Fréttir Vöruskiptahalli minnkar milli mánaða Vöruskipti voru neikvæð um 7,6 milljarða krónur í september sem er 4,4 milljörðum krónum minna en á sama tíma í fyrra, samkvæmt útreikningum Hagstofunnar. Innlent 2.11.2006 09:31 Sex fíkniefnamál í nótt Sex fíkniefnamál komu til kasta lögreglunnar í Reykjavík og í Kópavogi í nótt. Það stærsta kom upp við húsleilt Kópavogslögreglunnar þar sem hún fann nokkurt magn af hassi, E-töflum og marijuana, sem búið var að pakka í smásöluumbúðir. Innlent 2.11.2006 08:41 Kínverjar auka umsvif sín Kínverjar bjóða leiðtoga hinna ýmissu Afríkuríkja velkomna á ráðstefnu um næstkomandi helgi. Erlent 2.11.2006 08:44 Samdráttur hjá BMW Sala á bílum frá þýsku bílasmiðunum hjá BMW dróst saman um 5,5 prósenta á þriðja ársfjórðungi samanborið við sama tíma í fyrra. Á meðal þeirra bíla sem BMW framleiðir eru bílar undir eigin merkjum, Mini og eðalvagnarnir Rolls-Royce. Viðskipti erlent 2.11.2006 09:25 Lítið um eftirskjálfta Engar umtalsverðar jarðhræringar hafa verið út af Skjálfanda síðan að þar varð skjálfti upp á 4,5 á Richter laust fyrir klukkan tvö í gærdag. Innlent 2.11.2006 08:37 Tíu særast í skotárás á hrekkjavöku Tíu manns særðust í skotárás í hrekkjavökugöngu í San Francisco seint á þriðjudagskvöldið var. Átök brutust þá út á milli tveggja hópa á sama tíma og lögregla var að dreifa úr hópnumer atvikið átti sér stað. Erlent 2.11.2006 09:12 Guðfaðir korsísku mafíunnar lætur lífið Jean-Baptiste Colonna, "hinn eini sanni guðfaðir korsísku mafíunnar" samkvæmt rannsóknarskýrslu franska þingsins, lést í bílslysi á Korsíku í gærkvöld. Erlent 2.11.2006 09:07 Skattalækkanir draga úr aðhaldi, tefja fyrir aðlögun í þjóðarbúskap Seðlabanki Íslands hefur ákveðið að halda stýrivöxtum óbreyttum. Þeir standa nú í 14 prósentum. Seðlabankinn segir í rökstuðningi sínum að verðbólguhorfur hafi batnað verulega en þær séu þó enn óviðunandi og kalli á aðgát og aðhald. Væntingar um hraða lækkun stýrivaxta á næstunni séu því ekki raunsæjar. Bankinn segir matarskattslækkunina draga úr aðhaldi tefja fyrir aðlögun í þjóðarbúskapnum. Innlent 1.11.2006 22:10 Kerry biðst afsökunar á "lélegum brandara" John Kerry, öldungardeildarþingmaður demókrata í Massachusetts, lét í gærkvöld undan þrýstingi og bað hermenn í Írak afsökunar, sem og fjölskyldur þeirra og alla Bandaríkjamenn sem gætu hafa móðgast. Erlent 2.11.2006 08:33 Látinn laus úr gæsluvarðhaldi Maður, sem er grunaður um að hafa nauðgað tvítugri erlendri námsstúlku eftir að hafa boðið henni far, var látinn laus úr gæsluvarðhaldi síðdegis í gær. Innlent 2.11.2006 08:48 Skipsskaði í Eystrasalti Þrettán skipverjum var bjargað við illan leik,og eins er saknað, eftir að flutningaskip sökk í fárviðri á Eystrasalti í nótt. Fyrst valt skipið og komust sjómennirnir á kjöl, en ekki var viðlit að beita þyrlum við björgun þeirra vegna óveðurs. Erlent 2.11.2006 08:26 Bókunum á ferðum til Íslands fækkar Breskum