Fréttir Harma skert fjáframlög til Alþjóðahússins Ungir jafnaðarmenn í Reykjavík harma þá ákvörðun borgarstjórnar Reykjavíkur að skerða fjárframlög til Alþjóðahússins um þriðjung. Fjölgun innflytjenda hafi aldrei hafa verið meiri hér á landi en nú. Álag á Alþjóðahúsið og starfsmenn þess sé því gífurlegt. Innlent 1.11.2006 15:27 Um fjörtíu eftirskjálftar við Flatey Um fjörtíu eftirskjálftar hafa mælst við Flatey á Skjálfanda eftir að snarpur skjálfti upp á 4,5 á Richter mældist þar fimm mínútur í tvö í dag. Fyrstu mælingar bentu til þess að skjálftinn hefði verið 5 á Richter en mælingar Veðurstofunnar sýna að hann var 4,5. Innlent 1.11.2006 15:01 Sextán vilja sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í NV-kjördæmi Sextán gefa kost á sér á lista Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi en þar verður stillt upp á lista. Þar á meðal eru allir núverandi þingmenn flokksins í kjördæminu, þeir Stula Böðvarsson samgönguráðherra, Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra og Einar Oddur Kristjánsson. Innlent 1.11.2006 14:47 Óttast glæpaöldu frá Búlgaríu og Rúmeníu Breska ríkisstjórnin hefur varað við mikilli glæpaöldu þegar Búlgaría og Rúmenía fá aðgang að Evrópusambandinu fyrsta janúar næstkomandi. Lögregluyfirvöld eru í sambandi við ríkisstjórnir landanna tveggja til þess að byggja upp forvarnir. Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, segir að grannt sé fylgst með málinu hér á landi. Innlent 1.11.2006 14:42 Brúin yfir Skeiðará opnuð aftur Búið er að opna aftur brúna yfir Skeiðará fyrir umferð en henni var lokað fyrr í dag vegna umferðarslyss. Þar rákust tveir bílar saman en lögregla á Kirkjubæjarklaustri sagði slysið ekki alvarlegt. Innlent 1.11.2006 14:33 Nokkrir eftirskjálftar Að minnsta kosti átta litlir eftirskjálftar hafa mælst út af Flatey á Skjálfanda frá því skjálfti upp á fimm á Richter mældist þar rétt fyrir klukkan tvö. Skjálftarnir hafa verið á bilinu 0,6 til 1,7 á Richter. Skjálftans varð víða vart í kring og fannst vel á Akureyri. Innlent 1.11.2006 14:27 Lögregla leitar ræningja Lögreglan í Reykjavík leitar nú 5-6 manna í tengslum við tvö rán í borginni í gærmorgun. Þá var veist að tveimur blaðberum, öðrum í Hjallalandi en hinum á Brúnavegi við Kleifarveg. Í báðum tilvikum var komið aftan að blaðberunum og þeir krafðir um peninga en hvorugur þeirra var með fjármuni á sér. Hins vegar var farsímum þeirra stolið. Innlent 1.11.2006 14:27 Fá bæði ummönnunar- og fæðingarorlofs-greiðslur Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra sagði á þingi í dag að hann hygðist beita sér fyrir lagabreytingu sem tryggði það að foreldrar fatlaðra barna gætu fengið umönnunargreiðslur samtímis greiðslum í fæðingarorlofi. Þetta tilkynnti hann í svari sínu við fyrirspurn Jóhönnu Sigurðardóttir, þingmanns Samfylkingarinnar, um málið. Innlent 1.11.2006 14:13 Jarðskálfti upp á fimm á Richter við Flatey á Skjálfanda Jarðskjálfti upp á fimm á Richter varð við Flatey á Skjálfanda nú klukkan fimm mínútur í tvö. Skjálftans varð víða vart í kring en lögreglan á Akureyri segir skjálftann hafa fundist um allan bæinn. Innlent 1.11.2006 14:02 Semja um stofnun samstarfsvettvangs um opinber innkaup Árni M. Mathiesen, fjármálaráðherra, Jón Sigurðsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, Sveinn Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins