Fréttir

Fréttamynd

Harma skert fjáframlög til Alþjóðahússins

Ungir jafnaðarmenn í Reykjavík harma þá ákvörðun borgarstjórnar Reykjavíkur að skerða fjárframlög til Alþjóðahússins um þriðjung. Fjölgun innflytjenda hafi aldrei hafa verið meiri hér á landi en nú. Álag á Alþjóðahúsið og starfsmenn þess sé því gífurlegt.

Innlent
Fréttamynd

Um fjörtíu eftirskjálftar við Flatey

Um fjörtíu eftirskjálftar hafa mælst við Flatey á Skjálfanda eftir að snarpur skjálfti upp á 4,5 á Richter mældist þar fimm mínútur í tvö í dag. Fyrstu mælingar bentu til þess að skjálftinn hefði verið 5 á Richter en mælingar Veðurstofunnar sýna að hann var 4,5.

Innlent
Fréttamynd

Sextán vilja sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í NV-kjördæmi

Sextán gefa kost á sér á lista Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi en þar verður stillt upp á lista. Þar á meðal eru allir núverandi þingmenn flokksins í kjördæminu, þeir Stula Böðvarsson samgönguráðherra, Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra og Einar Oddur Kristjánsson.

Innlent
Fréttamynd

Óttast glæpaöldu frá Búlgaríu og Rúmeníu

Breska ríkisstjórnin hefur varað við mikilli glæpaöldu þegar Búlgaría og Rúmenía fá aðgang að Evrópusambandinu fyrsta janúar næstkomandi. Lögregluyfirvöld eru í sambandi við ríkisstjórnir landanna tveggja til þess að byggja upp forvarnir. Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, segir að grannt sé fylgst með málinu hér á landi.

Innlent
Fréttamynd

Brúin yfir Skeiðará opnuð aftur

Búið er að opna aftur brúna yfir Skeiðará fyrir umferð en henni var lokað fyrr í dag vegna umferðarslyss. Þar rákust tveir bílar saman en lögregla á Kirkjubæjarklaustri sagði slysið ekki alvarlegt.

Innlent
Fréttamynd

Nokkrir eftirskjálftar

Að minnsta kosti átta litlir eftirskjálftar hafa mælst út af Flatey á Skjálfanda frá því skjálfti upp á fimm á Richter mældist þar rétt fyrir klukkan tvö. Skjálftarnir hafa verið á bilinu 0,6 til 1,7 á Richter. Skjálftans varð víða vart í kring og fannst vel á Akureyri.

Innlent
Fréttamynd

Lögregla leitar ræningja

Lögreglan í Reykjavík leitar nú 5-6 manna í tengslum við tvö rán í borginni í gærmorgun. Þá var veist að tveimur blaðberum, öðrum í Hjallalandi en hinum á Brúnavegi við Kleifarveg. Í báðum tilvikum var komið aftan að blaðberunum og þeir krafðir um peninga en hvorugur þeirra var með fjármuni á sér. Hins vegar var farsímum þeirra stolið.

Innlent
Fréttamynd

Fá bæði ummönnunar- og fæðingarorlofs-greiðslur

Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra sagði á þingi í dag að hann hygðist beita sér fyrir lagabreytingu sem tryggði það að foreldrar fatlaðra barna gætu fengið umönnunargreiðslur samtímis greiðslum í fæðingarorlofi. Þetta tilkynnti hann í svari sínu við fyrirspurn Jóhönnu Sigurðardóttir, þingmanns Samfylkingarinnar, um málið.

Innlent
Fréttamynd

Semja um stofnun samstarfsvettvangs um opinber innkaup

Árni M. Mathiesen, fjármálaráðherra, Jón Sigurðsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, Sveinn Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins og Júlíus S. Ólafsson, forstjóri Ríkiskaupa, rituðu í dag undir samkomulag um stofnun samstarfsvettvangs um opinber innkaup.

Innlent
Fréttamynd

Windows Vista krefst öflugri tölva

Bandaríski metsöluhöfundurinn og fyrirlesarinn Mark Minasi kom hingað til lands í fimmta sinn á vegum Microsoft á Íslandi og EJS í síðustu viku. Tilgangur heimsóknar hans í þetta sinn var að kynna tæknimönnum flesta möguleika Windows Vista, nýjasta stýrikerfisins frá Microsoft, sem kemur út í mánuðinum. Áherslan var á öryggið í netheimum, sem Minasi segir að Microsoft geri allt til að tryggja.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Hjúkrunarfræðinemum fjölgað bæði í HÍ og HA

Menntamálaráðherra og fjármálaráðherra ætla að leggja það til við aðra umræðu um fjárlög næsta árs á Alþingi að nemendum á fyrsta ári í hjúkrunarfræði verði fjölgað um 15 í Háskóla Íslands og 10 í Háskólanum á Akureyri. Er það breyting frá fyrri áætlunum því upphaflega var gert ráð fyrir að fjölgunin yrði öll í Háskóla Íslands.

Innlent
Fréttamynd

Suðurlandsvegur lokaður vegna slyss á Skeiðarábrú

Suðurlandsvegur er lokaður vegna slys á Skeiðarárbrú. Tveir bílar lentu saman á brúnni og er hún því lokuð. Lögreglan á Kirkjubæjarklaustri telur að slysið sé ekki alvarlegt en búast má við því að ekki verði opnað fyrir umferð um brúna aftur fyrr en klukkan hálf þrjú.

Innlent
Fréttamynd

Hagnaður Time Warner næstum þrefaldast

Hagnaður bandarísku fjölmiðla- og útgáfusamsteypunnar Time Warner tæplega þrefaldaðist á þriðja fjórðungi ársins. Mestur hluti tekna samsteypunnar eru komnar til vegna aukinna auglýsingatekna frá nethluta félagsins, American Online (AOL).