ferðamönnum á leið til Íslands á vegum ferðaskrifstofunnar Discover the World hefur fækkað um allt að 25% síðan hvalveiðar hófust. Þetta kemur fram á vefsíðu enska dagblaðsins Times í morgun. Erlent 2.11.2006 08:21 Lögreglumenn verða ekki vopnaðir Dómsmálaráðherra telur ekki ástæðu til að auka vopnaburð lögreglumanna þrátt fyrir aukna vopnanotkun í undirheimunum. Innlent 1.11.2006 19:28 Óveður í Evrópu 22 menn hafa látist í miklum flóðum í suðaustanverðu Tyrklandi undanfarinn sólarhring. Þá rak norskan olíuborpall stjórnlaust í Norðursjó í fárviðri sem gekk yfir norðanverða Evrópu í nótt. Erlent 1.11.2006 18:06 Trúa að nýtt frumvarp skili þyngri refsingum Formaður allsherjarnefndar Alþingis telur að nýtt frumvarp um kynferðisbrot muni skila þyngri refsingum í nauðgunarmálum. Innlent 1.11.2006 18:12 Stuldur ef frambjóðendur hafi aðra flokksskrá Fráfarandi framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins segir að ef einhver frambjóðenda í prófkjörinu um síðustu helgi hafi komist yfir aðra flokksskrá en þá sem var í boði fyrir alla frambjóðendur, sé það hreinn stuldur. Gísli Freyr Valdórsson sem var kosningastjóri Birgis Ármannssonar segir að að framboð Guðlaugs Þórs Þórðarssonar hafi gengið í gildru. Innlent 1.11.2006 18:26 Sex manns í gæsluvarðhaldi vegna fjögurra fíkniefnamála Sex manns sitja í gæsluvarðhaldi og hald hefur lagt á umtalsvert magn fíkniefna í fjórum stórum fíkniefnamálum sem komið hafa til kasta lögreglunnar á stuttum tíma. Innlent 1.11.2006 17:06 Reynt að draga úr hraða í höfninni Það er ekki aðeins á vegum landsins sem reynt er að draga úr hraða. Fréttavefurinn Víkurfréttir greinir frá því að í höfninni í Grindavík hafi verið komi upp skilti sem sýni að hámarkshraði innan hafnarinnar sé fjórar sjómílur. Ástæðan er sögð sú að sjófarendur hafi oft á tíðum verið að flýta sér of mikið í höfninni. Innlent 1.11.2006 16:53 Hugað verði að ímynd Norðurlanda á alþjóðavettvangi Jónína Bjartmarz, umhverfisráðherra og samstarfsráðherra Norðurlanda, leggur áherslu á að hugað sé að ímynd Norðurlanda á alþjóðavettvangi og telur að norrænt samstarf sé líklega mikilvægara nú á dögum alþjóðavæðingar en nokkru sinni fyrr. Þetta kom fram í ræðu Jónínu á Norðurlandaráðsþingi í dag sem greint er frá í fréttum frá þinginu. Innlent 1.11.2006 16:52 LSH setji Stefán aftur í sitt fyrra starf Læknafélag Reykjavíkur hefur sent frá sér ályktun þar sem það beinir þeim tilmælum eindregið til yfirstjórnenda Landspítalans að setja Stefán E. Matthíasson aftur í sitt fyrra starf sem yfirlæknir. Innlent 1.11.2006 16:46 Hagnaður Exista yfir væntingum Fjármálaþjónustufyrirtækið Exista skilaði 27,6 milljörðum króna í hagnað á þriðja fjórðungi ársins. Hagnaðurinn á fyrstu níu mánuðum ársins nam 24,3 milljörðum króna. Þetta er talsvert meira en greiningardeildir þriggja stærstu viðskiptabankanna gerðu ráð fyrir. Viðskipti innlent 1.11.2006 16:32 Tvö prófkjör