og Júlíus S. Ólafsson, forstjóri Ríkiskaupa, rituðu í dag undir samkomulag um stofnun samstarfsvettvangs um opinber innkaup. Innlent 1.11.2006 13:44 Windows Vista krefst öflugri tölva Bandaríski metsöluhöfundurinn og fyrirlesarinn Mark Minasi kom hingað til lands í fimmta sinn á vegum Microsoft á Íslandi og EJS í síðustu viku. Tilgangur heimsóknar hans í þetta sinn var að kynna tæknimönnum flesta möguleika Windows Vista, nýjasta stýrikerfisins frá Microsoft, sem kemur út í mánuðinum. Áherslan var á öryggið í netheimum, sem Minasi segir að Microsoft geri allt til að tryggja. Viðskipti erlent 1.11.2006 13:40 Hjúkrunarfræðinemum fjölgað bæði í HÍ og HA Menntamálaráðherra og fjármálaráðherra ætla að leggja það til við aðra umræðu um fjárlög næsta árs á Alþingi að nemendum á fyrsta ári í hjúkrunarfræði verði fjölgað um 15 í Háskóla Íslands og 10 í Háskólanum á Akureyri. Er það breyting frá fyrri áætlunum því upphaflega var gert ráð fyrir að fjölgunin yrði öll í Háskóla Íslands. Innlent 1.11.2006 13:34 Suðurlandsvegur lokaður vegna slyss á Skeiðarábrú Suðurlandsvegur er lokaður vegna slys á Skeiðarárbrú. Tveir bílar lentu saman á brúnni og er hún því lokuð. Lögreglan á Kirkjubæjarklaustri telur að slysið sé ekki alvarlegt en búast má við því að ekki verði opnað fyrir umferð um brúna aftur fyrr en klukkan hálf þrjú. Innlent 1.11.2006 13:31 Jafnréttisstefnan hornreka í fyrirtækjum Viðskipti innlent 1.11.2006 13:20 Hagnaður Time Warner næstum þrefaldast Hagnaður bandarísku fjölmiðla- og útgáfusamsteypunnar Time Warner tæplega þrefaldaðist á þriðja fjórðungi ársins. Mestur hluti tekna samsteypunnar eru komnar til vegna aukinna auglýsingatekna frá nethluta félagsins, American Online (AOL). Viðskipti erlent 1.11.2006 13:00 Gera ráð fyrir óbreyttum stýrivöxtum Greiningardeildir íslensku bankanna gera ráð fyrir að Seðlabanki Íslands hafi lokið stýrivaxtahækkunarferli sínu og haldi vöxtunum óbreyttum þegar stýrivaxtaákvörðun bankans verður tilkynnt á morgun. Þó er fyrirvari á þessum spám. Innlent 1.11.2006 12:14 Verður æðsti embættismaður norræns samstarfs Sem framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar verður Halldór Ásgrímsson æðsti embættismaður norræns samstarfs. Um þrjátíu samnorrænar stofnanir víðs vegar á Norðurlöndunum munu heyra undir hann auk tuga samstarfsverkefna af ýmsu tagi. Innlent 1.11.2006 12:12 Ríkið greiðir 30,25 milljarða fyrir Landsvirkjunarhlut Fjármálaráðherra, iðnaðarráðherra, borgarstjórinn í Reykjavík og bæjarstjórinn á Akureyri undirrituðu nú í hádeginu saming um um kaup ríkisins á hlut Reykjavíkurborgar og Akureyrarbæjar í Landsvirkjun í Þjóðmenningarhúsinu . Þar með verður fyrirtækið eingöngu í eigu ríkisins. Innlent 1.11.2006 12:27 Demókratar leiða í skoðanakönnunum Skoðanakannanir sem Reuters skýrði frá í dag sýna að demókratar í Bandaríkjunum eru með meiri stuðning en Repúblikanar í 12 af 15 lykilsætum í komandi þingkosningum. Erlent 1.11.2006 12:10 Tengja fjármálaveldi við blóðug mafíuátök í Rússlandi Ekstr Bladet tengir í dag fjármálaveldi Björgólfs Guðmundssonar og sonar hans Björgólfs Thors við blóðug mafíuátök í Rússlandi. Nefnd eru til sögunnar leigumorð og pólitísk spilling í baráttu um bjórmarkaðinn í borginni. "Bjór með blóðbragði" er ein af fyrirsögnum greinarinnar. Innlent 