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Gera ráð fyrir óbreyttum stýrivöxtum

Greiningardeildir íslensku bankanna gera ráð fyrir að Seðlabanki Íslands hafi lokið stýrivaxtahækkunarferli sínu og haldi vöxtunum óbreyttum þegar stýrivaxtaákvörðun bankans verður tilkynnt á morgun. Þó er fyrirvari á þessum spám.

Innlent
Fréttamynd

Verður æðsti embættismaður norræns samstarfs

Sem framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar verður Halldór Ásgrímsson æðsti embættismaður norræns samstarfs. Um þrjátíu samnorrænar stofnanir víðs vegar á Norðurlöndunum munu heyra undir hann auk tuga samstarfsverkefna af ýmsu tagi.

Innlent
Fréttamynd

Ríkið greiðir 30,25 milljarða fyrir Landsvirkjunarhlut

Fjármálaráðherra, iðnaðarráðherra, borgarstjórinn í Reykjavík og bæjarstjórinn á Akureyri undirrituðu nú í hádeginu saming um um kaup ríkisins á hlut Reykjavíkurborgar og Akureyrarbæjar í Landsvirkjun í Þjóðmenningarhúsinu . Þar með verður fyrirtækið eingöngu í eigu ríkisins.

Innlent
Fréttamynd

Demókratar leiða í skoðanakönnunum

Skoðanakannanir sem Reuters skýrði frá í dag sýna að demókratar í Bandaríkjunum eru með meiri stuðning en Repúblikanar í 12 af 15 lykilsætum í komandi þingkosningum.

Erlent
Fréttamynd

Tengja fjármálaveldi við blóðug mafíuátök í Rússlandi

Ekstr Bladet tengir í dag fjármálaveldi Björgólfs Guðmundssonar og sonar hans Björgólfs Thors við blóðug mafíuátök í Rússlandi. Nefnd eru til sögunnar leigumorð og pólitísk spilling í baráttu um bjórmarkaðinn í borginni. "Bjór með blóðbragði" er ein af fyrirsögnum greinarinnar.

Innlent
Fréttamynd

F-listinn andvígur sölu á hlut borgar í Landsvirkjun

F-listinn í borginni lýsir eindreginni andstöðu við fyrirhugaða sölu á hlut Reykjavíkurborgar í Landsvirkjun, sem hann telur aðeins fyrsta skrefið í einkavæðingu fyrirtækisins. Í tilkynningu frá listanum segir að við einkavæðingu fyrirtækisins sé líklegt að vildarvinum Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks verði afhent fyrirtækið á vildarkjörum.

Innlent
Fréttamynd

Ólíklegt að það reyni á ríkisábyrgð Íbúðalánasjóðs

Ólíklegt er að eiginfjárhlutfall Íbúðalánasjóðs stefni niður fyrir áskilin hlutföll í fyrritsjáandlegri framtíð og því ólíkegt að það reyni á ríkisábyrgð af skuldbindingum Íbúðalánasjóðs. Þetta er mat Ríkisendurskoðunar sem hefur lokið úttekt á fjárhagsstöðu sjóðsins.

Innlent
Fréttamynd

Dagur Group og Árdegi sameinast undir Árdegi

Dagur Group og Árdegi sameinast undir nafni Árdegis eftir að síðarnefnda félagið keypti í vor alla hluti í Degi Group. Fram kemur í tilkynningu frá Árdegi að unnið hafi verið að sameiningu félaganna og er hún nú gengin í gegn.

Innlent
Fréttamynd

40 þúsund drukkin börn

Umboðsmaður barna í Noregi er sleginn yfir nýjum upplýsingum um drykkjuvenjur barna og unglinga. Könnunin var gerð á drykkju barna á aldrinum fimmtán til sautján ára.

Erlent
Fréttamynd

Afhentu utanríkisráðuneytinu mótmæli vegna hvalveiða

Sendiherrar Bretlands, Þýskalands og Svíþjóðar og fulltrúar úr sendiráðum Frakklands, Finnlands, Bandaríkjanna og sendiráðsritari Ástralíu í Danmörku afhentu utanríkisráðuneytinu í morgun mótmæli 25 þjóða og framkvæmdanefndar Evrópusambandsins við hvalveiðum Íslendinga í atvinnuskyni.

Innlent
Fréttamynd

Ókyrrð eykst í mið-Afríku

Forseti Mið-Afríku Lýðveldisins, Francois Bozize, ásakaði í morgun stjórnvöld í Súdan um að senda vopnaða uppreisnarmenn yfir landamærin til þess að taka yfir bæ í norðausturhluta landsins.

Erlent
Fréttamynd

Spá hækkandi íbúðaverði

Horfur á fasteignamarkaði hafa að mörgu leyti batnað frá því í júlí þegar Greiningardeild Kaupþings birti síðast yfirlit yfir markaðinn. Í júlí var veltan á hraðri niðurleið en nú virðist sem samdrátturinn hafi verið að ganga til baka og veltan sé aftur að leita að meðaltali. Deildin segir íbúðaverð hækka að meðaltali um 1 prósent á næsta ári og um 8 prósent eftir tvö ár.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Segir Rannveigu hafa móðgað færeysku þjóðina

Jógvan á Lakjuni, samstarfsráðherra Færeyja, segir að Rannveig Guðmundsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, hafi móðgað færeysku þjóðina með framgöngu sinni í umræðunni um réttindi samkynhneigðra í Færeyjum. Hann sakar jafnframt danska fjölmiðla um óeðlilega neikvæðni í umfjöllun um Færeyjar.

Innlent