hjá Samfylkingunni um helgina Efnt verður til tveggja prófkjöra hjá Samfylkingunni um helgina og úrslitin í því þriðja verða einnig gerð ljós um helgina. Á laugardaginn kemur fara fram prófkjör flokksins í Suðvesturkjördæmi og Suðurkjördæmi. Innlent 1.11.2006 16:27 Samstaða um að almennir lögreglumenn verði áfram óvopnaðir Samstaða var um það í utandagskrárumræðu á Alþingi í dag að almennir lögreglumenn hér á landi skyldu áfram vera óvopnaðir. Það var Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sem var málshefjandi og vakti athygli á því að starfshópur á vegum Ríkislögreglustjóra hefði lagt til í skýrslu aukna vopnvæðingu hjá lögreglunni. Innlent 1.11.2006 16:25 Góður hagnaður hjá asískum bílaframleiðendum Bílaframleiðendur í Asíu skiluðu flestir góðum hagnaði á fyrri hluta ársins og búast við methagnaði á árinu. Helsta ástæðan er aukinn útflutningur á bílum til Evrópu og Indlands á tímabilinu. Viðskipti erlent 1.11.2006 16:18 FME segir regluvörslu í góðu horfi Fjármálaeftirlitið hefur á þessu ári gert reglubundnar úttektir á framkvæmd reglna um meðferð innherjaupplýsinga og viðskipta innherja hjá tveimur félögum sem skráð eru í Kauphöllina, Marel hf. og Atlantic Petroleum. Niðurstaða FME er sú að regluvarsla hjá fyrirtækjunum sé almennt í góðu horfi. Viðskipti innlent 1.11.2006 16:00 Steingrímur J. styður sjálfstæði Færeyja Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna lýsti yfir stuðningi við sjálfstæðisbaráttu Færeyinga, á þingi Norðurlandaráðs, í Kaupmannahöfn, í dag. Hann studdi einnig að sjálfstjórnarsvæðin fengju fulla aðild að Norðurlandaráði. Innlent 1.11.2006 15:48 Sprengingar að hefjast Ólafsfjarðarmegin vegna ganga Sprengingar hefjast á morgun Ólafsfjarðarmegin vegna Héðinsfjarðarganga. Fram kemur á norðlenska fréttavefnum Dagur.net að til að byrja með verði aðeins um nokkrar litlar sprengingar að ræða því fara þurfi varlega í bergið við gangnamunnann. Innlent 1.11.2006 15:42 Sýknaður af ákæru um utanvegaakstur Héraðsdómur Suðurlands sýknaði í dag karlmann af ákæru um utanvegaakstur. Maðurinn var gripinn á torfæruhjóli þegar Landhelgisgæslan og lögreglan á Selfossi voru í eftirlitsflugi með utanvegaakstri í umdæmi Selfosslögreglunnar í júní síðastliðnum, en þá ók hann ásamt tveimur öðrum eftir slóða í vestanverðum Hengli. Innlent 1.11.2006 15:31 Norðurlöndin reiðubúin að aðstoða Ísland í öryggismálum Ástand öryggismála á Íslandi var eitt þeirra mála sem norrænu utanríkisráðherrarnir ræddu á fundi sínum í Kaupmannahöfn á miðvikudag. Brotthvarf Bandaríkjahers frá Keflavík hefur ekki einungis áhrif á Ísland heldur Norðurlöndin öll. Innlent 1.11.2006 15:30 Olíuverð lækkar áfram Heimsmarkaðsverð á hráolíu lækkaði lítillega í dag þrátt fyrir að OPEC, samtök olíuútflutningsríkja, hefðu ákveðið að draga úr olíuframleiðslu frá og með deginum í dag til að sporna gegn frekari verðlækkunum á olíu. Viðskipti erlent 1.11.2006 15:27 « ‹ ›
