Fréttir

Fréttamynd

Sex fíkniefnamál í nótt

Sex fíkniefnamál komu til kasta lögreglunnar í Reykjavík og í Kópavogi í nótt. Það stærsta kom upp við húsleilt Kópavogslögreglunnar þar sem hún fann nokkurt magn af hassi, E-töflum og marijuana, sem búið var að pakka í smásöluumbúðir.

Innlent
Fréttamynd

Samdráttur hjá BMW

Sala á bílum frá þýsku bílasmiðunum hjá BMW dróst saman um 5,5 prósenta á þriðja ársfjórðungi samanborið við sama tíma í fyrra. Á meðal þeirra bíla sem BMW framleiðir eru bílar undir eigin merkjum, Mini og eðalvagnarnir Rolls-Royce.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Lítið um eftirskjálfta

Engar umtalsverðar jarðhræringar hafa verið út af Skjálfanda síðan að þar varð skjálfti upp á 4,5 á Richter laust fyrir klukkan tvö í gærdag.

Innlent
Fréttamynd

Tíu særast í skotárás á hrekkjavöku

Tíu manns særðust í skotárás í hrekkjavökugöngu í San Francisco seint á þriðjudagskvöldið var. Átök brutust þá út á milli tveggja hópa á sama tíma og lögregla var að dreifa úr hópnumer atvikið átti sér stað.

Erlent
Fréttamynd

Skattalækkanir draga úr aðhaldi, tefja fyrir aðlögun í þjóðarbúskap

Seðlabanki Íslands hefur ákveðið að halda stýrivöxtum óbreyttum. Þeir standa nú í 14 prósentum. Seðlabankinn segir í rökstuðningi sínum að verðbólguhorfur hafi batnað verulega en þær séu þó enn óviðunandi og kalli á aðgát og aðhald. Væntingar um hraða lækkun stýrivaxta á næstunni séu því ekki raunsæjar. Bankinn segir matarskattslækkunina draga úr aðhaldi tefja fyrir aðlögun í þjóðarbúskapnum.

Innlent
Fréttamynd

Kerry biðst afsökunar á "lélegum brandara"

John Kerry, öldungardeildarþingmaður demókrata í Massachusetts, lét í gærkvöld undan þrýstingi og bað hermenn í Írak afsökunar, sem og fjölskyldur þeirra og alla Bandaríkjamenn sem gætu hafa móðgast.

Erlent
Fréttamynd

Látinn laus úr gæsluvarðhaldi

Maður, sem er grunaður um að hafa nauðgað tvítugri erlendri námsstúlku eftir að hafa boðið henni far, var látinn laus úr gæsluvarðhaldi síðdegis í gær.

Innlent
Fréttamynd

Skipsskaði í Eystrasalti

Þrettán skipverjum var bjargað við illan leik,og eins er saknað, eftir að flutningaskip sökk í fárviðri á Eystrasalti í nótt. Fyrst valt skipið og komust sjómennirnir á kjöl, en ekki var viðlit að beita þyrlum við björgun þeirra vegna óveðurs.

Erlent
Fréttamynd

Bókunum á ferðum til Íslands fækkar

Breskum ferðamönnum á leið til Íslands á vegum ferðaskrifstofunnar Discover the World hefur fækkað um allt að 25% síðan hvalveiðar hófust. Þetta kemur fram á vefsíðu enska dagblaðsins Times í morgun.

Erlent
Fréttamynd

Óveður í Evrópu

22 menn hafa látist í miklum flóðum í suðaustanverðu Tyrklandi undanfarinn sólarhring. Þá rak norskan olíuborpall stjórnlaust í Norðursjó í fárviðri sem gekk yfir norðanverða Evrópu í nótt.

Erlent
Fréttamynd

Stuldur ef frambjóðendur hafi aðra flokksskrá

Fráfarandi framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins segir að ef einhver frambjóðenda í prófkjörinu um síðustu helgi hafi komist yfir aðra flokksskrá en þá sem var í boði fyrir alla frambjóðendur, sé það hreinn stuldur. Gísli Freyr Valdórsson sem var kosningastjóri Birgis Ármannssonar segir að að framboð Guðlaugs Þórs Þórðarssonar hafi gengið í gildru.

Innlent
Fréttamynd

Reynt að draga úr hraða í höfninni

Það er ekki aðeins á vegum landsins sem reynt er að draga úr hraða. Fréttavefurinn Víkurfréttir greinir frá því að í höfninni í Grindavík hafi verið komi upp skilti sem sýni að hámarkshraði innan hafnarinnar sé fjórar sjómílur. Ástæðan er sögð sú að sjófarendur hafi oft á tíðum verið að flýta sér of mikið í höfninni.