1.11.2006 12:05 F-listinn andvígur sölu á hlut borgar í Landsvirkjun F-listinn í borginni lýsir eindreginni andstöðu við fyrirhugaða sölu á hlut Reykjavíkurborgar í Landsvirkjun, sem hann telur aðeins fyrsta skrefið í einkavæðingu fyrirtækisins. Í tilkynningu frá listanum segir að við einkavæðingu fyrirtækisins sé líklegt að vildarvinum Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks verði afhent fyrirtækið á vildarkjörum. Innlent 1.11.2006 12:02 Ólíklegt að það reyni á ríkisábyrgð Íbúðalánasjóðs Ólíklegt er að eiginfjárhlutfall Íbúðalánasjóðs stefni niður fyrir áskilin hlutföll í fyrritsjáandlegri framtíð og því ólíkegt að það reyni á ríkisábyrgð af skuldbindingum Íbúðalánasjóðs. Þetta er mat Ríkisendurskoðunar sem hefur lokið úttekt á fjárhagsstöðu sjóðsins. Innlent 1.11.2006 11:54 Stjórnvöld í Úganda og Uppreisnarher Drottins skrifa undir friðarsamkomulag Stjórnvöld í Úganda og Uppreisnarher Drottins skrifuðu undir nýtt friðarsamkomulag í morgun. Vonast er til þess að það eigi eftir að koma skriði á viðræður sem er ætlað að binda endi á eina lengstu og hrottalegustu borgarastyrjöld í Afríku. Erlent 1.11.2006 11:50 Dagur Group og Árdegi sameinast undir Árdegi Dagur Group og Árdegi sameinast undir nafni Árdegis eftir að síðarnefnda félagið keypti í vor alla hluti í Degi Group. Fram kemur í tilkynningu frá Árdegi að unnið hafi verið að sameiningu félaganna og er hún nú gengin í gegn. Innlent 1.11.2006 11:29 Varnarmálaráðherra Rússlands líklegur arftaki Pútíns Rússneski varnarmálaráðherrann, Sergei Ivanov, neitaði í morgun að svara spurningum um hvort að hann væri líklegur til þess að taka við af Pútin Rússlandsforseta þegar hann leggur niður völd árið 2008. Erlent 1.11.2006 11:14 40 þúsund drukkin börn Umboðsmaður barna í Noregi er sleginn yfir nýjum upplýsingum um drykkjuvenjur barna og unglinga. Könnunin var gerð á drykkju barna á aldrinum fimmtán til sautján ára. Erlent 1.11.2006 11:03 Afhentu utanríkisráðuneytinu mótmæli vegna hvalveiða Sendiherrar Bretlands, Þýskalands og Svíþjóðar og fulltrúar úr sendiráðum Frakklands, Finnlands, Bandaríkjanna og sendiráðsritari Ástralíu í Danmörku afhentu utanríkisráðuneytinu í morgun mótmæli 25 þjóða og framkvæmdanefndar Evrópusambandsins við hvalveiðum Íslendinga í atvinnuskyni. Innlent 1.11.2006 10:59 Ókyrrð eykst í mið-Afríku Forseti Mið-Afríku Lýðveldisins, Francois Bozize, ásakaði í morgun stjórnvöld í Súdan um að senda vopnaða uppreisnarmenn yfir landamærin til þess að taka yfir bæ í norðausturhluta landsins. Erlent 1.11.2006 10:58 Spá hækkandi íbúðaverði Horfur á fasteignamarkaði hafa að mörgu leyti batnað frá því í júlí þegar Greiningardeild Kaupþings birti síðast yfirlit yfir markaðinn. Í júlí var veltan á hraðri niðurleið en nú virðist sem samdrátturinn hafi verið að ganga til baka og veltan sé aftur að leita að meðaltali. Deildin segir íbúðaverð hækka að meðaltali um 1 prósent á næsta ári og um 8 prósent eftir tvö ár. Viðskipti innlent 1.11.2006 10:51 Segir Rannveigu hafa móðgað færeysku þjóðina Jógvan á Lakjuni, samstarfsráðherra Færeyja, segir að Rannveig Guðmundsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, hafi móðgað færeysku þjóðina með framgöngu sinni í umræðunni um réttindi samkynhneigðra í Færeyjum. Hann sakar jafnframt danska fjölmiðla um óeðlilega neikvæðni í umfjöllun um Færeyjar. Innlent 1.11.2006 10:46 « ‹ ›