Vöruskiptahalli minnkar milli mánaða Vöruskipti voru neikvæð um 7,6 milljarða krónur í september sem er 4,4 milljörðum krónum minna en á sama tíma í fyrra, samkvæmt útreikningum Hagstofunnar. Innlent 2.11.2006 09:31
Sex fíkniefnamál í nótt Sex fíkniefnamál komu til kasta lögreglunnar í Reykjavík og í Kópavogi í nótt. Það stærsta kom upp við húsleilt Kópavogslögreglunnar þar sem hún fann nokkurt magn af hassi, E-töflum og marijuana, sem búið var að pakka í smásöluumbúðir. Innlent 2.11.2006 08:41
Kínverjar auka umsvif sín Kínverjar bjóða leiðtoga hinna ýmissu Afríkuríkja velkomna á ráðstefnu um næstkomandi helgi. Erlent 2.11.2006 08:44
Samdráttur hjá BMW Sala á bílum frá þýsku bílasmiðunum hjá BMW dróst saman um 5,5 prósenta á þriðja ársfjórðungi samanborið við sama tíma í fyrra. Á meðal þeirra bíla sem BMW framleiðir eru bílar undir eigin merkjum, Mini og eðalvagnarnir Rolls-Royce. Viðskipti erlent 2.11.2006 09:25
Lítið um eftirskjálfta Engar umtalsverðar jarðhræringar hafa verið út af Skjálfanda síðan að þar varð skjálfti upp á 4,5 á Richter laust fyrir klukkan tvö í gærdag. Innlent 2.11.2006 08:37
Tíu særast í skotárás á hrekkjavöku Tíu manns særðust í skotárás í hrekkjavökugöngu í San Francisco seint á þriðjudagskvöldið var. Átök brutust þá út á milli tveggja hópa á sama tíma og lögregla var að dreifa úr hópnumer atvikið átti sér stað. Erlent 2.11.2006 09:12
Guðfaðir korsísku mafíunnar lætur lífið Jean-Baptiste Colonna, "hinn eini sanni guðfaðir korsísku mafíunnar" samkvæmt rannsóknarskýrslu franska þingsins, lést í bílslysi á Korsíku í gærkvöld. Erlent 2.11.2006 09:07
Skattalækkanir draga úr aðhaldi, tefja fyrir aðlögun í þjóðarbúskap Seðlabanki Íslands hefur ákveðið að halda stýrivöxtum óbreyttum. Þeir standa nú í 14 prósentum. Seðlabankinn segir í rökstuðningi sínum að verðbólguhorfur hafi batnað verulega en þær séu þó enn óviðunandi og kalli á aðgát og aðhald. Væntingar um hraða lækkun stýrivaxta á næstunni séu því ekki raunsæjar. Bankinn segir matarskattslækkunina draga úr aðhaldi tefja fyrir aðlögun í þjóðarbúskapnum. Innlent 1.11.2006 22:10
Kerry biðst afsökunar á "lélegum brandara" John Kerry, öldungardeildarþingmaður demókrata í Massachusetts, lét í gærkvöld undan þrýstingi og bað hermenn í Írak afsökunar, sem og fjölskyldur þeirra og alla Bandaríkjamenn sem gætu hafa móðgast. Erlent 2.11.2006 08:33
Látinn laus úr gæsluvarðhaldi Maður, sem er grunaður um að hafa nauðgað tvítugri erlendri námsstúlku eftir að hafa boðið henni far, var látinn laus úr gæsluvarðhaldi síðdegis í gær. Innlent 2.11.2006 08:48
Skipsskaði í Eystrasalti Þrettán skipverjum var bjargað við illan leik,og eins er saknað, eftir að flutningaskip sökk í fárviðri á Eystrasalti í nótt. Fyrst valt skipið og komust sjómennirnir á kjöl, en ekki var viðlit að beita þyrlum við björgun þeirra vegna óveðurs. Erlent 2.11.2006 08:26
