir kosningarnar í vor.

Innlent
Fréttamynd

Héraðsdómur vísar frá kröfu ÖBÍ

Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í morgun íslenska ríkið af kröfu Öryrkjabandalags Íslands vegna meintra vanefnda á samkomulagi sem stjórnvöld og bandalagið gerðu árið 2003. Lögmaður Öryrkjabandalagsins telur líklegt að dómnum verði áfrýjað til Hæstaréttar.

Innlent
Fréttamynd

Boðin lögregluvernd í Ástralíu vegna hvalveiða

Ingu Árnadóttur, ræðismanni Íslands í Ástralíu. var var boðin lögregluvernd vegna viðbragða þar í landi við hvalveiðum Íslendinga. Í þættinum Ísland í bítið á Stöð 2 í morgun sagði Inga frá því að henni hefðu borist þúsundir skeyta, vegna hvalveiðanna.

Innlent
Fréttamynd

Hagnaður NIB minnkar

Norræni fjárfestingabankinn (NIB) skilaði tæplega 90 milljóna evra hagnaði á fyrstu átta mánuðum ársins. Þetta jafngildir 7,7 milljörðum íslenskra króna, sem er 27 milljónum evrum eða 2,3 milljörðum krónum minna en á sama tíma í fyrra. Lánahlutfall til Íslands var hátt á tímabilinu.

Viðskipti innlent