Harma skert fjáframlög til Alþjóðahússins Ungir jafnaðarmenn í Reykjavík harma þá ákvörðun borgarstjórnar Reykjavíkur að skerða fjárframlög til Alþjóðahússins um þriðjung. Fjölgun innflytjenda hafi aldrei hafa verið meiri hér á landi en nú. Álag á Alþjóðahúsið og starfsmenn þess sé því gífurlegt. Innlent 1.11.2006 15:27
Um fjörtíu eftirskjálftar við Flatey Um fjörtíu eftirskjálftar hafa mælst við Flatey á Skjálfanda eftir að snarpur skjálfti upp á 4,5 á Richter mældist þar fimm mínútur í tvö í dag. Fyrstu mælingar bentu til þess að skjálftinn hefði verið 5 á Richter en mælingar Veðurstofunnar sýna að hann var 4,5. Innlent 1.11.2006 15:01
Sextán vilja sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í NV-kjördæmi Sextán gefa kost á sér á lista Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi en þar verður stillt upp á lista. Þar á meðal eru allir núverandi þingmenn flokksins í kjördæminu, þeir Stula Böðvarsson samgönguráðherra, Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra og Einar Oddur Kristjánsson. Innlent 1.11.2006 14:47
Óttast glæpaöldu frá Búlgaríu og Rúmeníu Breska ríkisstjórnin hefur varað við mikilli glæpaöldu þegar Búlgaría og Rúmenía fá aðgang að Evrópusambandinu fyrsta janúar næstkomandi. Lögregluyfirvöld eru í sambandi við ríkisstjórnir landanna tveggja til þess að byggja upp forvarnir. Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, segir að grannt sé fylgst með málinu hér á landi. Innlent 1.11.2006 14:42
Brúin yfir Skeiðará opnuð aftur Búið er að opna aftur brúna yfir Skeiðará fyrir umferð en henni var lokað fyrr í dag vegna umferðarslyss. Þar rákust tveir bílar saman en lögregla á Kirkjubæjarklaustri sagði slysið ekki alvarlegt. Innlent 1.11.2006 14:33
Nokkrir eftirskjálftar Að minnsta kosti átta litlir eftirskjálftar hafa mælst út af Flatey á Skjálfanda frá því skjálfti upp á fimm á Richter mældist þar rétt fyrir klukkan tvö. Skjálftarnir hafa verið á bilinu 0,6 til 1,7 á Richter. Skjálftans varð víða vart í kring og fannst vel á Akureyri. Innlent 1.11.2006 14:27
Lögregla leitar ræningja Lögreglan í Reykjavík leitar nú 5-6 manna í tengslum við tvö rán í borginni í gærmorgun. Þá var veist að tveimur blaðberum, öðrum í Hjallalandi en hinum á Brúnavegi við Kleifarveg. Í báðum tilvikum var komið aftan að blaðberunum og þeir krafðir um peninga en hvorugur þeirra var með fjármuni á sér. Hins vegar var farsímum þeirra stolið. Innlent 1.11.2006 14:27
Fá bæði ummönnunar- og fæðingarorlofs-greiðslur Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra sagði á þingi í dag að hann hygðist beita sér fyrir lagabreytingu sem tryggði það að foreldrar fatlaðra barna gætu fengið umönnunargreiðslur samtímis greiðslum í fæðingarorlofi. Þetta tilkynnti hann í svari sínu við fyrirspurn Jóhönnu Sigurðardóttir, þingmanns Samfylkingarinnar, um málið. Innlent 1.11.2006 14:13
Jarðskálfti upp á fimm á Richter við Flatey á Skjálfanda Jarðskjálfti upp á fimm á Richter varð við Flatey á Skjálfanda nú klukkan fimm mínútur í tvö. Skjálftans varð víða vart í kring en lögreglan á Akureyri segir skjálftann hafa fundist um allan bæinn. Innlent 1.11.2006 14:02