Bókunum á ferðum til Íslands fækkar Breskum ferðamönnum á leið til Íslands á vegum ferðaskrifstofunnar Discover the World hefur fækkað um allt að 25% síðan hvalveiðar hófust. Þetta kemur fram á vefsíðu enska dagblaðsins Times í morgun. Erlent 2.11.2006 08:21
Lögreglumenn verða ekki vopnaðir Dómsmálaráðherra telur ekki ástæðu til að auka vopnaburð lögreglumanna þrátt fyrir aukna vopnanotkun í undirheimunum. Innlent 1.11.2006 19:28
Óveður í Evrópu 22 menn hafa látist í miklum flóðum í suðaustanverðu Tyrklandi undanfarinn sólarhring. Þá rak norskan olíuborpall stjórnlaust í Norðursjó í fárviðri sem gekk yfir norðanverða Evrópu í nótt. Erlent 1.11.2006 18:06
Trúa að nýtt frumvarp skili þyngri refsingum Formaður allsherjarnefndar Alþingis telur að nýtt frumvarp um kynferðisbrot muni skila þyngri refsingum í nauðgunarmálum. Innlent 1.11.2006 18:12
Stuldur ef frambjóðendur hafi aðra flokksskrá Fráfarandi framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins segir að ef einhver frambjóðenda í prófkjörinu um síðustu helgi hafi komist yfir aðra flokksskrá en þá sem var í boði fyrir alla frambjóðendur, sé það hreinn stuldur. Gísli Freyr Valdórsson sem var kosningastjóri Birgis Ármannssonar segir að að framboð Guðlaugs Þórs Þórðarssonar hafi gengið í gildru. Innlent 1.11.2006 18:26
Sex manns í gæsluvarðhaldi vegna fjögurra fíkniefnamála Sex manns sitja í gæsluvarðhaldi og hald hefur lagt á umtalsvert magn fíkniefna í fjórum stórum fíkniefnamálum sem komið hafa til kasta lögreglunnar á stuttum tíma. Innlent 1.11.2006 17:06
Reynt að draga úr hraða í höfninni Það er ekki aðeins á vegum landsins sem reynt er að draga úr hraða. Fréttavefurinn Víkurfréttir greinir frá því að í höfninni í Grindavík hafi verið komi upp skilti sem sýni að hámarkshraði innan hafnarinnar sé fjórar sjómílur. Ástæðan er sögð sú að sjófarendur hafi oft á tíðum verið að flýta sér of mikið í höfninni. Innlent 1.11.2006 16:53
Hugað verði að ímynd Norðurlanda á alþjóðavettvangi Jónína Bjartmarz, umhverfisráðherra og samstarfsráðherra Norðurlanda, leggur áherslu á að hugað sé að ímynd Norðurlanda á alþjóðavettvangi og telur að norrænt samstarf sé líklega mikilvægara nú á dögum alþjóðavæðingar en nokkru sinni fyrr. Þetta kom fram í ræðu Jónínu á Norðurlandaráðsþingi í dag sem greint er frá í fréttum frá þinginu. Innlent 1.11.2006 16:52
LSH setji Stefán aftur í sitt fyrra starf Læknafélag Reykjavíkur hefur sent frá sér ályktun þar sem það beinir þeim tilmælum eindregið til yfirstjórnenda Landspítalans að setja Stefán E. Matthíasson aftur í sitt fyrra starf sem yfirlæknir. Innlent 1.11.2006 16:46
Hagnaður Exista yfir væntingum Fjármálaþjónustufyrirtækið Exista skilaði 27,6 milljörðum króna í hagnað á þriðja fjórðungi ársins. Hagnaðurinn á fyrstu níu mánuðum ársins nam 24,3 milljörðum króna. Þetta er talsvert meira en greiningardeildir þriggja stærstu viðskiptabankanna gerðu ráð fyrir. Viðskipti innlent 1.11.2006 16:32