Innlent
Fréttamynd

Hugað verði að ímynd Norðurlanda á alþjóðavettvangi

Jónína Bjartmarz, umhverfisráðherra og samstarfsráðherra Norðurlanda, leggur áherslu á að hugað sé að ímynd Norðurlanda á alþjóðavettvangi og telur að norrænt samstarf sé líklega mikilvægara nú á dögum alþjóðavæðingar en nokkru sinni fyrr. Þetta kom fram í ræðu Jónínu á Norðurlandaráðsþingi í dag sem greint er frá í fréttum frá þinginu.

Innlent
Fréttamynd

LSH setji Stefán aftur í sitt fyrra starf

Læknafélag Reykjavíkur hefur sent frá sér ályktun þar sem það beinir þeim tilmælum eindregið til yfirstjórnenda Landspítalans að setja Stefán E. Matthíasson aftur í sitt fyrra starf sem yfirlæknir.

Innlent
Fréttamynd

Hagnaður Exista yfir væntingum

Fjármálaþjónustufyrirtækið Exista skilaði 27,6 milljörðum króna í hagnað á þriðja fjórðungi ársins. Hagnaðurinn á fyrstu níu mánuðum ársins nam 24,3 milljörðum króna. Þetta er talsvert meira en greiningardeildir þriggja stærstu viðskiptabankanna gerðu ráð fyrir.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Tvö prófkjör hjá Samfylkingunni um helgina

Efnt verður til tveggja prófkjöra hjá Samfylkingunni um helgina og úrslitin í því þriðja verða einnig gerð ljós um helgina. Á laugardaginn kemur fara fram prófkjör flokksins í Suðvesturkjördæmi og Suðurkjördæmi.

Innlent
Fréttamynd

Samstaða um að almennir lögreglumenn verði áfram óvopnaðir

Samstaða var um það í utandagskrárumræðu á Alþingi í dag að almennir lögreglumenn hér á landi skyldu áfram vera óvopnaðir. Það var Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sem var málshefjandi og vakti athygli á því að starfshópur á vegum Ríkislögreglustjóra hefði lagt til í skýrslu aukna vopnvæðingu hjá lögreglunni.

Innlent
Fréttamynd

FME segir regluvörslu í góðu horfi

Fjármálaeftirlitið hefur á þessu ári gert reglubundnar úttektir á framkvæmd reglna um meðferð innherjaupplýsinga og viðskipta innherja hjá tveimur félögum sem skráð eru í Kauphöllina, Marel hf. og Atlantic Petroleum. Niðurstaða FME er sú að regluvarsla hjá fyrirtækjunum sé almennt í góðu horfi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Steingrímur J. styður sjálfstæði Færeyja

Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna lýsti yfir stuðningi við sjálfstæðisbaráttu Færeyinga, á þingi Norðurlandaráðs, í Kaupmannahöfn, í dag. Hann studdi einnig að sjálfstjórnarsvæðin fengju fulla aðild að Norðurlandaráði.

Innlent
Fréttamynd

Sprengingar að hefjast Ólafsfjarðarmegin vegna ganga

Sprengingar hefjast á morgun Ólafsfjarðarmegin vegna Héðinsfjarðarganga. Fram kemur á norðlenska fréttavefnum Dagur.net að til að byrja með verði aðeins um nokkrar litlar sprengingar að ræða því fara þurfi varlega í bergið við gangnamunnann.

Innlent
Fréttamynd

Sýknaður af ákæru um utanvegaakstur

Héraðsdómur Suðurlands sýknaði í dag karlmann af ákæru um utanvegaakstur. Maðurinn var gripinn á torfæruhjóli þegar Landhelgisgæslan og lögreglan á Selfossi voru í eftirlitsflugi með utanvegaakstri í umdæmi Selfosslögreglunnar í júní síðastliðnum, en þá ók hann ásamt tveimur öðrum eftir slóða í vestanverðum Hengli.

Innlent
Fréttamynd

Olíuverð lækkar áfram

Heimsmarkaðsverð á hráolíu lækkaði lítillega í dag þrátt fyrir að OPEC, samtök olíuútflutningsríkja, hefðu ákveðið að draga úr olíuframleiðslu frá og með deginum í dag til að sporna gegn frekari verðlækkunum á olíu.

Viðskipti erlent