Semja um stofnun samstarfsvettvangs um opinber innkaup Árni M. Mathiesen, fjármálaráðherra, Jón Sigurðsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, Sveinn Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins og Júlíus S. Ólafsson, forstjóri Ríkiskaupa, rituðu í dag undir samkomulag um stofnun samstarfsvettvangs um opinber innkaup. Innlent 1.11.2006 13:44
Windows Vista krefst öflugri tölva Bandaríski metsöluhöfundurinn og fyrirlesarinn Mark Minasi kom hingað til lands í fimmta sinn á vegum Microsoft á Íslandi og EJS í síðustu viku. Tilgangur heimsóknar hans í þetta sinn var að kynna tæknimönnum flesta möguleika Windows Vista, nýjasta stýrikerfisins frá Microsoft, sem kemur út í mánuðinum. Áherslan var á öryggið í netheimum, sem Minasi segir að Microsoft geri allt til að tryggja. Viðskipti erlent 1.11.2006 13:40
Hjúkrunarfræðinemum fjölgað bæði í HÍ og HA Menntamálaráðherra og fjármálaráðherra ætla að leggja það til við aðra umræðu um fjárlög næsta árs á Alþingi að nemendum á fyrsta ári í hjúkrunarfræði verði fjölgað um 15 í Háskóla Íslands og 10 í Háskólanum á Akureyri. Er það breyting frá fyrri áætlunum því upphaflega var gert ráð fyrir að fjölgunin yrði öll í Háskóla Íslands. Innlent 1.11.2006 13:34
Suðurlandsvegur lokaður vegna slyss á Skeiðarábrú Suðurlandsvegur er lokaður vegna slys á Skeiðarárbrú. Tveir bílar lentu saman á brúnni og er hún því lokuð. Lögreglan á Kirkjubæjarklaustri telur að slysið sé ekki alvarlegt en búast má við því að ekki verði opnað fyrir umferð um brúna aftur fyrr en klukkan hálf þrjú. Innlent 1.11.2006 13:31
Hagnaður Time Warner næstum þrefaldast Hagnaður bandarísku fjölmiðla- og útgáfusamsteypunnar Time Warner tæplega þrefaldaðist á þriðja fjórðungi ársins. Mestur hluti tekna samsteypunnar eru komnar til vegna aukinna auglýsingatekna frá nethluta félagsins, American Online (AOL). Viðskipti erlent 1.11.2006 13:00
Gera ráð fyrir óbreyttum stýrivöxtum Greiningardeildir íslensku bankanna gera ráð fyrir að Seðlabanki Íslands hafi lokið stýrivaxtahækkunarferli sínu og haldi vöxtunum óbreyttum þegar stýrivaxtaákvörðun bankans verður tilkynnt á morgun. Þó er fyrirvari á þessum spám. Innlent 1.11.2006 12:14
Verður æðsti embættismaður norræns samstarfs Sem framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar verður Halldór Ásgrímsson æðsti embættismaður norræns samstarfs. Um þrjátíu samnorrænar stofnanir víðs vegar á Norðurlöndunum munu heyra undir hann auk tuga samstarfsverkefna af ýmsu tagi. Innlent 1.11.2006 12:12
Ríkið greiðir 30,25 milljarða fyrir Landsvirkjunarhlut Fjármálaráðherra, iðnaðarráðherra, borgarstjórinn í Reykjavík og bæjarstjórinn á Akureyri undirrituðu nú í hádeginu saming um um kaup ríkisins á hlut Reykjavíkurborgar og Akureyrarbæjar í Landsvirkjun í Þjóðmenningarhúsinu . Þar með verður fyrirtækið eingöngu í eigu ríkisins. Innlent 1.11.2006 12:27
Demókratar leiða í skoðanakönnunum Skoðanakannanir sem Reuters skýrði frá í dag sýna að demókratar í Bandaríkjunum eru með meiri stuðning en Repúblikanar í 12 af 15 lykilsætum í komandi þingkosningum. Erlent 1.11.2006 12:10
Tengja fjármálaveldi við blóðug mafíuátök í Rússlandi Ekstr Bladet tengir í dag fjármálaveldi Björgólfs Guðmundssonar og sonar hans Björgólfs Thors við blóðug mafíuátök í Rússlandi. Nefnd eru til sögunnar leigumorð og pólitísk spilling í baráttu um bjórmarkaðinn í borginni. "Bjór með blóðbragði" er ein af fyrirsögnum greinarinnar. Innlent 1.11.2006 12:05