Tvö prófkjör hjá Samfylkingunni um helgina Efnt verður til tveggja prófkjöra hjá Samfylkingunni um helgina og úrslitin í því þriðja verða einnig gerð ljós um helgina. Á laugardaginn kemur fara fram prófkjör flokksins í Suðvesturkjördæmi og Suðurkjördæmi. Innlent 1.11.2006 16:27
Samstaða um að almennir lögreglumenn verði áfram óvopnaðir Samstaða var um það í utandagskrárumræðu á Alþingi í dag að almennir lögreglumenn hér á landi skyldu áfram vera óvopnaðir. Það var Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sem var málshefjandi og vakti athygli á því að starfshópur á vegum Ríkislögreglustjóra hefði lagt til í skýrslu aukna vopnvæðingu hjá lögreglunni. Innlent 1.11.2006 16:25
Góður hagnaður hjá asískum bílaframleiðendum Bílaframleiðendur í Asíu skiluðu flestir góðum hagnaði á fyrri hluta ársins og búast við methagnaði á árinu. Helsta ástæðan er aukinn útflutningur á bílum til Evrópu og Indlands á tímabilinu. Viðskipti erlent 1.11.2006 16:18
FME segir regluvörslu í góðu horfi Fjármálaeftirlitið hefur á þessu ári gert reglubundnar úttektir á framkvæmd reglna um meðferð innherjaupplýsinga og viðskipta innherja hjá tveimur félögum sem skráð eru í Kauphöllina, Marel hf. og Atlantic Petroleum. Niðurstaða FME er sú að regluvarsla hjá fyrirtækjunum sé almennt í góðu horfi. Viðskipti innlent 1.11.2006 16:00
Steingrímur J. styður sjálfstæði Færeyja Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna lýsti yfir stuðningi við sjálfstæðisbaráttu Færeyinga, á þingi Norðurlandaráðs, í Kaupmannahöfn, í dag. Hann studdi einnig að sjálfstjórnarsvæðin fengju fulla aðild að Norðurlandaráði. Innlent 1.11.2006 15:48
Sprengingar að hefjast Ólafsfjarðarmegin vegna ganga Sprengingar hefjast á morgun Ólafsfjarðarmegin vegna Héðinsfjarðarganga. Fram kemur á norðlenska fréttavefnum Dagur.net að til að byrja með verði aðeins um nokkrar litlar sprengingar að ræða því fara þurfi varlega í bergið við gangnamunnann. Innlent 1.11.2006 15:42
Sýknaður af ákæru um utanvegaakstur Héraðsdómur Suðurlands sýknaði í dag karlmann af ákæru um utanvegaakstur. Maðurinn var gripinn á torfæruhjóli þegar Landhelgisgæslan og lögreglan á Selfossi voru í eftirlitsflugi með utanvegaakstri í umdæmi Selfosslögreglunnar í júní síðastliðnum, en þá ók hann ásamt tveimur öðrum eftir slóða í vestanverðum Hengli. Innlent 1.11.2006 15:31
Norðurlöndin reiðubúin að aðstoða Ísland í öryggismálum Ástand öryggismála á Íslandi var eitt þeirra mála sem norrænu utanríkisráðherrarnir ræddu á fundi sínum í Kaupmannahöfn á miðvikudag. Brotthvarf Bandaríkjahers frá Keflavík hefur ekki einungis áhrif á Ísland heldur Norðurlöndin öll. Innlent 1.11.2006 15:30
Olíuverð lækkar áfram Heimsmarkaðsverð á hráolíu lækkaði lítillega í dag þrátt fyrir að OPEC, samtök olíuútflutningsríkja, hefðu ákveðið að draga úr olíuframleiðslu frá og með deginum í dag til að sporna gegn frekari verðlækkunum á olíu. Viðskipti erlent 1.11.2006 15:27