F-listinn andvígur sölu á hlut borgar í Landsvirkjun F-listinn í borginni lýsir eindreginni andstöðu við fyrirhugaða sölu á hlut Reykjavíkurborgar í Landsvirkjun, sem hann telur aðeins fyrsta skrefið í einkavæðingu fyrirtækisins. Í tilkynningu frá listanum segir að við einkavæðingu fyrirtækisins sé líklegt að vildarvinum Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks verði afhent fyrirtækið á vildarkjörum. Innlent 1.11.2006 12:02
Ólíklegt að það reyni á ríkisábyrgð Íbúðalánasjóðs Ólíklegt er að eiginfjárhlutfall Íbúðalánasjóðs stefni niður fyrir áskilin hlutföll í fyrritsjáandlegri framtíð og því ólíkegt að það reyni á ríkisábyrgð af skuldbindingum Íbúðalánasjóðs. Þetta er mat Ríkisendurskoðunar sem hefur lokið úttekt á fjárhagsstöðu sjóðsins. Innlent 1.11.2006 11:54
Stjórnvöld í Úganda og Uppreisnarher Drottins skrifa undir friðarsamkomulag Stjórnvöld í Úganda og Uppreisnarher Drottins skrifuðu undir nýtt friðarsamkomulag í morgun. Vonast er til þess að það eigi eftir að koma skriði á viðræður sem er ætlað að binda endi á eina lengstu og hrottalegustu borgarastyrjöld í Afríku. Erlent 1.11.2006 11:50
Dagur Group og Árdegi sameinast undir Árdegi Dagur Group og Árdegi sameinast undir nafni Árdegis eftir að síðarnefnda félagið keypti í vor alla hluti í Degi Group. Fram kemur í tilkynningu frá Árdegi að unnið hafi verið að sameiningu félaganna og er hún nú gengin í gegn. Innlent 1.11.2006 11:29
Varnarmálaráðherra Rússlands líklegur arftaki Pútíns Rússneski varnarmálaráðherrann, Sergei Ivanov, neitaði í morgun að svara spurningum um hvort að hann væri líklegur til þess að taka við af Pútin Rússlandsforseta þegar hann leggur niður völd árið 2008. Erlent 1.11.2006 11:14
40 þúsund drukkin börn Umboðsmaður barna í Noregi er sleginn yfir nýjum upplýsingum um drykkjuvenjur barna og unglinga. Könnunin var gerð á drykkju barna á aldrinum fimmtán til sautján ára. Erlent 1.11.2006 11:03
Afhentu utanríkisráðuneytinu mótmæli vegna hvalveiða Sendiherrar Bretlands, Þýskalands og Svíþjóðar og fulltrúar úr sendiráðum Frakklands, Finnlands, Bandaríkjanna og sendiráðsritari Ástralíu í Danmörku afhentu utanríkisráðuneytinu í morgun mótmæli 25 þjóða og framkvæmdanefndar Evrópusambandsins við hvalveiðum Íslendinga í atvinnuskyni. Innlent 1.11.2006 10:59
Ókyrrð eykst í mið-Afríku Forseti Mið-Afríku Lýðveldisins, Francois Bozize, ásakaði í morgun stjórnvöld í Súdan um að senda vopnaða uppreisnarmenn yfir landamærin til þess að taka yfir bæ í norðausturhluta landsins. Erlent 1.11.2006 10:58
Spá hækkandi íbúðaverði Horfur á fasteignamarkaði hafa að mörgu leyti batnað frá því í júlí þegar Greiningardeild Kaupþings birti síðast yfirlit yfir markaðinn. Í júlí var veltan á hraðri niðurleið en nú virðist sem samdrátturinn hafi verið að ganga til baka og veltan sé aftur að leita að meðaltali. Deildin segir íbúðaverð hækka að meðaltali um 1 prósent á næsta ári og um 8 prósent eftir tvö ár. Viðskipti innlent 1.11.2006 10:51
Segir Rannveigu hafa móðgað færeysku þjóðina Jógvan á Lakjuni, samstarfsráðherra Færeyja, segir að Rannveig Guðmundsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, hafi móðgað færeysku þjóðina með framgöngu sinni í umræðunni um réttindi samkynhneigðra í Færeyjum. Hann sakar jafnframt danska fjölmiðla um óeðlilega neikvæðni í umfjöllun um Færeyjar. Innlent 1.11.2006 10:46